Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 LÍKLEG Á BÓK Ljóst er orðið hverjir það eru sem sýna sig þessi jól. Því er hægt að byrja að spá i það hverjir muni opna sig að ári og þau næstu þar á eftir. Margir koma til greina. Meðal þeirra sem sterklega eru grun- aðir eru Hemmi Gunn, Ell- ert B. Schram, Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Árnason, Elin Pálmadóttir, Stefán Benediktsson, fyrrumj alþingismaður, Unnur Arn- grimsdóttir, Ingvi Hrafn \Jónsson, Árni Johnsen, \Helgi Tómasson, Indriði \Pálsson hjá Eimskip, Herdís \ Þorvaldsdóttir, Jóna Rúna Kvaran, Erna \ Hrólfsdóttir yfirflugfreyja, Matthías \Bjarnason, Heiðar Ástvaldsson, Brynja \ Nordquist, Ólafur Ólafsson landlæknir, \ Ragnhildur Helgadóttir, Pétur Péturs- \son, Haraldur Snæhólm flugmaðurog Asgeir Guðbjartsson skipstjóri. Hverjir eru það eiginlega sem kjósa að hleypa íslensku þjóð- inni inn á gafl hjá sér? Hvaða fólk er það sem fysir að segja í bók á opinskáan hátt frá því sem flestir aðrir vilja halda fyrir sig? Láta það eftir þeim sem brunnið hafa í skinninu að for- vitnast um einkahagi þeirra, en ganga um leið fram af hinum sem aldrei höfðu áhuga. Þeir eru orðnir merkilega margir íslendingarnir sem sest hafa niður einhvern tímann um ævina til að setja saman minn- ingabók. Hvatirnar geta verið ýmsar, svo sem uppgjör við for- tíðina, lífsreynsla, afrek, ósigur, frásagnargleði eða jafnvel hreinn hégómi. Ekkert í lífi þessa fólks er því svo heilagt að ffá því megi ekki segja í bók. Eða eins og einn af okkar þekktari bókmenntafræð- ingum orðaði það, þegar PRESS- AN leitaði skýringa á því hversu íusir íslendingar væru að opna sig á prenti: „Ollum fslendingum finnst þeir hafa eitthvað að segja. Fólk hefur óskaplega gaman afþví að sjá ævi sína á prenti og það gef- ur því ákveðna lífsfýllingu að veita öðrum hlutdeild í lífi sínu.“ Afkastamikill skrásetjari ís- lenskra viðtalsbóka er þeirrar skoðunar að það sem fær fólk til að opna sig sé fyrst og fremst sú staðreynd að mikið trúnaðarsam- band myndast milli skrásetjara og viðmælanda. „Viðmælandi skilur að leyndarmál hans eru mjög mikilvægur hluti sögunnar og að það rýrir frásögnina sé þeim sleppt.“ Annar vel þekktur rithöf- undur heldur því fram að á ís- landi sé við lýði ræfladýrkun. „fs- lendingar hafa sérstakt álit á bíó- grafískum flössurum; misheppn- uðum snillingum, ofdrykkju- mönnum, auðnuleysingjum og ræflum. Það er í þjóðareðlinu og fólk finnur til hrollkenndrar sælu yfir að sjá aðra misstíga sig og segja frá framhjáhaldi, drykkju- vandamáli og ræfildómi í bók. fs- lendingar hafa ekki áhuga á að lesa um þá sem gengur vel.“ EINLÆGAR OG OPINSKÁ- AR f viðtalsbókum liðinna ára hafa menn sagt margt og mismerkilegt; sumt vissu flestir fýrir, annað kom ýmsum á óvart en best geymdu leyndarmálin þekktu fæstir fyrr en opinberunin birtist þeim í bók. Áður en ævisagan er færð I orð setjast menn niður og líta yfir far- inn veg, sem oft er reyndar ekki ýkja langur; grafa upp lúin sendi- bréf, fletta í gegnum rykfallin myndaalbúm og rifja í huganum upp gömul kynni, sem oft voru náin. I bókum þessum er fólk sýnt frá öllum hugsanlegum hliðum og ljósi varpað á svo til allt, bæði þægilegt og andstyggilegt, sem að því snýr; tilfmningalífið, leyndar ástir, svik í hjónabandi, hneykslis- mál, drykkjuvandamál, umtal, gamlar syndir, lífsreynslu, leynda drauma, sigra, vonbrigði, van- heilsu, gleði og sorg. Úttektin er svo tæmandi að eftir lestur slíkra endurminninga finnst þjóðinni hún þekkja viðkomandi persónu næstum því jafhvel og sjálfa sig, ef þá ekki betur. Með bókaflóðinu, sem ein- kennir íslensk jól meira en margt annað, berast ævinlega feiknin öll af ævisögum og endurminningum misjafnlega vel þekktra fslend- inga. Það er engin ímyndun að bækur afþessu tagi séu að verða æ fyrirferðarmeiri í flóðinu. Fyrir §órum árum voru gefnar út 18 ís- lenskar bækur í flokknum ævisög- ur og endurminningar. Þetta árið eru þær 36 talsins og taka því drjúgt pláss í hillum bókabúð- anna. Og það er eins með viðtals- bækur fyrri ára og þær sem nú eru að koma út — þær eru „einlægar, opinskáar og láta engan ósnort- inn“. KONURNAR Þær eru orðnar allnokkrar, ís- lensku konurnar sem með þessu móti hafa opnað sig skömmu fýrir jól. Meðal þess sem fýlgir flóð- bylgjunni, sem nú er skollin yfir, er bók metsöluhöfundarins Ing- ólfs Margeirssonar, Hjá Báru, um Báru Sigurjónsdóttur kaupkonu. Því er lofað að bókin sé bæði heið- arleg og spennandi, enda íjalli hún um dramatíska atburði og leynd- ustu sálarátök. Rósa Ingólfsdóttir hefur aldrei legið á skoðunum sín- um, eins og mátt hefur lesa úr blaðaviðtölum. Rósa hefur alltaf eitthvað að segja og því gat enginn látið það koma sér mjög á óvart, þótt hún afréði að lengja mál sitt um þessi jól. í bók Jónínu Leós- dóttur, Rósumálum, er Rósa sögð lýsa viðburðaríkri ævi sinni, harrni, ást og erfiðri lífsbaráttu, og dregur víst ekkert undan, frekar en áður. Önnur kona sem segir sögu sfna í nýrri bók Rósu Guð- bjartsdóttur, Thelmu, er Thelma Ingvarsdóttir, fyrrverandi fyrir- sæta. í bókinni er kafað djúpt í einkalíf Thelmu og sagt frá stærsta ósigrinum í lífi hennar, er eiginmaður hennar tók aðra konu ff amyfir hana. Fyrir þremur árum opnaði Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sig í bók Ingu Huld Hákonardótt- ur, Ég og lifið. Einkalíf Guðrúnar er henni ekki heilagt ffekar en svo mörgum öðrum og í bókinni segir hún ítarlega ffá tilfinningum sín- um, hjónabandi, ást og trú. Sama ár kom út saga Hebu Jónsdóttur, Sendiherrafrúin segirfrá. Heba mun hafa ákveðið löngu áður að segja sögu sína og taldi hún sig gera þjóðfélagslegt gagn með því að segja sannleikann. í bókinni hlífir hún engum og segir m.a. ffá grimmilegum málaferlum I skiln- aðarmáli sínu. Umdeild kona á efri árum sagði sögu sína í tæka tíð fyrir jólabókastreymið 1989. Stefán Jökulsson skráði þá ævi- sögu Hallbjargar Bjarnadóttir listakonu sem hlaut nafnið Hall- björg. Þessi orgínal, sem gekk fram af íslendingum en flúði til útlanda þar sem hún hlaut al- menna viðurkenningu, segir í bókinni frá sorg og gleði og öllu þar á milli. Af öðrum opinskáum kvennasögum sem út hafa komið síðustu árin má nefna lífssöguna Bryndísi, barn Bryndísar Schram og Ólínu Þorvarðardóttur. f bók- inni varpar Bryndís Ijósi bæði á bjartar og dökkar hliðar lífs- hlaupsins. Dregin eru fram áður óbirt skjöl; innileg gömul sendi- bréf ffá eiginmanni Bryndísar og sagt frá því afli sem skiptir hana mestu máli í lífinu — ástinni. UPPGJÖRIN Ýmsir hafa notað bókina til að gera upp við fortíðina. Svo er meðal annars um Lydiu Pálsdótt- ur Einarsson, ekkju Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, en I nýút- kominni bók Helgu Guðrúnar Johnson, Lífsgöngu Lydiu, er tek- ið á óvenju óþægilegu máli. í bók- inni varpar Lydia ljósi á sérkenni- lega fjölskylduhagi sína, mál sem hneykslaði íslensku þjóðina á ár- unum í kringum stríð, en legið hefur í þagnargildi síðan. Lydia gerir upp við fortíð sína í bókinni LÍF í BÓKUM Ekki er hægt að segja annað en líf sé í ævisögum íslend- inga, en meðal bókartitla síðustu ára voru þessir: Lífsstríðið Lifssaga Lifsspegill Lifsbók Lífsgleði Lífróður Lífsháskinn Lifsganga Lífsreynsla Lífsjátning Ég og lífið Ellefu lif Aflifi og sál Margfaltlíf Lífmitt og gleði Lifið er lotterí

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.