Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRMSSAN 3. DESEMBER 1992 9 35 prósent öryrki eftir einfalda brjósklosaðgerð LÆKNIRINN ALVARLEGA VEIKIIR ÞEGAR HANN FRAM- KVÆMDISKURRARGERRINA Tæplega sextugur lögregluvarð- stjóri, Þórir Þorsteinsson, hefur ver- ið úrskurðaður 35 prósent öryrki eftir einfalda brjósklosaðgerð. Flest bendir til þess að læknirinn hafi verið alvarlega veikur þegar aðgerð- in var framkvæmd og í raun óhæfur til að framkvæma læknisverk. Þórir sjálfur og lögmaður hans telja a< um augljós mistök sé að ræða hyggjast kreijast bóta. Þórir Þorsteinsson varð- stjóri bíður þess ekki bætur að hafa gengist undireinfalda brjósk- losaðgerð. Þórir Þorsteinsson varðstjóri „Fór út sem lamaður vesalingur í sjúkrabíl“ „Ég hef allaf verið fflhraustur og aldrei kennt mér meins fyrr en ég fékk þarna í bakið. Það er því mjög svekkjandi að vera orðinn 35 prósent öryrki fyrir læknismis- tök,“ segir Þórir Þorsteinsson lög- regluvarðstjóri, sem beið varan- legt heilsutjón vegna mistaka í uppskurði. Þórir heldur því fram að læknirinn sem skar sig upp hafi ekki gengið heill til skógar, en læknirinn gekkst skömmu síðar undir aðgerð vegna æxlis í heila. Lögfræðingur Þóris hefur óskað effir rannsókn á málinu og bíður nú gagna frá Tryggingastofnun. Þá hefur mál þetta verið tekið fyrir hjá læknaráði. „Ég fór inn á spítala til að láta laga minniháttar brjósk- los en fór út sem lamaður ves- alingur i sjúkrabílsegir Þórir Þorsteinsson. Hann kveðstallt- af hafa verið sérlega heilsu- hraustur og þvi séu þetta mikil viðbrigði fyrir sig. „Iþróttir eru mitt iíf og yndi ognúsé ég ekki fram á að geta hlaupið né farið á skíði framar," segir hann. Þórir er margfaldur íslands- meistari i hlaupum og hefur átt fjölda ísiandsmeta i greininni, meðal annars i átta hundruð metra hlaupi. Óhætt er að segja að þessi misheppnaða aðgerð hafi haft mikil áhrifá lifÞóris. Hann get- ur ekki stundað fyrra starfsitt, en hann var varðstjóri á Mið- bæjarstöðinni og sá um rekstur hennar. Nú starfar Þórir i óskilamunum og hafa þessar breytingar haft mikil áhrif á kjör hans. „Það segir sig nátt- úrulega sjálft að maður getur ekki sinnt almennum lögreglu- störfum þegar annar fóturinn er eins og drullupoki." Þórir segir þetta timabil hafa verið sér erfitt og ekki bætir úr skák að aðgerðin sem hann gekkst undir virðist hafa verið óþörf, þar sem hann ernúmun betri í bakinu, en brjósklosið er enn óviðgert eins og fram hefur komið. „Ég vil fyrst og fremst koma þvi á framfæri að sá möguleiki er fyrir hendi að læknirinn sem meðhöndlar mann sé ekki endilega heill heilsu og að yfir- völd eigi að eftirlit með þvi að veikir menn séu ekki að störf- um. Það sem kom fyrir mig eru augljós læknamistök. Um það eru allir sammála sem ég hef rættvið." Forsaga málsins er sú að Þórir, sem er 58 ára og hafði aldrei kennt sér meins, fékk skyndilega hastar- legan bakverk að morgni 10. júní árið 1991 og var lagður inn á Landakotsspítala samdægurs. I fyrstu var haldið að Þórir væri með nýmasteina en síðan brjósk- los. Tekin var tölvusneiðmynd og töldu menn að hún sýndi brjósk- los á milli þriðja og fjórða lendar- liðs. Á fjórða degi gekkst Þórir undir aðgerð, en brjósklosið fannst ekki þrátt fyrir að skurður- inn hefði á endanum orðið 17 sm. Telur Þórir það óeðlilega lengd miðað við þær upplýsingar sem tölvusneiðmyndin gaf. 1 aðgerð- inni blæddi mikið og varð að hætta við hana af þeim sökum. Strax eftir aðgerðina bar á miklu máttleysi í öðrum fæti Þóris og komst hann að því síðar að tvær af þeim fimm taugum, sem liggja frá hryggnum niður í vinstri fót, höfðu verið skomar í sundur. Eftir aðgerðina var líðan Þóris slæm. Kom þar til mikill blóð- missir, en einnig umtalsverðir verkir í baki og þrálátir vöðva- kippir í vinstra fæti. Fyrstu dagana eftir aðgerðina var Þórir drifinn úr rúminu í göngugrind og sagt að ganga um, en síðan komu fyrir- mæli um að hann mætti alls ekki hreyfa sig. „Ég lá hreyfingarlaus og taldi drullublettina í loftinu í tvær vikur,“ segir hann. AUs var Þórir á Landakoti í fimm vikur, en aðgerðin sem hann gekkst undir var talin smávægileg. Að sjúkra- húsvistinni lokinni tók við endur- hæfing á Reykjalundi þar sem hann dvaldi í tíu vikur. Eftir það fékk hann að fara heim til sín og hefur verið í stöðugri endurhæf- ingu síðan. „Fáum fljótt að vita ef eitthvað ler aflaga" - segir Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir LÆKNIRINN FANN EKKI BRJÓSKLOSIÐ Það vekur athygli að Þórir, sem fékk bakverkinn að morgni mánudags, var skorinn upp föstu- daginn þar á effir, en löng bið er eftir aðgerðum sem þessum. Læknirinn sem gerði aðgerðina var beinasérfræðingur, en nú mun það vera algengara að taugasér- fræðingar annist aðgerðir sem þessar. Við aðgerðirnar eru þá notaðir leysigeislar og eru skurð- irnir einungis um 2-3 sentimetrar en ekki 17 eins og var í tilviki Þór- is. Það var svo fyrir tilviljun að Þórir komst yfir sjúkraskýrslu um sjálfan sig og sá þar svart á hvítu að aðgerðin hefði misheppnast og brjósklosið væri enn óviðgert. Þá voru liðnar nokkrar vikur frá að- gerðinni. Undarlegt má telja að enginn á sjúkrahúsinu tilkynnti Þóri að aðgerðin hefði misheppn- ast, en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er það talið eðli- legt innan sjúkrahúsa að skýra sjúklingum frá gangi aðgerða. f vottorði sem læknir Þóris sendi Tryggingastofnun, dagsett 1. september 1992, segist hann ekki hafa fundið neitt brjósklos og því hafi engin viðgerð farið fram. Það er það eina sem haft hefur verið eftir honum um aðgerðina. En eins og áður sagði fór Þórir í sneiðmyndatöku fyrir aðgerðina þar sem brjósklosið sást glögg- lega. Rúmum þremur vikum síðar fór Þórir aftur í sneiðmyndatöku og sást þá brjósklosið, sem var enn á sínum stað. LÆKNIRINN í UPPSKURÐ SKÖMMU SÍÐAR Mál Þóris er ekkert einsdæmi og er PRESSUNNI kunnugt um að minnsta kosti eitt mál svipaðs eðlis, það er að læknir hafi ekki gengið heill til skógar þegar hann framkvæmdi aðgerð. Ljóst er að Þórir Þorsteinsson var með síð- ustu sjúklingunum sem læknir hans skar upp. Þórir sá hann að- eins einu sinni eftir aðgerðina, þar sem læknirinn hélt skömmu síðar af landi brott. Var Þóri tjáð að hann hefði farið í sumarleyfi. Síð- ar komst Þórir að því að hann hefði farið út til að leita sér lækn- inga og að úr höfði hans hefði ver- ið fjarlægt góðkynja æxli. Mun læknirinn nú hafa náð sér að fullu oghafið störfáný. Sú spurning vaknar hins vegar hvort ekki sé þörf eftirlits með heilsu lækna, svo koma megi í veg fyrir afglöp. Getur sjúklingur sem leggst undir hnífinn verið öruggur um að skurðlæknirinn sé við fulla heilsu? Þórir kveðst til að mynda hafa frétt það mörgum mánuðum PRESSAN leitaði til Matthí- asar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis og spurði hvort ein- hverjar reglur væru til um effirlit með andlegu heilsufari lækna. Matthías benti á að samkvæmt læknalögunum væru læknar skyldugir til að tilkynna til land- læknisembættisins ef starfsfélag- ar þeirra gerðust sekir um af- glöp. Voru meðal annars settar nánari reglur um þetta í lækna- lögum nr. 53 árið 1988. Þar stendur orðrétt: „Verði læknir í starfi sínu var við mistök eða vanrækslu af hálfu lækna eða annarra heilbrigðis- s t a r f s - manna skal j___________________ hann til- Matthías Halldórs- kynna það son aðstoðarland- landlækni. |æknir: Kerfið er á öðrum heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem vinna með læknum.“ Aðspurður hvort hann teldi að menn væru fúsir til að segja til vina sinna taldi hann svo vera og bætti því við að menn tækju þessi lög alvarlega og færu eftir þeim. Þeir væru í raun að gera starfsfélaga sfnum greiða fremur en hitt með því að segja til hans. „Við fáum fljótt að vita ef eitt- hvað fer aflaga og ég tel að þetta kerfi sé tiltölulega gott,“ segir Matthías. Ennfremur minnti hann á að það væri regla að læknar hjá opinberum stofnun- um hættu störfum þegar þeir næðu sjötíu ára aldri. Heimilis- læknar og þeir sem starfa sjálf- stætt gætu hins vegar starfað til 75 ára aldurs og sótt um starfs- leyfi til eins árs í senn eftir það. Benti hann svo á að ef fram kæmu áberandi margar kvartan- ir um einn mann tæki landlækn- isembættið störf hans til sér- stakrar athugunar. síðar að sá orðrómur hefði verið á kreiki í sjúkrahúsinu fyrir aðgerð hans að viðkomandi læknir hefði verið áberandi þreyttur við að- gerðir. í nokkrum stéttum, svo sem meðal flugmanna og flugum- ferðarstjóra, er haff nákvæmt eft- irlit með heilsu manna. Margir mundu ætla að þannig væri því einnig farið með lækna, en svo er ekki.__________________________________ Jónas Sigurgeirsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.