Pressan - 06.08.1992, Page 25

Pressan - 06.08.1992, Page 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 25 STJÓRNMÁL Skilurþetta einhver? Nú er ég hættur að skilja eða fylgjast með Sighvati Björgvins- syni heilbrigðisráðherra og bar- áttu hans við sérfræðinga hvers konar. Einhvern veginn minnir framganga ráðherrans að vestan á bardaga Don Kíkóta við vindmyll- urnar. Bardagarnir halda enda- laust áffam án þess að nokkur ár- angur náist enda óvinir í hverju horni. Sighvatur lemur í allar áttir. Lumbrar á apótekurum og tann- læknum, sérfræðingum og raunar öllum sem koma nálægt heil- brigðisþjónustu. Allt í nafni sparnaðar sem enn lætur á sér standa. Raunar hefur krossferð heilbrigðisráðherra gjörsamlega mistekist, en eins og „snjall" stjórnmálamaður er hann með skýringar á reiðum höndum og leitar nýrra fórnardýra og nú á að setja þak á „starfseiningafjölda" sérfræðinga. Ráðherra hefur haft stór orð uppi um sparnað í heilbrigðismál- um, enda réttilega bent á að við séum komin í miklar ógöngur í skipulagi þeirra. En eftir allar yfir- lýsingarnar, hnútukast og loforð stendur ekki steinn yfir steini. Á fyrstu sex mánuðum ársins fór Sighvatur 700 milljónir króna fram úr því sem ætlað var til sjúkratrygginga eða tæplega 16 prósent. Með öðrum orðum: Fyrir hverjar 100 krónur sem ráðherra mátti eyða, neyddi hann fjármála- ráðherra til að skrifa hann ávísun á tæpar 116 kónur. Og til að setja þetta í enn annað samhengi: Sig- hvatur seildist í vasa hvers Islend- ings og tók þaðan 2.800 krónur í viðbót án þess að spyrja kóng né prest. Þannig greiðir hver fjögurra manna fjölskylda 11.200 krónur aukalega vegna þess að ráðherra tókst ekki að standa við stóru orð- in. Og merkilegast er að enginn mótmælir og fjölmiðlar sem hafa eingöngu áhuga á þorski og skatt- ffamtölum einstaklinga finnst lítið til koma. (Það er miklu skemmti- legra að velta fyrir sér hvað þessi eða hinn hafði í laun og/eða tekjur og deila í með grunnlaunum af- greiðslufólks. Að skemmta skratt- anum og ala á meðfæddri öfund er meira gefandi, en veita stjórn- málamönnum aðhald. Fréttir um skipsbrot sparnaðaráforma heil- brigðisráðherra eru afgreiddar eins og hverjar aðrar fréttir af fyll- iríi og óspektum helgarinnar.) Kannski er það ekki undrunar- efni að ráðherra geti farið ffam úr fjárlögum með sama hætti og Sig- hvatur, án þess að vekja sérstaka athygli. Við íslendingar erum fyrir löngu orðnir vanir því að ekki sé staðið við fjárlög, hvort heldur af- sökunin er kjarasamningar, afleitt efhahagsástand eða meiri ásókn í þjónustu sérffæðinga. Fyrsta reynslan af Sighvati sem heilbrigðisráðherra lofar ekki góðu. Allt bendir til að hann hafi tekist á hendur verkefni sem hann ræður ekki við. Engu skiptir hvaða afsakanir ráðherrann kem- ur með, effir stóru orðin á liðnu hausti. Ég sem skattgreiðandi hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki náist betri og meiri sparnaður með því að Sighvatur hætti og fari aftur vestur. Það eina sem hann virðist hafa affekað í heilbrigðis- ráðuneytinu er að láta sjúklinga borga meira, sérffæðinga fá meira og fá alla upp á móti sér, svo ekki sé talað um umffameyðsluna. Af- rekaskrá ráðherrans er ekki slík að hann noti hana í næstu kosning- um og raunar vafasamt fyrir hann að minnast einu orði á setu sína í ríkisstjórn. Ég held að ég sé ekki einn um það að skilja hvorki upp né niður í Sighvati Björgvinssyni enda er kominn nýr tónn. I viðtali við Tímann 23. júlí segir ráðherra: „Heilbrigðisþjónustan er þannig að þörfin fýrir hana verður aldrei mettuð — þú getur aldrei sagt; þetta er ástæðulaust. Heilbrigðis- þjónustan er bara þannig að jafh- vel þótt ég hefði öll fjárlög íslenska ríkisins til ráðstöfunar, yrði samt hægt að halda ffam að það væru viðfangsefni sem ekki væri sinnt en þyrfti nauðsynlega að sinna.“ Þannig skipta þessar 700 milljónir engu, enda duga fjárlög ríkisins ekki til að standa undir heilbrigð- iskerfinu. Ætli það sé einhver ann- ar en Sighvatur sem væri tilbúinn til að setjast í stól heilbrigðisráð- herra? Áfyrstu sex mánuðum ársinsfór Sighvatur 700 milljónir krónafram úr því sem œtlað var til sjúkratrygginga eða tœp- lega lóprósent. Með öðr- um orðum: Fyrir hverjar 100 krónur sem ráðherra mátti eyða, neyddi hann fjármálaráðherra til að skrifa hann ávísun á tcepar 116 krónur. STJÓRNMÁL Kvótaslagur í uppsiglingu Þegar upp erstaðið virðist nefnilega semfólk hafi horftframhjá þeimpólit- ísku afleiðingum, sem óhjákvœmilega hlutu aðfylgja í kjölfar kvótaákvörð- unar, semjók kvóta Reykjavíkur og Vestmannaeyja (höfuðvígi annars veg- ar Davíðs og hins vegar Þorsteins) meðan staðir á borð við Vestfirði misstu um 12-14 prósent afveiði- heimildum sínum. í þorskbresti er eðlilegt að menn greini á um veiðiheimildir. Það þarf því engan að undra að mestallt sumarið hafa staðið linnulitlar deilur um hversu mikið mark skuli taka á fiskifræðingum, og hvað eigi að leyfa miklar veiðar á þorski. Staðan er að vísu dálítið skrítin. Þrátt fyrir ramakveinin í tengsium við þorskinn er það eigi að síður staðreynd að í sjónum er bullandi góðæri. Allt er á uppleið nema sá guli og grálúðan. Ýsan sem hefur verið í lægð, virðist eiga í vændum sterka ár- ganga og þriggja ára nýliðar ættu að koma inn í veiðina strax eftir áramót. Loðnan er líka í mjög góðu ástandi og horfur á metári næsta veiðiár. Síldin er sömulei- uðis sterk, og nýjar rannsóknir hafa staðfest að veiða má miklu meira af úthafskarfa en menn töldu. Haffó, sem er býsna glúrin þrátt fyrir allt, hefur líka sýnt ffam á að djúpkarfinn er útbreiddari en haldið var. Þetta eru góðar fréttir. Djúpkarfinn er stærstur karfanna sem við veiðum, og dýrastur þeirra á mörkuðum í Evrópu. Hin dýrmæta úthafsrækja er líka í hröðum vexti og ailt á sókn- areiningu hefur stóraukist síðustu árin. Frænka hennar, grunnrækj- an, er sömuleiðis í sókn, og fjar- skyldur ættingi, humarinn, er á drjúgri uppleið. Að vísu er nokk- uð í að stórhumar verði uppistaða aflans, en með skynsamlegri veiðistjórnun ættum við að geta veitt talsvert af mjög verðmætum stórhumri á næstu árum. Svipaða sögu er að segja af ux- anum. Mælingar sýna að ufsa- stofninn er núna tugum þúsunda tonna stærri en hinir bestu spá- menn höfðu gert ráð fyrir. Þetta eru, vægast sagt, góð tíðindi og skelfing væri það nú góð búbót ef þorskurinn fylgdi í fótspor ufsans og gengi hingað í kjölfar hans úr Barentshafi, en þar er lífríkið í bullandi uppgangi effir árangurs- ríka friðun og gott árferði. öll teikn benda hins vegar til þess að við höfum gengið of nærri þorskinum. Um þessar mundir berast þannig ffegnir af góðri átu á djúpslóðinni, en þorskinn vant- ar. Þetta helst í hendurvið minnk- andi hrygningarstofn, en Hafró telur að samband sé á milli þess og lélegs þorskklaks á síðustu ár- um. Um það er hins vegar deilt, og satt að segja hafa menn ekki fund- ið marktækt tölffæðilegt samband þar á milli. Við þessar aðstæður er slegist um kvóta. Sá bardagi hefur ekki síst verið háður innan búðar í Sjálfstæðisflokknum, og innan ríkisstjórnarinnar var reynt að búa til lendingu, sem sætti stríð- andi öfl innan þessaflokks. Þetta kom fram með skýrum hætti í leiðara Morgunblaðsins 30. júlí, þar sem sagði afdráttarlaust að ákvörðunin um kvótann sé pólit- ísk málamiðlun „.. .í þeim deilum sem staðið hafa innan stjórnar- innar og þá fyrst og fremst Sjálf- stæðisfloldcsins undanfarnar vik- ur“. Það er útaf fyrir sig merkilegt að Morgunblaðið skuli með þess- um hætti staðfesta gliðnun innan Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar er ekki síður athyglisvert, að þótt einhvers konar málamiðlun hafi náðst milli ráðherra flokksins, hefur einmitt hún skapað verulega sundrungu á milli stórborgarfor- ystunnar og landsbyggðarinnar í flokknum. Þegar upp er staðið virðist nefhilega sem fólk hafi horff ffam- hjá þeim pólitísku afleiðingum, sem óhjákvæmilega hlutu að fylgja í kjölfar kvótaákvörðunar, sem jók kvóta Reykjavíkur og Vestmannaeyja (höfuðvígi annars vegar Davíðs og hins vegar Þor- steins) meðan staðir á borð við Vestfirði misstu um 12-14 pró- sent af veiðiheimildum sínum. Datt mönnum virkilega í hug, að Matthías Bjarnason og Einar Oddur Kristjánsson myndu sitja þegjandi undir slíku? Auðvitað ekki. Matthías er þegar búinn að skjóta lausum skotum með því að segja sig úr miðstjórninni. Hvað hann gerir í framhaldinu á eftir að koma í ljós. Á laugardaginn hefur svo Einar Oddur boðað þá Davíð Oddsson og Friðrik Sophusson til fundar við sig á Flateyri þar sem forkólfar flokksins á Vestfjörðum munu heimta skýr svör. Þeir munu tæpast sætta sig við að þeir félagar komi tómhentir að sunn- an. Á sínum tíma var það Sighvat- ur Björgvinsson sem var með bestu lausnina. Hann lagði til að veiðiheimildir umfram tillögur Hafró á öðrum tegundum en þorski yrðu settar í Hagræðingar- sjóð Sjávarútvegsins. Þeim yrði varið til að jafna skerðinguna. Þessi leið Sighvatar hefur farið langleiðina með að jafha fullkom- lega á milli fýrirtækja, þannig að eldcert þeirra væri langt frá meðal- skerðingunni, og menn hefðu væntanlega sofið nokkuð rólega. Menn féllust hins vegar ekki á til- lögu Sighvats, og það var fýrir ein- skæra frekju af hans hálfu að málamiðlun náðist um að fá Byggðastofnun til að koma með hugmyndir til jöfnunar. Stjórnarandstaðan gerir sér auðvitað mat úr óánægjunni á landsbyggðinni, og það er ljóst að við upphaf þingsins mun hún hefja mikla flugeldasýningu um vonsku stjórnarinnar gagnvart landsbyggðinni. En hafi einhver lítil efni á að slá sér upp á ákvörð- un stjórnarinnar um kvóta, þá er það hin þrískipta stjórnarand- staða lýðveldisins. Muna menn hvaða flokkar lýstu eindregnum stuðningi við að einungis yrðu veidd 190 þúsund tonn afþorski? Það voru Framsókn, Álþýðu- bandalagið og Kvennalistinn. Nú rífur þetta fólk sig niður í rass yfir kvóta, sem er þó þrátt fyrir allt 15 þúsund tonnum meiri en þessir sömu flokkar lögðu til. Vestfirðingar kalla þetta tví- ' skinnung. Ólafur Ragnar kallar þetta pólitik. U N D I R Ö X I N N I Er ekki alltof harkalegt að loka fólk hlekkjað við gólf inni í gámi, Ólafur? „Það var nú ekki hlekkjað. Menn voru settir i handjárn ef þurfa þótti.' Hverjir voru laestir inni í gámnum? „Það voru eingöngu þeir sem voru teknir vegna einhverra refsiverða brota. Þeir voru þar inni meðan þeir voru að bíða eftir því að komast i yfir- heyrslu." Það hefur þá enginn verið lokaður þarna inni lengi? „Ég man nú ekki tímalengd- ina en það var enginn þarna í neinn óratíma." Enginn verið yfir nótt? „Nei, nei." Hversu margir voru vistað- ir þarna þegar mest var? „Mig minnir að þeir hafi verið fjórir þegar mest var." Hvað var þetta stór gámur? „Þetta var tuttugu feta gámur." Er það ekki rétt sem komið hefur fram í fréttum að menn hafi verið hlekkjaðir við gólfið í gámnum? „Það er rétt að það var að- staða þarna til að hlekkja menn. Það voru lykkjur þarna inni en mérvitanlega þurfti aldrei að nota þær því það voru engir það ölóðir að það þyrfti að hlekkja þá fasta. Menn voru ekki settir þarna inn nema þeir væru að bíða eftir skýrslutöku eða ein- hverju i þeim dúr." Eru þetta að þínu mati mannúðlegar aðfarir? „Ja, a.m.k. ekki ómannúðleg- ar. En þetta fullnægir vitan- lega ekki þeim kröfum sem gerðar eru til fangaklefa, það er óumdeilt að það gerir það ekki." Eruð þið þá ekki að brjóta einhverjar reglugerðir eða slíkt með því að nota gám sem fangaklefa? „Það held ég ekki, þetta tíðk- ast á svona útihátíðum og hefur ekki sætt aðfinnslum. Þetta er eina úrræðið sem við höfum á þessum útihátíðum því ekki förum við að reisa fangaklefa sem uppfylla ströngustu skilyrði og þess vegna er einmitt kappkostað að hafa menn sem allra skemmst inni." Urðu einhver slys á mönn- um meðan þeir sátu inni? „Nei, engin. Það væri örugg- lega komið fram ef svo hefði verið." Lögreglan hefur sætt gagnrýni fyrir að nota gám sem fangaklefa á útihátíðinni á Kaldármelum á Snæfellsnesi. Talað hefur verið um að ómannúðlegt og harka- legt sé að geyma menn í jafn- óvistlegum vistarverum og gám- um. Ölafur Ólafsson er sýslumað- ur Snæfells og Hnappadalssýslu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.