Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 17 M ikligarður herðir enn baráttuna íyrir tilveru sinni, en hefur gengið vægast sagt misvel í verðstríðinu við aðra stór- markaði. Á einu sviði virðist hann þó hafa stungið samkeppnina af, en það er á sviði heimilistækja. Mikligarður hefur umboð fyrir þýska hágæðamerkið Bauknecht og hefur tekist að bjóða verð sem hefur verið allt að helmingi lægra en á sambærilegri vöru undir öðrum vörumerkjum. Búast má við verulegri lækkun á þessum mark- aði fyrir jól, en umboðsmenn annarra vörumerkja gráta sáran og segja nær von- laust að bjóða jafnlágt verð og Mikla- garðsmenn... M ikill titringur hefur verið á Grundarfirði undanfarið vegna „gatna- gerðargjaldamálsins“ svokallaða. Miklir þverbrestir eru nú komnir í samstarf meirihlutans í sveitarstjórn, sem sat á fundum í síðustu viku við að reyna að komast að samkomulagi í málinu. Ágreiningurinn er fyrst og fremst um það að fulltrúar Alþýðubandalagsins vilja í engu hverfa frá fyrri ákvörðun á meðan ffamsóknarmaðurinn Friðgeir Hjaltalín er á milli steins og sleggju. Auk þess munu alþýðubandalagsmennirnir vera farnir að tala um að skoða viðskipti Frið- geirs, sem rekur verktakafyrirtæki, við hreppinn. Það ætlar því að verða dágott líf íþessarideilu... v„ ið sögðum um daginn frá undir- búningi áramótafagnaðar ’68-kynslóðar- innar sem er nú í fullum gangi. Ljóst er orðið að fyrir dansi spilar gamla hippa- hljómsveitin Pops með Pétur Kristjánsson, Óttar Felix Hauks- son, Birgi Hrafnsson og fleiri innanborðs. Til að finna ræðumann kvöldsins var hins vegar leitað ögn út fyrir ártalið ’68, en hann er ekki af verri endan- um; Mörður Árnason, málfræðingur, allaballi og guðmávitahvaðekki. Meðal aðstandenda er líka mikill áhugi á að fá á ballið skemmtigrúppuna Spaðana með Guðmund Andra Thorsson í farar- broddi, en það skýrist þegar nær dreg- Athugasemdir Vegna fréttar í PRESSUNNI í síðustu viku um vanhæfa menn í kerfmu hafði Einar Magnússon, deildarstjóri í heil- brigðisráðuneyti, samband og vildi koma þeirri athugasemd á framfæri að hann hefði látið af störfum í lyfjaverðlagsnefnd í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns Al- þingis. Auk þess tók hann fram að málið hefði aldrei snúist um hæfni sína per- sónulega heldur setu sína sem embættis- manns í nefhdinni. Vegna fféttar PRESSUNNAR í síðustu viku um steramálið á Flórída vill Harald- ur „Harrý“ Gunnarsson taka fram að þeir Arnór Vikar Arnórsson hafi ekki átt sam- an viðskipti með fatnað eða neitt annað. Sala á tælenskum fatnaði í gufuklúbbnum í Dugguvogi hafi verið á ábyrgð eiganda fatnaðarins, sem ekki var Haraldur. Að gefnu tiiefni vill blaðamaður taka fram að ekki var í greininni gefið í skyn að Harald- ur eða aðrir tengdust viðskiptum með ólögleg hormónalyf. Við myndum til og með 19. des. og afgreiðum allar myndatökur og stækkanir fyrir jól. Myndatökur af einu bami eða fleiri bömum samana, frá kr. 11.000,00, innifalið 6 myndir 13x18 cm, tvær stækkanir 20 x 25 cm og ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. Ljósmyndastofumar: 3. ódýrastir: Liósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Bama og fjölskyldu Ljósmyndir sími,: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 4-30-20 §1111! EF ÞU VILT GERA GOÐ KAUP OG SPARA STÓRFÉ LESTU ÞÁ ÁFRAM: Um leið og við flytjum í ný húsakynni að Ármúla 23 (gengið niður með húsinu) boðum við breytta verslunarhætti með húsgögn hérlendis og tilkynnum um verulega verðlækkun ó húsgögnum. Uppskrift okkar er einföld; Hagstæð magnkaup + hagkvæmur rekstur + ódýrara húsnæði = Bónusverð ó öllum húsgögnum! Húsgögn sem fengust ó gamla staðnum lækka um 20-40% vegna hagstæðra samninga og nýjar vörur eru ó verði sem ó sér enga hliðstæðu. Til að geta lækkað vöruverðið enn frekar ókvóðum við að takmarka stærð þessarar auglýsingar og birta engin dæmi um verð, enda er sjón sögu ríkari. Áklæðosófasett, leðursófasett, borðstofur, borðstofuskópar og margt margt fleira. Stór og rúmgóður sýningarsalur. Verið velkomin - reynið viðskiptin - Visa og Euro raðgreiðslur. GRENSÁSV. ARMULI ATHUGIÐ BREYTTAN 0PNUNARTÍMA: Mónudaga - föstudaga kl. 11 -19 Laugardaga kf. 10-16 Sunnudaga kl. 13-17 MUNIÐ: GÆÐAHUSGOGN A B0NUS VERÐI. Út$kál ar HUSGAGNAVERSLUN ÁRMÚLA 23 -108 REYKJAVÍK - SÍMI: 683322 ÁUMINGAR 1957 -1992 Afmælistilboö: 20% afsláttur af 35 barnabílstólum Fluttu í stærra og hentugra húsnæði 1. des. AÐ SIÐUMÚLA 23 (Selmúlamegin) -ORYGGI.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.