Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 19 STJÓRNMÁL HANNES HÓLMSTEINN GISSURAR50N Auðlindaskattur affegurðardrottningum Nú segjast hinir háu stjórnar- herrar hafa náð sáttum um fisk- veiðistefnuna. Mér sýnist þróun- argjaldið, sem á að leggja á sjávar- útveg, eftir atvikum viðunandi lausn vandans. í raun og veru er þetta sú lausn, sem Friðrik Sop- husson, núverandi fjármálaráð- herra, lagði til við dræmar undir- tektir árið 1989, - að sjávarútveg- urinn fengi varanlega og seljan- lega aflakvóta endurgjaldslaust gegn því, að hann kostaði þjón- ustu við sig. Samkvæmt þeim sátt- um, sem náðst hafa á stjórnar- heimilinu, á kvótakerfið áfram að standa, viðskipti með kvóta áffam að vera frjáls, og það er aðalatriðið í mínum huga. Hitt finnst mér sjálfsagt, að útgerðarmenn kosti þjónustu við sig, þar á meðal úr- eldingu, alveg eins og námsmenn eiga að kosta þjónustu við sig, það er að greiða fuíl skólagjöld í ffam- haldsskólum. Auðlindaskattsmenn mega mín vegna kalla þróunargjaldið auð- lindaskatt, ef þeim tekst að sofa betur á næturnar þess vegna, al- veg eins og þeir mega mín vegna trúa því, að Grænland sé grænt. En hér langar mig til þess að benda á eitt atriði í rökfærslu þeirra, sem mér varð hugsað til nú í miðju jólabókaflóðinu. f bókinni íslenskum auðmönnum er vikið að nokkrum konum, sem borið hafa af kynsystrum sínum um feg- urð, unnið til verðlauna fyrir feg- urð sína, kynnst auðugum og myndarlegum mönnum og öðlast frægð og frama á alþjóðlegum vettvangi, til dæmis Guðrúnu Bjarnadóttur og Thelmu Ingvars- dóttur. Gilda ekki sömu röksemdir gegn því, að fegurðardrottningar fái að hirða affaksturinn af fegurð sinni endurgjaldslaust, og gegn því, að útgerðarmenn fái að hirða affaksturinn af kvótunum endur- gjaldslaust? Röksemdir auðlinda- skattsmanna (sem eru raunar sóttar til nítjándu aldar mannsins Henrys Georges, án þess að þeir viti af því sjálfir) eru einmitt þær, að útgerðarmenn hafi ekki unnið til kvótanna. Þeir hafi fengið að- gang að einni náttúruauðlind án þess að verðskulda það. Þeir hafi fengið að hirða það, sem hagffæð- ingar kalla rentu, af fiskimiðun- um. Ef setja á sérstakan skatt á út- gerðarmenn fyrir það, að þeir hirða rentu af fiskimiðunum, þá er aðeins rökrétt og eðlilegt, að settur sé sérstakur skattur á það fólk, sem unnið hefur stóra vinn- inginn í happdrætti lífsins, hlotið endurgjaldslaust í vöggugjöf meiri líkamsfegurð (eða til dæmis námsgáfur) en annað fólk. En auðvitað er það ffáleitt. Við eigum að samgleðjast því fólki, sem hef- ur hlotið meiri hæfileika en við sjálf. Við minnkum ekki á því, að það stækki. Á sama hátt eigum við að samgleðjast útgerðarmönnum, ef þeim tekst í krafti kvótakerfis- ins að hagræða hjá sér, sækja sama afla með minni tilkostnaði, í stað þess að reyna að þyngja byrð- ar þeirra. Gróði þeirra er ekki tek- inn frá neinum öðrum. Hann myndast við sparnað og hagræð- „Gilda ekki sömu röksemdir gegn því, að fegurðardrottn- ingarfái að hirða afraksturinn affeg- urð sinni endur- gjaldslaust, oggegn því, að útgerðar- mennfái að hirða afraksturinn af kvótunum endur- gjaldslaust?“ ingu. Þegar við íslendingar losn- um við þá grillu, að eins gróði feli alltaf í sér annars tap, þá erum við komin á ffamfara veg. Hötundur er lektor vioHdskóla Islands STJÓRNMÁL Halldór — án efa Framsóknarflokkurinn er í vafa með utanríkismálin. Það er raun- ar ekkert nýtt, heldur er það ný lýsing á gömlu ástandi, það er þvf að vita ekki sitt ijúkandi ráð. Einu sinni nefndist það já, já — nei, nei og opinn í báða enda. Nú heitir það vafi. Einangrunarsinnarnir með Pál Pétursson í fararbroddi og yngra fólkið með Halldór við stýrið fara hvorir í sína áttina í EES-málinu. Það heitir að flokkurinn sé í vafa um hvort EES-samningurinn standist stjómarskrá. Um þetta er ýmislegt að segja. í fýrsta lagi þetta. Það er út af fýrir sig merkilegt mál að Framsókn skuli hafa upp- götvað stjórnarskrána. Það gera flokkar reyndar aldrei fýrr en þeir era komnir í mikil vandræði. Það er eins með stjórnarskrána og Guð. Menn leita helst ekki eftir aðstoð þar fýrr en þeir era lentir í lífsháska. Fram að þessu hefur að- eins einn þingmaður flokksins vit- að um stjómarskrána. Það er Ól- afirr Þ. sem notar hana stundum í málþófi. Framsókn hefur aldrei verið í vafa um stjórnarskrá. Flokks- menn hafa aldrei verið í vafa um að landbúnaðarkerfið standist stjómarskrá þótt Sigurður Líndal dragi það í efa. Og ekki efast þeir um kvótakerfið þótt Kristinn Pét- ursson sé með lögfræðilegt bevis upp á vasann um að það brjóti stjórnarskrá. Og aldrei hrísiaðist efinn um flokkinn í þá áratugi sem hann fór með dómsmálin þótt fleiri en einn og fleiri en tveir lögfræðingar segðu gamla sýslu- mannakerfið stangast á við stjórn- arskrá. Það þurfti heilan rnann- réttindadómstól og Alþýðuflokks- mann í dómsmálaráðuneytið til að ýta úrbótum úr vör. Þótt aðrir hefðu áhyggjur af stjórnarskránni stóð Framsókn ætíð vörð um einokunina, sér- hagsmunina og valdapotið. En nú nægir að einn lögffæðingur í Genf sé í vafa og þá lendir flokkurinn í því líka. f öðru lagi þetta. Þótt flokkur- inn hafi aldrei fýrr þótt í vafa með stjómarskrána hefur hann alla tíð verið í vafa með allt sem útlend- inga varðar. Framsóknarmenn hafa verið já, já — nei, nei, í EFTA, NATO, ÍSAL og Atlantsáls- máli. Einu utanríkissamskiptin sem þeir hafa vafalausir tekið þátt í eru ferðalögin á Norðurlanda- ráðsfundi. Þangað hefur Páll alltaf farið í miðjum gegningum, slátur- tfð og sauðburði. Og ekki sótti ef- inn á Steingrím Hermannsson í fyrradag þegar hann fór í tíu daga ferð til Sri Lanka til að flytja hálf- tíma langa ræðu um mann sem hann veit ekki haus né sporð á og hvers nafn hann gæti ekki einu stafað þótt hundurinn hans væri að veði. Þannig erlend samskipti óttast Framsókn ekki. En líklega horfir þetta allt til bóta. Halldór Ásgrímsson mun taka við og hann er nefnilega án efa. Halldór nennir ekki að vera lengur pólitískur dínósárus. Það veit enginn nákvæmlega af hverju risaeðlurnar dóu út. Kannski voru þær of þunglamalegar og stirðar. Kannski höfðu þær ekkert til að éta lengur. Kannski voru þær í vafa um hvert ætti að halda til að flýja loftslagsbreytingar. En Halldór ætlar ekki að láta neitt af þessu henda sig. Hann ætl- „En líklega horfir þetta allt til bóta. Halldór Ásgríms- son mun taka við og hann er nefni- lega án efa. Halldór nennir ekki að vera lengur pólitískur dínósárus... “ ar ekki að lenda í neinni ísöld. Hann veit að það vorar á EES- svæðinu og þar ætlar hann að búa í framtíðinni. Og þangað er hann byrjaður að draga Framsókn. Höfundur er aðstoðorrraður viðskipta- oq iðnaðarróöherra. U N D I R Ö X I N N I Væri ekki nær að iækka gjöld- in á posanum, Einar? „Fréttir um hagnaðinn af Pos- viðskiptunum eru greinilega heimasmíðaðar og alvea út í loftið.' Posinn er engu að síður hag- ræðingfyrirykkur? „Sannleikurinn er sá að eitt sett af Posa kostar kaupmanninn 72 krónur og 19 aura á dag og síðan bætist við simakostnað- ur og fleira. Þess má geta að kaupmenn hafa alla tíð þurft að hringja eftir heimild þegar upphæðin nær ákveðnu marki. Það þarf sjálfur af- greiðslumaðurinn að gera og eyða í það tíma en það tekur ekki nema 10 sekúndur að hringja i gegnum posann. Þettafyrirkomulag kostar kaupmanninn að jafnaði um 100 krónur á dag. Þá erum við að ábyrgjast honum atlar greiðslur sem um tækið fara, en um raftækin fara tveir millj- arðar á mánuði." Ef 120 milljónir eru ekki réttar gróðatölur, hver er þá hagnað- urinn? „Það er auðvitað hagræðing að Posaviðskiptunum en alls ekki þessi mikli gróði.en ég hef ekki tölumar á reiðum höndum. Við teljum þetta ekki hátt gjald fyrir þetta öryggi. Ef við ættum að fara að taka yfir þessar 100 krónur á dag fyrir þá 5 þúsund kaupmenn sem eiga I viðskiptum við okkur gerir það 180 milljónir á ári. Þótt við höfum einhverjar tekj- ur af þjónustugjöldum stönd- um við ekki undir því. Við er- um búnir að fjárfesta í 2 þús- und tækjum sem kosta sam- tals 160 milljónir. Við leigjum þau út líkt og leigubíla. Þenn- an búnað eða hliðstæðan geta kaupmenn einnig keypt sér ef þeir vilja og það hafa sumir gert, til dæmis þeir hjá Hagkaup og Nóatúni. Það er út í hött að tala um einhverjar 120 milljónir í sparnað af pos- unum." í hverju liggur sparnaðurinn? „Áður var þetta handskráð, að vísu á dauða tímanum í bönk- unum en það hefur engu að síður vinnusparnað í för með sér. Við hjá Visa höldum hins vegar úti fullkomnu sam- skiptakerfi, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Svo höfum við ákveðið safnkerfi sem safnar þessu inn á kvöldin og að auki erum við með mannskap til að þjónusta þetta; sérfræðinga og fleiri sem eru á vakt allan sólar- hringinn." Er það meiri eða minni mann- skapuren áður? „Það er meiri mannskapur sem fylgir þessu kerfi hjá okkur en minni í bönkunum." Einar S. Einarsson er fram- kvæmdastjóri Visa (slands. Af svokölluðum Posaviðskiptum, sem eru beinlínutengd viðskipti, er talað um mikinn gróða; allt að 120 milljónum. Á sama tíma er því haldið fram að greiðslukorta- fyrirtækin ætli að hækka þjón- ustugjöldin hjá þeim sem ekki hafa þennan rafbúnað.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.