Pressan - 06.08.1992, Síða 35

Pressan - 06.08.1992, Síða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992 35 ALMANN ROMUR 5TÓRSTJ 5EFÆD „Ég eraðallega hrædd um að Álf- rúnu verði rænt af okkur l'slending- um," segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri Svo á jörðu sem á himni, sem frumsýnd verður12ágúst. Nú fer að styttast í Reykjavíkur- ffumsýningu kvikmyndar Kristín- ar Jóhannesdóttur Svo á jörðu sem á himni sem sýnd var við góðan orðstír á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í vor og á Ólafsfirði og reyndar víðar á markaðshátíð- um. Frumsýningadagur myndar- innar verður 12. ágúst, nánar til- tekið klukkan 20.30 í Háskólabíói og tekur tvær klukkustundir og fjórar mínútur í sýningu. Kristín Svart-hvítar-silfur- gelatín-myndir Myndlistamenn hafa haft held- ur hægt um sig í sumar, en það hefur gengið á með fjölda ljós- myndasýninga. Og enn ein opnar á laugardaginn í litla sæta galler- íinu undir gullsmíðabúðinni á Skólavörðustíg 15. Þar sýnir ung kona, Katrín Elvarsdóttir, tuttugu svart-hvítar-silfur-gelatín ljós- myndir sem hún hefur unnið á þessu ári. Katrín hefur annars stundað ljósmyndanám í Banda- ríkjunum undanfarin tjögur ár, fyrst í sólinni í Flórída, en síðan í The Art Institute í Boston. Þar hélt hún lokasýningu síðastliðið vor, en þetta er fýrsta einkasýning hennar hér á landi. segir frumsýninguna leggjast afar vel í sig. „Ég er mjög glöð yfir því að nú sé farið að styttast í frum- sýninguna," sagði Kristín sæl, ekki síst yfir fýrri árangri myndar- Tíu ára stúlka, Álfrún Örnólfs- dóttur fer með viðamikið hlutverk í myndinni en almannarómur kvað svo um eftir kvikmyndahá- tíðina í Cannes nú væri stjór- stjarna fædd. „Ég er aðallega hrædd um að henni verði stolið frá okkur fslendingum til útlanda, svo vel stendur hún sig í mynd- inni,“ sagði Kristín um Álfrúnu en Kristín var aldrei í nokkrum vafa um að stúlkan myndi standa sig vel. „Hún er afar þroskuð mann- eskja og er gædd sömu hæfileik- um og móðir hennar Helga Jóns- dóttir leikkona. Hún er öguð og íhugul auk þess sem hún er ein- staklega ljúf og samvinnuþýð.“ Álfrún Örnólfsdóttir er um þessar stödd á sólbaðseyjunni Mallorca en er væntanleg heim fýrir 12 ágúst til að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar. „Hún var mjög vel að þessu ffíi komin enda búin að leggja mikið á sig.“ Það er skemmst frá því að segja að kvikmynd Kristínar fjallar um franska vísindaskipið Pourquoi Pas sem strandaði við Straum- fjörð á Mýrum árið 1936. Bölvun hefur ríkt yfir þessum stað í ár- hundraði og er áhorfandinn smám saman leiddur í skilning um af hverju svo er. Þetta er Einar að syngja með hár á tungunni. EINARTALAR TUNCUM SK(G)EGGJAÐIR MENN Þessi brjálaði maður á mynd- inni heitir Einar Rúnarsson og er orgelleikari í Sniglabandinu. Ekki vitum hvort hann er svona illur af því að píanóleikarinn, Pálmi Sig- urhjartarson, er genginn til liðs við Sniglabandið — sennilega ekki því Pálmi er hvers manns hugljúfi. Skúli Gautason segir hann falla eins og flís við rass inn í bandið. „Það er eins og hann hafi Hilmar Jónsson leikari „Þetta er sjálfvirkur símsvari hjá Hilmari og Sóleyju. Við svörum ekki í símann eins og er. En gjörið svo vel að tala skilaborð inn á símsvarann eftir að Wjóðmerkið heyrist. Þá munum við hringja til baka. Þalcka ykkur fyrir.“ bara alltaf verið þarna.“ I Sniglabandinu em líka Björg- vin Ploder trommari, Friðþjófur Sigurðsson plokkar bassa og Þor- gils Björgvinsson leikur á gítar. Gottband. En. Aftur að manninum sem er að borða á sér hárið á myndinni, honum Einari. Hann ku alltaf halda ræður fýrir gesti á tónleik- um og þá yfirleitt á einhverjum torkennilegum tungum sem fæst- ir þekkja og menn efast stórlega um að hafi einhvern tíma verið til. Samt hefur hann aldrei farið á samkomur sértrúarsöfnuða til að æfa sig í að tala tungum. Þetta er bara meðfætt. Nema það sé tón- listarguðinn sem virkar svona á hann? Svo er það þetta sem gerð- ist í Húsafelli undir hægðatregðu- blúsnum um verslunarmanna- helgina. Maður minn. Spyrjið Ein- ar um það þegar þið farið að hlusta á þá á Tveimur vinum á föstudags- og/eða laugardags- kvöld. Skeggtíska kemur og fer líkt og brjóstatískan hjá kvenfólkinu. Munurinn er hins vegar sá að mun erfiðara er að safna brjóst- um en skeggi. Þó er ýmislegt hægt að gera nú í dag til þess að bæta úr brjóstaleysi en það er önnur saga. Æ meira hefur borið á skeggvexti hjá yngstu karlmönnum að undanförnu, ekki það að fundist hafi einhver töfralyf til að auka skeggvöxtin heldur er gisin hárvöxtur einfaldlega inni á íslandi (en er að verða úti annars staðar). Mikill munur mun víst vera á því að kyssa þá eldri og yngri því hárin í andlitinu hjá þeim yngri er mun mýkri en á þeim eldri. ELDRI KYNSLÓÐIN Þaðhlýturað vera inni að vera með svona skegg fyrst Dúddi hárgreiðslu- maðurer með það. YNGRI KYNSLÓDIN Davíð Magnússon (Kjartanssonar) er í hópi þeirra alyngstu sem hafa látið sér vaxa skegg. Þaðergyllt eins og hárið. Þórhalldur DJ Skúlason er með gisið barnaskegg. Viktor Urbancic er virðulegur sem sitt yfirvaraskegg. einna best. Birgir Bílt er eins og franskur lista- maðurfyrrá öld- inni með sitt skegg og síða hár. Þetta skegg klæðir hann Baldvin (Baddi) Baldvinsson arki- tekt með sítt hár og skegg. Óneitan- lega trendí gæi. Cheo Cruz er með þétt og vel snyrt tjúguskegg. Rikki í Morkin- skinnu, eða Ríkharður Hördal gæti ekki verið öðruvísi en með skegg. Hann eroft- ast inni enda hefur hann sinn eigin stíl. Svavar Gestsson er úti með sína tjúgu enda er hún hvorki trendí né töff. Hún eralltaf eins tjúgan hans. Það sama má segja um Ingólf Guð- brandsson. Hans skegg er að vísu vel snyrt en það væri gaman að sjá hann án þess. FRÉTTAM ANNALANDSLIÐ Magnúsar Bjamff eðssonar blaðamanns samanstendur af Helga Má Arthúrssyni, vegna þess hve vel hann setur sig vel inn í einstök mál, Þóri Guðmundssyni, vegna þess að hann þekkir til fjarlægra slóða betur en flestir aðrir, Agnesi Bragadóttur, vegna þess hve vel hún þekkir til baksviðs og refskákar íslenskra stjórnmála, Gissuri Sigurðssyni, vegna þekkingar hans á íslenskum sjávarútvegi og Bjama Felixsyni. Hann ber af íslenskum íþróttafréttamönnum eins og gull af eir. Bíóin Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★ ★ Minni hasar og minna grín en í fyrri myndum en meira af tilraunum til dramatíkur. Fyrirboðinn 4 Omen IV ®Ekkert umfram það sem sést hefur (fyrri myndum en margt ver gert. Takið því frekar fyrstu myndina á vídeó- leigu en fara á þessa. Miklagljúfur Grand Canyon ★ ★ Nokkurs konar Big Chill níunda ára tugarins. Ef til vill er það áratugn- um að kenna, en Grand Canyon stenst engan samanburð við for- vera sinn. Stefnumót við Venus Meeting Venus ★★ Glen Close leikur hins af krafti. Því miður hefur myndin ekki miklu fleiri kosti. H O L L I N Beethoven ★★ Ágaet mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Tveir á toppnum 3 Lethal Wea- pon 3 ★★ Söluhæsta myndin vest- anhafs það sem af er sumri. Sannar að ekki fer alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Höndin sem vöggunni ruggar The Hand That Rocks the Cradle ★★★ Hörkuspenna og óhugnað- ur. Mambókóngarnir The Mambo Kings ★ Hetjusaga fyrir spænsku mælandi innflytjendur f Bandaríkj- unum. Ósýnilegi maðurinn The InvisibleMan ★★ Þessi mynd kost- aði vist 40 milljónir dala. Þar sem hún hefur fengið góða aðsókn eins og hún á skilið eru þeir dalir nú orðnir ósýnilegir fyrir framleið- endurna. Fallinn fjársjóður Pay Dirt ★★ Dálítið dellukennt grín og því mið- ur dellukennd spenna einnig. Bara þú Only You ★ Það eru að- eins unglingar sem fara í bíó á sumrin. Þá er góður tími til að sýna myndir sem ekki er hægt að bjóða öðrum hópum. Greiðinn, úrið og stórfiskurinn The Favor, the Watch and the Very Big Fish ★★ Nokkurs konar Fiskur- inn Vanda part II; bara ekki eins góð. Veröld Waynes Wayne's World ★★ I flokki mynda sem gera út á geðveikan húmor. Gallinn er að húmorinn er ekki nógu geðveikur og ekki hlægilegur. Steiktir grænir tómatar Fried green tomatos ★★★ Konumynd; um konur og fyrir konur. Góðir eig- inmenn láta undan og fara með. Lukku Láki Lucky Luke ★★ Fín mynd fýrir unga drengi á aldrinum sjö til átta ára. Beethoven ★★ Ágæt mynd fyrir fjölskyldur þar sem börnin eru á aldrinum sjö til tólf ára. Stoppaðu eða mamma hleypir af Stop! Or My Mom Will Shoot ★ Myndir Silvester Stallone eru á álika hraðri niðurleið og fylgdar- konur hans. Hann virðist hafa glat- að þeim litla smekk sem hann hafði fyrir konum og handritum. REGNBOGINN Ógnareðli Basic Instinct ★★ Mark- aðsfræðingarnir fá báðar stjörnurn- ar. Annað við myndina er ómerki- legt. Lostæti Delicatessen ★★★★ Hugguleg mynd um mannát. STJORNUBIO Kolstakkur ★★★ Mögnuð mynd; hæg, seiðandi og falleg. Homo Faber ★★★★ Mynd sem allir verða að sjá. Léttlynda Rósa ★★★ Ljúf saga um vergjarna stúlku. Náttfarar Sleepwalkers ★★ Það er orðið langt síðan tekist hefur að búa til almennilega mynd eftir sögu Stephens King. Þessi tilraun er með því skárra af afurðum síð- ustu ára, Hún mun gleðja hörð- ustu unnendur hrollvekja. Hnefaleikakappinn Gladiator ★ Smart ofbeldi fyrir þá sem hafa smekk fyrir slíku. Sætir strákar fyrir stelpurnar. Bugsy** Mynd sem verður skráð á spjöld kvikmyndasögunnar fyrir að hafa leitt til þess að Annette Bening dró Warren Beatty upp að altarinu. Þetta var stærsta og eina umtalsverða afrekið í myndinni. Óður til hafsins The Prins of Ttdes S O G U B I ★★★ Nick Nolte heldur myndinni á floti. Börn náttúrunnar ★★★ Rómað- asta íslenska bíómyndin. Ingaló ★ Ómerkileg mynd og ein- hvern veginn ótrúlega gamaldags. Vinny frændi My Cousin Vinny ★★★ Fyndin grínmynd. Er hægt að biðja um meira um mitt sumar? Joe Pesci er mun skemmtilegri f þessari mynd en þriðja hluta Let- hal Weapon. Tveir á toppnum 3 Lethal Weapon 3 ★★ Þessi útgáfa er eftirbátur beggja fyrri myndanna.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.