Pressan - 01.10.1992, Síða 34

Pressan - 01.10.1992, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÓBER 1992 Poppið FlfVIIVlTUDAGUR • Bleeding Volcano með útgáfutónleika á Café Rósenberg í tilefni __^_l af útgáfu nýs geisladisks, retur fengið nafnið Damcrack. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.30. Vonir standa til að meðlimirnir Vil- hjálmur G.F. Brekkan, Guðmundur Þ. Sigurðsson, Sigurður Kristinsson og Hallur Ingólfsson kynni 13 frumsam- in lög af diskinum á fleiri veitinga- stöðum í mjög svo náinni framtíð. • Bogomil Font og milljóna- mæringarnir leika á amerískum dögum á Bylgjunni og Púlsinum vegna þess að Frank Sinatra komst ekki til landsins í tíma vegna slæmsku í hálsi. Þetta verður í síðasta sinn ( bili sem Bogomil leikur á (s- landi, en ástæðan fýrir þvl er að nú ætlar Bogomil að skipta um ham og ganga til liðs við Sykurmolana, sem bráðlega leggja uþp í tónleikaför með stórsveitinni U2 með heimsyfir- ráð eða dauða i farteskinu. Þess má geta að Sykurmolarnir fara vel haldn- ir í þá för því þeir voru í síðustu viku I hinni árlegu sláturveislu hjá frú Re- gínu. • Viðar og Þórir eiga það sameig- inlegt að spila kántrí í Borgarvirkinu, Viðar syngur og spilar á gítar og Þórir á hljómborð og gítar líka. Það er búið að stækka dansgólfið, því pláss fyrir stærri sveiflur. • Guðmundur Rúnar kæmi eng- um á óvart þótt hann flytti bara inn á Fógetann. Það er trúbadorhelgi framundan á Fógetanum. • Karaoke á Tveimur vinum að vanda. • Fánar eru gleði- og skemmtisveit sem hefur verið að skemmta á ýms- um stöðum að undanförnu. Nú ætla þeir á Feita dverginn að skemmta Grafarvogsbúum. • Sýn eru þeir Guðmundur og Kiddi sem spila á hljómborð og gítar og spila allra handa dansmúsík. Á Dans- barnum í kvöld. •BP og þegiðu Ingibjörg er sveit sem sett er saman í fúlustu alvöru af nokkrum meðlimum Sniglabandsins, þeim Björgvini Ploder, Friðþjófi bassa og Einari hljómborði. Aukameðlimur- inn er Þúsund andlita-maðurinn Tómas gítar. nmnuniM • Gömlu brýnin á Dansbarnum. „Rosalega góð danshljómsveit," segja þeir þar. • Todmobile spilar á Hressó í kvöld. Með sveitinni spilar píanóleik- arinn Kjartan Valdimarsson. • Viðar og Þórir með bandaríska fiðluleikaranum Dan Cassidy í Borg- arvirkinu. Blandað kántrí- og rokk- danskvöld. • Stjórnin er búin að vera í fríi í tvo mánuði. Það er kominn tími á hana. Nú með tónleika á Tveimur vinum. • Tveir Logar eru Eyjamennirnir Hermann Ingi, söngvari og gítarleik- ari, og Guðlaugur, kallaður Laugi, á hljómborð. Þeir spila írska kráarmúsík með íslenskum lögum í bland. Það væri nú ekki verra ef þeir bættu víð flautuleikara og seldu þykkan Guin- ness úr tunnum. Það væri nú ekki amalegt. • Guðmundur Rúnar gæti kannski fengið merkt hjólreiðastæði fyrir utan Fógetann? • Hermann Ingi verður áfram á Feita dvergnum, helgi eftir helgi. • BP og þegiðu Ingibjörg enn og aftur á Gauknum og væntanlega í hinsta sinn, vegna þess að þetta er einungis stundargaman. • Exizt-menn ætla hvað úr hverju að snúa sér að heimsmarkaðinum, enda búnir að láta hanna fyrir sig bráðhuggulegt plötuumslag. í kvöld verða þeir á Púlsinum og hver veit nema þetta verði síðasta kvöldið sem hægt er að sjá þá í návígi, — áð- ur en þeir verða heimsfrægir. twm'w<wmw.wm+mM • Júpíters á Hressó. • Tveir Logar aftur á Rauða Ijóninu í kvöld með írska taktinn. • Guðmundur Rúnar losnar ekki af Fógetanum eða Fógetinn við Guðmund. Enda óþarfi. Þetta er góð blanda. • Gömlu brýnin enn á Dansbarn- um. • Viðar og Þórir með Dan Cassidy, þeim bandaríska gestafiðlara, í Borg- arvirkinu. Hér er á ferðinni blanda af kántríi og rokki. • Hermann Ingi er kominn með svefnpokann sinn á Feita dverginn. • Gildran leggur snöru fyrir fólk á amerískum dögum. sem nú standa yfirá Bylgjunni og Púlsinum. SUNNUDAGUR • Guðmundur Haukur á orgel á Dansbarnum í kvöld. Hvernig ætli það sé? • Karaoke á Tveimur vinum eins og alltaf á sunnudagskvöldum. Nú er hægt að velja úr hvorki meira né minna en 430 lögum, þannig að þeir sem eiga í basli með að læra dægur- lagatexta hljóta að finna lag sem þeir kunna, — þó ekki væri nema eitt. • Viðar og Þórir með sveitakvöld í Borgarvirkinu. Nýtt og betra dans- gólf. •Svartur pipar úr Hafnarfirði kryddartilveru Reykvíkinga. Sveitaböll L'U.H'l i Djasskvartett Kristj- lönu Stefánsdóttur treð- lur upp á Hótel Selfossi. Ipetta er liður í helgardag- skránni sem þeir fýrir austan fjall hafa kallað „Rómantík og fjör", sérstaklega hannað fyrir pör og hjónafólk en aðr- ir rómantíkerar eru líka velkomnir. Kvartettinn er stofnaður fýrir austan fjall og var Kalli Sighvats í honum á sínum tíma. • Af lífi og sál spilar í Þotunni, Keflavík. Hér er á ferðinni átta manna grúppa með lúðrablæstri og öllu • Kredit með Ijúfa tríómúsík á Sjallakránni, Akureyri. LAUGARDAGUR • Karma á Hótel Selfossi, en sveit- ina stofnaði Labbi í Mánum. Það er von á ýmsum uppákomum undir yfirskriftinni „Rómantík og fjör". Kynn- ir kvöldsins er Villi Þór rakari. • Loðin rotta á Þotunni í Keflavík. Tveir söngvarar að þessu sinni, þeir Richard Scobie og Jóhannes Eiðsson. • Galileo í Sjallanum, Akureyri. BARIR I DiykkjumaðurPRESSUNNAR ■ lagði leið sína til Neskaupstað- ar um síðastliðna helgi og naut þar veitinga á barnum á íúð, sem kom bara skemmti- lega á óvart. Úrvaliö var í ágætu lagi og stemmningin ágæt. Þar eystra eiga menn þó ýmislegt ólært í barfræðum, því aldrei á ævinni hef ég smakkað jafnvondan Martini Dry. Á móti kemur kannski að ís- lenskir barþjónar virðast almennt ekki hafa höndlað leyndardóminn að baki þessa annars ágæta drykkjar, svo það er kannski ósanngjarnt að áfellast Norðfirð- inga sérstaklega í þeim efnum. En að öðru leyti var barinn að flestu leyti til fyrir- myndar ef undan er skilin hefðbundin vöntun á eðalbúrboninu Jim Beam. Á Nes- kaupstað fylgjast menn greinilega vel með tíðarandanum, því á barnum var meðal annars að finna karaoke-apparat, sem naut gríðarlegra vinsælda. Nú hef ég ekkert út á slíkar vélar að setja, en söng- kúnstirnar geta orkað tvímælis eins og þegar ungur maður sté á stokk í tilefni brúðkaupsafmælis síns og vildi syngja lag til konu sinnar. Þetta hefur vafalaust flestum fundist afar rómantískt, en það vöknuðu óneitanlega áleitnar spurningar þegar maðurinn hóf upp raust sína og kvað: „When my body has had enough of you..." og svo framvegis. Það var líka at- hyglisvert að fylgjast með atferli Norðfirð- inga eftir að barnum var lokað, því þá var umsvifalaust boðið til teitis í heimahúsi. Sérstaka athygli drykkjumanns vakti hátt- erni húsráðanda, sem stóð í dyrunum og taldi inn: „Tveir út, tveir inn..." Þegar inn var komið var liðið svo rekið úr skónum að góðum íslenskum sið. Þrátt fyrir íhalds- semi á ýmsum sviðum þar eystra er frjáls- lyndi hreint gífurlegt á öðrum. Þannig liggur við að opinn skiptimarkaður á mök- um hefjist þegar eftir miðnætti. Kunningi greinarhöfundar fékk þannig ómótstæði- legt tilboð, sem gekk út á að hann léti for- láta rauð axlabönd fyrir dökkhærða drottningu, en sakir aðaláhugamáls drykkjumanns PRESSUNNAR man hann nú ekki alveg hvernig kaupunum reiddi af. Nú geta menn haft alls konar skoðanir á þessum málum, en sá sem þetta skrifar nennir ekki að setjast í siðferðislegt dóm- arasæti, enda álíka óhæfur til þess og siðanefnd blaðamannafélagsins. Á hinn bóginn getur hann hiklaust mælt með áfengisdrykkju og góðu rugli á Norðfirði, því þar taka menn slíka iðju föstum tökum í stað þess að láta hana reka á reiðanum eins og allt of algengt er meðal áhuga- manna um áfengi hér í höfuðborginni. Næmishyggja í málmskúlptúrum Jóhann Eyfells er um niargt sérstæður listamaður, en sýning á verkum hans vferður opnuð í Listasafni fs- lands á laugardag. Sköpun hans fann sér snemma eig- in farvegi og telst hafa markað nýjar brautir mynd- hugsunar, en að margra áliti eru verk hans nátengd ís- lenskum fyrirbærum; hrjúf, tætt, rifin. „íslenskijáhrif- in koma ekki fram á sterkan, meðvitaðan hátt,“ segir Jóhann. „En þetta er líkt og með mataræði; það sem einstaldingurinn elst upp við verður partur af honum sjálfum." Jóhann vinnur skúlptúrverk sín með stór- virkum vinnutækjum og grefur holur í jörð til mótun- ar. f gryfjurnar hellir hann bræddum málmi þar sem hann storknar og þróast í samspili við náttúruna — samspil milli hitastigs, veðurs og verksins. Einnig not- ar Jóhann viðarmót, oft fuin, sem taka við málminum. „Þannig næst jákvæður hlutur úr neikvæðu rými.“ Jó- hann segist einbeita sér að efnum sem gefa sem mesta möguleika og leitast ff ekar við að uppfylla óskir efnis- ins en að því sé öfugt farið og efnið uppfylli óskir hans sjálfs. Hugmyndaffæði Jóhanns endurspeglast í næm- ishyggjunni, en þetta nýyrði vísar til „næmi fyrir öfl- um sem ekki hafa fengið táknræna merkingu í okkar eigin veröld“ — nýr veruleiki sem er „utanhallt við gjjjx Johann Eyfells sýnir sérstæða málmskúlptúra í Á sjöunda áratugnum var Jóhann meðal ungra L'stasafn' íslands. listamanna sem mörkuðu myndlistinni nýja braut en eftir nokkum tíma hérlendis flutti hann utan til Banda- ríkjanna, þar sem hann hefur verið búsettur nær óslitið síðan. Vera hans erlendis er meginástæða þess að verk hans hafa sjaldan komið fýrir augu Islendinga og er því spennandi viðburður að fá listamanninn heim. Skúlp- túrar hans eru feiknastórir og hafa í gegnum árin þróast úr óreglulegum abstraktskúlptúmm í hrein gmnnform eins og þríhyrninga, hringi og feminga. Á sýningunni er aðallega lögð áhersla á málmskúlptúra. Laufey Bjarnadóttir ... hefur þetta táknræna,ferska og íslenska útlit sem vekur svo mikla hrifningu hérlendis og vinnur fyrir lcelandic Models. Hún hefur mest starfað á Islandi og vann síðustu forsíðukeppni Vikunnar, sem hald- in var i byrjun árs. Margar myndir hafa birst af henni í blöðum sem sýna íslenska handavinnu en Lauf- ey hefur ekki i hyggju að reyna að slá í gegn erlendis og segir að sig skorti nokkra sentimetra upp á að það mætti takast. Andlit hennar prýðir næsta auglýsingaspjald No name-snyrtivaranna sem ber yfir- skriftina „(slensk fegurð". Dags daglega vinnur Laufey sem sölu- maður í íþróttabúðinni við Borgar- tún en hluta frítímans eyðir hún við að halda sér I formi hjá þeim I World Class og einnig sést hún reglulega á sundstöðum bæjarins. Stelpan er rétt að skríða yfir tvi- tugsaldurinn og hefur mest gam- an af að ferðast. SÍMSVARINN MENNTA- VECUR RÍTU Líf kviknar á sviðum leikhús- anna á haustin og þegar er búið að ffumsýna nokkur verk. Þjóðleik- húsið hyggst á föstudag ífumsýna leikritið Ríta gengur menntaveg- inn eftir Willy Russel, en margir kannast við Rítu þessa úr sam- nefndri kvikmynd sem sýnd var hérlendis fýrir nokkrum árum. „Ríta er hárgreiðsludama sem aldrei hefur lagt neitt upp úr námi,“ segir Tinna Gunnlaugs- dóttir um aðalpersónu verksins. „Henni finnst líf sitt ffemur inn- antómt og snautt og fær þá hug- mynd að fara í opinn háskóla og nema bókmenntir. Til að byrja með er hún fullkomnlega á skjön við þær væntingar sem kennari hennar gerir til hennar, en hann kemst fljótlega að því að hún hef- ur einlægan áhuga á að mennta sig þótt það sé löng leið fyrir hana að fara.“ Þessi nýi heimur hefur þau áhrif á Rítu að hún endurskoðar alla tilveru sína og Hfsgildi. „Mér finnst alveg óskaplega gaman að kynnast Rítu því hún er alveg frábærlega skemmtileg," segir Tinna. „Hún er þessi lífsglaða manneskja sem sér alltaf björtu hliðarnar á því sem hún fæst við, er brandarakerling en vill hins vegar segja eitthvað afviti.“ Leikverkið er gam- anleikur en um leið bjartsýn dæmisaga um hvernig fólk getur með vilja breytt lífi sínu og gert það innihaldsríkara og skemmtilegra. Á móti Tinnu leikur Arnar Jónsson. Hann er í hlutverki kennarans, Franks, sem verður heillaður af einlægri löng- un Rítu til náms þó að við íyrstu kynni fallist honum hendur. Leikstjórn er í höndum Maríu Kristjánsdóttur. búningahönnuður „Hæ þetta er hjá Óla Má, Kalsí og Maríu. Við erum ekki heima sem stendur. En skildu eftir skilaboð. Við munum hafa samband.“ SMOTTER- ÍSSNUÐ OC PÍNUPELAR Islenska smáfólkið lætur ekki erlenda tískustrauma framhjá sér fara frekar en þeir sem stærri eru og eldri. Það sem krakkar eru æst- ir í að eyða sparikrónunum sínum í þessa dagana eru smáhlutir gerð- ir úr plasti og hengdir á þartil- gerðar teygjur, reimar, bönd og keðjur. Snuðin eru eftirlæti flestra og eru vinsældirnar þvílíkar að þau stærstu seljast upp nánast áð- ur en þau komast í búðarhillurn- ar. Þó er líka ásókn í pela, koppa, bangsa, skó og höfiunga, svo eitt- hvað sé nefnt. Hlutirnir eru til í öllum regn- bogans litum og má ekki á milli sjá hver er þeirra vinsælastur. Strákar fulsa þó við bleiku, eins og við var að búast, og eru helst í því að hengja utan á sig svört snuð eða glær. Það er líka pínulítil heimspeki á bak við puntið og fýlgir til að mynda bláa litnum velgengni í námi. Mörgum þykir þetta nýja æði ólíkt skemmtilegra en Turtles- og Batman-flóðbylgj- an og víla því ekki fyrir sér að bíða þolinmóðir með börnunum í röð við afgreiðsluborðið getur orðið ansi löng. Smáhlutir úr plasti tröll- ríða tískuheimi smá- fólksins þessa dagana og þykir mörgum sem þetta krúttlega punt sé ólíkt skemmtHegra Turtles-æðið sem yfir landið ífyrra. Tónlistin hjákona Kátir piltar eru hreinræktaðir Hafnfirðingar — allir með tölu. En á bak við andlitin kátu er alvörugefin rokkhljómsveit með kím- inni undiröldu sem ætlar textum sínum að hafa djúpa og meðvit- aða meiningu þrátt fyrir létta framsetningu. Þessir glöðu gaflarar eru nú að leggja lokahönd á upptökur íhljóðveri og ætla að senda frá sérgeislaplötu í nóvemberbyrjun. „Hljómsveitin hefurlifað fráþvívið vorum saman íFlensborg," segir Hallur Helgason, kátur trommari og starfandi kvikmynda- gerðarmaður. „Við höfum hins vegarsinntýmsum verkefnum meðfram tónlistinni og má segja að hún sé í raun hjákona okkar allra, efundanskilinn er hljómborðsleikarinn. Nú höfum við tekið upp þráðinn að nýju eftir nokkurt hlé og stundum upptökur eins og um fulla vinnu væriað ræða." Kátir piltar gáfu út fyrstu og einu plötu sína fyrir fjórum árum og spiluðu víða íeitt ár eftir það. Sú sem nú kemur út verður rokk- uð eins og hin fyrri en hljóm- sveitarmeðlimir telja sig standa með báða fætur I gamalli ryþmahefð. „Við er- um ekki tölvupopparar," segir Hallur. „Við spilum út frá til- finningunni." Mörgum þykir samsetning hljómsveitarinnar heldur sér- stök fyrir rokksveit, því menntun meðlimanna flestra snýr að allt öðru en tónlist. Sólógítaristinn er til að mynda að Ijúka doktorsnámi í lífefnafræði en þarna eru líka á ferðinni leikari, kvikmynda- gerðarmaður, bók- menntafræðing- ur og leikmynda- gerðarmaður. Rítu tekst að hrista upp I kennara sínum og bæði endurskoða þau lífið og gildi þess. Ríta gengur mennta- veginn - gamanleikur og bjartsýn dæmisaga.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.