Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 13
f FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 13 Furðuleg viðskipti Þráins Lárussonar með Uppann á Akureyri SÓKNJI Fyrir helgi verður tekin fyrir gjaldþrotabeiðni á Uppann hf. á Akureyri í héraðsdómnum þar. Beiðnin er send inn í kjölfar furðulegra tilfæringa með rekstur fyrirtækisins, þar sem forráða- menn þess hafa verið á skipuleg- um flótta undan opinberum og óopinberum innheimtumönnum. FIMM MILLJÓNA KRÓNA SKATTSKULD Miðvikudaginn 25. nóvember greip innheimtumaður ríkissjóðs Björti Rögtivaldsson, aðalfulltrúi hjá sýslumanninum á Akureyri, til þess ráðs að innsigla Uppann hf. á Akureyri, en fyrirtækið hefur haft margvíslegan rekstur með hönd- um. Fyrirtækið hefur rekið veit- ingastaðinn Uppann, skemmti- staðinn 1929 og Bíóbarinn. Ástæðan fyrir lokuninni var tæplega fimm milljóna króna skuld á opinberum gjöldum sem samanstóð að mestu af ógreidd- um staðgreiðsluskatti og virðis- aukaskatti. Hvort tveggja vörslu- skattsskuldir, sem gerir málið al- varlegra. Þrátt fyrir að greitt hafi verið inn á skuldimar öðm hverju hafa þær hlaðist upp í langan tíma. Virðisaukaskatturinn er fyr- ir júlí, ágúst, september, október og nóvember en staðgreiðslu- skatturinn frá því í september. Þegar staðurinn hafði verið Iok- aður skamma hríð kom Þráinn Lárusson, veitingamaður á Upp- anum, til Bjöms og tilkynnti hon- um að allur reksturinn hefði verið seldur nýju fýrirtæki, 1929 hf. Það er víst óhætt að segja að sala þessi hafi komið öllum hlutaðeigandi á óvart. Salan sagði Þráinn að hefði farið fram áður en staðurinn var innsiglaður. Tilkynning um það hafði hins vegar ekki komist suð- ur til hlutafélagaskrár vegna óveð- urs. Var þessi skýring talin góð og gild, meðal annars vegna þess að Þráinn gat framvísað kvittunum. ÞRÁINN SKRÁÐUR FRAM- KVÆMDASTJÓRIÞRÁTT FYRIR AÐ HANN VÆRI í GJALDÞROTSMEÐFERÐ Þegar í upphafi var ljóst að sömu aðilar stóðu að rekstrinum, en fjölskylda Þráins er skrifuð fýr- ir 1929 hf. Faðir hans, Lárus Zop- honíasson forstöðumaður Amts- bókasafnsins á Akureyri, er skráð- ur kaupandi, en hann var einnig skráður stjórnarformaður Uppans hf. Þar sem hann er í opinberu starfi munu vera áhöld um að hann geti sinnt þessum umsvif- um. Kaupverðið er skráð 6,3 millj- ónir króna en engar fasteignir er þarna um að ræða, eingöngu var verið að kaupa lausafjármuni svo og reksturinn. Við söluna vom að sjálfsögðu yfirteknar skuldir, en ljóst þykir að með henni er kröfu- höfum mismunað. Það verður því væntanlega þeirra að ákveða hvort þeir vilja að hún standi. Þráinn var hins vegar skráður framkvæmdastjóri og prókúru- hafí eins og í Uppanum hf. Það má hans hins vegar ekki vegna þess að hann er í gjaldþrotsmeð- ferð. Þessu varð því að breyta strax og hlutafélagaskrá sá þetta. Núverandi framkvæmdastjóri og prókúruhafi er því Magnús Ein- arsson. Það blasir hins vegar við að hann hafði umsjón með Upp- anum í andstöðu við það sem seg- ir í lögum um hlutafélög. Eftir að tilvist hins nýja félags var sönnuð var staðurinn opnað- ur affur í samráði við fjármála- ráðuneytið. Flestum þykir hins vegar ljóst að þessir sölugerningar standist ekki og tók meðal annars Björn Rögnvaldsson undir það í samtali við blaðið. En áður en reksturinn var haf- inn aftur var tekin ákvörðun um að senda allt málið til ríkissak- sóknara. Var því kæra útbúin og málsskjöl send suður fyrir helgi. Það bíður síðan ákvörðunar Hall- varðs Eitivarðssonar ríkissak- sóknara hvort hann höfðar opin- bert refsimál vegna viðskiptanna. UNGLINGAR FÁ GREITT í MATOGDRYKK Föstudaginn 27. nóvember sendi síðan lögmaður Lífeyris- sjóðsins Sameiningar, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, inn kröfu um gjaldþrotaskipti. Ljóst er að Þrá- inn hefur staðið ákaflega illa að greiðslu launa og launatengdra gjalda. Munu skuldir hans við líf- eyrissjóðinn og stéttarfélög vera um tvær milljónir króna. Þá mun skuld við bæjarfélagið nema um tveimur milljónum. Ekki hafa verið staðin skil á launatengdum gjöldum til stéttar- félags fyrir síðustu tólf mánuði. Einnig munu laun vera ógreidd að minnsta kosti þrjá mánuði aftur í tímann. Þá hefur blaðið heimildir fyrir því að ekki hafi verið staðin skil á skyldusparnaði starfsfólks allt frá upphafiárs 1991. Eftir því sem komist verður næst starfar mikið af ungu fólki á stöðunum og munu launagreiðsl- ur vera ákaflega stopular. Hefur PRESSAN heimildir fyrir því að jafnvel hafi unglingarnir fengið greitt í mat og drykk við litlar vin- sældir foreldra. Sérstaldega átti þetta við þá sem unnu á börun- um. Þá munu margir unglingar eiga inni nánast alla sumarvinnu sína hjá Þráni. '-•teáiÍL Þráinn Lárusson: Beitir öllum brögðum til að halda rekstri Uppans gangandi. Erfitt er að segja hvað gerist næst í málinu, en líklegt er talið að gjaldþrotsúrskurðurinn.nái fram að ganga og þá kemur til kasta bú- stjóra um framhaldið. Eftir því sem næst verður komist hafa ýmsir aðstandendur Uppans veitt veð í eignum sínum og meðal kröfuhafa ríkja nú áhyggjur um að fresturinn verði notaður til að af- létta þeim á kostnað almennra kröfuhafa. Sigurður Már Jónsson Ríkissaksóknara hafa verið send öll gögn um viðskiptin undanfarnar vikur með Uppann hf. á Akureyri. Er ljóst að þar hefur verið reynt mjög á þanþol laganna í tilraun veitingamannsins Þráins Lárus- sonar til að halda í reksturinn. VIDSKIPTIN KÆRDI HEILIILAGITIL SAK- Angórufatnaður hefur tekið við af Fínuli, en Borgarnesbær er sem fyrr aðaleigandi. Kröfur í þrotabú Fínullar um 70 milljónir Bærinn skipti um nafn og hélt áfram rekstri Skiptameðferð er ekki lokið á þrotabúi Fínullar hf. í Borgarnesi, en kröfulýsingarfrestur er nú út- runninn. Á meðan heldur fyrir- tækið áffam rekstri í eigu Borgar- nesbæjar. Eftir því sem næst verð- ur komist eru kröfur nálægt 70 milljónum króna og þar af eru veðkröfur í tæki fínullarverk- smiðjunnar um helmingur. Fyrsti skiptafundur verður á morgun, föstudag. Bæjarstjórn Borgarness hefur stofnað nýtt félag, Angórufatnað hf„ sem tók reksturinn á leigu eftir að Fínull hf. varð gjaldþrota. Bær- inn er sem fyrr aðaleigandi fyrir- tækisins og leggur nú til fjórar milljónir af fimm milljóna láóna hlutafé Angórufatnaðar. Afgang- inn á Sigurður Fjeldsted fram- kvæmdastjóri ásamt tveimur öðr- um einstaklingum. Um leið og þetta nýja fýrirtæki var stofnað tók nýr fulltrúi bæjarins að sér stjórnarformennsku; Skúli Bjamason læknir hefur leyst Öla Jón Gunnarsson bæjarstjóra af hólmi. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR ríkir nokkur óánægja meðal smærri kröfuhafa yfir því að bærinn hefur ekki viljað taka af skarið um hvernig kröfur vegna Fínullar verða gerðar upp, því ljóst er að margar kröfur greiðast ekkiúrþrotabúinu. Þá er ljóst að bærinn er búinn að tapa hlutafé sínu í Fínull en hefur eigi að síður lagt fram nýtt hiutafé. Hlutafé Fínullar var um 30 milljónirkróna. Rekstrarhorfur fýrirtækisins hafa lítið batnað og ljóst að verulegt tap varð á rekstr- inum sjálfum þann stutta tíma sem Fínull starfaði. Þá hefur PRESSAN heimildir fýrir því að fram á síðustu stundu hafi bæjarstjórnin haft þær upp- lýsingar að rekstur Fínullar gengi ágætlega. Það hafi því komið mönnum á óvart hvernig staðan var. Fyrirtækið var aðeins búið að vera um ár í rekstri í Borgarnesi þegarþaðfóríþrot. Að sögn Sigurðar hefur rekst- urinn gengið bærilega undanfarið, enda er þetta aðalsölutími fyrir- tækisins. Hann taldi því nokkum grundvöll fýrir áframhaldandi rekstri. Siguröur Már Jónsson 4

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.