Pressan - 01.10.1992, Page 15

Pressan - 01.10.1992, Page 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 15 Sambandið hefur ábyrgst skuld- ir íyrirtækja sinna sem nemur tæpum milljarði króna. Líklegt er talið að helmingur þeirrar upphæðar muni tapast. Nánari á öðrum tölum í reikn- SÍS leiðir í ljós að eigið fé ofmetið um að minnsta kosti milljarð. Sverrir Hermannsson, Landsbankastjóri. Tekur vænt- anlega við bestu eignunum, en skilur S(S eftir með van- dræðabörnin. unnar, en Sambandið sjálft þarf að greiða Qórðung til þriðjung upphæðarinnar eða 120 til 150 milljónir. Þessi tala er ekki hluti niðurstöðutalna ársreiknings, en greint er frá skuldbindingunni í skýringum. Að öllu samanlögðu (500 millj- óna tapi vegna ábyrgða, 240 millj- óna rekstrartapi, 120 milljóna króna eftirlaunagreiðslum, 100 milljóna ofmati á Sambandshús- inu) lækkar eigið fé Sambandsins í fyrra úr 1.467 milljónum í 507 milljónir. Þá er ekki tekið tillit til ofangreindrar 1.114 milljóna skuldar dótturíyrirtækja sem óvíst hlýtur að teljast úm innheimtu á. I umræðu um yfirtöku Lands- bankans á eignum SÍS hefúr verið gefið 1 skyn að eignarhlutur Sam- bandsins í dótturfyrirtækjum (bókfærður á um 2.700 milljónir) sé ofrnetinn. Það er erfitt að meta, en bókfært verð er miðað við innra virði fyrirtækjanna. Hins vegar hefur bankinn helst lýst áhuga á hlut Sambandsins í Sam- skipum og íslenskum sjávarafúrð- um (auk Olíufélagsins, sem SÍS á aðeins um þriðjung í), sem eru þau fyrirtæki sem helst væru lík- leg til að skila Sambandinu tekj- um. Ef þær mjólkurkýr hverfa verður lítið eftir annað en Mikli- garður, Jötunn og önnur fyrirtæki sem enn eru að tapa peningum. Karl Th. Birgisson Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins. Dótturfyrirtækin eru flest enn rekin með tapi og skulda SfS vel á annað milljarð. Jötunn og Islenskur skinnaiðnað- ur. Tap hefur verið á rekstri þeirra allra og er staða Miklagarðs sýnu verst. Ætla má að Sambandið fái ekki mikið greitt af skuldum þess- ara fýrirtækja í bráð eða lengd. Ef helmingur þessara skulda er glat- aður — sem er alveg óábyrg ágiskun — þýðir það 550 milljóna tap til viðbótar fyrir Sambandið. ÓVISSA UM SÖLU HLUTA- FJÁR í SAMSKIPUM Sambandið hafði áætlað að selja 400 milljóna hlutafé í Sam- skipum og lauk fýrsta áfanga í sumar með sölu 100 milljóna á genginu 1,12. Vátryggingafélag fs- lands keypti rúmlega 20 milljóna hlut á sama verði í ágúst, en óvíst er um framhald sölunnar. Þegar hlutafjárútboðið var kynnt var reiknað með rúmlega 100 millj- óna króna hagnaði á þessu ári. Fyrri helming ársins reyndist hins vegar 130 milljón króna tap á rekstrinum. Þetta dregur væntan- lega úr áhuga kaupenda og enn hefur ekki verið ákveðið á hvaða gengi bréfin verða boðin í næsta áfanga. Reyndar er fýrirséð að Samskip muni auka veltu sína vegna flutninga fyrir varnarliðið og Grænlandsflutninga, en ekki er hægt að setja jafnaðarmerki á milli aukinnar veltu og aukins hagnaðar og ffekar er búist við að gengi bréfanna lækki frá því sem nú er. Sambandið á nú um 760 milljóna króna hlut í félaginu eða um 84 prósent. KIRKJUSANDUR LÍKLEGA OFMETINN UM HUNDRAÐ MILLJÓNIR Húseign Sambandsins við Kirkjusand er samtals um 6.900 fermetrar, en brunabótamat húss- ins í heild er um 1.100 milljónir. Húsið er fimm hæðir og turn norðanmegin í byggingunni. Sambandið á þrjár hæðir, en Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og fslensk- ar sjávarafurðir.hf. sína hæðina hvort. Hlutur Sambandsins, um þrír fimmtuhlutar eða 4.100 fer- metrar, er metinn á 475 milljónir króna. Það eru um 115 þúsund krónur fermetrinn. Samvinnulíf- eyrissjóðurinn metur sinn hluta í húsinu á 119 milljónir eða á 86 þúsund krónur fermetrann. Verð á skrifstofuhúsnæði í Reykjavík er afar mismunandi, samkvæmt upplýsingum fast- eignasala. Algengt verð er á bilinu 40 til 50 þúsund, en nýtt skrif- stofuhúsnæði, til dæmis í Kringl- unni, gæti selst á 100 þúsund krónur fermetrinn. Mat Sam- bandsins á sínum eignarhluta virðist því alveg í hæsta kanti. Miðað við mat Samvinnulífeyris- sjóðsins er eignarhluti SÍS 350 milljóna virði, en ekki 450. Þess ber þó að gæta að hús- næðið þykir afar gott og vel hann- að að mörgu leyti. Utanhúss er það tiltölulega viðhaldsfrítt og innanhúss er gluggum og ofnum þannig fyrir komið að breyta má herbergjaskipan fýrirhafnarlítið. Taka verður mið af þessu í sam- anburði á verði, en hitt er jafnljóst að markaðsvirði hússins er mjög óvíst á meðan enginn fæst til að kaupa það — nema gegn því að andvirðið gangi upp í skuldir. EFTIRLAUN Á ANNAÐ HUNDRAÐ MILLJÓNIR Með eftirlaunasamningum við starfsmenn sína hefúr Sambandið skuldbundið sig sem nemur um 450 milljónum króna, samkvæmt mati tryggingarffæðings. Stærstur hluti þess færðist til dótturfýrir- tækja við uppskiptingu samsteyp-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.