Pressan - 01.10.1992, Page 16

Pressan - 01.10.1992, Page 16
16 FIMMTUDAGUR PRB55AN 1. OKTÓBER 1992 I byrjun síðasta mánaðar kom kona inn á lög- reglustöðina í Reykjavík og lagði fram kæru vegna líkamsárásar, niðurlægingar og tilraun- ar manns til að hafa í frammi kynferðislega til- burði við níu ára gamlan son hennar. Að hennar sögn olli tiltal lögreglumanns því að hún í andlegu ójafnvægi gekkst við peninga- sátt og féll um leið frá kæru. Konan segist hafa verið niðurlægð mjög og sé uppfull sektar- kenndar eftir reynslu sína. „Lögreglan hvatti mig til að falla Irá kærunni“ Afgreiðsla afbrotamála hjá lög- reglu hefur oft verið til umræðu og sérstaklega þegar viðkvæm mál á borð við líkamsárásir, nauðganir og meint sifjaspell ber á góma. Fómarlömb em oft konur og börn sem verða fyrir miklu tilfinninga- legu umróti og finnst þau eiga í vök að verjast þegar rannsóknar- aðilar bera fram áleitnar spurn- ingar. Afgreiðsla þessara mála verður oft ekki eins og aðilar þeirra hefðu helst kosið, sem oft má rekja til andlegs ójafnvægis fórnarlambsins og öryggisleysis þegar rannsókn fer fram, en ekki síst starfsaðferða lögreglunnar, sem á stundum hafa leitt til ákveðinna efasemda um réttmæta meðhöndlun. Oft hefur verið kvartað um ruddaskap og hörku af hennar hálfu en Stígamót, sam- tök kvenna gegn kynferðislegu of- beldi, segja það mjög persónu- bundið hvaða afgreiðslu fórnar- lömb fá hjá lögreglu. Sáttamál af svipuðum toga hafa þó borist þeim til eyrna. Bent var á mikil- vægi þess að leita eftir stuðnings- aðilum sem fylgdu þolendum í gegnum öll stig málsins. TU PRESSUNNAR leitaði kona með frásögn um samskipti sín við lögregluvaldið, meðan andlegt ástand hennar var bágborið, en eftir reynslu sína leyfir hún sér að efast urn hlutverk þess. Konan, sem kalla má Katrínu, kærði ná- inn vin sinn fyrir líkamsárás, aðra niðurlægingu og fyrir að hafa haft í ffammi kynferðislega tilburði við son sinn ungan í byrjun síðasta mánaðar. Formleg kæra hennar var tekin gild en eftir yfirheyrslur yfir manninum, sem er af júgó- slavnesku bergi brotinn, var henni boðin peningasátt í málinu sem hún kveðst hafa gengist inn á vegna tiltals lögreglunnar. Eftir á að hyggja sá hún eftir þessum málalokum, sem henni hafði þá verið sagt að væru endanleg. Sam- kvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara breytir peninga- sátt engu um kæruna, en eftir þá meðferð sem málið hefur fengið finnst Katrínu hún hafa verið nið- urlægð mjög. Gott samband breyttist ímartröð Katrín kynntist manninum, sem hér verður nefndur Marteinn, snemma í janúar á síðasta ári. Hann gekk á eftir henni með sím- hringingum og boðum en eftir að hafa eytt með honum nokkrum kvöldstundum vildi hún ekkert með hann hafa. Rúmu hálfu ári síðar hitti hún Martein öðru sinni og samband hófst á miili þeirra. Það stóð yfir í tæpt ár en hún segir að allan þann tíma hafi sig grunað Qöllyndi hans og jafnframt farið fljótlega að efast um sannleiksgildi orða hans. „Hann var fljótlega kominn inn á heimili mitt þótt hann héldi herbergi sínu úti í bæ og væri því ekki í skráðri sam- búð,“ sagði Katrín. „Hann var mjög góður leikari og heillaði son minn í byrjun en dóttirin var hins vegar snúin. Gott samband við drenginn breyttist þó síðar í mar- tröð, en ég var dugleg að fyrirgefa Marteini, þrátt fyrir að hann léti sig hverfa reglulega. Sonur minn er aðeins níu ára og mér brá því mjög þegar hann sagði mér að þegar Marteinn hefði kysst sig hefði hann alltaf opnað munninn og það kæmi vond lykt út úr hon- um. Hann sagði mér einnig að þegar þeir sátu fyrir framan sjón- varpið hefði Marteinn verið með hendurnar í klofinu á honum. Þetta sagði hann aðeins eftir að hann var viss um að Marteinn væri farinn fyrir fullt og allt.“ í byrjun lék allt í lyndi en þegar grunsemdir Katrínar vöknuðu um óheilindi af hans hálfu vildi hún slíta sambandinu við hann. Það var þess vegna sem hún fór aðfaranótt þriðja september heim til Marteins með föt sem hann átti heima hjá henni, til að slíta sam- skiptum þeirra endanlega. „Mér fannst best að ljúka þessu af og vildi alls ekki fá hann offar heim til mín,“ segir Katrín. „Það var ungur maður staddur heima hjá honum og því var ég hvergi smeyk að mæta honum. Hann var með persónulega muni, myndir og annað, sem ég vildi líka fá til baka.“ Þegar þangað kom var Marteinn ekki viðlátinn en kom þó klukkustund síðar. Er þau Katrín fóru að ræða saman reidd- ust þau bæði mjög og hún missti stjórn á skapi sínu með þeim af- leiðingum að hún þeytti til hans buxunum sem hún var með í höndunum. Við það réðst Mar- teinn að henni og tók hana kverkataki. „Þegar ég var um það bil að missa meðvitund náði ég að klóra andlit hans og hann sleppti mér. Þegar ég beygði mig niður eftir veski sem ég hafði misst sparkaði hann í mig og gerði sig líklegan til að hrinda mér niður stigann. Hann tók mig aftur kverkataki, en hinn ungi vinur hans náði að stoppa hann af.“ Boðin peningasátt og félifrákæru Katrín hljóp niður í Kvennaat- hvarf en fór síðan til lögreglunnar þar sem hún lagði fram fyrr- nefnda kæru. Hún var lögð inn á Borgarspítalann og útskrifaðist þaðan daginn eftir með bólgna vör, tognaða hálsliði og mar víða á líkamanum. Þann sama dag fór hún aftur á lögreglustöðina til að leggja ffam formlega kæru og hugðist annars vegar kæra líkamsmeiðingarnar en hins vegar meint sifjaspell af mannsins hálfu. „Ég hringdi í Rannsóknarlögregluna í Kópa- vogi, sem vísaði mér til lögregl- unnar í Reykjavík. Þar bentu þeir mér aftur á RLR í Kópavogi en þegar ég hringdi þangað var mér sagt að um tvö aðskilin mál væri að ræða og ég þyrfti að fá mér lög- fræðing í því máli sem að mér sneri en félagsráðgjafa fyrir hitt sem að barninu sneri. Ég varð strax hvekkt á þessum hring- landahætti." Katrín leitaði lög- ff æðiaðstoðar og var henni tjáð að hún gæti kært málin í einu lagi og að endingu fékk hún afgreiðslu mála á rannsóknardeild lögregl- unnar í Reykjavik. Þar tók á móti henni starfsmaður deildarinnar og lætur hún vel af þeim viðskipt- um. Meðan hefðbundnar yfirheyrsl- ur yfir Marteini fóru ffam nokkr- um dögum síðar var Katrín rúm- liggjandi á sjúkrahúsi vegna taugaáfalls, en sama kvöld og hún útskrifaðist var hringt ffá embætti lögreglunnar og henni boðið að koma til að gera peningasátt í málinu og falla frá kærunni. „Ég var alls ekki í andlegu ástandi til að gera sátt sem þessa, en í fljót- færni skrifaði ég undir. Áður hafði rannsóknarlögreglumaðurinn sagt mér að ég væri alls ekki í nógu miklu jafnvægi til að fara í gegnum rannsókn sem þessa og spurði jafnframt hvort ég væri til- búin að leggja þetta á barnið mitt. Ég var hvött til að taka sáttinni og dregið var svo úr mér að ég féllst á að falla frá kærunni. Lögreglu- maðurinn var líka búinn að segja mér að þetta hefði hvort eð er ver- ið mér að kenna því ég hefði ekki átt neitt erindi upp til mannsins þetta umrædda kvöld. Ég fylltist mikilli sektarkennd og hugsaði með mér að auðvitað væri þetta rétt hjá honurn. Mér var tjáð að þetta væru endalok málsins, þótt nú Viti ég betur. Þegar ég fór að hugsa um það var ég alls ekki sátt“ Hjá Stígamótum fengust þær upplýsingar að um leið og kona er beitt ofbeldi fær hún sektarkennd strax yfir því að hún sé það slæm manneskja að hún eigi ofbeldið skilið. Þannig er hún brotin niður bæði af ofbeldismanninum og sjálffi sér, og þegar hún í ofanálag fær sömu skilaboð ffá lögreglunni eða öðrum aðila eykst sektar- kenndin um allan helming. Upptekning máls ekki vandamál Lögreglumaðurinn kveður ýmsar hliðar vera á máhnu og að enginn hafi staðið í vegi fyrir því að hún fylgdi því eftir. „Ég benti henni á að hún þyrfti að vera ákveðin í því sem hún gerði og hefði ákveðnar skoðanir á því að hún ædaði sér þetta,“ segir hann. „Hún vildi fyrst og fremst ffágang á peningalegu hliðinni og fá að vera nokkurn veginn í næði fyrir þessum manni. Það var gengið ffá því með þeim hætti að samkomu- lag náðist en það er ekki mitt að ákveða neitt í þessu máli og var henni gerð grein fyrir því. Það stendur ekkert í veginum fyrir upptekningu málsins." Hann seg- ist hafa rætt við hana á ýmsum nótum en segir jafnffamt að hann þurfi að ráðleggja fólki þannig og hafi sínar skoðanir á því sem er að gerast. „Ég hef ákveðnar skoðanir í þessum málum sem öðrum og læt fólk vita af því að ég hafi skoð- un á þeim. Ég vil hins vegar að fólk geri sér í upphafi máls grein fyrir endihum. Þessi kona hefur upplifað margt í lífi sínu og því spurði ég hana sem var hvort hún væri tilbúin að fara í gegnum þetta vegna umsvifanna sem því fýlgja." Lögreglumaðurinn sagði mál sem þessi oftast tilfinningamál og því væri erfitt að nálgast þau þar sem stundum þyrfti að spyrja mjög ruddalegra spurninga og ganga nærri fólki. „Það lítur út eins og við séum að tortryggja það og það sannfærir okkur á þann hátt um að um raunverulegt af- brot sé að ræða. Ég hef enga skoð- un á því hvort ég hef dregið úr henni kjark eða ekki, en ég hvatti hana til þess að ígrunda hvað hún væri að fara af stað með og hvaða afgreiðslu málsins hún kysi helst.“ Hef verið hræðilega niðuriægð Síðastliðinn þriðjudag fór kon- an til lögreglunnar í þeim erinda- gjörðum að fá afrit af skýrslum. Þar var henni enn einu sinni sagt að hún hefði ekkert átt með að fara að hitta manninn og hún gæti sjálfri sér um kennt að hafa stofri- að til vandræða. Katrín var þá spurð að því hvort hún ætlaði ekki að fara að hætta að velta sér upp úr fortíðinni. Einnig var forvitnast um hvað hún hygðist gera við af- ritið þótt það væri hennar sjálf- sagði réttur að nálgast það. „Eg er niðurbrotin út af þessu en fyrst og fremst þarf ég nú að huga að því að hjálpa drengnum," segir Katr- ín. „Eftir þessa meðferð treysti ég ekki lögreglunni og treysti mér heldur ekki til að leggja ffarn kæru á ný, þvf hingað til hefur mér ekki verið trúað og orð mín verið ve- fengd í sífellu. Á unglingsaldri var mér nauðgað og þá þorði ég ekki að gera neitt í málinu. Þetta er ný reynsla sem hefur verið gífurlegt áfall, mér finnst ég hafa verið nið- urlægð alveg hræðilega og kem til með að hafa djúpa sektarkennd, hvernig sem málið fer.“_______ Telma L Tómasson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.