Pressan - 01.10.1992, Síða 36
36
____FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. OKTÖBER 1992
LÍFIÐ EFTIR VINNU
Klassíkin
mrMMim'giigim-a'jii
• Sinfóníuhljómsveitin
Fyrstu áskriftartónleikunum
stjórnar aðalhljómsveitar-
stjórinn Petri Sakari. Einleik-
arinn er Ingvar Jónasson sem stund-
aði lágfiðluleik í Svíþjóð um árabil, en
sneri heim aftur fyrir fáeinum árum.
Ingvar leikur einleik í Könnun sem er
tuttugu ára gamall konsert eftir Atla
Heimi Sveinsson. Önnur verk á tón-
leikunum eru Sinfónía nr. 6 eftir Beet-
hoven og Kristján konungur II eftir Si-
belius. Háskólabíó kl. 20.
Leiklist
FIMMTUDAGUR
• Jóhann Eyfells hefur búið í
Bandaríkjunum í marga áratugi og
kemur lítt til íslands. Á sýningu í Lista-
safni íslands er úrval af verkum eftir
Jóhann, meðal annars skýlptúrar og
pappírsverk .Opiðkl. 12-18.
Hafið. Það er skemmst
•/■s^jfrá því að segja að áhorf-
Jandans í leikhúsinu bíða
______Imikil átök og líka, eins og
5íafi Hauki er lagið í leikverkum sín-
um, húmor, oft af gálgaætt, skrifaði
Lárus Ýmir Óskarsson í leikdómi. Þjóð-
leikhúsið kl. 20.
• Dunganon Ef maður gerir kröfu til
að leikverk sé dramatískt í uppbygg-
ingu þá vantar slíkt í leikritið. En öðr-
um skilyrðum er fullnægt; maður
skemmtir sér vel og fær nóg til að
hugsa um eftir að sýningu er lokið,
skrifaði Lárus Ýmir Oskarsson í leik-
dómi. Borgarleikhús kl. 20.
FOSTUDAGUR
• Lucia di Lammermoor Frumsýn-
ing íslensku óperunnar á þessari
óperu eftir Gaetano Donizetti, sem
ekki hefur verið færð upp áður hér á
landi. Náttúrlega er prímadonnan
Diddú í aðalhlutverki. fslenska óperan
kl. 20.
• Ríta gengur menntaveginn
Meira en tíu ára gamalt enskt kassa-
stykki, sem síðar varð að vinsælli bíó-
mynd, endurlífgað í Þjóðleikhúsinu.
Frumsýnt á Suðurnesjum í vor en nú
aftur á Litla sviðinu. Arnar Jónsson
leikur Michael Caine, en Tinna Gunn-
laugsdóttir Julie Walters, Þjóðleikhús-
ið, litla svið, kl 20.30.
• Ragna Róbertsdóttir sýnir verk
úr grágrýti, hrauni, gúmmíi, en líka
teikningar á vegg í öllum sölum Ný-
listasafnsins .Opiðkl. 14-18.
• Hulda Hákon er búin að hengja
upp á Mokkakaffi verk sem hún hefur
gert með akrýllitum á tré. Þetta eru
portrett af dýrum í miðbænum! Opið
kl. 9.30-23.30
• Bernd Löbach er myndlistarmað-
ur og prófessor frá Þýskalandi og hef-
ur sýnt víða um heim. Löbach er um-
hverfislistamaður og notar listina til að
sýna vandamál í umhverfinu, með
efnum sem eru úrhrat neyslusamfé-
lagsins.
• Inga Þórey Jóhannsdóttir
stundaði nám hér og í Vínarborg, en
sýnir í Galleríi 11 verk sem hún málaði
í Glasgow á síðasta ári. Opið kl. 14-18.
• Dunganon. Borgarleikhúsið, kl.
20.
• Hafið Þjóðleikhúsið kl. 20.
tmxamiMiwmMmmn
• K«ra Jelena Nú hafa allar gáttir
brostið [ Þjóðleikhúsinu og til að losna
einhvern tíma við þetta stórvinsæla
(og stórgóða) leikrit hefur verið tekið
það ráð að færa það á sjálft aðalsviðið.
En nú má Sþyrja hvort það þrífist jafn-
vel þar og í fámenninu. Þjóðleikhúsið
kl. 20.
• Dunganon. Borgarleikhúsið kl. 20.
SUNNUDAGUR
• Emil í Kattholti Leikrit sem er lík-
legt til að geta höfðað til allra barna á
öllum tímum. Bessi Bjarnason kann
betur en aðrir að leika fyrir börn. Þjóð-
leikhúsiðkl. 14.
• Lucia di Lammermoor. Sérstök
hátíðarsýning, sem er ekki jafnfín og
frumsýningin, en fínni en sýningarnar
sem á eftir koma. Líkt og að lenda í
öðru sæti að fá miða á hana. íslenska
óperan kl. 20.
• Ríta gengur menntaveginn
Þjóðleikhúsið, litla svið, kl. 20.30.
Ókeypis
| • Þeir Fischer og Spasskí
I eru aftur að setjast að
I tafli, að þessu sinni í
I Belgrad. Þangað kemst
sá blanki ekki og hann langar
heldur ekki, en fyrir hann er gott
að vita af húsaskjóli í höfuð-
stöðvum skákmanna í Faxafeni
(Skeifunni). Þar koma unnendur
skáklistarinnar saman meðan
teflt er og fylgjast með, spá og
spekúlera, eins og sagt er. Og
þótt sá blanki hafi ekki hundsvit
á skák og alls engan áhuga er
þetta ágæt vist fyrir hann. Lík-
lega er hann atvinnulaus og
þarna hittir hann aðra menn sem
þurfa ekki að vera í vinnunni,
þótt um hábjartan vinnudag
sé...
Málþing
LAUGARDAGUR
EM Norræna félagið er
•Isjötíu ára. Félagsmenn eru
pvíst taldir um sjö þúsund á
■Éíslandi, en samsvarandi fé-
lög eru starfandi á hinum Norður-
löndunum. í Norræna félaginu eru
menn náttúrlega hæstánægðir með
þetta og ætla að minnast afmælisins
um helgina. Á sunnudag verður há-
tíðarsamkoma í íslensku óperunni, en
á laugardaginn málþing þar sem ein-
hver hluti af meðlimum Norræna fé-
lagsins ræðir framtíð þess, ekki síst í
Ijósi aukins samstarfs milli Norður-
landa og ríkja Evrópubandalagsins.
Kannski verður einfaldlega spurt hver
verði þörfin á Norrænu félagi þegar
Norðurlönd verða komin í EB, nema
auðvitað ísland.
Myndlist
J# Magnús Kjartansson
fer nokkuð sínar eigin leiðir í
myndlistinni, einna mestur
fagurkera af hérlendum
fnumönnum. Hann sýnir
myndir sem hann vann á pappír á ár-
unum 1982—'89 í Listmunahúsinu í
Hafnarhúsi. Opiðkl. 14-18.
• Tolli sýnir í Listasafni ASÍ málverk
sem eru einfaldari í sniðum en bau
sem hann hefur áður fengist við. Áhrif
frá austurlöndum eru auðsæ, þetta er
dálítið annað en Tolli hefur verið að
bardúsa. Opiðkl. 14-19.
• Guöbjörg Linda Jónsdóttir er
ísfirðingur sem heldur sjöttu einka-
sýningu sína í listsalnum Nýhöfn í
Hafnarstræti. Þar sýnir hún olíumál-
verk. Opiðkl. 14-18.
• Fígúra - fígúra er yfirskrift sýning-
ar í vestursal Kjarvalsstaða. Þar eiga
verk nokkrir helstu myndlistarmenn af
yngri kynslóð, Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Hulda Hákon, Jón óskar, Kjartan
ólason og Svala Sigurleifsdóttir.
Myndefnið er fígúran — og fígúrur. í
austursal er sýning á teikningum eftir
Alfreð Flóka, en í miðsal afstraktverk
eftir Ásmund Sveinsson. Opið kl.
10-18.
• Bengt Adlers er skánskur lista-
maður sem hefur margsinnis komið til
íslands og sýnir ,verk í þróun" í Galleríi
Sævars Karls. Þetta er eitt verk úr ýms-
um hlutum, meðal annars Ijóðum.
Opið á verslunartíma.
• Káre Tveter er norskur listamaður,
í talsverðu uppáhaldi hjá drottningu
Noregs, og málar norrænar vetrar-
stemmningar, úr kulda og einsemd á
Svalbarða. Myndir eftir Tveter voru
meðal annars valdar sem framlag Nor-
egs á heimssýninguna í Sevilla, en
hanga líka uppi í Hafnarborg í Hafnar-
firði. Opiðkl. 12-18.
• íslensk málverk hanga uppi í
Listasafni íslands, úr eigu safnsins. í
sölunum á neðri hæð gamla íshússins
eru verk eftir frumherja íslenskrar mál-
aralistar, á efri hæðinni eru nýrri verk,
auk nokkurra verka frá útlöndum. Op-
iðkl. 12-18.
• Blöðum flett er sýning á breskum
bókverkum svokölluðum sem stendur
yfir í Listasafni íslands. Þarna eru verk
eftir 32 listamenn — þetta eru verk
þar sem er lagt út af bókarforminu.
Opiðkl. 12-18.
• Æskuteikningar Sigurjóns
Elstu myndirnar á sýningunni í Safni
Sigurjóns Ólafssonar eru frá æskuár-
um hans á Eyrarbakka, en flestar frá ár-
unum 1924 til 1927 þegar hann
stundaði nám í Iðnskólanum.
Skemmtileg sýning og svo er alltaf
gaman að koma í safnið á fallega
staðnum í Laugarnesinu, úti við Sund-
in blá. Opiðkl. 14-17.
aSýningar
• Húsavernd á íslandi
Aðalstræti er sorglegt dæmi
um þegar menn vilja hvort
tveggja halda og sleppa,
vernda og rífa. Vissir hlutar Akureyrar
eru á hinn bóginn fagurt dæmi um
skynsamlega húsavernd. í Bogasal
Þjóðminjasafns stendur yfir sýning þar
sem er rakin saga húsaverndar á ís-
landi. Opiðkl. 11-16.
• Vetnistækni er sýnd í anddyri Há-
skólabíós og detta bíógestir óvart inn í
sýninguna, en aðrir verða að gera sér
sérstaka ferð. Sýningin er haldin í sam-
ráði við þýsku loft- og geimferðastofn-
unina og eru menn bjartsýnir í sam-
bandi við hana og telja að ísland fari
bráðum að flytja út vetni sem orkugjafa.
Frábœr staður
fyrir smávaxna
og hitaþolna
(TALÍA
★ ★
HELSTU KOSTIR: BRAGÐGÓÐIR
RÉTTIR ÚR ELDHÚSI, ÁGÆT ÍTÖLSK
VlN OG SÓMASAMLEGAR PIZZUR.
HELSTU GALLAR: ALLTOF ÞRÖNG-
IR BÁSAR, ÓNÓG LOFTRÆSTING
OG OF LÖNG BIÐ EFTIR MATNUM.
Oi
ÍÞrátt fyrir allar pizzer-
íurnar og þá staði sem
kenna sig við ítalskt eld-
hús er ftalía (með stóru f-i) líklega
eina veitingahúsið í Reykjavík
sem kalla má ítalskt með nokkr-
um sanni. Fyrir utan pizzurnar
býður ftalía upp á langan matseðil
sem sannanlega er ættaður frá
ftalíu. Og á leið sinni af seðlinum
yfir á disk gestsins tapar maturinn
heldur ekki ættemi sínu. Kjötsós-
an með spaghettíinu hefur ekki
breyst í íslenska kjötkássu eins og
vill gerast á öðrum semí-ítölskum
stöðum.
Og eldamennskan á ftalíu er til
fyrirmyndar öðrum veitingastöð-
um í milliverðflokki. Fiskurinn er
nánast undantekningarlaust rétt
eldaður, grænmetið léttsoðið og
jafnvel í brösuðustu réttunum
nær hvert hráefni að halda bragði
sínu.
Stærsti gallinn við ftalíu er hins
vegar veitingasalurinn. Honum er
skipt niður í bása sem eru svo
óguðlega þröngir að þeir minna
helst á farþegaþotur Flugleiða. Og
þar sem þriggja rétta máltíð getur
varað álíka lengi og flug ffá Kaup-
mannahöfn til Keflavíkur getur
það verið álíka raun fyrir fúllvaxið
fólk að sitja til borðs á Ítalíu og
um borð í einhverri dísinni hjá
Flugleiðum. Eini munurinn er sá
að gestirnir á Ítalíu geta staðið
upp frá borðum og yfirgefið stað-
inn án fallhiífar.
Ofan á þrengslin bætist að loft-
ræstingin á Italíu er mjög bágbor-
in. Þegar líður á kvöldið verður
því heitt í salnum; stundum mjög
heitt. Þetta tvennt, hitinn og
þrengslin, skyggir á aðra, annars
ágæta, kosti Ítalíu.
Það þriðja sem má kvarta yfir
er hversu gestir þurfa að bíða
lengi eftir mamum. Þetta er baga-
legt í hádeginu þegar fæstir vilja
verja þremur korterum í að bíða
eftir matnum sínum. Og þetta
verður óþolandi þegar þjónarnir
afsaka staðinn með því að gestirn-
ir séu svo margir. Það er ekki sök
gestanna heldur veitingamanns-
ins. Ef hann annar ekki öllum
gestum sem setjast í sætin hans á
hann að fækka stólunum.
Fyrir utan þetta þrennt er ftalía
gott veitingahús. Smávaxnir, hita-
þolnir og þolinmóðir ættu til
dæmis ekki að geta kvartað und-
an neinu.
ftalía á auk þess hrós skilið fyrir
ágætan vínseðil.
Afósjálfráðu
taugakerfi litla
heilans
MAGNÚS KJARTANSSON
LISTMUNAHÚSINU
Öll verkin á sýningunni
eru unnin á pappír á sjö
ára tímabili, frá ’82 til ’89.
Það þýðir þó ekki að þau séu smá
í sniðum eða létt í hugsun. Magn-
ús virðist hafa lagst í fornleifa-
fræði í leit að frumstæðum kröft-
um sem siðmenningin þreytist
aldrei á að halda í skefjum og, ef
ekkert betur dugar, kviksetja. Það
er eins og hann sé að reyna að
magna upp hjá sér hugarfar hella-
málara steinaldar með galdrastöf-
um og hellaristum. Mannslíkam-
anum hefur verið þrykkt eða
varpað á pappírinn, samanhnipr-
uðum eins og liðnu líki, svörtum
og fomeskjulegum.
Hamsleysið í verkunum sver
sig í ætt við „Art Bruf‘-isma Jeaits
Dubuffet, sem trúði því að hinn
sanna sköpunarkraft væri hvergi
lengur að finna nema hjá þeim
sem lifa í einangrun á mörkum
sturlunar. En það er einnig að
finna nokkurn skyldleika við
vinnulag Jaspers John og Bobs
Rauschenberg. Það er raunar
sjaldgæft að sjá listamann skýra
svo nákvæmlega frá vinnuaðferð-
um sínum eins og Magnús gerir á
þessari sýningu. I fjórum sýning-
arkössum sýnir hann, og gefur
dæmi um, hvernig hann hefur
unnið myndirnar með aðferðum
sem notaðar voru við upphaf ljós-
myndatækninnar. Allar byggjast á
því að gera pappírinn ljósnæman
með nokkuð frumstæðri efna-
fræði. Hann varpar síðan ljósi í
gegnum glærur eða ljósmynda-
búta á pappírinn sem hefur verið
vættur með Ijósnæmum efhum og
framkallar jafnframt sterk lit-
brigði.
Aðferðirnar eru fróðlegar, en
sem slíkar aukaatriði. Aft ur á móti
falla þær sérkennilega vel að anda
myndanna. Ljósgeislarnir sem
varpa ímynd líkamans með því að
brenna sig inn í yfirborðið og lík-
amspartarnir sem er þrykkt á
pappírinn mynda gagnkvæm lík-
ingatengsl. Farið effir líkamann
verður jafn óefniskennt og ímynd-
in sem ljósið varpar verður líkam-
leg. Ósjálfr átt kemur upp í hugann
myndlíking Platóns, þar sem
hann líkir þekkingu mannsins á
umheiminum og sjálfum sér við
skuggaspil á heliisvegg. Hellirinn,
völundarhúsið og gröfin eru alda-
gamlar líkingar fyrir sálarfylgsnið.
Til frekari ábendingar bregður
fyrir ljósaperunni, skilningsljós-
inu, varla meira en týra í myrkr-
inu. Einnig hnífapörum, en eng-
um mat, til að minna á hungrið,
sem stafar af líkamlegum þörfum
jafnt sem óuppfylltum vænting-
um. Fomleifauppgröftur Magnús-
ar leitar inn á við og staðnæmist
ekki fyrr en komið er niður á hið
ósjálfráða taugakerfi litla heilans.
Sem vonlegt er þá er enga heiilega
mynd að hafa úr þeim minjum
sem hann finnur, enda er allur
greinarmunur milli staðreynda og
ímyndunar, hugar og líkama harla
brigðull þegar horff er inn á við.
Sýningin í heild sinni er áleitin
og þótt verkin séu misjöfn eru
sum þeirra með því sterkasta sem
ég man eftir að hafa séð frá hendi
Magnúsar. Síðustu myndirnar eru
frá ’89, það þýðir vonandi ekki að
hann hafi horfið frá þessari mynd-
könnun sinni.
Gunnar J. Ámason
Kórrétt en
steinrunnið
ERIK FOSNES HANSEN: SÁLMUR
AÐ LEIÐARLOKUM
MÁLOGMENNING 1992
★
lörlagasaga þeirra hljóð-
‘færaleikara sem léku
lundir dansi um borð í
Titanic meðan skipið sökk ætti að
bjóða upp á margvíslega og glæsi-
lega túlkunarmöguleika. Það má
býsna lengi daðra við þá hug-
mynd hvað núlifandi bókmennta-
risar á borð við Milan Kundera og
John Fowles hefðu spunnið úr
slíku efni. En það voru ekki þeir
sem sóttu þangað sögu heldur
kornungur Norðmaður, Erik Fos-
nes Hansen, og eftir þessa bók
mun hann vera helsta ungstimið í
bókmenntaheimi Noregs.
Það er eins og Fosnes telji sig
vera að vinna verkefni sem lagt
verði fyrir strangan akademískan
prófdómara er fetta muni fingur
út í minnstu smáatriði. Fosnes
vinnur verk sitt samviskusamlega,
tekur enga áhættu heldur kýs að
segja sögu sína af mikilli ná-
kvæmni, togar efnið og teygir,
dekrar við umhverfislýsingar,
staldrar við minnstu smáatriði.
Frásögnin er því afar hæg og svo
Hann er lœrður og
hátíðlegur, mál-
frœðilega kórréttur
en steinrunninn.
Textinn hefur verið
pússaður svo vand-
lega að allt lífhefur
um leið nuddast af
honum.
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
langdregin að löngu fyrir miðja
bók geristþað sem síst skyldi: Les-
andinn óskar þess að Titanic taki
að sökkva.
Fosnes skrifar mjög vandað rit-
mái af sömu tegund og Ólafúr Jó-
hann Ólafsson hefúr getið sér orð
fyrir. Stíll beggja er ekki ósvipaður
því málfari sem miðaldra karl-
menn bregða fyrir sig í tækifæris-
ræðum. Hann er lærður og hátíð-
legur, málfræðilega kórréttur en
steinrunninn. Textinn hefúr verið
pússaður svo vandlega að allt líf
hefúr um leið nuddast af honum.
Persónusköpun mistekst af
sömu ástæðu. Persónur tala offast
nær eins og þær hafi nýsloppið úr
Sýningin í heild
sinni er áleitin og
þótt verkin séu mis-
jöfn eru sum þeirra
með því sterkasta
sem ég man eftir að
hafa séðfrá hendi
Magnúsar
GUNNAR J. ÁRNASON