Pressan - 01.10.1992, Page 2

Pressan - 01.10.1992, Page 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 ÞETTA BLAÐ ER EKKI ALLT ÞAR SEM ÞAÐ ER SÉÐ ... eins og Verðbréfa- sjóðir Fjárfestingarfé- lagsins. Það hafa Scandia-menn fengið að reyna eins og lesa má um á blaðsíðu 9. Þeir finna ekki einar 700 milljónir sem áttu að vera i sjóðunum (ánþess aðþað sé nokkuð tilað tala um). ... eins ogítalska efnahagsundrið. Á blaðsíðu 19 má lesa um hvernig þetta und- ur hefur breyst í mar- tröð. Og þarmunar einum 1.000.000.000.000.00 0 milljónum líra (án þess að það sé nokkuð tilaðtalaum) ... alveg eins og Sam- bandið. Eins og sjá má á blaðsíðu 14 líturþað asskoti vel út á papp- írunum en hreint hörmulega í reynd. Þar munar einum 1.000 til 1.500 milljón- um (án þess að það sé nokkuð tilað tala um). ... eins og leikararnir okkar. Á blaðsíðu 13 kemur fram að það kostar 1,5 milljónirað halda hverjum leiklist- arnema við nám. Þótt við greiðum okkar leikhúsmiða fyrirsýn- ingu i Þjóðleikhúsinu og niðurgreiðum hann með sköttunum okkar þáer það ekki allt. Hver leikari á sviðinu hefur kostað okkur 6 milljónir til viðbótar (án þess að það sé nokkuð til að tala um). Væri ekki nær að spá betra veðri áður en þið heimtið launahækkun, Magnús? „Ég held að veðurspárnar séu nægilega góðar miðað við þau laun sem við höfum.“ Magnús Jónsson veðurfræðingur og nokkrir kollegar hans á veðurspárdeild hafa sagt upp störfum með þriggja mánaða uppsagnarfresti til að mót- mæla launakjörum sínum og innra skipulagi á veðurstofunni. F Y R S T F R E M S T JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. Keypti dýru verði álit þeirra sem telja fríiðnaðarsvæði nauðsynlegt. JÚLÍUS HAFSTEIN. Leitaði eftir stuðningi hjá Gísla Halldórssyni. JÓN BALDVIN KEYPTl DÝRA SKÝRSLU Allsérkennileg deila er risin á milli utanríkis- og fjármálaráðu- neyta. Jón Baldvin Hannibals- son kennir fjármálaráðuneytinu um tafir á framgangi fríiðnaðar- svæðis á Suðumesjum. Embættis- menn Friðriks Sophussonar eru hins vegar alls ekki vissir um til hvers er ætlast af þeim, enda er þegar í gildi reglugerð um fríiðn- aðarsvæði og engar nákvæmar til- lögur komnar fram um til hvaða annarra ráðstafana ætti að grípa. Bandaríkjamaðurinn Dan Chumy, sem unnið hefur í mál- inu fyrir Jón Baldvin, segir hins vegar að málið sé lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf, enda muni svæðið innan fárra ára velta meiru en allur sjávariðnaður gerir nú. Sú velta er þegar farin að sýna sig: Jón Baldvin borgaði Churny 7 milljónir króna fyrir að gera skýrslu um málið. í skýrslunni segir Churny svo að næsta skref í undirbúningi kosti að lágmarki 14 milljónir og árskostnaður við að auglýsa fyrirtækið verði aldrei undir einni milljón dala eða 55 milljónum króna. JÚLÍUS LANGAR MIKIÐ í ÓLYMPÍUNEFND Sá mikli íþróttaffömuður Gísli Halldórsson ætlar að láta af embætti forseta Ólympíunefndar íslands. Þarna losnar embætti sem ýmsum frnnst álitlegt, enda fýlgja því taumlaus ferðalög, mikl- ar veislur og bílífi í útlöndum. Og ef til vill eignast ísland einhvern tíma fulltrúa í Alþjóðaólympíu- nefhdinni, en það þykir ekki neitt slor að sitja í þeim klúbbi. Því er ekki furða að nokkrir kandídatar skuli hafa gert sig líklega. í þessu sambandi hefur verið nefnt nafn Ara Bergmanns Ein- arssonar, sem er formaður Sigl- ingasambands íslands og situr í framkvæmdastjórn ólympíu- nefndarinnar. Ara mun talið það til tekna að hann hefur starfað mikið á vettvangi nefndarinnar og setið fundi ytra, en hins vegar er hann tiltölulega ungur maður og hefur ekki mjög öfluga bakhjarla. Slíkt skortir hins vegar varla Júlíus Hafstein, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og formann fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem sækist mjög stíff eftir þessari vegtyllu. Júlíus hefur viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur þegar átt fund með Gísla þar sem hann leitaði eftir stuðningi hans. Það má svo fljóta með að eitt sinn tilheyrði Gísli borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna. FORMAÐURSUS í MINNI- HLUTA Á MÁLEFNAÞINGI Sérstakt málefnaþing Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) var haldið í Neskaupstað um síðastliðna helgi og ku al- mennt hafa tekist vel þó svo álita- mál sé hvort málefnin hafi eitt- hvað batnað fyrir vikið. Það rætt- ist sem spáð var á þessum stað í síðustu viku að þingið yrði átaka- lítið en að helst yrði karpað um Evrópumálefnin og sjávarútvegs- málin. Lyktir urðu þær að samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta að ástæðulaust væri að ræða ffek- ar við Evrópubandalagið um nán- ara samstarf svo framarlega sem EES-samningurinn gengi eftir. Og í sjávarútvegsmálunum var hug- myndum um veiðigjald ýtt út í hafsauga, en hvatt til þess að er- lendar fjárfestingar í greininni yrðu leyfðar. Athygli vakti hins vegar að í báðum málum sat Davíð Stef- ánsson, formaður SUS, hjá, en hann er ákafur talsmaður inn- göngu í EB og upptöku veiðileyfa- gjalds. Umræður um afnám sjó- mannaafsláttar voru einnig nokkrar og var tillaga þess efnis felld með einu atkvæði, sem gár- . ungarnir sögðu hafa verið atkvæði Ara Edwald, aðstoðarmanns Þorsteins Pálssonar í dóms- málaráðuneytinu. Að öðru leyti mun lítið hafa verið um byltingarkenndar breyt- ingar á málefnaafstöðu stutt- buxnadeildarinnar, fastir liðir eins og jafn atkvæðisréttur, fækkun og þret oröng L ^ ^ an Nú fýrripart október kemur á markaðinn ný geislaplata ffá Magnúsi Þór Jónssyni eða Megasi. Meistari Megas kemur víða við á disk- inum, flytur tvö íslensk þjóðlög við ljóð Stefáns Ólafssonar — meðal annars Meyjarmissi eða Björt mey og hrein — syngur um Höllu og Ey- ,vind, innheimtumenn fógeta, fýrstu ástina og afmeyjun í Atíavík svo eitthvað sé tíundað. Margt góðra manna kemur við sögu á diskin- um, til að mynda Hilmar öm Hilmarsson, Jón Ólafsson, Sigtryggur Baldursson, Mó- eiður Júmusdóttir, Bubbi Morthens og Gregoríanski telpnakórinn, en myndir af stúlk- unum í þeim kór skreyta bæklinginn sem disk- inum fylgir. f stuttu spjalli við PRESSUNA sagðist Megas vera ánægður með affaksturinn en hann væri ekki ffá því að þessi diskur væri ívið léttari en sá síðasti. Aðspurður um hvort hann væri ekki hrædd- ur um að myndimar af stúlkunum hneyksluðu viðkvæmar sálir sagðist hann ekki sjá af hverju það ætti að vera. En verk Megasar hafa vissu- lega verið umdeild gegnum tíðina. „Ef ég hefði hagað lífi mínu miðað við að það yrði eldd stórskandall þá hefði ég nú aldrei hreyft mig. Og það er nú náttúrlega merki á þeim sem haga lífi sínu með tilliti til hugsanlegra stórskandala að það verður lítilla sæva og lít- illa sanda þeirra aktfvitet,“ sagði Megas. Á þessari plötu eins og öðrum tæpir Meg- as á ýmsu í textum sínum sem hingað til hef- ur legið í þagnargildi og fólki finnst kannski best að hugsa sem minnst um: Jú ogsvo varð hún drukkin og sá sem keyrði trukkinn spurði: sæta viltu íglas viltu smá? Hún vildi engan styggja og það virtist skást aðþiggja svo velmeint boð hún sagðiþvújá Þá sagði hann: þér ég ann mœr og nú ertu orðin mannbær og með þér vil ég hvílayst sem innst þú veistþú deyrðpiparmey ef þetta neiþýðir nei það er því best þú mœlir sem minnst Og hann héltþað væri rakið að hún hallaði sér á bakið í höndunum stæði hann meðpálmann þetta er nýtt fyrir þig en lítið málfyrir mig nú verður manngeng kjallaraálman þú ert þrifaleg þröng og þrettán mérfmnst heldur sem mighafihentlán... þingmanna, frjáls aðild að verka- lýðsfélögum, skattalækkanir, markaðsvæðing landbúnaðarins og svo ffamvegis var allt á sínum stað... HÖRÐUR VARASAMUR í UMFERÐINNI Það bætist smám saman við rekstrarkostnaðinn hjá Eimskipa- félaginu og er vart á bætandi í kreppunni. Það er þó ekki sam- drátturinn sem veldur nýjustu hremmingum félagsins, heldur hrakföll forstjórans, Harðar Sig- urgestssonar, í umferðinni. Hörður hefur haft til ráðstöfunar tvo bfla á vegum félagsins, Range Rover og BMW. Við heyrum að Herði hafi tekist að laska báða bfl- ana á stuttum tíma, jeppann með því að keyra út í skurð og sportbfl- inn í árekstri í höfuðborgarum- ferðinni. Ekki fylgdi sögunni hverju Hörður ekur þessa dagana, en óstaðfestar fregnir herma að sjálfur eigi hann ekkert annað en gamla Fólksvagnsbjöllu. SJÓNVÖRPIN HÖFÐU EKKl ÁHUGAÁTULL Rokksveitin fræga Jethro Tull skemmti á Akranesi um helgina, eins og kunnugt er. Sveitin hefur yfirleitt ekki verið ginnkeypt fyrir að láta kvikmynda sig á tónleik- um. En á Skaganum voru hljóm- sveitarmeðlimir hins vegar í góðu skapi og tóku þá ákvörðun að leyfa myndatökur. Fyrst mun Sjónvarpinu hafa verið tilkynnt að það væri velkomið upp á Skaga að taka upp svosem sex lög, ókeypis. Hefði þar Ifldega verið komið efiti í hálftímaþátt eða kannski rúm- lega það. A þeim bæ reyndist eng- inn áhugi. Þá var haft samband við Stöð 2 og henni boðin sömu kjör, ókeypis upptökur. Þar var sama sagan. Enginn áhugi. Ian Anderson og félagar hans fóru því að mestu ómyndaðir ffá íslandi. ARI BERGMANN EINARSSON. Öllum hnútum kunnugur hjá ólympíunefnd og margir telja hann eðli- legan arftaka. DAVÍÐ STEFÁNSSON. Ósammála meirihlutanum í hinum veigameiri málum. HÖRÐUR SIGURGESTSSON. Eimskipafélagið beið tjón á bílaflota sínum. IAN ANDERSON. Sjónvörp máttu taka ókeypis upp, en vildu ekki. UMMÆLI VIKUNNAR „ Við höfum aldrei kannað í hverju rann- sóknir tannlœkna erufólgnar en það sem einkennirþetta er að tannlœknar, sem eru kunnir bindindismenn, stunda engar rannsóknir þar sem spiritus fortis er nauðsynlegur. Aukþess virðist færast fjör, í rannsóknarstörftannlœknafyrirjól og hátíðirþvíþá seljum við þeim meira. “ mmmtmmm^m^^mmmmmm höskuldurjónssonáfengisstjóri ‘En verðið á ffampavíni? „íslenskar stúlkur eru ekki vanar rómantík og ég kenni íslenskum körlum um það.“ Gunnar Ólafsson brúðgumi Einmitt þegar það var farið að ganga svo vel „Kalda stríðinu er lokið og það er brostinn á íriður.“ Karl Steinar Guðnason þingmaður Stefhan er sem- sagt út og suður „Nú er Alþýðubandalagið búið að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og öfugt. Þetta er nú pólitíkin og það er ekki nema eðlilegt að fólkið í landinu eigi í erfiðleikum með að átta sig á því hvað er vinstri og hvað hægri.“ Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur Er hann þá bráöum búinnaðvera? „Ég legg áherslu á að ég er kominn til að vera.“ Markús Örn Antonsson borgarstjóri Orðítímatöluð „Lengi lifi marxisminn, lemnism- inn, maóisminn og hugsanir Gonzalos." Abimael Guzman skínandi stígur númer eitt Ekki líst mér á effram heldur sem horfir með at- vinnuleysið. 1,3 prósent karla qanqa nú atvinnulau oq er pað 125 prósenta hlutfallsleq fjölgun síðan ( fyrra. Efsama þróun helduráfram verða allirís- lenskir karlar orðnir atvinnulausir í áqúst árið 2010. En ástandið erenn verra hjá konunum. Nú eru 5,4 prósent Jpeirra atvinnulaus oq er það 143 prósenta hlutfallsleq fjölgun frá í fyrra. Eær verða því allar orðnar atvinnulausar (janúar árið2001. Konur! Gáið að þvíað Ipað eru aðeins tvennar kosn- ingar til Alþingis fyrir ípann tíma.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.