Pressan - 01.10.1992, Síða 22

Pressan - 01.10.1992, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 Ejárlög LEIGUBEL- STJÓRAUS Sigfús Bjarnason leigubílstjóri Spamaður 1 Sameina ráðuneyti og gera stjómsýsluna skilvirkari. Við rek- um okkur oft á vegg 1 ráðuneytunum og er vísað á milli ráðu- neyta. Virðist vera fullt af fólki í ráðu- neytinu sem hefur þann starfa að vísa fólki annað. 2 Fækka bekkjum I grunnskólanum um einn en um leið herða námskröfur í menntaskólunum. Stytta semsagt náms- tímann án þess að það komi niður á kröfunum sem gerð- ar em til nemenda og gera um leið námið í menntaskólunum hnitmiðaðra, þannig að sá sem vill verða lögfræðingur, læknir eða eitthvað annað geti hafið undirbún- ing strax í mennta- skóla. 3 Hætta offjárfesting- um. Hér má benda á allt of stóra flugstöð og óþarílega dýra Vestmannaeyjaferju, en hún virðist hafa verið byggð miðað við að það sé þjóðhá- tíð um hverja helgi. Tekjuöflun 1 Leggja tíu prósenta hátekjuskatt á þá sem hafa 500 þúsund eða meira á mánuði. 2 Fækka á biðlistum sjúkrahúsa með því að bjóða þeim sem það vilja að borga íyrir að komast strax undir hnífinn. 3 Gera átak í því að allir verði látnir borga skattana sína. Það er allt of lítið gert til að koma í veg fyrir skattsvik. Fjárlög TÓWLISTAR- MAEUSmS Björn Thoroddsen tónlistarmaður Spamaður 1 Banna einkabíl- isma. Það mundi til dæmis útrýma um- ferðarslysum sem kosta þjóðarbúið óhemjufé, spara gjaldeyri og fleira. 2 Skera niður yfir- bygginguna við stjórn landsins. Með öðrum orðum fækka stjórum og stofnun- um. 3 Skera niður þjón- ustugreinar. Til dæmis veitingastaði, verslanir, bensín- stöðvar og slíkt en auka þess í stað rann- sóknir tii eflingar framleiðslugreinum. Tekjuöflun 1 Hefja skipulagða markaðssetningu og útflutning á íslensk- um djassi. 2 Hefja útflutning á notuðum bílum. 3 Hreinsa og græða landið og gera meira út á ferðamannaiðn- aðinn. Fjárlög STJÓRNMALA- FRÆÐmGSmS Sveinn Líndal Jóhannsson stjórnmálafræðingur Sparnaður 1 Fækka þingmönn- um. Spara þannig launakostnað og koma jafhffamt í veg fýrir eiginhagsmuna- pólitík sem reynist oft mjög dýr. 2 Gera yfirmenn rík- isstofnana ábyrga fyrir sínum eining- um. Ef þær eru illa reknar þá verða for- stjórar þeirra reknir. 3 Slá þessu bara upp í kæruleysi og detta í það en gefa þing- mönnum ekki einn einasta snafs. Tekjuöflun 1 Selja nýja Herjólf í brotajárn og taka þann gamla aftur í gagnið. 2 Láta alla ráðherr- ana aka um á rafbíl- um. Það er orkuspar- andi og umhverfis- vænt. 3 Herða skatteftirlit og taka á hvítflibba- brotum. Fjárlög MEimTA- SKÓLA- NEMANS Hálfdan Þorsteinsson menntaskólanemi Spamaður 1 Fækka þingmönn- um um helming. 2 Skera niður risnu, bílastyrki, ferða- og dagpeninga og unt- anlandsferðir hjá ráðherrum. 3 Reka ríkisforstjóra sem fara fram úr fjár- lögum. Tekjuöflun 1 Setja á hátekju- skatt. 2 Afnema allar und- anþágur á virðis- aukaskatti. 3 Selja orku til út- landa um sæstreng. Fjárlög LÖGREGLU- ÞJÓNSINS Kristján Ólafur Guðnason lögregluþjónn Spamaður 1 Fækka þingmönn- um og ráðherrum um tvo þriðju. Þá yrði fjöldi þeirra svipaður miðað við fólksfjölda og á hin- um Norðurlöndun- um. 2 Hætta að veita áfengi í öllum veisl- um ríkisins. 3 Hætta að borga mönnum óunna yfir- vinnu. Tekjuöflun 1 Hækka sektir vegna lögbrota. 2 Láta aurana hans Jóns í friði og ná í krónuna hans séra Jóns. 3 Byrja að nota þá peninga og þær auð- lindir sem við eigum af einhveiju viti. Pjárlög RAKARANS Villi Þór rakari Sparnaður 1 Leggja niður milli- liði í landbúnaði. 2 Hætta niðurgreiðsl- um á landbúnaðar- vörum. 3 Herða eftirlit með styrkjum til lands- byggðarþingmanna, til dæmis húsaleigu- styrkjum, og kaup- um þeirra á atkvæð- um til að fá hitt og þetta í byggðarlögin. Aðskilja fram- kvæmda- og löggjaf- arvald og fækka stjórnmálaflokkum niður í tvo. Tekjuöflun 1 Ríkið og sveitarfé- lögin framkvæmi í niðursveiflu eins og núer. 2 Selja ríkisfyrirtæki. 3 Breyta hlutafélaga- reglugerð vegna þeirra gjaldþrota sem við erum sífellt að borga fyrir aðra. Ejárlög VERKALYÐS- FRÖMUÐAR- INS Ragnhildur Guðmunds- dóttir, formaður Félags íslenskra símamanna Spamaður Opinberi geirinn er mjög lítill hér á landi miðað við OECD- löndin og Norður- löndin. Það má ekk- ert missa sig í heil- brigðis- og mennta- kerfinu og þjónust- una þarf að bæta á ýmsum sviðum. Það er búið að hagræða hlutunum þar eins og hægt er og það geng- ur ekki lengur að ætla að spara með því að leita fanga hjá þeim sem minna mega sín. Það verður að láta þá borga brúsann sem hafa mest handa á milli. Þetta finnst mér númer eitt, tvö ogþrjú. Tekjuöflun Númer eitt, tvö og þijú; herða skatteftir- lit og búa þannig um hnútana að hægt sé að ná til þeirra sem svíkja undan skatti. Fjárlög RITHÖFUND- ARINS Vigdís Grímsdóttir rithöfundur Spamaður 1 Skera niður laun hátekjufólks og af- nema allar sporslur, eins og til dæmis greiðslur undir borð- ið. 2 Draga úr styrkjum til íþróttahreyfingar- innar. 3 Fella niður alla að- stoð við svonefnd „einkafýrirtæki“. Tekjuöflun 1 Hætta við allar hugmyndir um að skattleggja íslenskar listir og menningu, samanber virðis- aukaskatt á bækur; við mundum græða mjög mikið á því. 2 Auka alla heilbrigð- is- og félagslega þjón- ustu. Við mundum græða mjög mikið á því til langs tíma litið. 3 Auka skattbyrði einkafyrirtækja og stóreignafólks með því að breyta skatta- löggjöfinni. Fjárlög BARNSINS Katrín Ýr Óskarsdóttir 11 ára Spamaður 1 Hætta að kaupa inn tóbak og áfengi. 2 Kaupa ekki svona dýra ráðherrabíla. 3 Sleppa álverinu. Tekjuöflun 1 Selja fiskinn dýrar til útlanda. 2 Láta íslendinga búa til fleiri hluti til að selja í útlöndum. 3 Kaupa minna frá útlöndum, nýta frek- ar það sem við eig- um. Stjórnmálamenn þurfa oft að taka óvinsælar ákvarðanir og óvinsælustu ákvarðanir sem þeir geta tekið er þegar þeir ákveða að skera niður þjónustu eða fara að láta almenning borga fyrir það sem áður var ókeypis. Það virðist ómögulegt að taka ákvarðanir um sparnað án þess að það bitni á ein- hverjum einum framar öðrum, en sá sem telur aðgerðirnar beinast gegn sér getur ávallt bent á einhvern annan sem nær hefði verið að skera niður hjá. En hvar finnst fólki að eigi að spara? Og með hvaða ráðum má afla aukinna tekna? PRESSAN fékk í lið með sér nokkra einstaklinga úr mismun- andi stéttum og hað þá að benda stjórnmálamönnunum á hvar mætti spara. Og líka hvernig mætti græða.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.