Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 24
-4 24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R Handbolti Hörkutól sem gefast aldrei upp Handknattleikur er með harð- ari íþróttagreinum. Mikið er um meiðsl og ekki nóg með að menn slíti sjálfum sér í leiknum, heldur eru sinar þeirra í talsverðri hættu eins og dæmin sanna. Raunar er það svo að í fáum eða engum íþróttagreinum er hærra hlutfall meiðsla en í handbolta. En sumir handknattleiksmenn eru heppn- ari eða betur af guði gerðir en aðr- ir og geta því spilað ár eftir ár án þess að meiðast. Gott dæmi um það er Bjarni Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður. / Hann er enn í boltanum og er það þýskt þriðju- deildarlið sem nýtur krafta hans. Ferill hann er orðinn , lengri en elstu menn j muna, en Bjarni er fast að fertugu. Þegar PRESSAP spurðist fýrir um það meðal þjálfara, sjúkra- þjálfa og annarra sem! standa handboltamönn- unum nærri hvert væri mesta hörkutólið Alfreð Gísla- son: Ómögu- legt að nudda hann. greininni voru fjölmörg nöfn nefnd. Um einn voru menn þó al- mennt sammála: Alfreð Gíslason. Hann er greinilega einn þeirra leikmanna sem gefast aldrei upp og spilar þótt meiddur sé ef því verður mögulega Gervihnattasport 14 30 NBA-körfuboltinn Scre- ensport. Endursýndur leik- ur Portland Trail Blazers og San Antonio Spurs 20.30 Hollenski boltinn. Scre- ensport. Sýndur verður toppleikur úr deildinni. Styttist vonandi í að við fé- um að sjá til tvlburabræðr- anna frá Akranesi. 21.00 Heimsmeistarakeppnin í fótboita. Eurosport. Sýnt frá leikjum sem fara fram í undankeppni heimsmeist- aramótsins. 23.30 Þýski fótboltinn. Sky Sports. Fréttir, mörk og fleira úr þýska boltanum. 16.00 Innanhússknattspyrna Eurosport. Sýnt frá úrslita- viðureigninni I heims- meistaramótinu í innan- hússknattspyrnu sem fram fór I Hong Kong. 20.00 Tennis. Eurosport. Beín út- sending frá keppninni um Davíðs-bikarinn sem hald- in er (Texas f Bandaríkjun- um. Guðmundur Guðmundsson: Þrátt fyrir hlíf- arnar er hann harðjaxl. rbjörn Jens- n: Sannkarl- aður stálkarl. omið við. Við undir- búninginn fyrir heims- meistarakeppnina í ' Tékkóslóvakíu varð Alfreð fyrir því óhappi að fara úr fmgurlið og þurfti tvo menn til að kippa honum aftur í liðinn. Þrátt fyrir þetta var Alffeð mættur 1— á æfingu daginn eftir! Auk þess gengur sú saga meðal sjúkra- nuddara að ómögulegt sé að nudda Alfreð og gefist menn vanalegauppáþví. Aðalsteinsson og síðast en ekki síst Viggó Sigurðsson. Þegar þeir voru upp á sitt besta þurfti Vík- ingsliðið aðeins að nota sjö leik- menn yftr heilt keppnistímabil. Margir þessa Ieikmanna léku með í fjölda ára án meiðsla. Guð- mundur Guðmundsson, horna- maður og núverandi þjálfari Aft- ureldingar í Mosfellsbæ, var einn þeirra. Hann minnist þessa, en bendir á að álagið hafi verið mun minna þá en nú. Þrátt fyrir það léku menn í því ásigkomulagi að fáir mundu leika eftir. TU dæmis lék Páll Björgvinsson nefbrotinn í fjölda leikja. Nafn Guðmundar var einnig nefnt þegar spurt var um hörkutól. Margir muna eftir því að Guðmundur var jafnan klyfjað- ur ýmiss konar umbúðum. Nefttdu gárungarnir hann jafnvel Guðmund „Hlífar". En umbúð- irnar benda einmitt til að Guð- mundur hafi verið hörkutól, þar sem hann lék samfleytt í fjölda ára þrátt fyrir að vera á stundum meiddur um allan skrokkinn. Var það svo að þegar félagar hans í landsliðinu eða Víkingi voru komnir úr sturtu og farnir að klæða sig, þá sat Guðmundur jafnan og var enn að tína af sér umbúðimar! Þorbjörn Danaskelfir Eðli umfjöllunar að þessu tagi er að menn líta aftur til gömlu góðu daganna. Eitt af töffaliðun- um var „mulningsvélin“, en svo var Valsliðið nefnt þegar Hemmi Gunn, Gísli Blöndal og fleiri voru upp á sitt besta. Núverandi þjálf- ari Vals, Þorbjörn Jensson, átti einnig langan og litríkan feril. Hann hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera harður í hom að taka, jafnvel svo að sagt er að landsliðs- menn annarra þjóða hafi átt and- vökunætur fyrir leiki gegn ís- lenska landsliðinu þegar Þorbjörn lék með. Var sérstaklega talað um danska landsliðið í því sambandi. Flestir sem hér hafa verið nefndir eru afreksmenn í íþrótt- inni. Það er eðlilegt, þar sem við- komandi verður að vera harður ef hann ætlar sér að ná langt. Bogd- an landsliðsþjálfari sagði alltaf að handboltinn væri Mannersport Bjarni Guðmundsson: með lengsta samfellda ferilinn. og að þar dygðu engin vettlinga- tök. Kunnur þjálfari sagði enn- ffemur að vart væri til það fyrstu- deildarlið þar sem einhverjir leik- menn væru ekki „teipaðir" eða sprautaðir deyfilyfjum fyrir leiki. íþróttin væri því eingöngu fyrir hörkutól! Að endingu má nefna menn sem viðmælendur PRESSUNN- AR bentu á, svo sem Sigurð Sveinsson, Gunnar Beinteinsson, Pál Ólafsson, Þorgils Óttar Mat- hiesen og Erling Kristjánsson. Sá síðastnefndi er leikmaður með KA, en þar spilar hann einnig knattspyrnu. Ferill hans hefur ver- ið farsæll og hefur verið sagt að Erlingur viti ekki hvað meiðsl em! Óskar Elvar Óskarsson 19.00 Fótbolti. Sky-Sport. Bein útsending úr bresku bikar- keppninni. . 19.45 Tennis. Eurosport. Meira frá keppninni um Davíðs- bikarinn. 12.40 Handbolti. Eurosport. Bein útsending frá heims- meistarakeppni kvenna sem fram fer í Lithauga- landi. 13.00 Ballskák Screensport. Sýnt frá Humo Masters- mótinu ÍBelgiu. 15.30 Enska knattspyrnan. Sky Sport. Bein útsending frá leik Man. United og Man. City. Sannkallaður Derby- leikur og víst að par verður ekkert gefið eftir. 20.00 Tennis. Eurosport. Ekki geta tennis- áhangendur kvartað yfir dagskránni pessa helgina, en hér er enn ein beina útsendingin frá keppninni um Daviðs- bikarinn. Hinir raunverulegu Vikingar Annar leikmaður sem flestir telja hörkutól er línumaðurinn snjalli Birgir Sigurðsson. Hann hefur að vísu ekki verið laus við meiðsl á ferlinum, en vílar ekki fyrir sér að spila þótt meiddur sé. Hefur hann meðal annars spilað nefbrotinn. Þá má nefna að nú ný- verið spilaði hann þrjá leiki með sprungna augabrún og varð sjúkralæknir Víkingsliðsins að sauma hana saman í hálfleik í þrí- gang. Mæðir jaftian mikið á línu- mönnum og þeir dagar em liðnir að minnstu mennirnir séu settir á línuna. Þegar minnst er á Víkingsliðið og nefbrot hvarflar hugurinn aftur til gullaldarliðsins. Flestir viðmæl- endur PRESSUNNAR nefndu Pál Björgvinsson, Steinar Birgis- son, Ama lndriðason og Þorberg „Vissi hvað ég var að gera þegar ég skipti yfir í KA íi Hinn lági en knái leikstjómandi KA, ÓskarElvar Óskarsson, hefur nú átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Hann hóf að leika með KA í haust, var dapurlegur til að byrja með en hefur nú greinilega fundið fjölina sína. f síðustu þremur leikjum hefur KA fengið fimm stig, eða helming þeirra tíu stiga sem félagið er með. Það er nú í sjöunda til níunda sæti í deildinni og stefnir hraðbyri upp töfluna. Ein veigamesta ástæðan fyrir bættu gengi félagsins er að leikstjórnandi þess, hinn 25 ára Óskar Elvar Óskarsson, hefur leik- ið sérlega vel og hefur hann skor- að 34 mörk í síðustu fjórum leikj- um, eða rúm átta mörk í leik. Þyk- ir hann með skemmtilegri leik- mönnum deildarinnar og búa yfir mikilli tækni. Óskar Elvar, sem síðustu ár lék með Handknattleiksfélagi Kópa- vogs, HK, kveðst ekki sjá eftir að hafa skipt um félag. Að vísu hafi honum liðið vel hjá HK, en einnig hafi hann haft taugar til KA, enda hafi hann leikið með félaginu um þriggja ára skeið þegar hann var unglingur. Þá sé öll móðurætt hans frá Akureyri og hann hafi dvalist þar flest sumur. Því séu það lítil viðbrigði að flytjast norð- Óskar Elvar Óskarsson, leik- stjórnandi KA, hefur átt stórleiki upp á síðkastið. ur yfir heiðar. Óskar Elvar tók við leikstjórnarstöðunni af Pétri Bjarnasyni, fyrrum fyrirliða liðs- ins sem nú leikur í stöðu horna- manns, en það var einmitt Pétur sem hafði upphaflega samband við Óskar Elvar og bað hann að koma norður. Shaquille O'Neal NÝJASTA HIMNA- LENGJAN í RISALANDI Bandaríski NBA-körfuboltinn er leikur risanna og því vekur ávallt furðu þegar nýliði tekur völdin í háloftafimleikunum. Það á við um nýliða ársins (já, menn eru þegar búnir að velja hann sem slíkan þótt tímabilið sé ný- byrjað), Shaquille O’Neal hjá Or- lando Magic. Hann var valinn fyrstur í há- skólavalinu síðasta vor og Or- lando Magic datt í lukkupottinn, því enda þótt liðið þurfi að greiða honum stjarnffæðilegar upphæð- Shaquille O'Neal, miðherji Or- lando Magic: 216 sm frákasta- og troðsiuvél. ir þá vinnur hann svo sannarlega fyrir því. Orlando er komið á landakort körfuknattleiksins og tekjurnar streyma inn. O’Neal, sem er 216 sm á hæð, er eins og naut í flagt inni í teignum, enda gríðarlega sterkur og snöggur. Hann leiðir nú NBA-deildina í fráköstum; hefúr tekið ríflega 16 fráköst að meðaltali í leik. Þá er hann stigahæstur meðal miðherj- anna með um 25 stig að meðal- tali. Hann braut blað í sögu NBA um daginn þegar hann var valinn leikmaður vikunnar í fyrstu viku sinni sem atvinnumaður og það sem meira er: hann er búinn að setja á bak við sig miðherja á borð við ólympíuhetjurnar David Ro- binson (213 sm) hjá San Antonio Spurs og Patrick Ewing (215 sm) hjá New York Knicks. „O’Neal er frábær leikmaður sem er óviðráðanlegur í teign- um,“ sagði Doug Moe, þjálfari Philadelphia 76ers, eftir að O’Ne- al hafði skorað 29 stig, tekið 19 fráköst og blokkað tvö skot gegn liði hans. Eina klúður O’Neal til þessa er þegar hann lét Muggsy Bogues (161 sm) bakvörð skora sigurkörfuna í tapleik Orlando gegn Hornets með því að blaka boltanum ofan í körfuna ffamhjá sér! Menn ræða enn um undrun- arsvipinn á O’Neal þar vestra. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.