Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 06.08.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 6. ÁGÚST 1992 E R L E N T Stefnirí slag um áfengls- elnokun Ef Svíar vilja fá aðild að Evrópubandalag- inu verða þeir án efa að afnema einokun ríkisins á sölu áfengis. Áfengisvarnar- sinnar eru hins vegar öflugt stjórnmálaafl og taka þessu afleitlega. Fyrir ríkisstjórn- ina er þetta hálfgert feimnismál. Madonnu halda engin bönd Einn lykillinn að velgengni söngkonunnar Madonnu und- anfarin ár er lík- lega sá að hún er alltaf reiðubúin að ganga fetinu lengra en fyrr; þegar fjölmiðlarnir eru að fá leið á henni finnur hún upp á einhverju sem neyðir þá til að sýna henni athygli á nýja leik. Yfirleitt fækkar hún fötum ögn meira en fyrr. Og nú er Madonna að bætast í hóp þeirra stjarna sem taka að sér að leika í funheitri ást- arsenu í kvikmynd. í myndinni „Body of Evidence“ sem frum- sýnd verður á næstunni háttar hún með leikaranum Willem Dafoe. Og ekki nóg með það; hún lætur líka drjúpa brennandi vax á brjóstkassann á honum, en kælir síðan með kampavíni... Genscher græðist fé Tveir mánuðir eru nú liðnir frá því að Hans-Di- etrich Genscher lét af störfum sem utanríkisráð- herra Þýskalands eftir langan og litríkan stjórn- málaferil. En ekki er hann þó al- deilis sestur í helgan stein. Gen- scher er með ýmislegt á pijónun- um og ekki útlit fyrir að hann þurfi að hafa áhyggjur af auraleysi í framtíðinni. Eins og venja er með gamalreynda stjórnmála- menn hafa margir áhuga á að fá Genscher til samstarfs við sig og víst er að ekki vantar viljann hjá honum. Stöðugt berast honum nýjar fyrirspurnir; einn vill fá hann til að auglýsa Ólympíuleik- ana í Barcelona, annar til að skíra filabarnið í dýragarðinum í Bonn. Og eins og Helmut Schmidt fýrr- um kanslari V-Þýskalands, veit Genscher mætavel hvernig hann á að markaðssetja sjálfan sig. Meðal annars skrifar hann nú um ýmis heimsmál í tvö stærstu dagblöð Japans og hyggur á mikla fyrir- lestraferð til Bandaríkjanna síðar á þessu ári sem hann fær dijúgan skilding fyrir. Og eins og við var að búast er von á endurminning- um Genschers innan tíðar sem reiknað er með áð vekja muni at- hygli jafht innan Þýskalands sem utan. í Svíþjóð er, rétt eins og á ís- landi og í Noregi, ríkiseinkasala á áfengi. Nú vilja Svíar ólmir kom- ast inn í Evrópubandalagið. Aðild þýðir líklega að þeir verða að gefa sölu á áfengi frjálsa, líkt og tíðkast í öðrum ríkjum Evrópubanda- lagsins. Bindindismenn og áfeng- isvarnasinnar eru hins vegar lítt hrifnir afþví. Þetta gæti orðið erf- iðasta viðfangsefni stjórnarinnar á heimavígstöðvunum, áður en hin langþráða innganga verður að raunveruleika. Margir stjórnmálamenn sem löngum hafa ekki mátt heyra á það minnst að afnema einkasöl- una hafa reyndar slakað á klónni og telja rétt að leggja frjálsa áfeng- issölu á Svía — það sé varla of hátt verð að gjalda fyrir Evrópu- bandalagsaðildina. En bindindis- menn eru fastir fyrir og eiga sér víða hauka í homi. Þeir segja ein- faldlega að ef Evrópubandalagið geti ekki sætt sig við ríkiseinka- sölu, sem stjómar neyslu með háu verði á áfengi, muni þeir hvetja til þess að 300 þúsund meðlimir bindindishreyfingarinnar gjaldi neiatkvæði við Evrópubandalags- aðild íþjóðaratkvæðagreiðslu. Leiðtogar sænsku þjóðarinnar hafa hingað til reynt að forðast þetta umræðuefni eins og heitan eldinn. Forsætisráðherrann Carl Bildt hefúr vikið sér undan spurn- ingum um málið og á blaða- mannafundi í síðustu viku gaf Ulf Dinkelspiel Evrópumálaráðherra mjög loðin svör þegar hann var krafinn svara um einkasöluna. En Evrópubandalagið virðist ekkert ætla að gefa eftir, enda stríðir slík einkasala gegn ákvæð- um sem þar eru í gildi um frjáls viðskipti. Vínræktarlönd á borð við Frakkland, ftalíu, Spán og Portúgal telja það líka mikið hags- munamál fyrir sig að ríkið sé ekki með krumlumar í áfengissölunni. Umsókn Svía hefur að sönnu fengið grænt ljós í Brussel, en ekki er þó lengra en vika síðan að Frans Andriessen, sem er eins konar utanríkisráðherra Evrópu- bandalagsins, tók af öll tvímæli um að hvers konar einokun stríd- di gegn anda bandalagsins. Fyrir áfengisvamasinna er frjáls verslun með vín ekki bara ógeð- felld tilhugsun, hún er lfka bein ógnun við hagsmuni þeirra. Þeir hafa haff mikil stjórmálaítök sem hljóta að minnka ef Svíar láta að kröfum Evrópubandalagsins. Á sænska þinginu hafa bindindis- menn alltaf verið háværir og fjöl- mennir, miklu fjölmennari en hlutfall áfengisnotenda meðal sænsku þjóðarinnar segir til um. Þegar þingið hefur þurft að taka mikilvægar ákvarðanir í áfengis- málum hafa fylkingar stjómmála- flokka oftast riðlast; áfengisvama- sinnar hafa náð saman hvar sem þeir standa í pólitík. Afleiðingin er náttúrulega sú að Svíar hafa ein- hveija ströngustu áfengislöggjöf í heiminum — ásamt íslendingum, Norðmönnum og Finnum. Samt er augljóst að umsóknin um aðild að Evrópubandalaginu er farin að hafa talsverð áhrif. Nokkur flótti hefur brostið í lið áfengisvarnarsinna. Þeir sem kannski voru ekki alltaf heitir í trúnni hugsa með sér að varla sé stætt á því að fórna svo miklum hagsmunum fyrir svo lítið mál. Sósíaldemókratar, sem alltaf hafa verið býsna harðir í áfengismálun- um, em til dæmis farnir að slaka á klónni. Fyrir nokkrum dögum samþykkti þingið, þar á meðal meirihluti þingmanna sósíal- demókrata, að lækka aldur þeirra sem er heimilt að kaupa áfengi í 18 ár. Þar með höfnuðu þeir iíka tillögum bindindismanna um skömmtun á áfengi. Það var hins vegar alltof stór biti fyrir þennan stærsta flokk Svíþjóðar að sam- þykkja að búðir Systembolaget, áfengiseinkasölunnar, yrðu ffam- vegis opnar á laugardögum. Að- eins einn flokkur, hægriflokkur- inn Nýtt lýðræði, hefur hins vegar beinlínis á stefnuskránni að af- nema einokun ríkisins á áfengis- sölu. Á íslandi er náttúrlega líka rík- iseinkasala. Hins vegar er ósenni- legt að fslendingar þurfi í bráð að gera upp hug sinn um hvort hana eigi að afnema. f samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eru engin ákvæði um slíkt. Sólvari fyrir Há varkáru Sóldýrkendur um allan heim láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ítrekuð varnarorð lækna um skaðsemi sól- baða og ógnvekj- andi tölur um stöðuga aukningu húðkrabba- meinstilfella. Allar baðstrendur eru fullar af sólþyrstum ferða- mönnum sem flatmaga vikum saman sældarlegir í sandinum og eiga sér þá ósk heitasta að verða kaffibrúnir. Þeir sem aftur á móti vilja sýna skynsemi í þessum mál- um hafa nú ástæðu til að kætast því nýverið komu tól á markað er- lendis sem ætlað er hjálpa fólki að halda sólböðum innan hæfilegra og óskaðlegra marka. Eitt þeirra er sólarmbandsúr og gefúr frá sér hljóðmerki þegar sólbaðið er komið á hættulegt stig og tími til kominn að gefa húðinni hvíld. Annað og snöggtum ódýrara er lítið sólspjald sem dropi af sól- vörninni er borinn á og sést þá hve lengi má vera í sólinni án þess að skaða húðina. Fokkerverksmiðjurnar minnka framleiðslu á F-50 vélum Hollensku flugvélaverksmiðj- urnar Fokker NV ætla aðeins að smíða 24 F-50 vélar á næsta ári í stað þeirra 32 sem áætlað var að framleiða. Ástæða þessarar fækk- unar er minnkandi eftirspurn í kjölfar verulegs samdráttar í flug- rekstri víða um heim. Verksmiðj- unum hefúr aðeins tekist að selja tólf F-50 það sem af er þessu ári en í fyrra bárust 29 pantanir á vél- unum sem eru sömu gerðar og þær sem Flugleiðir festu nýverið kaup á. Á árunum upp úr 1980 og F-50 var enn á hönnunarstigi bjuggust stjórnendur Fokker verksmiðjanna við stöðugri eftir- spurn eftir um 24 vélum á ári en óvæntur áhugi flugfélaga leiddi til nýrra áætlana um smíði 33 þeirra árlega. En sem áður sagði hefur eftirspurnin nú minnkað verulega og þar af leiðandi þvingað Fokker til að taka aftur upp fyrri áætlanir um framleiðslu vélanna. Að sögn eins talsmanna verksmiðjanna er alls óvíst hvaða afleiðingar sam- drátturinn muni hafa fyrir þá starfsmenn fýrirtækisins sem vinna að smíði F-50 og eru nú um 2000-2500 talsins en líklegt þykir að fækka verði starfsmönnum til muna þar sem Fokker á nú í mikl- Schleimann ritstýrir Jyllandspost Við sögðum frá því hér í PRESSUNNI þegar Jörgen Schlei- mann, fslandsvinur og frægasti og litríkasti fjölmiðlamaður Dana, var rekinn úr embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 fyrir skemmstu. Þá var honum reyndar ekki gefið að sök að hafa staðið sig illa, heldur hafði hann þvert á móti byggt upp öflugustu sjón- varpsstöð í Danmörku, en stjórn- endum hennar mun meðal annars hafa gramist yfirlýsingagleði Schleimanns, sem alltaf hefiir þótt í kjaffforari kantinum. En nú er Schleimann búinn að fá nýja vinnu. Hann er nýráðinn ritstjóri dagblaðsins Jyllands- Posten. Blaðið nýtur talsverðrar virðingar og kemur út í um 150 þúsund eintökum á dag, þótt það hafi reyndar alltaf staðið í skugg- anum á Kaupmanna hafnarrisunum Politiken og Berlingske Tidende. Fjár- hagserfiðleikar hafa einnig verið nokkrir síðasta árið standa vonir til að Schlei- mann sé slíkur krafta- verkamaður að hann muni leysa þá. Sjálfur segir hann að þetta sé „draumastarf1. °g Flugleiöir festu nýverið kaup á F-50 vélum. um fjárhagsörðuleikum, sérstak- lega til að fjármagna rannsóknir og framleiðslu á F-70 og F-130 vélunum sem nú eru í hönnun. Stjórnarmenn verksmiðjanna neita því að ákvörðunin um að minnkandi framleiðsla á F-50 standi í nokkru sambandi við orð- róm um að þýsku flugvélaverk- smiðjurnar Deutsche Aerospace hafi í huga að kaupa 51 prósent hlut Fokker. Reyndar varð vart nokkurs óróa á verbréfamarkaðn- um á Amsterdam er Fokker gerði opinbert að fyrirtækið hefði staðið í leynilegum samningaviðræðum við þýska flugvélaframleiðandann um fimm mánaða skeið því þar óttast menn að hinn síðarnefndi muni nota yfirráð sfn í Fokker, til að hætta framleiðslu á F-50 smám saman og þannig rýmka til á markaðnum fyrir nýja með- alstóra flugvél sem Deutsche Aerospace er nú með í hönnun í samvinnu við franska fyrirtækið Aero- spatiale SA og ítölsku vélaverksmiðjurnar Alenia SpA.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.