Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 PRESSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Blað hf. GunnarSmári Egilsson Sigurður Már Jónsson Sigrfður Sigurðardóttir Haukur Magnússon Hver hefur eftirlit með læknum? í PRESSUNNI í dag er rakin saga manns sem leitaði sér lækn- inga við brjósklosi á Landakotsspítala. Hann var skorinn upp, en þrátt fyrir langan skurð fann læknirinn sem gerði aðgerðina ekki brjósklosið. Ákveðið var að hætta ffekari leit þegar sjúklingurinn hafði misst svo mikið blóð að ekki var talið ráðlegt að halda áffam. Eftir aðgerðina kom í ljós að taugar sem liggja niður í fæt- ur mannsins höfðu verið skornar í sundur í aðgerðinni og er hann nú metinn 35 prósent öryrki. Þessi maður hyggst sækja skaðabætur til spítalans og byggir það meðal annars á því að læknirinn sem gerði aðgerðina hafi ekki verið heill heilsu. Tveimur mánuðum eftir aðgerðina var fjarlægt góðkynja æxli úr heila læknisins og má ætla að það hafi haft nokkur áhrif á starfsgetu hans. Þetta vekur upp spurningar. Flugmenn og flugumferðarstjórar þurfa til dæmis að gangast reglulega undir læknisskoðun til að fyrirbyggja að heilsubrestur þeirra geti stefht lífi annarra í hættu. Læknar munu sjálfsagt fyrstir allra taka undir að starf þeirra feli ekki í sér minni ábyrgð eða hættu á alvarlegum mistökum ef fyllstu varúðar er ekki gætt. Eftir sem áður upplýsir aðstoðarland- læknir í PRESSUNNI í dag að ekki hafi verið talin þörf á að lækn- ar gengjust reglulega undir læknisskoðun. Eina varúðarráðstöf- unin er grein í læknalögum sem kveður á um að læknir skuli til- kynna landlækni ef hann grunar að kollega hans gangi ekki heill til skógar. Það þarf dálítið sérstæða stéttarvitund til að trúa að þetta ákvæði sé nægjanlegt. Til þess þurfa menn að trúa því að læknar séu hafnir yfir eðlilega mannlega breyskleika eins og það að líta fremur til stolts og virðingar vina sinna og starfsfélaga en þess skaða sem þeir kunna hugsanlega að valda ókunnugum. f þessu felst líka sá sérkennilegi hugsunarháttur að veikindi læknis séu fyrst og ffemst mál hans og starfsbræðra hans en ekki þiggjenda þjónustu þeirra; það er sjúklinganna. f raun ættu sjúklingar að gera þá kröfú að neytendasjónarmið yrðu sett inn í læknalög og þar yrðu ákvæði um reglulega læknisskoðun og hæfnisprófun lækna til að tryggja að sjúklingar fengju þá þjónustu sem þeir sannarlega greiða fyrir í gegnum skattkerfið. Læknisþjónusta er ekki um margt frábrugðin annarri þjón- ustu. Neytendur hennar kaupa sér þjónustu og eiga heimtingu á að þeim séu tryggð lágmarksgæði. Munurinn á læknisþjónustu og flestri annarri þjónustu er sá að ef læknum verða á mistök geta þau valdið óbætanlegum skaða. Þeim mun frekar er þörf á að setja í læknalög ströng ákvæði um eftirlit með læknum en sam- bærileg lög sem tryggja eiga neytendum þá þjónustu sem þeir greiða fyrir. í PRESSUNNI hefur að undanförnu verið bent á marga ann- marka á yfirstjórn heilbrigðiskerfisins og þá sérstaklega því sem snýr að störfum lækna. Því miður virðist sjúklingum gert eins erfitt fyrir og kostur er að ná rétti sínum ef þeir verða fyrir heilsu- tjóni vegna læknismeðferðar. í ljósi þess og upplýsinga þeirra sem koma fram í PRESSUNNI í dag er tímabært að stjórnvöld endurskoði þessi mál. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur (lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L Tómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, RagnhildurVigfúsdóttir, össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N SVÆFINGALÆKNAÞING Á HÓTELSÖGU Framsóknarmenn héldu flokksþing sitt og gerðu þau regin- mistök að leyfa Sýti að sjónvarpa beint frá ósköpunum. Þetta var vafalaust gert til þess að opna flokksstarfið en hafði þau áhrif helst að engum getur lengur dulist hversu ótrúlega leiðinlegar og til- gangslausar slíkar samkundur eru. Þetta hafði þó þau jákvæðu áhrif að dagskrá fundarins var breytt til að áhorfendur dræpust ekki úr leiðindum. Annars var það markverðasta, sem á þinginu gerðist, að Halldór Ásgrímsson, varaformaður flokksins, dulbjó illa árás á Steingrím Hermanns- son formann sinn og sagði að sumir töluðu og töluðu og færu í þokkabót með tóma steypu. Steingrímur var ekki hress. KJARABARÁTTANI Sjúkraliðar sýndu að fórnfýsi og hjálpræðisandi Florence'Night- ingale fyrirfinnst enn í heilbrigðis- stéttunum, þegar þeir gripu til maraþonfúndahalda til að undir- strika samstöðu sína með sjúkra- liðum úti á landi, sem fá staðar- uppbót en hafa enn ekki fengið 1,7% hækkunina, sem aðrir laun- þegar fengu í vor. KJARABARÁTTANII Kjarabaráttan tók á sig enn nýja mynd þegar tveir dónar fóru um höfuðborgina þvera og endilanga með afsagaða haglabyssu til að fylgja eftir kröfú annars þeirra um að fyrrverandi vinnuveitandi hans borgaði sér laun, sem hann taldi sig eiga inni. I stað þess að kalla til ríkissáttasemjara var víkingasveit- in ræst út og handtók hún báða og kom höndum yfir haglarann. ASL forystan veit þá á hverju hún á von ef hún verður með eitthvert múður. SAMSKIP SVERJA SIG í ÆTTINA Hörmungasaga samvinnuhug- sjónarinnar ætlar seint enda að taka, hvað sem sundrungu Sam- bandsins líður og breyttum rekstrarformum leifa þess. Á hlut- hafafundi þar sem skipt var um stjórn kom fram að tapið á fyrstu níu mánuðum ársins var 236 milljónir króna. Samskip, sem áttu að vera ein best stæða eining Sambandsins sáluga, eru því farin að veita Miklagarði harða sam- keppni hvað tapið varðar, því á hverjum degi tapar fyrirtækið 864.469 krónum. Þá er bara spurningin hvort Esso tekst að tapa á benzínsölunni. HVERS VEGNA Erfólkifrjálst að ganga úr verkalýðsfélögum en ekkifrjálst að hœtta að greiða til þeirra? LÁRA V. JÚLlUSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI ASf „Þeirsem ekki vilja vera ístéttarfélagi verða samt að greiða þangað félagsgjald, sem er þá greiðsla tilfélagsins fyrir að sinna þeirri þjónustu sem stéttarfélagið sinnir meðal annars með kjarasamninga- gerðinni. Stundum erþetta kallað vinnu- réttargjald. “ „f spurningunni sjálfri felst ákveðinn misskilningur, því skorður eru settar við því að fólk geti gengið úr verkalýðsfélögum. f lögum flestra stéttarfélaga er kveðið á um það að eftir að maður er orðinn fúUgildur félagsmaður í verkalýðsfélagi geti hann því að- eins sagt sig úr félaginu að hann sé hættur störfum á starfssvæði fé- lagsins og skuldlaus við félagið. Jafhffamt getur enginn sagt sig úr félagi eftir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hefúr verið auglýst, eða ákvörðun um vinnustöðvun hefur verið tekin fyrir, og þar til verkfalli lýkur. Varðandi það atriði sem vænt- anlega á að felast í spurningunni, hvers vegna fóUd er skylt að greiða iðgjöld til stéttarfélaga sinna, vil ég segja eftirfarandi. í lögum um starfskjör launafólks og skyldu- tryggingu lífeyrissjóðsréttinda eru ákvæði um að kjarasamningar kveði á um lágmarkskjör fyrir aUa þá sem vinna í starfsgreininni, hvort sem þeir eru félagsmenn í félögunum eða ekki. I þessum sömu lögum er atvinnurekanda skylt að halda effir af launum starfsmanns iðgjaldi hans tU við- komandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina. Samkvæmt þessum lögum er annars vegar um það að ræða að kjarasamningar séu lágmarks- kjör, og hins vegar að halda beri effir iðgjaldi tU stéttarfélags. Þetta er samtengt. Þeir sem ekki vilja vera í stéttarfélagi verða samt að greiða þangað félagsgjald, sem er þá greiðsla til félagsins fyrir að sinna þeirri þjónustu sem stéttar- félagið sinnir meðal annars með kjarasamningagerðinni. Stundum er þetta kallað vinnuréttargjald. Stéttarfélögunum er nauðsynlegt að fá félagsgjöld til að þau geti staðið undir þeim rekstri sem þeim er ætlað. Einfalt er að benda á fámenni vinnumarkaðarins, smæð vinnustaða og hina dreifðu byggð landsins sem ástæður þess að sérstaklega er nauðsynlegt að tryggja stéttarfélögum félagsgjöld með lögum. Ef slíkt væri ekki til staðar væri létt verk fyrir atvinnu- rekendur að grafa undan tilvist verkalýðshreyfingarinnar. Það að gera kjarasamninga og standa vörð um réttindi fóUcs á grundvelli samninganna krefst mikillar vinnu og aðhalds. Sú vinna er framkvæmd af stéttarfélögunum í dag og er einn meginþáttur starf- semi þeirra. Almennt má segja að hópurinn sé ekki stór sem stendur utan félaga og flestir, sem á annað borð vinna launavinnu, sjá sér hag í að ganga í félögin. Því reynir ekki oft á þessi atriði í raun. Rétt er að taka fram að algengt er að félög gangi ekki stíft eftir því að menn gerist félagsmenn í félögunum svo framarlega sem félagsgjöld eru greidd til þeirra og réttindi þessa hóps eru að mörgu leyti þau sömu og þeirra sem eru fullgildir félags- menn. Þess má geta að skylduaðild að verkalýðsfélögum er ekki lög- bundin hér á landi. Hins vegar er lögbundin skylduaðild að öifáum félögum hérlendis, og þekktasta dæmið um félag sem hefur skylduaðild er Lögmannafélag fs- Iands.“ FJÖLMIÐLAR Tvö vond dœmi um Ríkissjónvarpsefni Á sunnudagskvöldið mátti horfa á dæmi um tvennt það versta sem Ríkissjónvarpið gerir í innlendri dagskrárgerð. Annars vegar þátt Gísla Sigurgeirssonar um mannlíf í Reykjadal og hins vegar endursýningu á þætti um Jóhann Jónsson skáld. Reyndar bauð Ríkissjónvarpið upp á þriðja vonda þáttinn þetta sama sunnudagskvöld; kynning- arþátt um dagskrá næstu viku. En það þarf virkilega hugmynda- auðgi til að gera svoleiðis þætti skemmtilega og ekki við því að búast að Ríkissjónvarpinu takist það á þessari öld. Um hann verð- ur því ekki fjallað hér. Þáttur Gísla var kostuleguf. Hann var hreint og beint brjál- æðislega fyndinn þegar sjón- varpsvélunum var rennt eftir hill- unum í kaupfélaginu til að áhorf- endur gætu séð vöruúrvalið. Síð- an var klippt yfir á verslunar- stjórann, sem gaf þá yfirlýsingu að hann reyndi að bjóða upp á vöru sem fólk vanhagaði um. Kannski er ég eitthvað skrítinn en ég hef aldrei lagt svo mikinn trúnað á landsbyggðarbarlóminn að ég stæði í þeirri trú að það væri ekki hægt að kaupa sér í matinn eða klæði á kroppinn í sveitinni. Og ég þekki ekld neinn verslunareiganda sem er svo vondur bissnessmaður að hann bjóði ekki frekar upp á vörur sem viðskiptavinirnir vilja en þær sem þeir vilja ekki sjá. En á það ber að líta að ég ólst ekki upp við kaupfélagsverslun. Þátturinn varð líka dálítið absúrd þegar börn voru fengin til að lesa geril- sneyddan texta af þurrum stað- reyndum um sveitina. Textinn var svo vondur að í raun ætti að klaga höfundinn fyrir misneyt- ingu á börnunum. Restin af þætt- inum var svona heimilislegt húmmilíhúmm-froðusnakk um allt og ekki neitt; hvemig væri að búa í sveitinni, hvort fólk saknaði ekki freistinganna úr borginni, hvort það væri ekki alveg að gef- ast upp, hvort það vantaði ekki fleiri skóla, opinberar stofnanir eða eitthvað til að stytta sér stundir við í fámenninu. Allt em þetta margkveðnar vísur í Ríkis- sjónvarpinu. Sigrún Stefánsdótt- ir, Örn Ingi og fleiri hafa fjölda- framleitt svona það-er-alls-ekki- eins-vont-og-margur-heldur-að- búa-í-dreifbýlinu-þætti. Þátturinn um Jóhann Jónsson var síðan minnismerki um þá ónáttúru Ríkissjónvarpsins að búa helst til þætti um þau við- fangsefni sem bjóða upp á akkúr- at ekkert myndefni. Þá fá leik- myndasmiðirnir og kvikmynda- tökumennirnir frjálsar hendur. Það sorglega er að þeir nota frels- ið ekki til annars en að mynda einmana leikara sitja á stól, standa upp, kveikja sér í pípu og horfa mæðulega út um gluggann. Og þar sem hvert skáldið á fætur öðru hefur fengið þessa meðferð þekkja sjónvarpsáhorfendur ekki lengur muninn á Kristjáni Fjalla- skáldi, Hallgrími Péturssyni, Jó- hanni Jónssyni eða hvað þeir heita allir sem hann Skúli Gauta- son hefúr leikið. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.