Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 7 F Y R S T F R E M S T Minjar og saga - Vinafélag Þjóðminjasafnsins Eyddu offjár í óþekkt málverk án þess að eiga fyrir því M E N N Halldór Ásgrímsson varaformaður Framsóknarflokksins Tólfstjörnuframmari „Þar sem framtíð flokksins erfrekar á ábyrgð Halldórs en Steingríms kemur hann sér upp skoðunum sem hœfa henni. “ Til að afla fjár til kaupanna á myndinni hafa Minjar og saga gefið út jólakort með henni. Hins vegar hefur engan veginn tekist til sem skyldi, því litgreiningin hefur gersamlega misheppnast og útkoman samfelld svört klessa, þar sem rétt má greina andlitsdrætti og höf- uðfat biskupsfrúarinnar, eins og sjá má hér að ofan. Frummyndin er mun Ijósari og skýrari. Eins og allir vita getur fram- sóknarmaður ekki verið á skjön við flokk sinn. Framsóknarflokk- urinn er manngildisflokkur og það er mannkyninu eðlilegt að vera margskonar. Þess vegna hef- ur flokkurinn margar skoðanir og yfirleitt þær sem henta best hverju sinni. En þótt ffamsóknarmaður geti aldrei verið á skjön við flokkinn getur hann verið upp á kant við formann flokksins. Halldór Ás- grímsson, varaformaður Fram- sóknar, er þannig á öndverðum meiði við Steingrím Hermanns- son, formanninn, varðandi EES og Evrópumálin. Halldór vill EES en Steingrímur ekki. Aðrir fram- sóknarmenn verða því að velja um hvort þeir eru sammála for- manninum en upp á kant við varaformanninn eða fylgjandi varaformanninum og í andstöðu við formanninn. Það þarf ekki glöggan mann til að spá því að yngri menn muni velja Halldór og fórna velvild Steingríms. Þá er átt við unga menn bæði að árum og í anda, en sem kunnugt er þá eru margir ungir framsóknarmenn eldri í andanum en elstu menn í öðrum flokkum. Ástæða þess að ungir menn velja Halldór er að hluta til sú að hann er framtíðarleiðtogi flokksins og það er óviturlegt að binda trúss sitt við menn á útleið. Þeir eru óvirkir pólitískt. Hinn hluti ástæðunnar er að EES mun valda róti í íslensku samfélagi og ungt fólk hefur hag af róti. Gamalt fólk vill halda sínu. Þótt Halldór kunni að hafa færri fylgjendur í flokknum núna mun hann vinna á. Aðdáendum Steingríms og einangrunar ís- lands og sveitanna mun fækka. Það er lögmál lífsins. Og það er sjálfsagt ein af ástæðunum fyrir velvild Halldórs gagnvart EES. Ef Framsóknarflokkurinn á ekki að deyja út með kynslóð Steingríms verður hann að skipta um skoð- un. Eina lífsvon flokksins með skoðanir Steingríms á næstu öld er að hingað flykkist útlendingar sem taki vinnuna af Islendingum. En veðrið og verðið munu sjá til þess að það rætist ekki. Og þar sem framtíð flokksins er frekar á ábyrgð Halldórs en Steingríms kemur hann sér upp skoðunum sem hæfa henni. Þótt Steingrímur slái í gegn á Sri Lanka fer stjömum hans fækk- andi hér heima. Það eru nánast engar líkur á að hann leiði flokk- inn í næstu kosningum. Þess vegna hefur enginn hag af að binda trúss sitt við hann. Jábræðr- um Halldórs mun hins vegar fjölga. Hann er framtíðarstjarna Framsóknar. Sem tákn um það hefur hann tekið tólf stjörnu fána EB og gert að sínum. Hann er tólf stjömu fr ammari._______________ As Það vakti athygli í vor þegar í Kaupmannahöfn var boðið upp málverk frá ofanverðri 17. öld af biskupshjónunum Þórði Þor- lákssyni og Guðríði Gísladótt- ur í Skálholti, en höfundur mynd- arinnar er talinn síra Hjalti Þor- steinsson frá Vatnsfirði. Þjóð- minjasafn íslands sýndi myndinni nokkurn áhuga, enda myndin merkileg þótt hún sé engan veg- inn einstök. Safnið á mjög svipaða mynd af sömu hjónum, en sú þykir eilítið síðri frá listrænum sjónarhóli. Telja sumir að mynd- in, sem á uppboðið kom í vor, sé eftirmynd af myndinni í Þjóð- minjasafninu, en aldursgreining eða önnur rannsókn á myndinni hefur ekki verið gerð. Þjóðminjasafnið var nokkuð vongott um að fá myndina, því hún hefur tæpast mikið gildi'fyrir aðra en Islendinga. Var affáðið að bjóða allt að 500.000 íslenskar krónur í myndina. Á uppboðinu kom hins vegar í ljós að Þjóðminjasafnið var ekki á auðum sjó. Gallerí Borg bauð eitt gegn Þjóðminjasafninu og hreppti loks myndina á 49.000 DKR eða jafnvirði 454.475 íslenskra króna að þávirði. Að viðbættum um- boðslaunum borgaði Gallerí Borg því aðeins 22.646 krónum meira fyrir myndina en Þjóðminjasafnið vildi hæst fara. Hefðu Gallerí Borg og safnið ekki boðið hvort gegn öðru hefði myndin verið slegin fyrir mun lægra verð. Mánuði síðar eða 4. júní var myndin boðin upp í Gallerí Borg. Ljóst mátti vera að Þjóðminja- safnið mundi ekki falast eftir myndinni, enda hugsuðu menn þar á bæ Gallerí Borg þegjandi þörfina. Hins vegar sagði Ulfar Þormóðsson í viðtali við Morg- unblaðið strax eftir myndin var keypt í Kaupmannahöfn að „aðil- ar, sem bera sterkar og góðar taugar til Þjóðminjasafnsins“ hefðu haft samband við sig og sagst ætla að beita sér fyrir því að fjársterkir aðilar legðu saman í púkk og reyndu að kaupa hana til að gefa Þjóðminjasafninu. Ljóst má vera að þessir „aðilar" voru félagsskapurinn Minjar og saga, sem einatt kynnir sig sem Vinafélag Þjóðminjasafnsins. Þar innanbúðar er samankomin breiðfylking menningarelítu borg- arinnar. Formaður er Sverrir Kristinsson í Eignamiðlun, en aðrir í stjórn eru Ólafur Ragn- arsson hjá Vöku-Helgafelli, Guð- rún Þorbergsdóttir, bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi, Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur, Guðjón Friðriksson, sagnffæð- ingur Reykjavíkurborgar, Sverrir Scheving Thorsteinsson verk- fræðingur og Katrín Fjeldsted borgarfiilltrúi. Ut af fyrir sig er ekkert ein- kennilegt að Minjar og saga skyldu ásælast myndina, en óneit- anlega ber það vott um lítið við- skiptavit að sama dag og uppboð- ið fór ffam birtist viðtal við Sverri Kristinsson í Morgunblaðinu, þar sem hann tjáði sig í mörgum orð- um um að félagið hygðist bjóða í myndina til þess að gefa safiiinu. Á uppboðinu hinn 4. júní var myndin slegin Minjum og sögu á 950.000 krónur, en ekki er vitað hver bauð á móti félaginu. Kunn- ugir telja þetta alltof hátt verð fyrir ekki merkari mynd, sem þar að auki er afar lítið vitað um. „Vita- skuld væri gaman fyrir Þjóð- minjasafnið að eiga myndina, en það er enginn sérstakur fengur í því, fyrst það á fyrir mynd af hjón- unum, sem sennilega er frum- myndin," segir einn heimilda- manna PRESSUNNAR. Hið einkennilega er að í dag, hálfu ári síðar, hefur félagið ekki enn gefið Þjóðminjasafninu myndina. Ástæðan er sennilegast sú að félagið hefur ekki enn greitt fyrir hana, því það átti ekki fyrir myndinni. Það hefði þó átt að vera ljóst þegar eftir uppboðið, en það er ekki fyrr en 18. nóvember síðastliðinn sem stjórnin sendir félagsmönnum bréf ásamt gíró- seðli upp á 2.500 krónur og óskar effir fjárstuðningi. Ljóst er af bréf- inu að sagnffæði er þó ekki sterk- asta hlið stjórnarmanna, því þar segir að myndin hafi verið keypt hinn 6. júní og það á 1.045.000 krónur! Það er því kannski ekki nema von þótt upp á vanti. Á L I T Á að leyfa vínsölu í matvörubúðum? Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtakanna Óttar Guðmundsson I læknir Einar Thoroddsen læknir Jón Ásbergsson, fram- ~I kvæmdastjóri Hagkaups Steingrímur Ari Arason, að- I stoðarmaður fjármálaráðh. „Já, tvímælalaust. Mér finnst sjálfsagt að leyfa sölu bjórs og léttvíns í matvörubúðum, þótt mér finnist það frekar orka tví- mælis að selja þar sterkt vín. Það kemur vafalaust að þessu, enda jafnsjálfsagt að selja vín í mat- vörubúðum eins og hverja aðra neysluvöru. Mér sýnist þessi mál öll vera að þróast í ffjálsræðisátt og miðað við yfirlýsingar fjár- málaráðherra má vænta breyt- inga í áfengisútsölu, þó svo enn sé ekki vitað hvenær eða með hvaða hætti.“ „Nei. Frjálsari aðgangur að áfengi eykur heildarneysluna og aukin heildarneysla mun aftur valda meiri skaða af völdum áfengis." „Jájá. Svei mér ég held það bara. Ég er viss um að með frjálsri vínsölu mundi fást mun betra úr- val víns en nú er. Einu gallarnir sem ég sé er að hugsanlega yrði meira keypt fyrir unglinga og svo má náttúrulega ekki gleyma því að með auknu úrvali mun að sjálfsögðu slæðast inn vont vín, sem er auðvitað ekki nógu gott mál. En ég er ekkert hræddur við að áfengissýki aukist fyrir bragð- ið, svona þegar fólk er búið að átta sig á nýjunginni, rétt eins og var með bjórinn.“ „Ég tel það alveg rakið mál. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að bjór og léttvín séu seld sem hver annar neysluvarningur. Þessi tvískinn- ungsháttur íslendinga, sem verið hefur í sölu á áfengi, hlýtur að láta undan síga rétt eins og í ná- grannalöndum okkar. Á Bret- landi er það reyndar þannig að matvöruverslanir geta sótt um leyfi til að höndla með sterkt vín líka, en þá í afmörkuðum deild- um. Menn eru að ræða um leiðir til að einkavæða Ríkið... mér finnst einfaldast að verslað verði með vín eins og brækur.“ „Nei, ég tel það ekki raunhæff að sinni og að það megi taka mörg skref í frjálsræðisátt áður en menn ganga svo langt. Ég tel að áfengi eigi að vera í sérstökum vínbúðum, en það er síðan annað mál hver á vínbúðirnar. Það kem- ur vel til greina að þær séu í einkaeign. Ég fellst á þær rök- semdir bindindishreyfingarinnar að það eigi ekki að vera tenging milli áfengis og matvöru og þar til íslendingar hafa lært að umgang- ast áfengi betur finnst mér ótíma- bært að huga að vínsölu í mat- vörubúðum.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.