Pressan - 01.10.1992, Page 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992
í Þ R Ó T T I R
31
Pétur
Guðmundsson
Lloyd Sergent
Sigurður Hjörleifs*H
^son, þjálfari Blika
I \ásamt risunum"
Usexsemsaman
V llagteru 12,15
■ metrará hæð.
Haraldur
Egill Viðarsson
Þorvarður Björgvinsson
Eitt og
hálft
tonn af
krafta-
jotnum
Það hefur víst ávallt þótt kostur
í körfubolta að vera hávaxinn. Það
hefur einmitt oft staðið íslenskum
félagsliðum og landsliðinu fyrir
þrifum hversu fáir stórir íslenskir
körfuboltamenn eru til.
En það er ekki skortur á há-
vöxnum leikmönnum hjá Breiða-
bliki, nýliðunum í úrvalsdeildinni
— eða Japisdeildinni eins og hún
heitir. Þrír leikmenn liðsins eru
yfir tveir metrar á hæð. Og það
sem meira er; þeir eru allir ís-
lenskir. Fyrstan skal telja Pétur
Guðmundsson en hann er 2,18
metrar. Þá er það i'var Webster —
reyndar frá Bandaríkjunum en
hefúr verið hér í mörg ár og er ís-
lenskur ríkisborgari — sem er
2,10 metrar. Og Haraldur Krist-
insson er svo sem engin smásmíð
heldur; 2,02 metrar.
En þetta er ekki allt. f liði
Breiðabliks eru líka þrír leikmenn
sem eru 1,95 metrar á hæð: Þeir
Þorvarður Björgvinsson, Egill
Viðarsson og Bandaríkjamaður-
inn Lloyd Sergent mælast allir
1,95.
Sigurður Hjörleifsson, þjálfari
Blikanna, sagði í samtali við
PRESSUNA að veturinn yrði Blik-
um án efa strembinn. „En ef við
náum að nýta okkur hæðina verð-
um við erfiðir," sagði Sigurður. Og
víst er að ekki er þetta árennilegur
hópur með Pétur fremstan í
flokki, en hann verður fyrirliði
Blika í vetur. Sigurður sagði að
Pétur virtist mjög ffískur og ekki
væri að sjá að meiðsli þau sem
hann hefði átt við að stríða háðu
honum.
Er Clo
búinn
Jón Páll gat ekki keppt í fyrra
vegna meiðsla. Þá hljóp Magn-
ús Ver í skarðlð og vann. Nú
mætast þeir í keppninni um
Sterkasta mann heims.
Nú um helgina verður keppnin
Sterkasti maður heims haldin hér
á landi. Tíu jötnar mæta til leiks,
þar á meðal tveir fslendingar, þeir
Magnús Ver Magnússon og Jón
Páll Sigmarsson.
Kapparnir eru engin smásmíð;
samanlagt vega þeir 1.441 kíló eða
tæplega hálft annað tonn. Sá
þyngsti er Bandaríkjamaðurinn
James Perry, lítil 196 kíló. Perry
þessi var æfingafélagi og mikill
vinur OD sáluga Wilsons og til-
einkar Perryþátttöku sína minn-
ingu hans. Odí var ekki smár í
sniðum ffekar en þessi félagi hans.
Aðrir keppendur eru Gerrit
Badenhorst, Henning Thorsen,
Gary Taylor, Gregg Ernst, Ilkka
Nummisto, Ted Van Der Parre
og Jaime Reeves en hann gæti
orðið íslendingunum skeinuhætt-
ur eins og reyndar hinir allir.
Keppnin hefst nú í dag klukkan
tíu, en þá verður keppt í trukka-
drætti á Skothúsvegi við Tjömina.
Og svo er bara að vona að sterk-
asti maður heims verði áffam fs-
lendingur!
vera
Liði Nottingham Forest hefur
gengið afleitlega nú í upphafi
tímabilsins. Svo afleitlega að þær
raddir gerast æ háværari sem
segja að tími sé kominn fýrir Bri-
an Clough að hætta. Áhangendur
liðsins, leikmenn og stjómarmenn
virðast þó enn hafa trú á gamla
manninum en fótboltasérffæðing-
ar margir segja ljóst að Clough sé
yfirkeyrður og það skynsamleg-
asta fyrir hann í stöðunni sé að
hvíla sig.
Brian Clough var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Forest í janúar
1975. Hann er því búinn að vera
við stjómvölinn hjá liðinu í bráð-
um átján ár og er orðinn 57 ára, en
liðið hefur aldrei byrjað jafhilla í
deiidinni og í ár. Ferill Cloughs er
samt óneitanlega glæsilegur og
undir hans stjórn hefur liðið unn-
ið marga glæsilega sigra en nú
gengur allt á afturfótunum.
Talið er að Clough sakni mjög
aðstoðarmanns síns, Peters Tayl-
or, en hann hafði lag á gamla
manninum og var eiginlega sá eini
sem talaði tæpitungulaust við
hann. Tók vodkaglasið af honum
og ræddi við hann eins og maður
við mann.
Brian Clough er búinn að vera
hjá Forest í 18 ár. Léttkenndur á
grænu peysunni hefur hann
stýrt liðinu til glæstra sigra en í
augnablikinu virðist það tímabil
liðið.
Clough þykir mjög hrjúfur og
mislyndur og sérviska hans á sér
lítil takmörk. Aðra stundina
faðmar hann alla og kyssir en hina
hreytir hann skætingi í menn.
Framkoma hans hefur oft farið í
taugarnar á mönnum í kringum
hann en meðan vel gekk var látið
kyrrt liggja. Darren Wassal var
einn efnilegustu leikmanna For-
est. f leik með varaliðinu kom
hann að hliðarlínunni meiddur á
hendi og vildi fá skiptingu, Clough
hrækti á hönd hans, sagði; „þetta
er betra“ og lét Wassal leika
áfram, — dæmigert fyrir fram-
kvæmdastjórann. Wassal fór ffam
á sölu og gerði samning við Derby
County.
Forest hefur þótt spila
skemmtilega knattspyrnu, ekki
þennan dæmigerða enska bolta
sem sitt sýnist hverjum um. Des
Walker varnarjaxl er farinn til
Ítalíu og hans skarð hefur Clough
ekki náð að fylla og ekki bætti
brottför Wassals úr skák, en hann
var gífurlega sterkur varnarmað-
ur. Knattspyrnan er ágæt ennþá
en vamarleikurinn er höfuðverk-
ur og liðið hefur fengið á sig ódýr
mörk. Helstu mistök Cloughs fyrir
þetta tímabil vom að selja Walker
án þess að hafa arftaka hans í
sjónmáli.
Andinn í herbúðum Forest er
ekki allt of góður og sagt er að fyr-
irliði liðsins og enska landsliðsins,
Stuart Pearce, væri farinn ffá lið-
inu ef ekki væri vegna konu hans
og hestanna þeirra, konunni hans
líkar vel í Nottingham og vill ekki
flytja. Nigel Clough væri sennilega
líka farinn ef ekki væri fyrir það að
Brian Clough er faðir hans. Áður
voru leikmenn áfjáðir í að komast
til Forest af því Clough var ffam-
kvæmdastjóri þar. Nú renna á þá
tvær grímur þegar minnst er á
sölu til Forest.
Clough hefur látið mjög á sjá og
virðist illa þola álagið. Kannski
væri skynsamlegast fyrir hann að
hætta núna. Þá yrði hans minnst
fyrir sigrana og frábæran árangur
en ekki töp og botnbaráttu.
Framkvæmdastjórarnirá Englandi FÉLAG FRAMKVÆMDASTJÓRI RÁÐINNI
Nottingham Forest Brian Clough jan1975
Oldham Athietic Joe Royle jún1982
Crystal Palace Steve Coppell jún 1984
Arsenal George Graham maí1986
Manchester United Alex Ferguson nóv1986
Sheffield United Dave Bassett
Leeds Howard Wilkinson okt1988
Ipswich John Lyall maí 1990
Everton Howard Kendall nóv1990
ManchesterCity Peter Reid nóv1990
Liverpool Graeme Souness apr1991
Queen's Park Rangers Gerry Francis jún 1991
Aston Villa Ron Atkinson jún 1991
Chelsea lan Porterfield jún 1991
Sheffield Wednesday TerryFrancis jún 1991
Southampton lan Branfoot jún 1991
Middlesborough Lennie Lawrence júl 1991
Blackburn Kenny Dalglish okt 1991
Wimbledon Joe Kinnear jan 1992
Tottenham Doug Livermoore maí 1992
Norwich Mike Walker jún 1992
Coventry Bobby Gould júl 1992
Þaðáekkiaf
gleðimálaráð-
herranum David
Mellor að ganga.
Karlgreyið elti
tippið á sér um allar
jarðir og hefur nú
orðið að segja afsér.
Mellor er frægur
Chelsea-aðdáandi
eins og vinur hans og
félagi John Major en
nú hefurþað verið rifj-
að upp að Mellor,
hinn æsti Chelsea-að-
dáandi, kastaði af
sér Chelsea-hamn-
um í den og gerðist
trylltur aðdáandi Fulham
— var varaforseti félags-
ins i ofanálag. Það þarf
kannski ekki að koma á
óvart að Mellor uppgötv-
aði að Fulham var rétta
liðið til að halda með og
öllum öðrum liðum betra
á sama tíma og hann
barðist fyrir því að komast
á þing fyrir Fulham...
Um helgina
STERKASTI
Trukkadráttur kl. 10.00. A Skot
húsvegi við Tjðrnina.
Daufialyfta kl. 12.00. A útitaflinu
við lækjargötu.
Hiefislukappnl kl. 15.30. N0 eru
kapparnir staddir við Bláa lóniö.
Sfðasta greinin þennan daginn.
STERKASTIMAÐUR HEIMS
Lyft yflr httfuð kl. 10.30. Þetta
hlýtur að vera erfitt og
ullfc
nu er
keppnisstaðurinn við GuilJoss.
Þórshamarlnn kl. 14.30. Land-
kynningin heldur áfram og keppt
er á Geysissvæðinu og glímt við
Þórshamarinn.
HANDBOLTI
EVRÓPUKEPPNI MEISTARA-
LIÐA
FH - Kyndill kl. 20.00. Maður
skyldi nú ætla að Hafnfirðingarnir
ættu ekki að eiga t miklum vand-
ræðum með frændur okkar Fær-
eyingana. Fimleikafélagið virðist
þó ekki hafa alveg eins sterku liði
á að skipa nú og I fyrra, en þeir
eiga að vera betri en Kyndils-
menn.
Ll'MlHIHi'l
STERKASTI MAÐUR HEIMS
Handleggir beint fram kl. 8.45.
Þessi grein heitir á ensku Forward
hold en keppendur verða að
halda þyngdinni með báða hand-
leggi beint fram. Keppt við Höfða.
Flugvéladráttur kl 11.30. Á
Reykjavíkurflugvelli ætla kepp-
endur sér aö draga flugvélar —
ekki á loft samt.
Húsafellssteinninn kl. 15.00.
Þetta er síðasta greinin og keppt
verður á þingvöllum.
FRJÁLSAR (þróttir
Öskjuhlffiarhlaup ÍR kl. 14.
Væntanlega er hlaupið um Öskju-
hlíðina og allir geta verið með.
Sannkallað fjölskylduhlaup og
hægt að skoða kanínur og fleira
skemmtilegt á hlaupunum. Skrán-
ing frá klukkan 1230 til 13.30.
GOLF
Bændaglíma er heiti móta sem
fram fara um land ailt. Svo til hver
einasti klúbbur landsins heldur
mót undir þessu heiti, en fyrir-
komulagið er alls ekki það sama
hjá öllum klúbbunum. Það er og.
»ffl'líllllM.M;l
HANDBOLTI
EVRÓPUKEPPNIBIKARHAFA
Valur - Stavanger kl. 20.00.
Valsarar unnu nánúrlega ekki bik-
arinn í fyrra, heldur FH. En af þvl
Fimleikafélagspiltarnir unnu allt
sem hægt var að vinna I fyrra þá
spila Valsmenn, sem töpuðu úr-
slitaleik bikarsins fyrir FHI fyrra, við
Nojarana frá Stafangri. Valsmenn
eru góðir og eiga hikstalaust að
vinna finnst okkur.