Pressan - 06.08.1992, Síða 34
I
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGUST 1992
Poppið
• Torfi og Einar heita
tveir menn sem ætla að
eyða kvöldinu á Café
Amsterdam. Þeir bjóða
fólki að koma og hlusta á
þá spila en Torfi og Einar hafa spilað
dálítið með Bjarna Ara og stundum
kemur hann og syngur pínu með
þeim. Bara gott hjá þeim.
• Loðin Rotta er oftar en ekki á
Gauknum og í kvöld er semsagt oftar
en ekki ekki. Við heyrðum það í út-
varpinu um verslunarmannahelgina
að Rottan var á Akureyri og Richie var
með þeim. En hvort hann verður á
Gauknum í kvöld skal ósagt látið.
• Exizt er í óða önn að meika það.
Það var búinn til sérstakur þáttur um
Gulla Falk og félaga í Kanaútvarpinu
og hann þótti svo góður að það er
búið að senda hann í rokkþátta-
keppni sem amerískar herstöðvar
standa að. Þyki þátturinn boðlegur
þar verður hann spilaður í hverri ein-
ustu herstöð Bandaríkjahers í veröld-
inni. Engin smá kynning það. En í
kvöld er Exizt á Púlsinum og þá geta
menn bara dæmt um það sjálfir
hvort þeim takist að slá í gegn eður
ei
• Guðmundur Rúnar er sennilega
eini núlifandi maðurinn sem hefur
verið útskýrður sérstaklega í fjölmiðli.
Guðmundur Rúnar er flókinn maður
með flókinn útbúnað og því tók
PRESSAN sig til um daginn og út-
skýrði manninn. Með góðfúslegu
leyfi hans auðvitað. Þeir sem fara á
Fóqetann í kvöld ættu kannski að
hafa með sér þessa skýringarmynd
svona til að gera sér betur grein fýrir
manninum. En tónlistin hans er fín..
■i.Hinmia
• Júpíters, sú stórfenga stórsveit,
spilar lögin af geislaplötunni sinni og
mörg mörg fleiri á Hressó í kvöld. Þeir
eru búnir að spila töluvert þar undan-
farið og ávallt gert stormandi lukku.
Varla verður brugðið út af þvi I kvöld.
Dillum okkur.
• Fire er að okkur skilst einhvers
konar samtök unglingahljómsveita.
Við föttum að vísu ekki af hverju þessi
samtök heita útlensku nafni. Kannski
þau séu ætluð til útfluttnings. En þau
eru engu að slður með tónleika í
kjallara Hlaðvarpans í kvöld og þar
koma fram einar sjö hljómsveitir. Þar
verður Kolrassa krókríðandi, Púff, Still-
uppsteypa, Curver og Steinolía til
dæmis. Aðgangseyri verður víst mjög
stillt i hóf og þetta ætti því ekki að
verða neinum ofviða þótt hann hafi
kannski aðeins farið fram úr eyðslu-
áætluninni um síðustu helgi.
• Sniglabandið þeysir á svið á
Tveimur vinum í kvöld. Þeim hefur
bæst liðsauki sem er Pálmi Sigurhjart-
arson, sá eðal drengur. Nú hlýtur Einar
að Ijóstra þvl upp sem gerðist (Húsa-
felli undir Hægðatregðublúsnum.
• Exizt er ekki á Púlsinum ( kvöld
heldur I Grjótinu. Bráðum kemur naut
I Grjótið. Svona naut eins og var í
kvikmyndinni Urban Cowboy. Vél-
naut. Þá verður hægt að riða því und-
ir dúndrandi rokktónlist. Gaman
gaman. Við gerum það að tillögu
okkar að Haukur Halldórsson formað-
ur Stéttarsambands bænda og Hall-
dór Blöndal landbúnaðarráðherra
verði fengnir til að vígja nautið. Þá er
hægt að sjá hvor er betri í ródeói.
• Smá djók á Apríl. Ekki fyrsta apríl.
Heldur á skemmtistaðnum Aprll. Smá
djók er sko hljómsveit. Okkur minnir
að hún komi úr Hafnarfirði en það
má meira en vera að það sé alls ekki
rétt. Þá verður bara að hafa það.
• Guðmundur Rúnar er útspekul-
eraður maður og er enn í höndum
Fógetans.
• Einar og Torfi spila aftur á Café
Amsterdam. Mjöður rennur Ijúft und-
ir tónlist þeirra kumpána.
• Crossroads er blúshljómsveit
sem flestir ættu að kánnast við. Hún
er búinn að stilla upp niður á Gauk
og ætlar að blúsa þar í kvöld. Þeir
kunna líka að rokka er okkur tjáð og
eru sagðir gera það með prýði. Ekki
galið.
• Sniglabandið brunar á svið á
Tveimur vinum í Kvöld rétt eins og í
gær. Ætli Einar sé búinn að segja frá
þessu sem gerðist í Húsafelli?
• Exizt verður aftur ( Grjótinu (
kvöld og tryllir lýðinn.
• Smá djók það er ennþá djókað á
Apríl og er það vel.
• Hermann Ingi er úr Eyjum og
hefur sjálfsagt verið á þjóðhátíð. Ekki
vitum við hvort hann hefur hagað sér
eitthvað ósæmilega þar en hitt er víst
að ástæða þótti til að setja hann í
vörslu Fógetans í kvöld.
• Torfi og Einar eru ekkert á þeim
buxunum að fara að flytja sig af Café
Amsterdam enda sjálfsagt engin
ástæða til.
• Crossroads enn á Gauknum. Ekki
vegvilltir strákarnir en hafa þó séð sér
þann kost vænstan að færa sig ekki
um set að sinni.
SUNNUDAGUR
• Cadenca er víst mjög forvitnileg
hljómsveit sem spilar á Café
Amsterdam. Þetta er dúó sem sam-
anstendur af breskum manni sem
heitir Eric og á hljóðver í Bretlandi og
íslendingi sem á ekki hljóðver í Bret-
landi. Fyrir íslenska tónlistarmenn
hlýtur að vera mikið meira vit í kynn-
ast Bretanum. Þó sá íslenski sé sjálf-
sagt ágætur líka. En músíkin er víst
skemmtileg.
• Sniglabandið er komið á Gauk-
inn og Ploderinn og félagar hans
halda góðum dampi eitthvað fram á
mánudaginn.
• Hermann Ingi er enn í höndum
Fógetans Þórðar og skemmtir sér og
öðrum konunglega.
Sveitaböll
■atii'u.H'ie
• Þotan Keflavfk
kannski ekki beint sveita-
ball en Sálin hans Jóns
míns leikur.
• Njálsbúð Vestur Landeyjum Sálin
hans Jóns míns.
Barir
• Drykkjumaður PRESS-
UNNAR þreytist ekki á
að vanda um fyrir ís-
lenskum barþjónum,
sem virðast ekki geta
lært þá einföldu íþrótt að buna
bjór úr krana í glas. í almennileg-
um bjórdrykkjulöndum fengi öll
stéttin falleinkunn og líklega yrði
atvinnuleysi landlægt meðal
hennar. Bjórinn á ekki bara að
frussast í könnuna, heldur renna
Ijúflega í nokkrum áföngum, fá
að sjatna áður en meira er hellt í
glasið. Að endingu á að myndast
þétt froða sem sest Ijúflega eins
og skegghýjungur á efri vörina. í
þessu efni er sú annars ágæti
staður Bíóbarinn undir sömu sök
seldur og aðrar krár. Þar er
drukkið mikið af bjór — meira en
víðast hvar annars staðar - - en
undir þessum vitlausu formerkj-
um. Líklega bera barþjónarnir
því við að svo mikið sé að gera að
þeir megi ekki vera að því að
vanda sig, og vissulega er þarna
oftast nær örtröð af blaðamönn-
um, menningarvitum, listaspír-
um og áhangendum svoleiðis
fólks seinni part kvölds, en fjöl-
mennt af smákrimmum fyrri part
kvölds. En þá er vart annað til
ráða en að senda barþjónana til
útlanda í starfskynningu, til að
mynda til Þýskalands eða írlands
þar sem kollegar þeirra buna
heilu brugghúsunum kórrétt of-
an í könnur hvert kvöld. Einn
Ijóður er líka á þessum bar sem
annars er einn sá skásti í Reykja-
vík: Þjónarnir eiga það til að
verða óþarflega önugir bak við
barborðið. ★★★
SÝNINGAR
• Það var svo geggjað. Árbæ-
jarsafn er löngu hætt að snúast bara
um moldarkofa og gömul hús, hel-
dur líka um fólk, sumt í ekki alltof fjar-
lægri fortíð. Tildæmis hippasýningin
sem ber með sér andblæ áranna
1968 til 1972, þegar herbergi unglin-
ga önguðu af reykelsi, allir gengu í
útvíðum buxum og karlmenn voru
hæstánægðir með að skvetta á sig
Old Spice- rakspíra. Opiökl. 10-18.
• Húsavernd á íslandi. Aðalstræti
er sorglegt dæmi um þegar menn
vilja hvort tveggja halda og sleppa,
vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar
eru á hinn bóginn fagurt dæmi um
skynsamlega húsavernd. í Bogasal
Þjóðminjasafns stendur yfir sýning
þar sem er rakin saga húsaverndar á
Islandi. Op/'ð ★/. 11-16.
• Höfnin í Reykjavík er mikið man-
nvirki og það voru stórhuga menn
sem réðust í að byggja hana í
kringum 1915. Nefnum Jón Þorláks-
son. Sýning í Hafnarhúsinu rekur
sögu hafnarinnar, í tilefni af 75 ára
afmæli hennar. Opiökl. 11-17.
• Höndlað í höfuðstað er sýning á
vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur
og Borgarskjalasafns. Þar eru raktir
þættir úr sögu verslunar í Reykjavík.
Hún var einna blómlegust um
aldamótin, eða þá voru að minnsta
kosti mjög flottar búðir.
Voða
„Ég er svona ósköp venjuleg
stelpa, nýbúin með stúdentspróf
og algjörlega óráðin varðandi
framtíðina". Það er Sóley Elías-
dóttir, 25 ára leikkona, sem hefiir
orðið. Hún er þó ekki að lýsa
sjálfri sér hér, heldur Unni sem
hún leikur í kvikmynd Óskars
Jónassonar, Sódómu Reykjavík
sem áætlað er að frumsýna í lok
september. „Unnur á vini sem eru
óttalegir sukkarar og bróður sem
er bruggsali. Hún tekur að sér að
hafa milligöngu um sölu áfengis-
ins á skemmtistaðnum Sódómu
og lendir þar í ýmsu“.
En Sóley sjálf, er hún nokkuð í
sprúttinu? „Nei, sjálf hef ég nú að-
allega verið upptekin við barn-
eignir síðustu tvö árin og á nú
tvær dætur, sautján og þriggja
mánaða gamlar.“ Sóley lauk leik-
listarnámi frá Englandi 1989 og
lék eftir það einn vetur með Leik-
félagi Akureyrar. Síðan hafa börn-
in átt hugann allan. Nú hefur hún
snúið sér aftur að leiklistinni og
fer með aðalkvenhlutverkið í Sód-
ómu Reykjavík.
Sóley Elíasdóttir með dæturnar Gígju 17 mánaða og Eygló þriggja
mánaða.
Og hvað tekur svo við, fleiri
kvikmyndir? „Nei, nú ætla ég að
snúa mér að leikhúsinu á ný. Ég
og sambýlismaður minn, Hilmar
Jónsson, ætlum að setja upp leik-
verk í Lindarbæ í vetur sem heitir
Brennist og er eftir Bandaríkja-
manninn Lanford Wilson. Búið er
að fmna leikara og við reiknum
með að byrja að æfa í haust“.
Reykjawkin
min
„Uppáhaldsafdrep mitt í
Reykjavik er Birkimelur 8a, en
þar býr hún Sigrún systir mín.
Hún býr til alveg svakalega
góðan mat og afþví að ég er
gjörsamlega vanhæfur kokkur
býður hún mér oft í mat til sín.
Svo finnst mér mjög gaman að
keyra um úthverfi borgarinnar
að næturlagi og þá helst um
iðnaðarhverfin, Sundahöfn og
Örfirisey. Mannlausar götur
eru skemmtilegar og á næt-
urnar fæ ég oft svo ansi góðar
hugmyndir. Þó að ég sé nú
ekkert rosalega duglegur við
Óskar Jónasson kvik-
myndagerðarmaður
skemmtanalífið finnst mér
alltafnotalegt að fara á Bíó-
barinn og kannski áN-1 á eft-
ir. Svo má ekki gleyma Ölveri í
Glæsibæ. Ég dreifmig upp á
svið þar um síðustu helgi og
söng „It's now or never", næst-
um eins flott og Elvis Presley.
Ölverið er góður staður og það
er miklu meira spennó að fara
þar upp á svið en að hoppa I
teygju. Efég á stefnumót við
einhvern verðurgamla góða
Mokka alltaffyrir valinu. Ann-
ars er endalaust hægt að finna
nýjar hliðar á Reykjavík, þetta
ersvo fínn bær".
Hægt að kaupa kaffi, árar, snjóskóflu og gos.
KRÚTTLEG
KRAMBÚÐ OC
KAFFI5TOFA
„Veistu hvar skósmiðurinn er?“
spyr ljóshærð dama konuna á bak
við búðarborðið. „Á Hverfisgötu,
ha? Kannski maður geti náð í
skóna sína þar.“ Svo lauk erindi
hennar til skósmiðsins í Lækjar-
götunni en þar er nú búið að opna
litla, krúttlega krambúð og kaffi-
stofu. Auk þess að geta fengið
varning á borð við heimalagað
bakkelsi og kaffi með því, nammi í
kramarhúsi, nál og tvinna, gos-
drykki á flöskum er líka hægt að
kaupa árar, kerti, tv-sokka, snjó-
skóflu, pundara og exi.
„Við ætlum að hafa þetta
breytilegt og viljum hafa nógu
mikla fjölbreytni. Núna erum við
að sanka að okkur vörum,“ segir
Kristín Axelsdóttir, sem ásamt
manni sínum Einari G. Guðjóns-
syni, hefur opnað krambúðina og
kaffihúsið Lækjarkot í Lækjargöt-
unni. „Hér í húsinu bjó mjög
skemmtileg kona í 95 ár en pabbi
hennar byggði húsið. I kjallaran-
um hefur verið margs konar starf-
semi. Hér var upphaflega járn-
smiður og mér er sagt að hér hafi
gosdrykkjaverksmiðjan Sana haf-
ið starsemi sína. Skósmiðurinn
var hér lengi og hann virðist hafa
verið mjög vinsæll því það koma
margir að spyija eftir honum.“
En nú hefur kjallarinn sem sagt
fengið annað hlutverk og tíminn
einn mun leiða í ljós hvort hús-
freyjan endist í 95 ár eins og fyrri
eigandi.
Hvernig
eyddirðu
verslunar-
manna-
helginni?
Steinn Ármann Magnússon
leikari var að skemmta í Galtalæk
um helgina
„Það var fint hjá mér um helg-
ina nema hvað veðrið hefði
mátt vera betra. Það rigndi
svolítið."
Gunnar Þorsteinsson
í Krossinum fór víða um Verslunar-
mannahelgina
„Á laugardeginum naut ég
kyrrðar í bænum á meðan þeir
sem illt stunda fóru út úr bæn-
um að svala fýsnum sínum.
Um kvöldið fór ég á samkomu
hjá Krossinum. A sunnudag-
inn fór ég hins vegar í Kirkju-
lækjarkot á samkomu hjá
Hvítasunnumönnum en
mánudeginum eyddi ég á Pat-
reksfirði.“
Guðrún G. Bergmann
framkvæmdarstjóri Betra lífs var á
Hellnum á Snæfellsnesi um helgina
„Það var í einu orði sagt yndis-
legt um helgina. Við vorum
einstaklega heppin með veður
þótt það hafi ekki verið sól á
hverjum degi. Hátíðin var frið-
söm án vímuefna og mikil
gleði og ánægja ríkti alla helg-
ina.“
Séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir
eyddi helginni með fjölskyldu sinni
á ferðalögum um Suðurlandið
„Við fjölskyldan förum saman
í ferðalög þegar andinn blæs
okkur í bijóst og það er ekki
endilega bundið við Verslun-
armannahelgina. Við eyddum
að þessu sinni saman helginni
á Suðurlandi og ferðuðumst
víða og komum meðal annars
við á heimili mínu í Þykkvabæ.
Við áttum góða helgi saman.“
BRENG L A N IR
Þýðingarbrenglanir á orðum
eru að verða þjóðaríþrótt margra
ungra fslendinga, að ekki sé talað
um þegar þeir eru að reyna út-
skýra eitthvað fýrir saklausum út-
lendingum. Hér koma nokkur
dæmi um það:
Það liggur í augum uppi =
It lies in the eyes upstairs.
Enginn verður óbarinn
biskup = Nobody vill be
unbeaten bishup.
Gullkorn = Golden Corn.
Trúbort = Faith break.
Ekki eru síður skondnar annars
konar brenglanir, eins og til dæm-
is brenglunin á nafni hins vinsæla
skemmtistaðar Café Romance.
Miðað við aðfarir íslendinga við
að næla sér í maka fannst ein-
hverjum meira viðeigandi að nota
orðið Graða Fromas. Einhver
rulgaðist hjá pylsusalanum og bað
um eina pussu með öllu nema
hárum, í stað einnar pylsu með
öllu néma hráum. Þetta er auðvit-
að hið mesta grín.