Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 E R L E N T Þegar til kastanna kemur í Evrópubandalaginu (EB) eru Danir ekki einir um að bila. Með ákvörðun sinni um að beita neitunarvaldi gegn samningum þeim um landnýtingu, sem náðst höfðu milli Bandaríkj- anna og EB, hafa frönsk stjórnvöld enn einu sinni undirstrikað þann mun, sem er á Evrópustefhu þeirra út á við og skilningi Frakka á henni heima í héraði. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu gert það ljóst að þeir myndu ekki skirrast við að beita viðskiptarefsingum náðist samkomulag, sem gaf mönnum nýjar vonir um að loks tækist að ljúka hinum áralöngu GATT- viðræðum. Slíkar lyktir yrðu til þess að efla alþjóðaverslun og leggja meira en lítið af mörkum til þess að auka hagvöxt á alþjóðavísu. Neitun- arvald Frakka er ekki ávísun á óbreytt ástand heldur eykur það enn á óvissu á tímum þegar menn hafa engan veginn fast undir fótum. í Frakklandi er í orðsins fyllstu merkingu ekki þverfótandi fyrir land- búnaðarvöru, sem þar flýtur um götur og torg. í borgunum hefur eldur verið lagður að útlendum fyrirtækjum. Danskir bændur hafa vafalaust ekki slíkar aðgerðir í huga þegar þeir hóta pólitískum aðgerðum utan þingsala, en það eitt að þeir skuli beita slíkum hótunum er þeim ti! skammar. Bæði í Frakklandi og hér heima er orðið enn ljósara en fyrr hversu miklu færri bústólparnir eru en búskussarnir. Niðurskurður á opinber- um styrkjum til landbúnaðarins er óumflýjanlegur og frjálsari sam- keppni mun neyða vanhæfustu bændurna til að bregða búi. Danskur landbúnaður hefur einatt bent á mikla hagkvæmni og framleiðni sína í samanburði við aðrar þjóðir. Þess vegna er út í hött að krefjast EB-ölm- usu nú. „Mamma, finnst bér þetta ekki einum of?“ iVíaðwr vikunnar Giuliano Amato Giuliano Amato, forsætisráðherra Itallu, er hugaður maður. Hann hefur ákveðið að skera upp herör gegn mafíunni, sem mörg- um finnst vera fyrir löngu kominn tími til. Það hugrekki er þó vart (frásögur færandi miðað við þá dirfsku, sem hann hefur nó sýnt, því hann hefur ákveðið að láta til skar- ar skriða gegn „stóru mafíunni": rikisbákn- inu og flokkakerfinu með einkavæðingu og stjórnkerfisbótum. Menn hafa löngum brosað að ítalska stjórnkerfinu, en frá stríðs- lokum hefur 51 ríkisstjórn verið þar við völd. Ástæðan er meðal annars sú að eftir stríð vildu menn beinlínis forðast of öflugt rikisvald, bæði af hræðslu við fasista og ekki síður kommúnista. I stað þess að gera rikis- stjórnina sterka kusu menn kerfi þar sem flokkarnir réðu því, sem þeir vildu ráða: partitocrazia. Úthlutunarkerfiðeða lott- izzazione varð alls ráðandi. Flokkunum var úthlutað yfirráðasviðum og allirfengu eitt- hvað. Þegjandi samkomulag var um að kommúnistar kæmust ekki í ríkisstjórn, en þeir voru hafðir með I spillingarkerfinu og undu glaðir við sitt. Allt þetta kostaði gífur- leg útgjöld og rikisbáknið á ítaliu er eins og gerist í besta kommúnistariki. Allt byggist á hollustu við þennan flokkinn eða hinn, sem gefur og tekur eins og Drottinn sjálfur. Gegn öllu þessu ræðst Amato nú. Hann ger- ir það ekki að gamni sinu þvi hann leggur pólitiska framtíð sina að veði. Gömlu flokksmaskínurnar eru vitaskuld mótfallnar þvi að völdin séu hrifsuð afþeim. Ástæðan sem Amato gefur fyrír þessum róttæku ráð- stöfunum er einföld: rikiskassinn er galtóm- ur. Amato hefur fyrirskipað að öllum ára- mótapartíum á opinberum skrifstofum skuli aflýst og til að leggja sitt af mörkum lét hann fækka um helming í límúsínuflota ríkisstjórnarinnar. Þetta er þó einungis byrj- unin, því það á að einkavæða alla skapaða hluti á sem skemmstum tima. Stærstu fyrir- tæki i rikiseign verða öll einkavædd og það á að selja alls konar ríkiseignir aðrar: höfuð- stöðvar Fasistaflokksins gamla, fangelsi um allar trissur, klaustur, vita, baðstrendur, herbúðir, hlutabréf og hvaðeina, sem mögulegt er að koma (verð og ekki telst beinlínis bráðnauðsynlegt fyrir rikið að halda i. Eins og við varað búast eru opin- berir starfsmenn á Ítalíu ekki beinlínis kampakátir vegna þessa, en það er þó ekk- ert í samanburði við bræði gömlu fiokkseig- endanna, sem sjá fram á að illa fengin völd þeirra og áhrif verði senn að engu. Meðal almennings njóta þessar ráðstafanir hins vegar mikils stuðnings, ekki síst á norðan- verðri ftalíu, þar sem mestrar óánægju gæt- ir með spillinguna suðurfrá og raddir að- skilnaðarsinna hafa verið hæstar. Að nafn- inu til er Amato að bjarga ríkiskassanum, en þegar upp verður staðið—takist honum ætlunarverk sitt—mun hann í raun hafa gerbreytt stjórnskipan á Italíu og jafnvel forðað ríkinu frá sundrungu. Röksemdafœrsla franskra bænda er söm við sig. |_' • ■ Hvað gera bændur nú? Samningamenn Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins voru ánægðir með dagsverk sitt hinn 20. nóvember, því eftir áralangt þjark hafði loksins tekist að ná samkomulagi um GATT — hið almenna samkomulag um við- skipti og tolla þjóða á milli. Þeir voru ekki einir um að brosa, því segja má að öll heimsbyggðin hafi varpað öndinni léttar, séð fram á að samkomulagið væri foks innan seilingar og betri tímar í vændum. Aldrei þessu vant — eða hitt þó heldur — kom hljóð úr horni Frakka. Pierre Bérégovoy sagði samkomulagið „óaðgengilegt'1 og „óþolandi fyrir landbúnaðarhag- kerfið“ franska. Frakkar hafa út af fyrir sig sennilega rétt fyrir sér þegar þeir segja samningamenn EB hafa gefið meira eftir en þeir höfðu beinlínis umboð til. Strangt til tekið, þegar litið er til einstakra liða samkomulagsins, er þetta rétt, en þegar á heildina er litið þarf enginn að efast um að samninga- mennirnir hafi fórnað agnarsmá- um hagsmunum fyrir gríðar- mikfa. En vegna þess að máiið er svona vaxið geta deiluaðilar báðir haldið því fram með nokkrum rétti að þeir hafi rétt fyrir sér. Vissulega óttast Frakkar að út- flutningur landbúnaðarafurða muni minnka ef samkomulagið kemur til framkvæmda. Bak við hótanir þeirra liggur þó fremur óttinn um að í húfi sé frönsk menning eins og hún leggur sig. Frakkar eru stærsta landbúnað- arþjóð EB og á heimsvísu eru þeir næstir á eftir Bandaríkjamönnum í framleiðslu. Þeir munu því tapa hlutfallslega mestu innan EB ef af samkomulaginu um niðurskurð á niðurgreiddum útflutningi verð- ur. Þrátt fyrir að langflestir Frakkar búi og vinni í borgum og bæjum eru þeir nátengdir sveitunum eða ímynda sér að minnsta kosti að svo sé. Það eru ekki meira en 60 ár síðan meirihluti Frakka bjó í dreif- býli, þó að nú búi aðeins um 7% Frakka þar. Frakkar bera í brjósti sér rósrauða minningu um lífið í sveitinni, sem afi og amma flúðu. f þjóðarvitundinni líta menn svo á — ekki ólíkt og ffamsóknarmenn gera hérlendis — að bændastéttin varðveiti hinn forna og glæsta þjóðarkarakter Frakka. Sósíalistastjórn Fram;ois Mitt- errand gerir sér reyndar engar vonir um að halda í stuðning bænda eftir samkomulag innan EB fyrr í ár um lækkun á landbún- aðarniðurgreiðslum. Núna óttast sósíalistar hins vegar að verði bændum fórnað á altari GATT muni síðasti stuðningur almenn- ings við stjórnina endanlega hverfa sem dögg fyrir sólu. Þegar litið er á alla vinnufæra Frakka eru bændur aðeins um 6%, sem er sextán sinnum minna en fyrir 40 árum. Á síðasta ári öfl- uðu þeir hins vegar 186 milljarða franka með útflutningi. Árið 1950 mettaði hver bóndi sjö munna, en núna meira en fjörutíu. Evrópa og Bandaríkin eiga við sama vanda að etja í landbúnaði, því framleiðni hefur vaxið með ólíkindum en ekki í nokkru sam- ræmi við fólksfjölgun eða eftir- spurn á markaði. Bæði Bandarík- in og Vestur-Evrópa geta ffamleitt matvæli, sem hrökkva auðveld- lega til þess að fæða tvöfaldan eða þrefaldan íbúafjölda landanna. Reiði franskra bænda er að mörgu leyti skiljanleg. Undanfarin íjörutíu ár hafa stjórnvöld hvatt þá með ráðum og dáð til að auka framleiðslu sína og framleiðni, sem frekast þeir geta, en nú er þeim skyndilega skipað að taka 15% lands síns úr rækt, en hinir svartsýnustu sjá fram á að sam- komulag EB og Bandaríkjanna kreíjist þess að 30% verði tekin úr rækt. Bændur sjá þegar fram á veru- lega tekjulækkun, burtséð frá því hvort þeir þurfa að hætta búskap eður ei. Þeir hafa haldið inn í borgir og bæi, dreift mykju á torg, hlaðið götuvígi og kveikt í, sturtað vagnhlössum af ávöxtum og grænmeti á götur, teppt umferð með landbúnaðartækjum og þeir hafa hótað því að láta til skarar skríða gegn landbúnaðarvöru- flumingum frá öðrum EB-ríkjum. Mótmælaaðgerðir franskra bænda hafa verið ofbeldiskenndar og súrrealískar á tíðum. Þannig hikuðu þeir ekki við að aka á bandarískum traktorum sínum til þess að loka af MacDonalds- hamborgarastöðum, sem selja einvörðungu franskar afurðir, eins og hamborgarakeðjan sá sig tilneydda að auglýsa rækilega í dagblöðum. Jean-Pierre Soisson landbún- aðarráðherra hefur ekki áfellst bændur á nokkurn hátt og í einu yfirlýsingu hans um málið kom fram fullkominn „skilningur“ hans á framferði þeirra. Það hefur heldur ekki bætt ástandið að bændur hafa með ólíkindum mikil áhrif á þingi vegna sérkennilegrar kjördæma- skiptingar, sem hyglir dreifbýlinu mjög. Hvað sem því líður dregur eng- inn í efa að frönskum bændum á eftir að fækka verulega. Michel Jacquot, sem er háttsettur emb- ættismaður EB á sviði landbúnað- armála, telur að Frakkland kæm- ist hæglega af með 300.000 bænd- ur. Aðrir hika ekki við að nefna mun lægri tölu. Skoðun Jacquots skiptir samt mestu máli, því hann er yfirmaður stofnunar þeirrar, sem útdeilir landbúnaðarniður- greiðslum EB, en þær gleypa helming heildarfjárlaga Evrópu- bandalagsins. Þessi sama stofnun hefur einmitt verið það apparat, sem á undanförnum áratugum hefur dyggilegast hvatt franska bændur til að rækta hvern fer- þumlung lands. Jacquot sér fyrir sér að innan tíðar muni fámennur hópur harð- duglegra bænda sjá Frökkum fyrir mat. Aðrir þurfi að snúa sér að öðrum greinum. I nýlegri bók eftir Henri Mendras, sem heitir La fin des paysans (Síðasti bóndinn), bendir höfundur á að þrátt fyrir að al- menningur sjái bændur í hilling- um sem helstu verndara umhverf- isins séu það einmitt þeir sem hafi rifið upp runna og tré, tortímt ævafornum steingörðum, drekkt vistkerfmu í áburði, ræst fram mýrar með ægilegum afleiðingum fyrir lífríkið og rutt skóga án um- hugsunar. Allt þetta hafi þeir vita- skuld gert með ríkulegum niður- greiðslum og styrkjum. Margir vistfræðingar líta á fyr- irhugaðar breytingar í landbúnaði sem tækifæri til að snúa við blað- inu í umgengni við landið og benda meðal annars á skógrækt sem fýsilegan kost fyrir bændur, sem snúa þurfi frá matjurtarækt. Þá er einnig litið til ferðamanna- þjónustu og sumarbústaðasölu sem framtíðargreina. En slíkar breytingar kalla á breyttan hugsunarhátt í Frakk- landi. í stað þess að menn umg- angist bændastéttina af einhverri lotningu, eins og um landvættir sé að ræða, þarf að játast undir þá staðreynd að hér ræðir einungis um enn eina starfsstéttina, sem lýtur engum sérstökum lögmálum frekar en pípulagningamenn, lög- fræðingar, pylsugerðarmenn eða verkamenn.____________________ Andrés Magnússon BERLINGSKE TIDENDE Evrópufjandskapur Frakk

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.