Pressan - 06.08.1992, Page 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
BÆTIFLÁKAR
PORTKONAN
VERSLUN
„Verslunin ílandinu er orðin
mjög illa farin, eins og gleði-
kona í göngugötu. Það vœri
betrafyrir mig að sópa Lauga-
veginn ogfá áhyggjulaus laun
frá borgarstjóra en að standa í
þessu streði“
Hjördls Gissurardóttir, verslunarkona í
Morgunblaðinu.
Bjarni Finnsson, kaupmaður
í Blómavali og formaður
Kaupmannasamtakanna:
„Ég held að maður geti verið
sammála þessu. Það sem ég
reikna með að hún eigi íyrst og
fremst við er náttúrlega að það
er hér heilmikil skattpíning á
verslun. Flún á sjálfsagt við að
kjör verslunar hafi versnað
hérna. Ég held að verslun eigi al-
mennt mjög í vök að verjast í
dag afkomulega séð. Það er mik-
il samkeppni, sem er auðvitað af
hinu góða, en hún er búin að
vera og er í mörgum greinum
mjög óvægin.“
HVA Á’ANN VIÐ?
„Antiars verð ég að segja, að
það vekur ekki bjartsýni hve
tnargir koma úr framhaldsskól-
utn og Háskóla fslands illa tal-
andi og skrifandi á íslenska
tungu. Þarsem égeralinn upp í
sveit, hef ég haft mikla þötf á að
spjalla við sveitafólkið. Mér
finnst til dcemis fólk í dreifbýli
tala betri íslensku enfólk í þétt-
býli. Sérdeilis á þetta við um
tniðaldra fólk ogþá sem kotnnir
eru á efri ár. “
Gisli Guðmundsson (Morgunblaðinu
Baldur Jónsson, prófessor í
íslenskri málfræði:
„Ég get ekki annað en tekið
undir mál Gísla. Þó kann að
vera að aldur minn og uppeldi
hafí áhrif á skoðun mína. Mál-
far yngri kynslóða hefur til-
hneigingu til að fjarlægjast
tungutak hinna eldri en slík
breyting er afar eðlileg þó að
sumu leyti kunni hún að vera
óæskileg. Því er þó ekki að
leyna að ég hef nokkrar áhyggj-
ur af íslenskukennslu í skólum
því henni hlýtur að vera ábóta-
vant fyrst stór hluti þeirra sem
ganga menntaveginn tala litlu
betri íslensku en hinir er litla
eða enga menntun hafa hlotið."
EKKI SAMA MÁL OG
MENNING OG MÁL OG
MENNING
„En núverandi forsvarsmenn
Máls og mennitigar eru sakleys-
ið uppmálað. Þeir vita ekkert
um fiárstyrkina frá Kommún-
istaflokki Ráðstjórnarríkjanna,
setn vel má vera. En þeir láta
líka eins og það komi þeim ekki
við, sem er auðvitað alrangt.
Þeim kemurþað svo sannarlega
eins mikið við, hvað Mál og
menning var fram til 1970 eða
jafnvel lengur, ogþýskum œsku-
mönnum hvað Þýskaland var
frá 1933 til 1945.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson IDV
Árni Kr. Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Máls og menn-
ingar:
„Þessa fortíð hafa þrjár mis-
munandi kynslóðir ráðamanna
Máls og menningar löngu gert
upp og útgáfustefnan síður en
svo stýrst af Sovétdekri. Síðan
1970 hefur Mál og menning gef-
ið út bækur eftir sum hver þau
skáld sem harðast hafa gagn-
rýnt Sovétskipulagið. Þau verk
sem Mál og menning hefur gef-
ið út á íslensku eftir Kundera,
Hlasko og Rybakov hafa öll ver-
ið bönnuð í Sovétríkjunum. f
haust kemur meðal annars út
bók eftir M. Búlgakov sem
bönnuð var í 65 ár. Að því er
varðar tilboð Hannesar þá höf-
um við núverandi ráðamenn
Máls og menningar slæraa
reynslu af þeim sem bjóðast til
að vinna ókeypis."
Höyni
Oskarsson
geðlæknir og formaður
læknafélags íslands
B E S T
Högni er góður geð-
læknir og siðferðilega
vel áttaður maður, dug-
legur og með sterka
réttlætiskennd. Hann er
enn fremur heiðarlegur,
skyldurækinn og þraut-
seigur, sem lýsir sér
best í því að á námsár-
um sínum í Bandaríkj-
unum setti hann mörg
íslandsmet í maraþon-
hlaupi. Að auki hefur
Högni staðið sig vel sem
formaður læknafélag-
insog er stéttinni til
sóma.
V E R S T
Högni á það til að tala
í gegnum nefið sem er
stíll sem ekki á við hann
og fer því stundum í
taugar samstarfsmanna
sinna þegar hann tjáir
sigá þennan hátt.
Högni var líka allaballi á
yngri árum sem getur
varla talist vitlegt af
jafn snjöllum manni,
þótt þetta hafi líklega
verið bernskubrek hjá
honum. Hann mætti
einnig gjarnan halda
fastar i þá skoðun sína
að losa beri heilbrigðis-
geirann undan oki og
íhlutun ríkisins.
VINNUR HANN FYRIR
SÉR MEÐ SKRIFUM?
„Þarfer hann (Glúmur Jón
Björnsson) fiálglegum orðum
um þá menn sem hafa lifibrauð
sitt af því að vera starfsmenn
verkalýðsfélaga ogsegir þá lifa á
niðurgreiðslum altnúgans. Ég
hef nú lesið svo margar greinar
Glúms á undanförnum misser-
utn að ég heffengið ákveðið dá-
lœti á mœlsku þessa unga
matms. En nú heldégaðandinn
hafi orðið efiiinu yfirsterkari því
ég á bágt tneð að trúa þvi að
Glúmur vinur minn Bjömsson,
hafi efni á því að stunda efna-
frceðinám við HÍ án þess að
njóta námslána á ttiðurgreidd-
um vöxtum sem almúgi lands-
insgreiðir.“
Þröstur Sverrisson IDV
Glúmur Jón Björnsson, efna-
fræðinemi og greinahöfundur:
„Svo má böl bæta að benda á eitt-
hvað annað. Ég hef ekki tekið
námslán vegna náms míns við
Háskóla íslands og hef ekki í
hyggju að gera það í framtíðinni,
enda tel ég að skyldugreiðslur al-
mennings til Lánasjóðs íslenskra
námsmanna eigi ekkert fremur
rétt á sér en skyldugreiðslur til
verkalýðsfélaga.“
F Y R S T
F R E M S T
ATLI BERGMANN
kalla og þá erum við farnir að tala
um gífurlegar upphæðir sem fást
fyrir svona lítinn pakka.“
Hefur þá tninnkað eitthvað
framboðið af hassi í kjölfarið á
þessu?
„Nei, hassið í umferð virðist
vera ansi svipað og það er búið að
vera lengi. Með tilkomu bjórsins
merktum við aukna áfengisneyslu
hjá unglingum. Neyslan færðist
neðar og þegar þau fara að drekka
meira er voða stutt í þessi efni.
Þau eru á götunni á sínum fyllir-
íum og það þarf ekki nema einn
díler í hverfið og þá eru þessi efni
komin á markaðinn hjá þessum
hópi. Þannig að eins og við sjáum
þetta þá er það bjórinn sem hrind-
ir þessu af stað hjá unglingunum.
Það er grátbroslegt að lesa þess-
ar fyrirsagnir blaðanna núna að
fundist hafi svo og svo mörg
grömm af hassi eða amfetamíni
— ég kíkti sjálfur á Eldborg um
helgina og mér leist þannig á það
að ég hleypti ekki einu sinni börn-
unum út úr bílnum — börnin
voru þarna hundruðum ef ekki
þúsundum saman dauðadrukkin.
Áfengi er ofsalega sterkt vímuefhi
fýrir ungling og nú er ég ekki að
gera lítið úr hlut ólöglegu efnanna
en það er spurning um að breyta
um áherslur; að samþykkja ekki
áfengið sem vímuefni fyrir ung-
lingana."
Atli segir að með tilkomu bjórs-
ins hafi áfengisneysla aukist gífur-
lega hjá unglingum undir lögaldri.
Samfara fýlliríunum og vímunni
hafi margir leiðst út í hassneyslu
og um leið og hassið kemur inn í
hópinn er það komið til að vera.
Það jafn ólöglegt fýrir unglinginn
að kaupa vodkaflösku eða brenni-
vínsflösku og gramm af hassi.
Verðið er svipað og áhrifin líka.
En emyngri krakkar en áðurfam-
irað koma ímeðferð á Tindum?
„Það er erfitt að meta það því
heimilið hefur ekki verið starfrækt
nema síðan í janúar í fýrra en bara
það að stofnunin þurfi að vera til
segir sína sögu. Þegar fullt hús er
þá erum við með átta til tíu
krakka en vegna sumarfría starfs-
fólks eru hér ekki nema fjórir til
fimm núna en við förum aftur á
fullt skrið um miðjan mánuðinn."
Eru þessir krakkar mjög langt
leiddir?
„Já, sum hver eru virkilega illa á
sig komin líkamlega, andlega og
félagslega. En sem betur fer hafa
góðar fjölskyldur og góðir skólar
sent til okkar krakka áður en allt
er komið í óefni og náð að grípa í
taumanna í tæka tíð. Það má ekki
samþykkja þessa gífurlegu
drykkju unglingana sem eðlilegt
ástand."
er meðferðarfull-
trúi á Tindum,
heimili fyrir unga
vímuefnaneytend-
ur. Um verslunar-
mannahelgina
fannst nokkuð af
ólöglegum vímu-
efnum, meðal ann-
ars alsæla.
Má ekki
líta á
drykkju
unglinga
sem
eðlilegt
ástand
Verðið þið varir við að aukið
tnagn af eiturlyfium sé í umferð og
auðveldara fyrir krakkana að
komastíþað?
„Það hefur orðið aukning á am-
fetamíni og þessi alsæla er í sjálfu
sér ekkert nýtt. Þetta er bara enn
eitt amfetamínið, gamalt vín á
nýjum belgjum, og það er núna
síðustu tvö ár sem alsæla hefur
verið að koma hingað. En það er
búið að vera mikið af amfetamíni
yfir höfuð og það hefur verið
sterkara og ódýrara heldur en áð-
ur.“
Kanntu skýringu á því afhverju
svo mikið hefur verið í umferð?
„Hún er einfaldlega sú að það
eru fleiri og fleiri sem ætla sér að
græða með því að flytja það inn.
Það er auðvelt að smygla því.
Þetta er bara reikningsdæmi; eitt
kíló er þúsund grömm og hvert
gramm kostar einhverja þúsund-
RONGUNNI
TVÍFARAR
GARY LARSON
Guði sé lof!
Mér er boraið!
Þeir eru nauðalíkir; Jón Sæmundur Sigurjónsson, að-
stoðarmaður heilbrigðisráðherra, og bandaríski rithöf-
undurinn Tom Wolfe. Áberandi nef, dáhtið samanherptur
munnur og þetta slétta hár sem aldrei er hægt að eiga neitt
við og hefur ábyggilega bakað þeim endalausar þjáningar í
gegnum tíðina. Tom Wolfe beislaði þessar þjáningar og
notaði sem drifkraft í skrifum sínum. Jón Sæmundur hefur
hins vegar leitast við að lina þjáningar ríkissjóðs vegna
sjúkdóma mannfólksins. Það næsta sem hann hefur kom-
ist bókmenntunum er útgáfa Tarzanblaðanna á Sigló um
árið.