Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU Popp FIMMTUDAGUR leika. • Bleeding Volcano ætlar víst að vera í léttu jólaskapi á Hressó í kvöld með villta og tryllta tón- • KK-band er enn að halda upp á útgáfu geisladisks síns eftir mikla gleðistund sem var í Borgarleikhús- inu á mánudagskvöld. Næstsíðustu tónleikar KK og félaga á þessu ári verða á Púlsinum. Þeir leika sér sem fyrr með söng, gítar og munnhörpu. • Richard Scobie & X-rated eru síður en svo dauðir úr öllum æðum og halda ótrauðir áfram að skemmta fólkinu á suðvesturhorninu. Á Gauknum í kvöld. • Hannes Jón er trúbador og tekur lagið á Blúsbarnum. • Haraldur Reynisson trúbador var að koma frá kóngsins Kaupinhafn þar sem hann spiíaði á nokkrum knæpum, Dönum til mikillar skemmtunar. Hann er nú aftur kom- inn á Fógetann. FÖSTUDAGUR • Sniglabandið heldur uppi fjöri og geðrænni sveiflu á Tveimur vin- um og eins og svo oft áður kynna snig^ar nýtt lag úr smiðju sinni í kvöld. • Bogomil Font gæti eins verið einn afkomenda Franks Sinatra. Mambó- og dægurlagatröllið Bog- omil Font og milljónamæringarnir hans knýja dansskó viðstaddra til frygðar með sinni sjóðheitu suðrænu sveiflu og glaðbeitta og eggjandi söng. Yfirskrift tónleikanna vísar til þess að nú er Bogomil snúinn aftur frá USA þar sem hann starfaði sem umboðsmaður Sigtryggs Baldurs- sonar, trommuleikara Sykurmolanna, en þeir ku búa við þau hörðu kjör að neyðast til að deila kroppi. • Kolrassa krókríðandi leikur á undan Bogomil Font bæði föstu- dags- og laugardagskvöld á Hressö, en þær stöllur munu nú vera að gefa út sinn fyrsta hljómdisk sem ber nafnið Drápa í samráði við Smekk- leysu sm. hf. Áreiðanlegar heimildir herma að þær séu allar laundætur Bogomils, þó ekki sammæðra. • Dansveisla verður á gleðistaðn- um Berlín í kvöld. Veislustjórar verða þeir Steinn „Red Hot' og Kiddi „Big Foot*. • KK-band heldur í kvöld síðustu tónleika sína á þessu ári á Púlsinum. Það er ekki uppselt. • Svartur pipar er aftur kominn í byggð eftir að hafa flækst um óbyggðir Hafnarfjarðar. Þeir mæta ferskir til leiks á Gaukinn með Mar- gréti og Gylfa Má í broddi fylkingar. • James blús-band er samansett af hinum þeldökka færeyska blúsara James Olsen og félögum hans. Þeir hefja upp tregablandna raust sína á Blúsbarnum. • Haraldur Reynisson trúbador kemur beint af hafmeyjunni á Fóget- ann. • Viðar & Þórir eru Úlfars- og Jóns- synir. Þeir eru víst hættir að spila kántrí og komnir yfir í rokkið. Það ku þess vegna vera glaumur og gleði á Borgarvirkinu. • Rúnar Júl & Shady Owens eru enn að skemmta á Hótel íslandi. CEl'Hilii'gM'ld • Todmobile er komin frá Selfossi og aetlar I kvöld að leika heldri- mannapopp á Tveimur vinum. Pau Þorvaldur Bjarni, Eyþór og Andrea eru stór böm sem hafa gaman af að leika sér og hver veit nema þau bregði sér einnig í þann búning í kvöld og syngi lög á borð við Þrjú hjól undir bílnum.... • Bogomil Font & Milljónamær- ingarnir ætla að vera með endur- tekið efni á Hressingarskálanum í kvöld. Þeir sem til hans og félaga hans frekkja vita að allt efni sem fer í gegnum hugarheim Bogomils getur tekið ótrúlegum breytingum. En á undan þeim spila laundætur Bog- omils... • Kolrassa krókríðandi og margt annað í anda Smekkleysu svo fólk ætti að fá nóg fyrir aurana sína, því... • Rut + verður þar einnig, en það er surfhljómsveit sem Ari Eldon, bróðir Þórs úr Sykurmolunum, er í. Má bú- ast við fallhlifarstökki og höfrunga- slagsmálum og jafnvel munu þang- að mæta í eigin persónu meðlimir Sykurmolanna. • Taumlaus gleði verður áfram á Berlín og enn eru þeir að, hinn rauði heiti Steinn og hinn stórfætti Kiddi. • Kátir piltar kunna vel við sig á Púlsinum og ætla aftur að skemmta þar um þessa helgi og þeir Steinn Ármann og Davíð Þór, Radíusmenn, hafa í frammi grln og gamanmál. • Svartur pipar verður annað kvöldið i röð með skemmtun á Gauknum í anda byggðastefnunnar. • James blús-band verður aftur á Blúsbarnum í kvöld. • Haraldur Reynisson fer nú að taka pásu frá Fógetanum, en ekki stendur til að bregða sér aftur til Kaupmannahafnar. • Sálin hans Jóns míns lætur þung högg dynja á Hótel (slandi í kvöld. Nýja platan þeirra, .Þessi þungu högg", hefur fengið góða dóma gagnrýnenda. SUNNUDAGUR • Védís Leifsdóttir verður heiðruð og styrkt af félögum sínum með Ijóðalestri, dansi og tónlist á Tveimur vinum. Hún hefur sjúkdóminn al- næmi á lokastigi og til að hún geti haldið sómasamleg jól ætla þau Bubbi Morthens, Megas, Elísabet Þorgeirsdóttir, Kristján Frímann, Björgvin Gíslason, Andrea Gylfadóttir, David Greenall og Infernó 5 að safna fýrir hana fé. • Jazzkvartett Paul Weeden leik- ur í Djúpinu í kvöld. • Kandís er melódísk sól-rokksveit sem gerði mikla lukku á útgáfutón- leikum á Púlsinum fyrir skömmu. Sveitina skipa þau George Grossman, Karl Karlsson, Pétur Kolbeinsson, ör- lygur Guðmundsson, Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmunds- dóttir. • 1000 andlit leika víst tónlist á Gauknum. Hljómsveitina skipa þau Sigrún Eva Ármannsdóttir, Tommi Rokkabilly, Jói Hlöll og Færeyingur- inn Arnold, auk tveggja bakradda- söngkvenna. • Tríó Björns Thoroddsen geymir hæfileikaríka tónlistarmenn. Því er vel þess virði að líta inn á Blúsbarinn. • Guðmundur Rúnar trúbador tekur við af Haraldi, en Guðmundur flýgur yfir holt og hæðir á mótorhjól- inu sínu — alla leið frá Hafnarfirði — til að taka lagið á Fógetanum. • Viðar & Þórir spila enn rokk á Borgarvirkinu en öngva sveitatónlist. Sveitaböll an, Keflavík fær Scobie og X-rated • Sjallinn, Akureyri fær Himna- sendingú í kvöld, því þá ætlar hljóm- sveitin Nýdönsk að leika fyrir norðan- menn. LAUGARDAGUR • Hótel Selfoss heldur karlakvöld fyrripart kvölds og þar mun hljóm- sveitin Karma frá Selfossi spila fyrir dansi. • Sjallinn, Akureyri verður enn og aftur með Nýdanska. Barir • Jæja, þá eru jólin glögg- lega komin. Drykkjumaður PRESSUN NAR hefur ekki undan að þiggja jólaglöggs- boð, hvort heldur er (einkahúsum, fyr- irtækjum, félagssamtökum eða hjá hinu opinbera. Það mætti bara halda að kreppan hefði gufað upp I návígi við glöggkatlana. Nema menn l(ti bara svo á að ekkert sé unnt að gera við krepp- unni hvort eð er og eins hægt að slá þessu öllu upp f kæruleysi og detta i það. Annars verður drykkjumaður PRESSUNNARaðjáta að hann hefur aldrei skilið þessa glöggvitleysu. Eins og það hafi ekki nóg yfir þjóðina dunið þegar SigmarB. Hauksson og aðrir meðlimir sænsku mafíunnar fóru að troða rauðbrennsanum upp á þjóðina í nafni einhverrar andskotans rauðvins- menningar. Nei, þeir urðu að færa sig upp á skaftið og stinga því að mörland- anum að ekki væri hægt að halda jól án þess að hita upp ódýran vínrudda, spæka hann eilftið og fylla með alls kyns skrani eins og hnetum, rúsfnum og þessum sérkennilega gildu salt- stöngum. Ég hef ekkert á mótl pipar- kökunum, en má óg frekar biðja um fs- lenskt brennivín I kaffi ef það er bráð- nauðsynlegt að hita brjóstblrtuna. Hitt er annað mál að drykkjumaður PRESS- UNNAR hefur fullan skllning á nauðsyn þess að vinir, vinnufélagar eða við- skiptamenn hittist og helli sig fulla í sameiningu. Þannig gefst nefnilega sórstakt tækifæri til þess að hrista upp ( nánasta umhverfi manns með eftir- minnilegum hætti og taka smaforskot á jólamórann, sem daginn eftir góða glöggveislu fetar dyggilega i fótspor óminnishegrans og eltir mann á rönd- um, jafnvei svo vikum skiptir. f glögg- veislum gefst prýðistækifæri til þess að svívirða forstjórann, halda framhjá með maka besta vinar manns eða gera sig almennt að fífli á annan hátt. Nú kunna sumir að segja að þetta sé ekki til þessfallið að gera manni lífið lótt- ara. Margt kann að vera til í þvl, en það gerir það að minnsta kosti meira spennandi og hver vill ekki hrista örllt- ið upp í lífi sínu I miðju skammdeginu? Ein ráðlegging að lokum: Landinn er nískari en hann vill vera láta og þess vegna er ávallt skynsamlegt að taka með sér eins og einn vodkafleyg i glöggveislur og bæta á bollann sinn svo lítið beri á. Það gerir kvöldið ævintýra- legra fyrir þig og ef allir leggjast á eitt er hægt að gera llfið mun auðveldara fyrir Frikka Soph. POPPARARNIR LEIKA TVÍBURA Efaðer gáð er hægt að sjá svip með þeim Magnúsi Jónssyni og Felix Bergssyni sem leika tvibura í söngleik WillyRussel, Blóðbræðum, sem Borgarleikhúsið hefur þegar hafið æfing- ar á og sýndur verður á stóra sviðinu í byrjun þorra. Leikritið, sem Þórarinn Eldjárn þýddi í laust og bundið mál, fjallar um tvíburabræður sem aðskildireru við fæðingu en hittastsvo aftur að fjölmörgum árum liðnum. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu. Báðir koma þeir Felix og Magnús til með að hefja raust sína í leikritinu en val þeirra ihlutverkin má sjálf- sagtþakka tónlistarlegum bakgrunni þeirra. Felix söng í nokkur ár með hljómsveitinni Greifunum og lék einnig Frank N. Furter með miklum glæsibrag í uppfærslu Verzlunarskólans á Rocky Horror Picture Showog Magnús sprellar enn og syng- ur með félögum sínum í Silfurtónum. Senn líður að frumsýningu kvikmyndar Guðnýjar Hall- dórsdóttur, „Karlakórsins Heklu“, og hefur fyrsti sýningar- dagur verið ákveðinn 19. desem- ber. Að sögn Halldórs Þorgeirs- sonar, framleiðanda myndarinn- ar, er hér á ferðinni skemmti- mynd með gamansömu ívafi, mynd fyrir alla fjölskylduna. Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um Karlakórinn Heklu. Hann er „ættaður“ austan frá Hveragerði og leggur í söngferða- lag, fyrst til TomeliUa í Svíþjóð en síðar til Blankenburg í Þýskalandi. Hópurinn verður fyrir ýmsum óvæntum uppákomum og amor leggur snörur sínar svo úr verða bráðskemmtilegar ástarfléttur. Áhorfendur mega eiga von á því að á tjaldinu bregði fyrir þekktum andlitum, innlendum sem erlendum. Af þeim fýrr- nefndu má nefna Egil Ólafs, Röggu Gísla, Garðar Cortes, Ladda, öm Áma... aðal leikara- og sönggengið á landinu. Af þeim erlendu má nefna hina sænsku Lenu Nyman, fræg meðal annars fyrir að leika í klámmyndum, og KJar Vikholm, sem hefur meðal annars leikið hjá Ingmar Berg- man. Ekki má gleyma að minnast þýsku leikaranna sem margir ættu að kannast við úr Derrick-þáttun- um. „Karlakórinn" er dýr mynd en gamanmyndir hafa fram til þessa oft verið því marki brennd- ar að vera heldur billegar. Þessi ætti að sleppa við stimpUinn þann og segjast aðstandendur myndar- innar þegar hafa sýnt myndina tveimur hópum og hafi hún vakið mikla lukku. „Án alls monts,“ seg- ir Halldór, „þá er gott að fá aðra til að skoða eigið verk, því það er hægt að vera ansi blindur." Myndin er á síðustu vinnslu- stigum, býsna margt er búið en býsna margt þó eftir og marga hnúta á eftir að hnýta, því frum- sýningu var flýtt um tvo mánuði. Veitingarekstur til stuðnings menningunni Það er alþjóðlegt andrúmsloftið á nýja kafifihúsinu, Sólon íslandus, sem var opnað á horni Banka- strætis og Ingólfsstrætis fyrir fá- einum dögum. Veitingastjóri þar er Halldór Auðarson: „Hingað kemur fólk á öllum aldri, frá sjö ára til sjötugs. Sjálfur hef ég farið á kaffihús víða um heim og þótt um kvöld væri hafa börn ávallt verið velkomin. Samskonar frjálslega stemmningu höfum við hugsað okkur að skapa á Sólon íslandus. Fyrst og fremst er þetta þó veit- ingarekstur til stuðnings menn- ingunni." Húsið var byggt á þriðja áratug aldarinnar og er af mörgum talið ein fegursta verslunarbygging sem risið hefur við Laugaveg/Banka- stræti. Það er ekki síðra undir kaffihúsarekstur, en þess má geta að húsið er á tveimur hæðum og alls 200 fermetrar. En hvað bjóðið þið svo upp á? „Það er kaffi og líkjörar, fransk- ar pönnukökur, súpa í hádeginu og kökur dagsins, sem bakaðar eru á hverjum morgni. Þær eru á boðstólum á meðan þær endast. Þetta er allt til stuðnings þess að við getum haldið uppi menning- arstarfsemi á kaffihúsinu." Þarna hafa þegar komið fram nokkrir listamenn, þar á meðal Sigrún Hjálmtýsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Sigurður Halldórs- son sellóleikari og Elísabet Waage, að auki eru myndlist- arsýningar á Sólon fslandus, upplestur úr bókum og fleira. Þess má og geta að söngvarar úr íslensku óperunni koma gjarnan við á Sólon fsland- us eftir sýningar og taka lagið. Fólki hlýnar um hjartarætur inni á Sólon islandus, enda er blærinn þar suðrænni en (s- lendingar hafa átt að venjast hingað til; andrúmsloftið er mjög frjálslegt. ‘Einar ‘Torocídsen mcedr með jóíavíni Háls-, nef- og eymalæknirinn Einar Thoroddsen er löngu lands- kunnur fyrir vel þjálfaða bragð- kirtla, en aðaláhugamál hans er vínsmökkun. Hann mælir hér með nokkrum rauð- og hvítvíns- tegundum sem mundu sóma sér vel á mishlöðnum jólaborðum landsmanna. Rauðvin í ódýrari kantinum en ágætt: Torres Gran Coronas, Con- ungahilf ffá Penfolds í Ástralíu og Riserva Ducale ffá Ruffino. Miðlungsdýrt en gott er. St. Georges ff á Ástralíu. Dýrt en gott: Bordauxvínin Ch. Batailley og Meyney. Mjög dýrt og mjög gott: Cabeme Cabernet Sauvignon ffá Robert Mondavi. HVÍTVÍN Ódýrt en gott: Chardonnay Sémillion ffá Pen- folds, Sancerre og Chablis. Miðlungsdýrt: Poully Fuissé og Chardonnay Cnacaison Fokdýrt og feikigott: Puligny Montraschet Æskumyndin Erþetta virkilega sami maðurinn? kynni einhver að spyrja þegar hann horfir á þessar tvær myndir aflngjaldi Hanni- baissyni, sem nú starfarsem framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs íslands. Þó eru ekki nema tíu ár síðan fyrri myndin var tekin. Þá var í tísku að vera með massífan hártubba og kókbotnagieraugu og í níðþröngum köflótt- um gerviefnaskyrtum. Þettaár, 1982, varlngjaldurráð- inn forstjóri Iðntæknistofnunar Islands, en meirihluti hafði mælt með því að Sveinn Björnsson yrði áfram for- stjóri. Iðnaðarráðherra, sem þá var Hjörleifur Guttorms- son, tók hins vegar fram fyrir hendurnar á stjórn Iðn- tæknistofnunarog réð Ingjald.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.