Pressan - 06.08.1992, Page 31

Pressan - 06.08.1992, Page 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6.ÁGÚST 1992 31 dómum,“ segir Halldór. „Þeir yngri er mun opnari en hinir eldri sem ekki þekktu lækningar eru mun skeptískari. Unga fólkið leit- ar sér því fyrr aðstoðar." Almennt hefur þó skilningur aukist og um- burðarlyndi að sama skapi. Ekki er óalgengt að sjúklingur vilji hætta við lyíjameðferð við fyrstu tilraun því oft finnur hann fyrir einhverjum aukaverkunum áður en bati kemur í ljós, en ef vel tekst til virka lyfin á 14—21 degi og meðferð varir oft í 4-6 vikur. Fólk er hins vegar misjafnlega lengi á lyfjum og fer eftir hversu sterkt sjúkdómurinn lætur að sér kveða en ljóst er að þetta snertir mjög stóran hóp manna og kvenna. Sumir þurfa að halda áffarn lyfja- meðferð og það verður hluti hins daglega lífs. „Maður finnur sjálfur hvort það þarf að minnka lyfja- skammtinn eða auka hann,“ segir viðmælandi okkar. „Þetta er svip- uð tilfinning og að vera úti og það hlýnar snögglega og þá fer maður úr kápunni. Og svo þegar kólnar fer maður bara í aftur. Þetta gerist án þess að maður hugsi út í það. Hins vegar skil ég þetta ekki alveg sjálf og maður spyr sjálfan sig oft. „Af hverju líður mér eins og mér líður?“. Við þessari spurningu hefur mér aldrei tekist að fá al- mennilegt svar.“ Það er erfitt að setja algildar reglur um hvenær fólk er komið að þeim mörkum sem það ætti að leita sér aðstoðar. Ef fólk liggur fyrir, treystir sér ekki til að hitta kunningjana, tregðast til að halda til vinnu eða hættir að stunda dag- legt líf eins og vanalega þá er ráð- lagt að leita sér hjálpar. Eins ef sjálfsvígshugleiðingar koma til. Það er hins vegar algengt að fólk gangi um án þess að leita sér hjálpar og það er ef til viil það já- kvæða að stundum lagast þung- lyndi án þess að til meðferðar komi. simm* • Um orsakir þunglyndis er margt óvitað. Það er hins vegar vax- andi samstaða meðal lækna og sérfræðinga að ástæðuna fyrir vanheilsu á borð við þunglyndi sé að finna í truflaðri starfsemi taugaboða í heilanum og megi lækna hana með lyfjagjöf • Um 4 prósent fullorðinna eru haldnir þunglyndi á hverjum tfma • Um 15-20 prósent að auki finna til einhverra þunglyndisein- kenna • Geðlyf valda því að um 70 prósentfá bata viðfyrstu meðferð og um 90 prósent við aðra tilraun • Flestir eru þó á því að í samtalsmeðferð ásamt lyfjameðferð felist besta lækningin • Um það bil 30 manns fremja sjálfsvíg á fslandi á hverju ári. Þrír fjórðu hlutar þeirra eru þunglyndir • Karlmenn eru líklegri til að fremja sjálfsvíg en konum er gjarn- ara að gera tilraunir til þeirra • Meðferð á þunglyndi ber oftast góðan árangur en alltof marg- ir fá ófullnægjandi meðferð eða leita sér ekki aðstoðar Það er þó ekki nema eitt pró- sent fullorðinna sem notar lyf sem virka gegn þunglyndi og má leiða getum að því að ekki nándar allir sem þurfa aðstoð notfæri sér þær leiðir sem til staðar eru. „Fólk hugsar oft neikvætt um þessi lyf,“ segir unga konan. „Það heldur ef til vill að þetta sé dóp og valdi sljó- leika og öðru en það er alls ekki svo. f fyrstu var ég mjög neikvæð sjálf gagnvart notkun lyíjanna. Hugsaði bara að þetta væri eitt- hvað sem ég þyrfti að losna við sjálf en læknirinn minn kenndi mér að líta mjög jákvæðum aug- um á þau og sagði mér að líta á þetta eins og um vítamínin mín væri að ræða. Þetta er eitthvað sem fólk getur notað sér til góðs. Maður hugsar um vítamínin sín sem eitthvað sem getur gert manni gott og eins er það með þetta. Lyfin geta hjálpað manni yf- ir erfið tímabil." Fordómar enn til staðar Ýmsir eru enn fordómafullir gagnvart geðsjúkdómum en mik- ilvægt er að þeir sem umgangist þunglyndan einstakling séu opnir og hvetji hann til dáða. „Það er kynslóðabundið hvort fordómar eru til staðar gagnvart geðsjúk- • Þegar ein meðferð reynist árangurslaus er líklegt að önnur geti leitt til bata. Leita verður að meðferð sem hæfir hverjum og einum en það getur tekið tíma • Það er mikiivægt að hinn þunglyndi njóti stuðnings í sínu nán- asta umhverfi og mæti ekki fordómum Telma L Tómasson Teikning/Jón Óskar Heimildir fengnar úr 1. tölublaði Geð- verndar1990 Geðklofi aukin notkun lyfs veldur áhrifa- miklum lækning- um Sjúkdómurinn geðklofi veldur ofskynjun af ýmsu tagi og brenglar hugsun. Þannig álíta sumir að verur frá öðrum hnöttum séu sífellt að ofsækja það en algengt er að geðklofa einstaklingar klæði sig furðu- lega, sofi á undarlegum tímum, séu haldnir sjúklegri hlédrægni eða hvísli til ímyndaðs félaga. Sjúkdómurinn hefur í sinni sterkurstu mynd orðið því valdandi að sjúklingar lifa í öðrum heimi meirihluta lífs síns. í Bandaríkjunum hefur lyfið dozapine verið skráð og hefur vakið töluverðan fjölda þessara sjúklinga nánast til lífsins á ný þannig að það lifhar við eftir margra ára dá og er fært um að skemmta sér á ný og sjá tilver- una í réttu ljósi. Hérlendis er það þekkt undir nafninu Le- ponex og var fyrst notað árið 1988. „Þetta hefur verið notað hér í þó nokkuð mörg ár“ segir TómasZoéga geðlæknir. „En vandamálið við það var að það komu aukaverkanir af lyfinu þannig að það fækkar hvítum blóðkomum og það þarf sér- stakt leyfi til þess að fá það. Kostirnir við það era þeir að það eru fáar aðrar aukaverkan- ir því samfara en það þarf að fylgjast mjög vel með sjúk- lingi" Það er um 1 prósent fslendinga haldið sjúkdómnum en það er svipað hlutfall og gerist annars staðar. Sjálfsmorðstíðni er um 10 prósent og veikindin eru mjög alvarleg. Langflestirþurfa einhvem tímann að leggjast inn á spítala og sumir þurfa á langtímavistun að halda. „Fólk veikist ungt og yfirleitt gerir sjúkdómurinn vart við sig í krinugm tvítugsaldurinn" segir Tómas. „Hér er lyfið gefið en það er aldrei notað sem fyrsta lyf. Bandaríkjamenn eru ef- laust mjög varkárir með þetta og þess vegna hleðst á þetta mikill kostnaður og hvorki ein- staklingar né tryggingafyrir- tæki hafa efni á þessu.“ Vestanhafs horfa sjúklingar á bak glötuðum tækifærum og dimmum æskuárum og grát- biðja um að halda áfram lyfja- gjöf þótt hvítum blóðkomum fari hættulega mikið fækkandi. Frekar vilja þeir upplifa eðlilegt líf um stund en að sökkva aftur í dimmt hyldýpið. En kemur þetta lyf til með að vekja vonir margra? „Ef hægt er að búa til afbrigði af þessu lyfi sem sneiðir hjá þessum aukaverk- unum er það líklegt. Hér hafa sumir fengið lækningu sem þeir hafa ekki hlotið af annarri meðferð en hins vegar held ég ekki að þetta sé töffalyf.“ K Y N L í F JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Krappar beygjur í kynlífsrannsóknum Kynlífsrannsóknir eru ekki nýjar af nálinni. Það hefur hins vegar farið eftir tíðarandanum hverju sinni hvort þær hafa hlot- ið náð fyrir augum yfirvalda. Til dæmis myndu stjórnvöld í landi sem telur hag í að sem flest böm fæðist miklu frekar styðja rann- sóknir á óffjósemisaðgerðum en getnaðarvörnum fyrir karlmenn. Kynlíf er ekki einangrað fyrir- bæri heldur samofið aðátæðum í þjóðfélaginu hverju sinni. Þótt það teljist glæpur ffá sagnffæði- legu sjónarmiði ætla ég að reyna að stika á stóru um k>nlífsrann- sóknir ff am á vora daga. Líkt og öðrum rannsóknum er kynlífsrannsóknum fyrst og ffemst ætlað að dýpka þekkingu manna á ákveðnu sviði til góða fyrir mannkynið. Plató og Aris- tóteles veltu samkynhneigð mik- ið fyrir sér og Hippókrates upp- götvaði margt markvert um æxl- un mannsins. Eftir fall Róma- veldis glataðist mikið af vitn- Um svipað leyti bárust fréttir með landkönnuðum af hamingjusömu fólki í Kyrrahafinu sem hafðijákvœtt viðhorftil kynlífs. Frjálsleg viðhorf Kyrrahafsbúa í kynferðismálum virtust ekki hafa nein mannskemm- andi áhrifogEvr- ópubúarfóru að líta hornauga hið tvöfalda siðgœði sem ríkti hjá þeim varðandi kynlíf eskju um kynlíf og íslamskir læknar í Afríku og Austurlönd- um varðveittu ýmsa þekkingar- mola og fluttu þá vitneskju síðar til Spánar og ftalíu. Á endur- reisnartímabilinu jókst áhugi á mannslíkamanum og eru teikn- ingar Leonardo da Vinci einna frægastar, en hann teiknaði meðal annars ítarlegar myndir af kynsvöllum, samförum og þroskun fósturs í móðurkviði. Fallopíus og Bartholin stúdemðu einnig mannslíkamann og eru eggjaleiðarar (fallopian tubes) og Bartholin kirtlarnir í kynfærun- um nefndir eftir þessum heið- ursmönnum. 1 byrjun sautjándu aldar fóru ýmsir heimspekingar að gagnrýna þröng viðhorf krist- indómsins til kynlífsins. Um svipað leyti bárust fréttir með landkönnuðum af hamingju- sömu fólki í Kyrrahafinu sem hafði jákvætt viðhorf til kynlífs. Frjálsleg viðhorf Kyrrahafsbúa í kynferðismálum virtust ekki hafa nein mannskemmandi áhrif og Evrópubúar fóru að líta horn- auga hið tvöfalda siðgæði sem ríkti hjá þeim varðandi kynlíf. Franski rithöfundurinn Voltaire skrifaði meðal annars um við- horf samlanda sinna til kynlífs, og taldi það ómannúðlegt. f Eng- landi spáði Thomas R. Malthus því að íbúum jarðarinnar myndi fjölga svo mikið að á endanum yrði ekki nægur matur til fyrir alla. Til að koma í veg fyrir þessa bölsýni hvatti hann fólk til að halda affur af kynhvötinni og ganga seint í hjónaband (þar sem kynhvötin tæki völdin). Ekki vom allir sammála honum um lausn vandans og fljótlega urðu aðrar raddir háværari sem töluðu um getnaðarvarnir sem hagstæðari lausn. Vestan hafs skrifaði Charles Knowlton lækn- ir ítarlega bók um getnaðarvam- ir sem bar nafriið „Ávextir heim- spekinnar — einkaförunautur ungra hjóna“, en skmddan hlaut ekki náð fyrir augum yfirvalda og Knowlton var sektaður og honum stungið í steininn. Um svipað leyti fór erótísk læknis- fræði hamfömm því hún fól í sér snjalia hugmynd um að sjálfsfró- un væri hið versta mál og orsök allflestra sjúkdóma, m.a. geð- veiki. Hugtök eins og „kynferðis- leg hnignun“ og „sjúkleiki“ stungu upp kollinum og árið 1866 skrifaði geðlæknirinn Ri- chard von Krafft-Ebing heljar- innar rit, mestmegnis á latínu, sem bar heitið „Psychopatia Sexualis". Það var ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar að kynlífsrann- sóknir stigu upp úr lægðinni sem þær höfðu verið í. Sigmund Freud hafnaði hnignunarkenn- ingunni og taldi að „óeðlileg" kynhegðun ætti frekar rætur sín- ar að rekja til áfalla í bernsku. Aðrir sérfræðingar eins og Ha- velock Ellis, Iwan Bloch og Magnus Hirschfield gáfu út bæk- ur um kannanir og ef til vill má segja að þar hafi verið lagður grunnurinn að kynlífsvísindum nútí'mans. f kjölfar fyrri heims- styrjaldarinnar slakaði á höftum í kynferðismálum og konur fóru meðal annars að sækja í sig veðr- ið í kvenréttindamálum. Niður- stöður mannffæðinga sem stúd- eruðu kynlíf í framandi þjóðfé- lögum, eins og Margaret Mead og Bronislaw Malinowski, leiddu margt í ljós sem studdi hug- myndir kvenréttindasinna á Vesturlöndum — nefnilega að kynhlutverk væru ekki meitluð í stein — þeim væri hægt að breyta. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Nýbýlavegi 14,200 Kópavogur.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.