Pressan - 06.08.1992, Page 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 6. ÁGÚST 1992
39
Framhald afsíðu 37
frumlegum rokksveitum, nema blásar-
arnir sem virðast hafa verið tíndir af
trjánum. Það mætti því ætla að hin vel
mannaða stórsveit myndi veita ferskum
straumum inn í bossanóvuna, djævið, tja-
tjað og hvað þetta heitir allt saman, og
vissulega gera þeir það á köflum en ekki
nógu oft, sum lögin eru næstum ómeng-
uð samkvæmisdanslög og manni líður
undir jreim eins og maður sé í kokteilboði
hjá S.I.S. Fyrstu fjögur lögin eru háð þess-
um annmörkum, þau eru pottþétt undir
skjáauglýsingar í sjónvarpinu en lítið
meira, en frá og með Svartahafsþokunni
fara hlutirnir að breytast og júpiters að
fara frjálslega með formið og gantast með
frasana. Síðustu fimm lögin eru því veisla
fyrir eyrun, svalt popp sem kemur manni
sífellt á óvart eins og gott popp á að gera.
Svartahafsþokan byrjar hægt og sígandi
en dettur svo inní tregablandinn ska-takt
allt í einu er skipt um gír og tónlistin læð-
ist út í gítarsveiflu sem minnir helst á
músík úr franskri Tati-grínmynd. I næsta
lagi, Swizz, fá piltarnir útrás fyrir bælda
þungarokks-þörf, en gera það ekki án
þess að spauga og pota inn smá kúl-
djassi. Hótel Haförninn er e.t.v. besta lag
geislaplötunnar. Enn örlar á þungarokk-
inu og þéttriðin blástursriff og velheppn-
aður fönkfílingur Iagsins skipar það í
flokk bestu popplaga ársins. Upphafslín-
an úr Hótel Kafiforníu sprettur svo snögg-
Iega upp eins og vel viðeigandi skratti úr
sauðalegg. Næsta verk, Manus Dæi, er
einnig yfirmáta sjarmerandi. f því kasta
Júpiters af sér hempu léttleikans og klæð-
ast tregablandinni flík efa og guðhræðslu.
Þegar lúðrarnir fara að blása sem sterkast
um miðbik lagsins og Jón Skuggi að snúa
upp á bassastrengina tekur maður andköf
og fær gæsahúð. f síðasta laginu, Vika í
Líma, hræra Júpitersmenn saman léttum
og tregablendnum stemmum. En lagið
verður þó aldrei meira en uppkast og
rennur út í sandinn án þess að skilja mik-
ið eftir.
Ég get ekki séð betur en Júpitersmenn
eigi að geta verið ánægðir með ffumsmíð
sínu. Tja tja hefur hlotið góða sölu eins og
.hún verðskuldar enda nokkuð vel viðeig-
andi á góðum sumardegi. Hún er vel unn-
in, hljómur góður, spilamennskan
hnökralaus og umslagið flott eins og jafn-
an þegar Kefi kaldi á í hlut.
Júpiters eru af og til að gjamma eitt-
hvað og góla í lögunum og langar greini-
lega mikið til að fara að syngja. Ég mæli
með að þeir fái sér söngvara fyrir næstu
plötu eða bjóði uppá hina ýmsu barka.
T.d. væri gaman að fá Hallbjörn, Shady
Owens og Gísla úr Sororicide með næst.
Hin fjölmenna skipan býður líka uppá
óteljandi möguleika sem væri synd að
færu til spillis. Meira fönk, kántrí og pönk
ætti að vera á stefnuskrá hljómsveitarinn-
ar, því ef alltaf eru notuð sömu bragðefnin
í poppsúpuna líður ekki á löngu þar til
fólk fær leið á henni, þótt hún hafi verið
frábær einhvern tímann. Og ég er líka viss
um að þetta vita Júpiters og munu koma
klifjaðir kryddefnum úr næstu innkaupa-
ferð í stórmarkað poppsins.
Gunnar Hjálmarsson.
Amatörar
BÚMANNSKLUKKAN
★
HELSTU KOSTIR: FALLEGT HÚSIMIÐBÆ
REYKJAVÍKUR, INNRÉTTINGAR SEM EIGA
BETUR VIÐ HÚSIÐ EN ÞAÐ HEFUR MÁTT
ÞOLA.
HELSTU GALLAR: ÞUNNUR OG EKKI
MERKILEGUR MATSEÐILL, VONDIR OG
ÓKURTEISIR ÞJÓNAR.
Einu sinni var Torfan eitt af
ágætustu veitingahúsum í
Reykjavfk. Það var fyrir um sjö til
átta árum. Síðan hafa hver ósköpin eftir
önnur gengið yfir þetta fallega og látlausa
hús syðst í Bernhöftstorfunni. Eitt sinn
var því nauðgað með veitingastaðnum
Punkti og pasta. Síðar reið þar Egill Egils-
son (bróðir Svavars) húsum. Hann prett-
aði reksturinn síðan inn á veitingamann-
inn í Fisk og frönskum. Sá gafst upp eftir
tvær vikur þegar hann áttað sig á að upp-
lýsingar Egils um veltuna væru skáldsaga.
Nú er rekinn veitingastaðurinn Bú-
mannsklukkan þar sem Torfan var áður.
Til að gera langa sögu stutta færir það
ekki húsinu fyrri reisn. Það verður enn
bið á því að fólk geta farið á Torfuna og
fengið góðan mat og þjónustu.
Matseðillinn á Búmannsklukkunni er
stuttur. Fjórir forréttir, fjórir fiskréttir,
tveir kjötréttir og þrír eftirréttir. I sjálfu
sér væri það ef til vill í lagi ef hráefnið í alla
réttina væri til í eldhúsinu. Það er sérstak-
lega neyðarlegt þegar ekki er hægt að
bjóða upp á annan kjötréttinn. Og það
tekur síðan út yfir allan þjófabálk þegar
þjónarnir hafa ekki fyrir því að segja gest-
unum frá því. Þess í stað vonast þeir til að
gestirnir velji sér eitthvað af þeim réttum
sem kokkurinn hefur munað eftir að
panta hráefni í. Þegar það mistekst biðjast
þeir ekki velvirðingar heldur benda á
gestina á efri hæðinni eins og sök kokks-
ins sé þeirra. Og þegar gestirnir hafa beðið
í einn og hálfan tíma eftir matnum sínum
benda þjónarnir aftur á aðra gesti í stað
þess að biðja afsökunar og segja að þeir
hafi komið of margir í einu.
Sem betur fer er svona klaufaleg fram-
koma ekki eins algeng á reykvískum veit-
ingahúsum og hún var fyrir fáeinum ár-
um. Flugleiðir hafa meira að segja sett sitt
starfsfólk á þjónustunámskeið til að
kenna þeim að þreyta ekki viðskiptavin-
inn með útskýringum á hvers vegna hann
fær ekki það sem hann á rétt á. Einföld af-
sökun nægir.
Um matinn á Búmannsklukkunni er
fátt að segja. Ef maður fengi hann í
heimahúsi væri sjálfsagt að hrósa elda-
buskunni. Það er hins vegar óþarfi þegar
greitt er fyrir hann fullu verði.
I Borgarleikhúsið
EFNISSKRÁ NÆSTA VETRAR (BORGAR-
LEIKHÚSINU
•••••••••••••••••••••••••••
Það er iðulega sagt að eitthvað
sé lyginni líkast. Eða þegar eitt-
hvað er ótrúlegt, að það sé eins
og í skáldsögu. Oft hafa mér fundist þetta
öfugmæli. Haldi maður sig við tiltölulega
raunsæishneigðan skáldskap, hvort sem
hann er ortur fyrir bók, svið eða kvik-
myndatjald, finnst mér því oftar þannig
farið, að raunverulegir atburðir, sem
maður heyrir af, séu of fáránlegir til að
hægt sé að trúa á þá í skáldsögu eða leik-
riti, enginn myndi taka mark á svo aug-
ljósum uppspuna. Sama er að segja um
sumt fólk, uppátæki þess eða örlög eru
með hinum ósennilegasta hætti.
Finnist skáldi að það þurfi að segja
svona ótrúlega sögu skrifar hann eða hún
einfaldlega heimildaverk með skáldlegu
ívafi. Þar með verður fáránleikinn tíðum
að dyggð.
Karl Einarsson Dunganon, greifi af
Sankti Kildu, er ein þeirra persóna, sem
eru svo ótrúlegar að sögurnar af þeim
væru nánast út í hött nema vegna þess að
það vill svo til að þær eru sannar.
Fyrsta frumsýningin í Borgarleikhús-
inu í haust verður einmitt Dunganon, nýtt
leikrit eftir Björn Th. Björnsson. Gaman
er að sjá að Björn virðist hafa fundið sig í
leikhúsinu og er orðinn hálfgert hirðskáld
ú
„Almennt hyggjum vér gott til þessara glóða," segir Lárus Ýmir Óskarsson um
efnisskrá næsta vetrar í Borgarleikhúsinu.
Sigurðar Hróassonar leikhússtjóra.
Brynja Benediktsdóttir leikstýrir og gam-
all vinur, Hjalti Rögnvaldsson, leikur aftur
á íslensku sviði. Hann mun því miður
ekki eiga hér langan stans, því Hjalti er
fastráðinn leikari á Riigaland Teater í
Noregi og mun hverfa þangað aftur þegar
Dunganon hefur runnið sitt skeið á svið-
inu. Ég spái þó að það verði ekki fyrr en
með hækkandi sól.
Leikfélag Reykjavíkur verður með
fimm sýningar á stóra sviði Borgarleik-
hússins í vetur. Fjórar þeirra eru ákveðn-
ar. Það eru áuk Dunganons bandarískt
verðlaunaleikrit eftir Neil Simon sem
heitir Heima hjd ömmu. Hallmar Sig-
urðssin leikstýrir, Margrét Ólafsdóttir
leikur ömmu, sem er harðstjóri í þýskum
stfl. Fyrir bömin verður Ronja Ræningja-
dóttir, sænsk leikgerð með dönskum
söngvum. Ásdís Skúladóttir leikstýrir,
Hfi'n Gunnarsdóttir sér um umbúnað.
Fjórða sýningin sem er ákveðin á stóra
sviðinu er Blóðbræður eftir Willy Russel.
Halldór E. Laxness leikstýrir, Jón Ólafs-
son verður tónlistarstjóri. Fimmta sýn-
ingin er ekki ákveðin að öðru leyti en að
um sígilt leikrit verður að ræða.
Tvö verkefni eru klár fýrir litla sviðið.
Nýlegt verðlaunaleikrit frá Chile: Dauð-
inn og Stúlkan eftir Ariel Dofman. Páll
Baldvin Baldvinsson mun leikstýra, Þór-
unn S. Þorgrímsdóttir gera leikmynd.
Að Iokum er að geta sýningar Kjartans
Ragnarssonar, sem leikur líka í sýning-
unni, þýðingin er eftir Árna Bergmann.
Djarft að setja upp þetta leikrit svo
skömmu eftir að önnur leikgerð þess,
Vilfihunang, var sett á svið í Þjóðleikhús-
inu. Samt ásamt með Dunganon það sem
ég bíð eftir með hvað mestum áhuga.
Almennt hyggjum vér gott til þessara
glóða.
Lárus Ýmir Óskarsson
sma
OPIÐ
föstuddgs-og laugardagskvöld
Einar Bragi leikur laugardagskvöld
&R Sími 689686
FRlAR HEIMSENDINGAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÖNTUNARSÍMI
679333
PIZZAHÚSIÐ
Grensásvegl 11
— þjónar þér allan sólarhringlnn
HAFNARSTRÆTI
REYKJAVÍKSÍMI13340
Xj.
Opið föstudags- og
laugardagskvöld
kl. 11-03
FJÖRÐURINN NILLABAR
HLJÓMSVEITIN
VÖLUSPÁ
LEIKUR FYRIR
DANSI
LAGARDAGSKVÖLD
BJÖGGI GÍSLA, HALLI,
JÓN ÓLAFS OG SVENNI.
HÖRKU BALL
A.T.H. snyrtilegur klæönaöur,
aldur, 20 ár
OPIÐ: 23.0003.00
STRANDGÖTU30
KLANG OG
KOMPANY
SVENNI OG GYLFI
SJÁ UM
ROKK OG RÓL.
A.T.H.
AFSLÁTTARKORTIN KOMIN.
JÁ NILLI SÉR UM
SÍNA.
aldur, 18 ár
OPIÐ FRÁ KL:
18.0003.00
SIMI650123