Pressan - 06.08.1992, Side 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
E R L E N T
^VÍaður
vikunnar
Erich
Honecker
Það er lengi von á einum. Þeg-
ar allir héldu að búið væri að
svínbeyja þann gamla og fula
komma, Erich Honecker, fyrr-
um leiðtoga Austur-Þýska-
lands, fékk hann annarlega
uppreisn æru. Afgamla mann-
inum var tekin fféttamynd
(sem hlýtur að fara langleiðina
með að verða fféttamynd árs-
ins), þar sem hann er leiddur
út úr sendiráði Chile í Moskvu
og steytir hnefann ögrandi,
næstum sigri hrósandi, framan
í myndavélar fjölmiðlafólks. Á
svipstundu var eins og leiðtog-
inn fallni, sem fáir verða til að
mæla bót, öðlaðist einhverja
sérkennilega og þrákelknislega
reisn. Og þegar hann var flutt-
ur aft ur í Moabit fangelsið í
Berlín var eins og sagan biti í
skottið á sér með hætti sem
hefur yfir sér þó nokkum vott
af glæsileika. Þarna, í Moabit,
sat hann tukthúslimur á tíma
Hitlers, svo var hann í næstum
fimmtíu ár höfðingi í heims-
veldi, nú er það fallið og hann
situr aftur á sama stað. Heim-
koma Honeckers varð semsagt
strax miklu vandræðalegri fyrir
stjórnina í Bonn en fyrir gamla
kommúnistaforingjann; þær
era rifjaðar upp skálaræðurnar
sem voru haldnar yfir honum
þegar honum var hampað í op-
inberri heimsókn í Vestur-
Þýskalandi fýrir ekki svo ýkja
löngu. Eins var líkt og það yrði
skyndilega augljóst að það yrði
ekki svo auðvelt að sanna á
hann fyrir dómstólum glæpi
sem ffamdir voru í nafni Þýska
alþýðulýðveldisins, að hans
undirlagi.
Fjölskylda sem
fitnar á athygli
fjölmiðla
Frá því Rainer fursti af Mónakó
giftist Grace Kelly hefur hann not-
fært sér þá athygli sem beinst hef-
ur að furstadæmi hans til að afla
fjár í kassann. Hann seldi ffanska
tímaritinu Paris-Match einkarétt-
inn að myndbirtingu af Grace með
Karólínu nýfædda. Tímaritið hef-
ur haldið þessum einkarétti og
birti í vor myndir af maganum á
Stefaníu sem fer sístækkandi líkt
og sjóðir furstadæmisins. Rainer
hefur kunnað að gera peninga úr
harm- og gleðiatburðum fjöl-
skyldunnar og dætur hans hafa
ekki svikið hann um að láta press-
una hafa úr nógu að moða.
En prinssesur eru ekki það eina
sem manni dettur í hug þegar
minnst er á Mónakó. Spilavítin
eru nátengd ímynd landsins. Eða
voru það öllu heldur. Effir opnun
spUavítanna um miðja síðustu öld
flykktust þangað aðalsmenn og
iðjuhöldar. Þá voru spilavítin
helsta tekjulind furstadæmisins.
Eftir síðari heimsstyrjöldina var
landið opnað fyrir erlendu fjár-
magni sem streymdi inn í landið.
Furstadæmið tapaði þar með stór-
um eignarhlutum í hendurnar á
hinum gríska skipakóngi, Onassis.
Og þar með einnig stjórn landsins,
þó svo furstinn ríkti yfir því.
Rainer III var að sjálfsögðu lítið
hrifinn af ítökum erlendra aðUa og
að hann sjálfur skyldi ekki hafa
meiri völd. Það var uppgangur á
fasteignamarkaðnum upp úr 1950
og þar eygði hann möguleika.
Fyrsta skrefið í átt til algerra
yfirráða steig hann 12. apríl 1956,
þegar hann gekk að eiga Grace
Kelly að viðstöddum 1800 blaða-
mönnum. Hún var dularfulla
kvikmyndastjarnan. Fögur og
ósnertanleg. En hún var líka dóttir
bandarísks milljónamærings, sem
var tilbúinn tU að borga háar fjár-
hæðir fyrir titU handa dóttur sinni.
Eftir giftinguna hófst Rainer
handa við að bola Onassis burt úr
furstadæminu. Með aðstoð blað-
anna og ljósmynda af sér og
Grace, tókst honum að styrkja
ímyndina um hamingjusama og
friðsæla fjölskyldu. Hugmyndin
var stórkostleg: Hann seldi kon-
una sína rétt eins og Bongo seldi
bensínið sitt, Mobutu demantana
og Lesotho atkvæði sitt hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
Það var ekki nóg að ná völdum
heima fyrir. Það hratt ekki í burtu
nálægri ógn, sem vofað hafði yfir
Grimaldi fjölskyldunni frá upp-
^Onðdíngton |o0t
Hægfara efnahagsbati
Þó að samkvæmt hagtölum hafi sú kreppa sem verið hefur í banda-
rísku efnahagslífi tekið enda fyrir allt að þremur árum er efnahagslífið
þar í landi enn fremur bágborið samanborið við mörg fyrri ár. í síðustu
viku birti bandaríska viðskiptaráðuneytið tölur er sýna að sá efnahags-
bati, sem menn væntu, er töluvert hægari en búist var við. Að vísu hefur
þjóðarframleiðsla aukist nokkuð þau tæplega fjögur ár sem George Bush
hefur setið á forsetastóli, en vegna mikillar fólksfjölgunar er hún mun
minni á hvert mannsbarn nú en hún var snemma árs 1989, er Bush tók
við forsetaembættinu. Nútíma hagkerfi dafna ekki án stöðugra fjárfest-
inga og fjármagnsstreymis en um þessar mundir hugsa bankar og fyrir-
tæki meira um að greiða uppsafnaðar skuldir en að leggja út í nýjar fjar-
festingar. Sömu sögu er að segja um bandarískan almenning. Fólk virðist
nú leggja meira af launum sínum fyrir en áður í stað þess að auka neysl-
una um leið og efnahagurinn réttir úr kútnum. Þó að þessi viðhorfs-
breyting þyki til góðs vestanhafs er ljóst að síaukinn rekstrarhalli ein-
stakra fylkja og sú skattbyrði sem honum fylgir sé of rnikið álag fyrir
bandaríska hagkerfið.
hafi. Að smáríkið yrði einn góðan
veðurdag gleypt af risavöxnum
nágranna sínum, Frakklandi. Árið
1962 varð Rainer dauðskelkaður,
þegar de Gaulle varð gersamlega
óður yfir því að ffanskir braskarar
gátu komist hjá því að greiða
skatta, með því að koma fjármun-
um sínum fyrir í Mónakó, sem var
skattaparadís. Til að ná sáttum,
gerði Rainer samning við frönsk
stjórnvöld. Franskir kaupsýslu-
menn og braskarar yrðu skatt-
lagðir og í staðinn myndu Frakkar
hdda vemdarhendi yfir Mónakó.
ENGIN FÁTÆKT, ENGIR GLÆP-
IR
Upp frá þessu byrjuðu Rainer
og Mónakó að þéna gífurlegar
fjárhæðir. Furstinn stofnaði fjöl-
þjóða fasteignafyrirtæki með að-
stoð milljarðamæringsins Gildo
Pastor. Sá náði að stækka land-
svæði furstadæmisins með ný-
byggingum. Verð á húsnæði rauk
upp. Furstinn af Mónakó er því
ekki lengur aðeins tákn, eins og
Englandsdrottning. Hann ríkir yfir
fjármálaveldi. Og allir íbúar Mó-
nakó eru ríkir og ánægðir. Það er
enginn fátækur í Mónakó og þar
eru heldur engir stjómmálaflokk-
ar. Aðeins mónakóska verkalýðs-
félagið, sem stjórnað er af ....
kommúnistum....
Það er passað vel upp á ríku
íbúana. Það eru myndbandsupp-
tökuvélar út um allt. Það eru 400
lögreglumenn í landi sem hefur
aðeins 28.000 íbúa. Þá eru herlög-
reglumennirnir ekki meðtaldir.
Mónakó er tvímælalaust ein lög-
regluvæddasta borg í heimi. Kon-
urnar eru ekki í neinni hættu þótt
þær fari út með demanta sína í
nýja Benzinum um hánótt. Og ef
einhver gerir tilraun til ráns, þá er
enginn hætta á að hann komist
undan. Það er hægt að sitja fyrir
ránsmönnunum á öllum landa-
mærastöðvum, þökk sé vidóupp-
tökuvélunum.
Árið 1989 voru framin þrjú
vopnuð rán í Mónakó. Prinsinn
rak alla sem voru ábyrgir og hét
því að slíkt skyldi aldrei koma fyrir
aftur. Það hefur ekki gerst. Glæpir
eru svo fátíðir að blöðin verða að
láta sér nægja frásagnir af um-
ferðaróhöppum.
EITURLYFJAPENINGAR?
f sjálfri höllinni. Þar þurfa
prinsessurnar að borga fyrir gleði
sína og sorgir með persónu sinni.
En engum er leyfilegt að segja
hvað sem er um fjölskylduna.
Grace getur dáið, en um sorg fjöl-
skyldunnar er samið við fjölmiðla,
sem dreifa fallegum myndum af
syrgjandi furstanum. Ef einhver
fjölmiðlamaður gerir athugasemd
er honum umsvifalaust bent á
dyrnar.
Fyrir utan þetta gerist akkúrat
ekkert í Mónakó. Þetta er róleg-
asta borg í heimi. Ef einhverjum
dettur í hug að syngja á götum úti
má hann eiga það á hættu að vera
stoppaður. Og börnum er ekki lið-
ið að trufla ró almennings. Það
stendurílögum.
Það er reyndar eitthvað effir af
geggjuðu næturlífi spilavítanna,
með sína leiki. Spilavélar, black
jack, rúllettur, baccara, þótt ekki
sé það líkt því eins krassandi og
áður. Enda þénar ríkið ekki nema
4 prósent af tekjum sínum með
fjárhættuspilunum. Það græðir
mest á sköttunum. Um það var
samið árið 1962. Á hverju ári skrif-
ar franska ríkið stóra ávísun stfl-
aða á Mónakó.
Það ætti því ekki að koma á
óvart að í landinu eru 40 bankar
sem sjá 1600 manns fyrir vinnu.
Og á tíu árum hafa innlagnir
hækkað úr 11 milljörðum franka í
yfir 50 milljarða (550 milljarða
ÍKR).
En bankaviðskiptin hafa líka
valdið hallarbúum áhyggjum. Það
er erfitt að koma í veg fyrir orð-
róm um að í gegnum bankana
streymi skítugir peningar, sem þar
séu þvegnir í þágu eiturlyfjasala.
Annars skiptir svona orðrómur
kannski ekki öllu máli. Blaða-
menn sem heimsækja furstadæm-
ið hafa áhuga á að vita allt um
Stefaníu og Karólínu. Sýningin er
að sjálfsögðu ekki eins góð og þeg-
ar Grace gekk fyrst inn á sviðið
fýrir 36 árum.
En prinsessurnar standa sig
ágætlega. Karólína með sitt mis-
heppnaða hjónaband að baki,
skilnaðinn, giftinguna sem páfi
vildi ekki viðurkenna, barneign-
irnar og síðast missi eiginmanns-
ins. Stefanía með alla kærastana
og tilraunirnar til að fóta sig í
skemmtanabransanum og tísku-
heiminum. Rainer getur ekki
kvartað, þótt fjölskyldan prýði
ekki jafn oft forsíður franskra
glanstímarita nú og hér áður fýrr.
Furstinn hefur raunverulegri
áhyggjur en þær. Hann er hrædd-
ur um að fasteignaviðskiptin eigi
ekki framtíð fýrir sér og við kaup-
hallarhrun. Þá eru það kröfur um
stærri og meiri ffamkvæmdir. Ra-
iner þarf að bregðast við þeirri
áskorun áður en það verður um
seinan. Því flestir efast um að Al-
bert prins sé til einhvers nýtur þótt
sumir segi hann hafa áhuga á við-
skiptum. Og það er eins gott að
það sé satt. Grimaldi fjölskyldan
fær prósentur af öllu því sem selt
er innan furstadæmisins. Eins og
aðgöngumiðaverðinu inn í sæ-
dýrasafhið. Hún hefur þegar mis-
notað þá aðstöðu, með því að
koma upp tvöfaldri miðasölu. Rétt
eins og óprúttnir framkvæmda-
stjórar fótboltavallar. Ekki beinlín-
is gott afspurnar fyrir furstafjöl-
skyldu og því kannski vissara fýrir
hana að fara að leita nýrra leiða til
að koma í veg fyrir að pyngjan
léttist of mikið.
Frambjóðandi á ferð og ftuqi
1988
1991
1992