Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 í Þ R Ó T T I R 25 Jónas Gunn- arsson keilari LANDSUÐS- NEFNDIN VELUR AÐEINS VINI SÍNA! „í lands- liðsnefndinni eru þrír menn og þeir velja aðeins vini s(na,“ segir Jónas Gunnarsson keilari en hann og fleiri eru ósáttir við störf landsliðs- JónasGunn- nefndarinnar arsson er í keilu. „Ég ósátturvið tel að ekki sé hvernig lands- farið eftir Mðsmálum í hæfni manna keilu er hátt- né árangri, að heldur eru einhverjar aðrar ástæður þar að baki,“ segir Jónas. Hann bendir ennfremur á að ef litið er á meðalskor leikmanna landsliðsins séu að minnsta kosti tveir með talsvert lægra meðalskor en toppspilarar landsins. Ert þú ekki barafúllyfir að vera ekki sjálfur valinn í landsliðið! „Nei ekki get ég sagt það. Ég verð þó að viðurkenna að ég á alveg jafnt heima í liðinu eins og nokkrir sem þar eru, en hins vegar get ég bent á menn sem mér finnst mjög blóðugt að skuli ekki vera í liðinu. Landsliðið á að vera skipað þeim bestu og í keiluíþróttinni er mjög auðvelt að sjá hver geta manna er,“ Meðalskor Jónasar Gunn- arssonar er um 190 stig og er hann í hópi tíu hæstu spilara landsins. Jónas segist hafa byrj- að að stunda keilu árið 1986 en undanfarna þrjá mánuði hafí hann ekkert getað æft sig vegna mikillar vinnu, enda starfar hann í prentsmiðju sem er í miðri jólabókavertíð. Hann hafi hins vegar náð að mæta í leiki með liði sínu KR-MSF. Svo undarlega sem það kann að hljóma hefur meðalskor hans hækkað á þessum tíma. Jónas kann hins vegar enga skýringu á þessum bata sínum. Skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA Hetjurnar eru i handboltanum Handboltamennirnir — Strákarnir okk- ar — raða sér í efstu sætin yfir uppá- haldsíþróttamenn þjóðarinnar. Aftíu efstu á listanum eru sjö handboltamenn og þeir raða sér í fjögur efstu sætin. Þeir eru númer eitt, tvö, þrjú og líka fjögur. Þrátt íyrir að handboltinn beri ekki eins af öðrum íþróttagrein- um á veturna og áður eru hand- boltamennirnir enn efstir í huga fólks þegar það er spurt um uppá- haldsíþróttamanninn. Af þeim sextán íþróttamönnum sem fengu fleiri en eina tilnefningu voru átta handboltamenn. Það segir ekki prósent. Kristján Arason er vinsælasti íþróttamaður Islendinga. Hann situr nokkuð öruggur í fyrsta sæt-. inu. Kristján hefur verið einn af homsteinum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug eða svo. Hann hefur gert garðinn frægan erlendis og leikur nú og Kristján Arason er vinsælasti íþróttamaðurinn. Guðmundur Hrafnkelsson er númertvö. Geir Sigurður Valdimar Sigrún Huld Sveinsson Sveinsson Grímsson Hrafnsdóttir spilar með FH. Guðmundur Hrafnkelsson er aðalmark- maður landsliðs- ins í handbolta og lenti í öðru sæti í þessari Eyjólfur könnun. Hann Sverrisson a11i stóran þatt í árangri íslands á Ólympíuleikunum og B-heims- meistarakeppninni í Frakklandi. Guðmundur lék áður með FH en spilar nú með Val. Hann getur lokað markinu og unnið leiki. Alfreð Gíslason er í þriðja sæti. Hann er hægrihandarskytta og hefur verið einn af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta undanfarinn áratug. Alfreð hefur Lilja María PéturGuð- Snorradóttir mundsson alla söguna, því handboltinn átti sjö af tíu efstu. Og það varð hand- boltamaður í fyrsta, öðru, þriðja og fjórða sæti listans — auk þess sem tveir handboltamenn deildu fimmta sætinu með öðrum íþróttamanni. Af atkvæðum sem féllu til íþróttamanna sem fengu fleiri en eitt atkvæði hrepptu handboltamennirnir rétt tæp 70 Jón Páll Bjarni Sigmarsson Friðriksson meðal annars verið valinn í heimsliðið og var kosinn leikmað- ur B-heimsmeistarakeppninnar í Frakklandi. Alfreð lék um tíma er- lendis en er nú leikmaður og þjálf- ariKA. Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handbolta, lenti í íjórða sæti. Geir er línumað- ur, lék á Spáni og er nú fyrirliði Vals. Þrír íþróttamenn deildu með sér fimmta sætinu; Sigrún Huld Hrafnsdóttir, þroskaheft sund- kona, Sigurður Sveinsson og Valdimar Grimsson handbolta- menn. Sigrún Huld hefur mokað inn verðlaunum fyrir sund, bæði hér heima og erlendis. Hún átti stóran þátt í góðum árangri fs- lendinga á Ólympíumóti þroska- Einar Vilhjálmsson Ragnheiður Runólfsdóttir Alfreð Gíslason er sá þriðji. gerð um sumar. Það skýrir hins vegar ekki dapra útkomu körfu- boltans, sem hefur notið ört vax- andi fylgis að undanförnu. Á listanum er síðan enginn gol- fari, enginn blakmaður, enginn keilari, enginn akstursíþrótta- maður og enginn pílukastari. Innbyrðis klofningur Blika vegna auglýsingaskiltis Það virðist greinilega há sum- um félögum hve margar deildir eru starfræktar innan raða þeirra. Sú er að minnsta kosti raunin hjá Breiðabliki í Kópavogi. Þeir sem fylgjast með íþróttum hafa vafa- laust tekið eftir að Byggingar- vöruverslun Kópavogs, BYKÓ, hefur stutt dyggilega við bakið á Breiðabliki, aðallega þó knatt- spyrnudeildinni. Meistaraflokkur félagsins hefur um árabil leikið í búningum skreyttum auglýsing- um frá fyrirtækinu. Forráða- menn handknattleiksdeildar fé- lagsins virðast hins vegar kæra sig kollótta um stuðning fyrir- tækisins við knattspyrnudeildina. Þeir hafa yfir að ráða stóru fletti- skilti hjá íþróttasvæði félagsins í Fífuhvammsdal sem blasir við sjónum vegfarenda Hafnarfjarð- arvegar. Þá vantaði auglýsanda á skiltið og leituðu til aðalkeppi- nautarins, Húsasmiðjunnar, af r.vSMí'* m HÚSASMIÐIAN Skiltið umdeilda í Kópavogi. í bakgrunni sést í stúku Kópavogsvall- ar þar sem Breiðablik leikur. þeim sökum. Forráðamenn knattspyrnudeildarinnar og BYKÓ-menn tóku þessu að von- um illa og töldu þetta svik hjá handknattleiksdeildinni. Neituðu BYKÓ-menn meðal annars um tíma að endurnýja auglýsinga- samning við knattspyrnudeild- ina. Ekkert var þó við þessari auglýsingu að gera og til að bregðast við þessum útleik Húsa- smiðjunnar brugðu BYKÓ-menn þá á það ráð að láta stóra auglýs- ingu á stórt flettiskilti sem Knatt- Krókur á móti bragði! Auglýsing BYKÓ blasir við þeim sem gera sér ferð í Húsasmiðjuna. spyrnufélagið Þróttur hefur sett upp á horninu á Sæbraut og Holtavegi. Blasir því auglýsing BYKÓ við viðskiptavinum Húsa- smiðjunnar, en aðalstöðvar hennar eru þar skammt frá. heftra. Sigurður Sveinsson er vinstrihandarskytta og fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Hann sat löngum á varamannabekkn- um þar en blómstraði oftast þegar hann fékk tækifæri til; sérstaklega í B-heimsmeistarakeppninni. Sig- urður lék lengi handbolta erlendis en spilar nú með Selfossi og átti stóran hlut í ágætu gengi liðsins í fyrra. Valdimar Grímsson er hornamaður með landsliðinu og Val og aðalvítaskytta á báðum stöðum. Tveir íþróttamenn deila síðan áttunda sætinu; Jón Páll Sig- marsson, kraftakall og vaxtar- ræktarmaður, og Páll Ólafsson handboltamaður. Jón Páll er fyrir löngu orðinn þjóðhetja á Islandi; fyrst sem kraftlyftingamaður, þá vaxtarræktarmaður og síðan kraftakarl og skemmtikraftur. Páll Ólafsson er sjöundi handbolta- maðurinn á listanum og því síð- astur inn í byrjunarlið listans. Páll var leikstjómandi landsliðsins þar til fyrir fáeinum misserum. Hann spilar nú með Haukum í Hafnar- firði. Bjarni Friðriksson júdómað- ur er tíundi á listanum. Bjarni hef- ur verið ósigrandi í júdói á fslandi í rúman áratug, hefur gert það gott á Norðurlandamótum og vann til bronsverðlauna á Ólymp- íuleikunum í Los Angeles. Þrír íþróttamenn deila ellefta sætinu; Einar Gunnar Sigurðs- son, stórskytta með handknatt- leiksliði Selfoss, Einar Vil- hjálmsson spjótkastari og Ragn- heiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi. Lilja María Snorradóttir, fötluð sundkona, og Pétur Guðmundsson körfu- boltamaður eru síðan í fjórtánda sæti og Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður í Stuttgart, er í því sextánda. Aðrir íþróttamenn fengu minna en tvö atkvæði. Það vekur athygli hversu afger- andi staða handboltans er á listan- um. Aðeins einn fótboltamaður, Eyjólfur, kemst á lista yfir þá efstu. Ef til vill hefði fótboltinn komið betur út ef könnunin hefði verið Um helgina KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Haukar-Njarðvík kt 20. Haukar eru sigurstranglegri en allt getur gerst. Verður án efa spennandi leikur. Skallagrímur-KR kl. 20. Tvö neðstu liðin í b-riðli úrvaldsdeild- arinnar. Verður örugglega jafn leikur. KÖRFUBOLTI1. DEILD KVENNA ÍS-Keflavík kl. 20 UtAlAUkliXimi HANDBOLTI 1.DEILD KARLA ÍR-ÍBV kl. 20. iR-ingar mæta grimmir til leiks eftir að hafa gold- ið afhtoð gegn FH í síðasta leik. KÖRFUBOLTI ÚRVALSDEILD Breiðablik-Tindastóll kl. 20. Síð- asti leikur Blíkanna var besti leikur þeirra I langan tíma. Allt getur gerst. KÖRFUB. 1. DEILD KVENNA KR-Keflavík kl. 19.45. Er hægt að vinna Keflavíkurstúlkurnar? mvM.'wmM’MM.'M.'ai) KORFUBOLTI URVALSDEILD Keflavík-Haukar kl. 16.30. Hörkuleikur tveggja efstu liða a- riðils. Stöðva Haukat-sigurgöngu Keflvíkinga? Leikurinn verður sýndur beint I Sjónvarpinu. KÖRFUB. 1. DEILÐ KVENNA Tindastóll-Grindavík kl. 15.30 KR-ÍRkl. 15:30 HANDBOLT11. DEILD KVENNA Valur-Fram Grótta-KR Selfoss-FH, allir leikirnir hefjast kl. 16.30. im'li!R«'l»ljCTlÍl KÖRFUBOLTI ÚRVALDSDEILD Valur-Skallagrímur kl. 20. Vals- arar eru líkleqri til sigurs enda í efsta sæti b-riðils úrvaisdeildarinn- ar. KR-Snæfell kl. 20. Snæfellingar, með Bárð Eyþórsson I fararbroddi, eru á blússandi ferð, en KR-ingar hafa verið daprir í vetur. Liklegt er því að lið Snæfells beri sigur úr býtum. KÖRFUB. 1. DEILD KVENNA Tindastóll-Grindavíkkl. 14. HANDBOLT11. DEILD KVENNA Víkingur-Stjarnan kl. 16.30 Fylkir-ÍBV kl. 20.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.