Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 31 HÁTINDUR ÁNÆGJUNNAR ATUNGUNU Nú keppast allir við að vera sérstakir. Þar eru ekki undan- skildir þeir Richard Scobie ogfélagar hans úr alþjóðlegu rokksveitinni X-rated sem efndi til útgáfutónleika með meiru áfimmtudagskvöld. Þetta voru semsé ekki bara tón- leikar heldur einnig skuggamyndasýning afnakinni konu; reykelsisilm lagðifyrir vit manna og vínið flautyfir árbakka sína. Stærsta prikiðfá þeirfélagarnirfyrir boðsmiðann, sem var merkilega góð og reyndar einnig eiguleg hugmynd, en hann var íformi myndarlegs kross í leðurbandi. Útvarpsstjarnan Valdís Gunnarsdóttir í góðum féiagsskap Hrundar, eig- inkonu eiganda útvarps- stöðvarinnar FM. Þær bera báðar krossinn um hálsinn en fóru þó ekki með trúarjátninguna, að minnsta kosti ekki opin- beriega. Hvað ætli hafi gengið i gegnum huga Siggu Bein- teins á þessu augnabliki? Drápuhliðardrottningin og þó. Nei, þetta er bara Rave-drottningin hún Bryndís hjá Dansstúdíói Sóleyjar sem kennir Rave daginn út og inn. Berleggjuð með bert á milli sté Marta dans í bjarma Tunglsins. Fyrrum hljómsveitarfélagaren núverandi vinir Richards Scobie, þeir Sigurður Grön- dal og Ingólfur Guðjónsson, sem kunnari er undir Golla-nafninu. Þetta eru menn- irnir á bak við Kiss- gervið. Þótt þeir tækju sig vel út í gervinu eru þeir öðruvísi en hin upprunalega hljómsveit að því leyti að þeir þora að láta sjá sig opinberlega ómálaðir. Fljótt á litið virðist myndlistarmað- urinn Nonni eiga sértvífara, að minnsta kosti í hinum einstaka og djarfa klæðaburði. 35 g Lági-Hóll er tilvalinn fyrir litlar fjallageitur. éW S°9 í' # Hér verða £ fjallkóngarnir að velja ó milli Ljósuf jalla, Dökkufjalla og Hvítufjalla. 100 g Þrídrangar. Allt að því hættulega freistandi. 3x lOOg ... og freistingin þrefaldast. 200 g Það fylgir því Ijúf sælutilfinning að sigrast á Tindafjöllum. 400 g Tígulegir súkkulaðitindarnir gnæfa yfir núggat þaktar fjallsræturnar. Þú kemst ekki hærra. Áskorun sem enginn stenst. Toblerone, sex stærðir, þrír litir, ótal ánægjustundir. Það fór vel á með gömlu Stuðmönnunum, Ragnhildi Gísladóttur og Agli Ólafssyni, á Bar- rokk, en þau eru hvort í sínu horninu um þess- ar mundir á sóló-flippi. m\\ uðtt á Barrokk Kvikmyndastjarna íslands og eitt mesta poppgoð landsins, Egill Ólafsson, heldur sig við sama ritmann í ár og í fyrra. Hann gefur nú út plötuna Blátt blátt, en fyrir um ári kom út platan hans Tifa tifa. Af því tilefni hélt hann vinum sínum, vandamönnum og velgjörðar- fólki veislu á bláa staðnum Barrokk þar sem boðið var upp á tónlist, drykk og ar- ineld. Egill Ólafsson? Nei, bróðir hans, Hinrik Ólafs- son. Það má vart á milli sjá hvor líkist hinum meir. Er það kannski bara hárið? Við hlið hans sitja Alfreðsdæturnar tvær úr Garðabæ sem orna sér báðar við arineldinn. Agli var klappað lof í lófa fyrir tónlist sína. f bakgrunni má sjá hina Kátu pilta, en fyrir fram- an þá standa Óskar í Skífunni, einn af aðstoð- armönnum Egils, og hinn mikli gleðimaður Valgeir Skagfjörð. HVERJIR ERU HVAR? Það stendur skrifað svart á hvítu í News from lceland að á Bíóbarinn venji komur sínar ieikarar, myndlistarmenn, fjöl- miðlafólk og kvikmyndagengi. News-ið er ekki langt frá sannleikanum því þar brá fýrir um helgina leikurunum Jó- hanni Sigurðarsyni, Baltasar Kormáki, Steinunni Ólínu Ingvari E. Sigurðssyni og Tinnu Gunnlaugs, myndlistarmönnunum Magnúsi Tómassyni, Hring Jó- hannessyni, Húberti Nóa, Daníel, Huldu Hákon og Jóni Óskari. Þarna voru líka Friðrik Þór Friðriksson, Eg- ill Ólafsson, Sigursteinn Másson, Arthúr Björgvin Bollason, nokkrir aðstandendur myndarinnar Stuttur frakki, Rafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, Bergþór Pálsson, Robin Stapleton, Mörður Árnason og Einar Örn sykurmoli. Bára Sigurjónsdóttir gerði stuttan stans og Brynja Nordquist leit inn. Á Café Romance voru meðal annarra Bára Sigurjónsdóttir Svava Johansen og Bolli í Sautján, grínbræðurnir Halli & Laddi, Brynja Nordquist, Sigursteinn Másson, Baltasar og Steinunn Ólína. í Rósenbergkjallarann kíktu inn Móeiður Júní- usdóttir og hennar maður, Eyþór Arnalds, Baltasar, Dóra Takefusa, Júlíus Kemp og Ingibjörg Stefáns- dóttir. Björk sykurmoli var erlendis um þessa helgi en hún er tíður gestur. Hún lofaði þó að mæta aftur þegar heim væri komið um jólin. Á hæðinni fyrir ofan, í Tunglinu, voru Svava Johansen, Simbi, Biggi, Bjarni Breiðfjörð, Hildur Hafstein, Rut Róberts í Kjallaranum, Richard Scobie, Júlíus Kemp og Ingibjörg og nokkur módel; þær Anna Margrét Jónsdóttir Elma Lísa og Nanna Guð- bergsdóttir. Þarna áttu Baltasar og Sigursteinn Más- son líka leið hjá. Af ofanskráðu má sjá að Baltasar Kor- mákur er ókrýndur konungur samkvæmislífsins og geri aðrir betur ívíðferli. Sálarskipti Prelude To a Kiss ★ ★ Alec Baldwin lendir í þeim ósköp- um að gamall maður kyssir kon- una hans löngum kossi og skiptir um líkama við hana á meðan. Friðhelgin rofin Unlawful Entry ★★ Þetta gæti verið Höndin sem vöggunni ruggar II eða Pacific Heights III. Systragervi Sister Act ★★ Það er visst áfall þegar kemur í Ijós að systurnar syngjandi eru fyndnari en Whoopi Goldberg. Veggfóður ★★★ Fjörug og skemmtileg. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★ Ótrúlega fögur mynd og fjarska óhugnanleg þegar það á við. Kúlnahríð Rapid Fire ★★ Hefnd sonar Bruce Lee. Karatemennirnir eru í hærri klassa en kvikmynda- fólkið og fá báðar stjörnurnar. Systragervi Sister Act ★★ Blanda gaman- og tilfinningasemi og sannar að það er sjaldan góður kokkteill. Lygakvendið Housesitter ★★ Myndin er spunnin út frá bráð- snjallri hugmynd, en það er líka allt og sumt. Kaliforníumaðurinn California Man ★ Hellisbúi í Kaliforníu. HASKOLABIO Ottó Otto der Liebesfdm ★ Otto Waalkes virðist vera svo fljótur að búa til myndir að engar líkur eru á að eftirspurn eftir honum vaxi á milli myndanna. Hann er því á góðri leið með að verða eins og Valgeir Guðjónsson var á tímabili og ætti að fara að ráðum hans og hafa hægt um sig um stund. Jersey-stúlkan Jersey Girl ★ Gam- anmynd fyrir þá sem sjá allt í bíó; þá sem þola ekki að eiga eina ein- ustu stund með sjálfum sér eða sínum nánustu. Boomerang ★ Myndin sem átti að draga úr hraðri niðurleið Eddies Murphy af stjörnuhimninum. Hann stendur sig þokkalega en getur samt litlu bjargað. Forboðin ást Ju Dou ★★★★ Meistaraverk. Óvenjustílhrein mynd þar sem hvert smáatriði er mikilvægur þáttur í magnaðri heild. Svo á jörðu sem á himni ★★★. Háskaleikir Patriot Games ★★ Smásmuqulegheit eru helsti kostur reyfara eftir Tom Clancy. Þegar þau vantar verður söguþráðurinn helsti fátæklegur. Steiktir grænir tómatar Fried Green Tomatoes ★★★ LAUGARASBIOI Lifandi tengdur Live Wire ★ Mynd fyrir myndbandamarkað sem einhverra hluta vegna hefur fengið forsýningu í bíó. Tálbeitan Deep Cover ★★ Nokk- uð smart mynd með meira af spennu en ofbeldi. Eitraða Ivy Poison Ivy ★ Þótt Drew Barrymore sé fræg að end- emum í slúðurdálkunum er hún ekki nógu svakaleg til að standa undir þessari rullu. Á réttri bylgjulengd Stay Tuned ★ Jón Axel og Gulli — The Movie. Nokkuð af góðum hugmyndum en þreytandi til lengdar. Leikmaðurinn The Player ★★★★ í senn þriller, gamanmynd og háðsádeila. Algjört möst — líka til að sjá 65 stórar og litlar stjörnur leika sjálfar sig. Maður býst við Gunnari Eyjólfs í hverri senu. Sódóma Reykjavík ★★★ Álappa- legir smákrimmar í höfuðborginni. Homo Faber ★★★★ Hittið frá síðustu kvikmyndahátíð endursýnt. Henry, nærmynd af fjöldamorð- ingja ★★ Að ýmsu leyti ókræsi- legri morðingi en Hannibal Lecter. Prinsessan og durtarnir ★★★($- lensku leikararnir standa sig ekki síður en þeir teiknuðu. í sérflokki A League of Their Own ★★★ Líklega skemmtu leikararnir sér enn betur en áhorfendurnir. Það ætti hins vegar engum að leiðast að horfa á Geenu Davis. Það á þó ekki við um eldri útgáfuna af henni né fimmtán síðustu mínút- urnar. Þær máttu missa sín. Bitur máni Bitter Moon ★★★ Meinlega erótísk og oft kvikyndis- lega fyndin sápuópera. Mikið tal, strandferðaskip og allt sem prýða má góða og gamaldags sögu. Börn náttúrunnar ★★★ Borg gleðinnar City of Joy ★★★ Myndin kemur óhugnaði fátækra- hverfanna í Kalkútta vel til skila en sagan mætti vera rismeiri. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.