Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 Finnbogi Ásgeirsson og Guðjón Kristbergsson hjá Innheimtuskilum hf. FYRIRTÆ Að undanförnu hefur fyrirtæk- ið Innheimtuskil hf. auglýst í smá- auglýsingum DV að það taki að sér almennar innheimtur og gerð frjálsra nauðasamninga. Það sem vekur hins vegar at- hygli við þetta er að hið auglýsta innheimtufyrirtæki finnst hvergi í skrám Hlutafélagaskrár. Eftir að eftirgrennslan blaðsins hófst höfðu forráðamenn Hlutafélaga- skrár samband við forráðamenn Innheimtuskila og kröfðust þess að fyrirtækið auglýsti sig ekki sem hlutatelag fyrr en slík skráning hefði átt sér stað. í samtali við PRESSUNA sagði Fiimbogi Ásgeirsson, annar aug- lýstra aðstandenda fyrirtækisins, að um mistök væri að ræða. í raun væri innheimtan rekin í nafni fyr- irtækisins Acta hf., sem er reyndar skráð með óskyldan rekstur. Fyr- irtæki með því nafni hefur rekið heildverslun í Sundaborg. Sagði Finnbogi að ætlunin væri að nafnbreyta því fyrirtæki í Inn- heimtuskil hf. Með honum í því væru þeir Guðjón Kristbergsson, Jón Kristinsson og Gissur V. Kristjánsson héraðsdómslögmað- ur, en hann hefur skrifstofuað- stöðu á Langholtsveginum. Sagði Finnbogi að ætlunin væri að kippa þessum nafnbreytingum í liðinn fyrir ltelgi. Þess má geta að með því að nafnbreyta svona fyrirtæki spara aðstandendur þess sér 100.000 krónur sem löggilding nýs félags kostar. KÆRÐUR FYRIR FJÁR- DRÁTT Á SÍÐASTAINN- HEIMTUSTAÐ Það sem vekur athygli við inn- heimtu- og ráðgjafarstarfsemi þeirra Finnboga og Guðjóns er að báðir eiga þeir nokkuð skrautleg- an feril að baki. Hefur PRESSAN heimildir fyrir því að Guðjón haft verið rekinn frá síðasta fyrirtæk- inu sem hann innheimti fyrir vegna þess að forráðamenn þess töldu hann hafa stundað fjárdrátt. Lyktir málsins urðu þær að Guð- jón var kærður til Rannsóknarlög- reglu ríkisins fyrir fjárdrátt á bil- inu ein og hálf til tvær milljónir króna. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Finnbogi hefur komið nálægt ýmsum rekstri og fyrir skömmu aðstoðaði hann Ásgeir Ásgeirsson við viðskipti vegna hótels Leifs Ei- ríkssonar hf. Áður hefur hann haft með höndum rekstur Sportlands hf. og Húseignarinnar Glæsibæjar hf., en í Glæsibæ rak hann versl- un. Einnig rak hann Bílakjallar- ann, en Finnbogi var úrskurðaður gjaldþrota 20. desember 1990 og lauk skiptum í þrotabúi hans 15. maí 1991 án þess að nokkrar eign- ir fyndust í búinu. Finnbogi sagði í samtali við blaðið að þeir teldu sig þess vel umkomna að stunda slíka starf- semi og benti á nýlegan árangur fyrirtækisins við frjálsa nauða- samninga vegna Önfirðings. Sá árangur virðist hins vegar hafa verið skráður á nafn fyrirtækis sem ekki var til. SigurðurMár Jónsson MB) 8KRAUTLEGAN FERIL í ÚSKRÁBUI Hið óskráða hlutafélag Inn- heimtuskil hf. er til húsa á Lang- holtsvegi 115, þar sem Gissur V. Kristjánsson lögfræðingur hefur skrifstofu. Hann er einn eigenda fyrirtækisins. Tímaritið The Economist íslensku skattarn- ir lægstir meðal iðnríkja íslendingar með meðallaun greiða minnstan tekjuskatt allra Evrópuþjóða, ef marka má útreikninga sem birtast í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist og byggðir eru á skýrslu frá OECD. Þar er miðað við meðallaun hjóna með tvö börn og reiknað hversu hátt hlutfall brúttó- launa fer í tekjuskatt og útsvar. Fram kemur að á Islandi og í Lúxemborg eru þessar greiðsl- ur lægstar eða innan við eitt prósent. Þegar bætt er við ýmiss kon- ar skattafslætti og endur- greiðslum á borð við barna- bætur koma íslenskir skatt- geiðendur enn betur út. Nettó- tekjur einstaklings á fslandi eru 117 prósent af brúttólaunum (tekjur eru í reynd hærri en út- greidd laun) „vegna örlátra endurgreiðslna“, eins og tíma- ritið orðar það. Danir á sama tekjustigi greiða 32 prósent heildartekna í tekjuskatt og út- svar. Rétt er að taka fram að þess er ekki getið í úttektinni hvað teljast „meðallaun" á fs- landi. Af kynhegðun íslendinga og þekkingu á ainæmi: Hæst hlutfall tvíkynhneigðra milli fertugs og fimmtugs þeir vissu til að ein- hvern tíma hefði „Það að þekkja HlV-smitaðan ein- stakling breytti engu um hegðunar- mynstur viðkom- andi og voru þeir jafnvel óvarkárari en aðrir. Þeir voru einnig líklegri til að vera undir áhrifum áfengis og ann- arra vímugjafa við skyndikynni og framhjáhald." Af íslendingum fer það orð að kynhegðun þeirra sé öllu frjáls- legri en gerist meðal annarra sið- menntaðra þjóða. Þeir eru sagðir lauslátir, kærulausir og óvarkárir. Vísindalegar prófanir hafa fram til þessa ekki legið til grundvallar slíkum fullyrðingum, en könnun sem gerð var á þessu ári um kyn- hegðun íslendinga og þekkingu þeirra á smitleiðum alnæmis varpar ef til vill nýju ljósi á kyn- hneigð og hegðunarmynstur landsmanna. Könnuninni var fyrst og fremst ædað að afla auk- inna upplýsinga um alnæmi, en úr henni má einnig lesa upplýs- ingar um fyrsta keleríið, áfengis- og vímuefnaneyslu við kynmök, skyndikynni, framhjáhald, getn- aðarvarnir og kynsjúkdóma, svo „Það kemur ekki á óvart að þeirsem smitast hafa af kyn- sjúkdómi stunda hættumeira kynlíf en aðrir. Það vekurhins vegar furðu að þeir hinir sömu telja ekki að þörf á breyttri kynhegðun." eitthvað sé nefnt. Að sögn Jónu Ingibjargar Jóns- dóttur hjúkrunar- og kynfræð- ings, sem ásamt Sölvínu Konráðs- dóttur sálfræðingi stóð að úr- vinnslu könnunarinnar, kom þar ekkert sláandi á óvart. Fyrstu nið- urstöður sýndu að svarendur höfðu töluverða þekkingu á smit- leiðum alnæmis, en fræðsla virtist þó í engu hafa breytt kynhegðun þeirra, sem skiptir þó öllu máli í útbreiðslu sjúkdómsins. Fólk virt- ist tileinka sér ákveðna þekkingu en setti hana ekki í samhengi og breytti því ekki effir henni. I reynd kemur það fæstum á óvart, því reynsla af annarri forvarnar- fræðslu sýnir að oftar en ekki kemur hún að litlum notum. Kynsjúkdómasmit líklegast meðal fráskilinna Könnunin náði til 1.500 manna og kvenna, á aldrinum 16-59 ára, af landinu öllu, og var valið af handahófi úr þjóðskrá. Niður- stöður sýndu að hlutfall gagnkyn- hneigðra, samkynhneigðra og tví- kynhneigðra er svipað hér og ann- ars staðar. Af þeim 65 prósentum sem svöruðu sýndi 92,1 prósent (889) gagnkynhneigð, 0,7 prósent (7) samkynhneigð og 3,1 prósent (30) tvíkynhneigð. 4 prósent (39) höfðu aldrei haft kynmök. í ljós kom að hæsta hlutfall tvíkyn- hneigðra var í aldurshópnum 40-44 ára og flestir sem sýndu samkynhneigð eða tvíkynhneigð voru í hópi fráskilinna. Fráskildir voru einna líklegastir til að smitast af kynsjúkdómi, en konur virtust varfærnari og smit- ast síður. Aldursflokkurinn 25-29 ára skar sig úr hvað kynsjúkdóma snerti en aðeins 53,8 prósent höfðu aldrei fengið kynsjúkdóm. Það þýðir að óvenjuhátt hlutfall hefur smitast. Líklegt er að aukin vitneskja um kynsjúkdóma og möguleikar á nákvæmari grein- ingu hafi leitt til þess að fleiri í þessum aldurshópi reyndust smitaðir, ekki það að fólk sé laus- látara en það var áður. Merkilegt þykir að menntun einstaklings virtist áhrifavaldur og gagnstætt því sem margir mundu álíta juk- ust líkurnar á smiti eftir því sem menntun var meiri. Það kemur hins vegar ekki á óvart að þeir sem smitast hafa af kynsjúkdómi stunda hættumeira kynlíf en aðrir. Það sem vakti furðu var að þeir hinir sömu töldu ekki að þörf á breyttri kynhegðun. Tvíkynhneigðir samrekkja flestum Þeir sem sýna gagnkynhneigð taka yngstir þátt í fyrsta keleríinu og þeir sem eru samkyn- hneigðir bíða með það lengst af öll- um. Stystur tími líður á milli fyrsta kelerís og fyrstu kyn- maka hjá þeim sem tvíkyn- hneigðir eru, 0,7 ár, á móti 2,4 árum gagnkyn- hneigðra. Spurt var um fjölda rekkju- nauta á árunum 1986 og 1991 og var gert ráð fyrir að fólk ræki minni til hversu margir þeir hefðu verið á fyrra tímabilinu. 1 ljós kom að sá fjöldi kvenna sem einstak- lingur (maður eða kona) hafði sofið hjá hafði minnkað milli fyrr- nefndra ára og tvíkynhneigðir höfðu samrekkt um það bil helm- ingi fleirum en gagnkynhneigðir. Samkynhneigðir eiga kynmök við fæsta og það að fækka rekkju- nautum virðist vera ásetningur hjá þeim. 7,3 prósent svarenda (75) höfðu haff kynmök við aðila sem stundað vændi en langflestir höfðu kynnst því erlendis og voru í 90,5 prósentum tilfella gagnkyn- hneigðir. Talan segir þó ekki alla söguna og er sennilegt að hún sé hærri, því spurningin var orðuð á þann veg að svarandi ætti að vita til þess að viðkomandi hefði stundað vændi. Athygli vekur að 30,3 prósent þeirra sem höfðu smitast tvisvar eða oftar af kyn- sjúkdómi höfðu sofið hjá aðila sem þeir vissu til að hefði stundað vændi. 1,7 prósent svarenda sögðust hafa haft kynmök við einstakling sem þeir vissu til að hefði spraut- að ftlmiefnum í æð. Það er líklegt að um þetta gildi það sama og vændið; hlutfallið er í reynd mun hærra, því fólk veit ekki alltaf hvaða líferni bólfélaginn hefur stundað. Samkynhneigðir vel upplýstir Þekking svarenda á smitleiðum alnæmis var almennt góð. 119 svarenda sögðust hafa farið í blóð- prufu einu sinni eða oftar en þeir sýndu þó ekki meiri þekkingu á smitleiðum en heildarsvarhópur- inn, og þeir einstaklingar innan þessa hóps sem höfðu haft kyn- mök við karla sýndu rneira fjöl- lyndi en aðrir. Það að þekkja HIV- smitaðan einstakling breytti þó engu um hegðunarmynstur við- komandi og voru þeir jafnvel óvarkárari en aðrir. Þeir stunduðu hættumeira kynlíf og voru líklegri til að vera undir áhrifum áfengis og annarra vímugjafa við skyndi- kynni og framhjáhald. Ógæfa ann- arra virðist því ekki víti til varnað- ar. Eini mælanlegi munurinn á breyttri kynhegðun var meðal samkynhneigðra, sem voru jafn- framt líklegastir til að stunda hættuminna kynlíf, samrekkja fæstum og voru eini hópurinn sem fræðsla virtist hafa skilað sér til. „1,7 prósent svarenda sögðust hafa haft kynmök við einstakling sem þeir vissu til að hefði sprautað fíkniefnum í æð. Það er líklegt að um þetta gildi það sama og vændið; hlutfallið er í reynd mun hærra því fólk veit ekki alltaf hvaða líferni bólfélaginn hefur stundað."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.