Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PKESSAN 3. DESEMBER 1992 33 LÍFIÐ EFTIR VINNU „Kímnigáfa oggalsafengið hugmyndaflug hafa einkennt myndlist Hallgríms, en fá ekki að njóta sín tilfullnustu á þessari sýningu. ísamanburði viðfyrri sýningar Hallgríms veldur hún vonbrigðum.“ Skoplegar „skopmyndir“ HALLGRlMUR helgason LOFTUR ATLI NÝLISTASAFNINU Hallgrímur Helgason er einn af þeim sem taka tímabil. Hann vinnur af krafti í ákveðnum stíl um tíma, en breytir síðan til. Það er engin ástæða til að krefjast þess að lista- menn ríghaldi sínu striki til eilífð- arnóns, en spurningin er, hvað þarf að líða langur tími þangað til mann fer að gruna ístöðuleysi? Ég veit að sumum finnst að nú séu tímamir breyttir og listamönnum leyfist að stökkva úr einu í annað að vild. En það breytir því ekki að fyrr eða síðar fer áhorfandinn að taka verkin með fyrirvara; hann er varla búinn að skima yfir mynd- irnar fyrr en hann er farinn að hugsa um við hverju megi búast næst. Myndlistin fer að snúast of mikið um listamanninn sjálfan og flökt hans fram og til baka. Haligrímur er ekki verri en margir aðrir að þessu leyti, en ein- hvern veginn hef ég á tilfinning- unni að hann muni ekki ílendast lengi í því tímabili sem sýningin á Nýlistasafninu tilheyrir. Allar myndanna bera titilinn „Portrett“. Flestar þeirra em portrett, málað- ar í olíulitum á striga. Það væri kannski nær að kalla þær skop- myndir en portrett. Skoplegar brjóstmyndir af ónafngreindu fólki dregnar með léttum pensil- dráttum í daufum brúnum og grá- um tónum, án bakgrunns. Á stöku stað hefur hann svo skotið inn ramma þar sem einlitur bolur eða peysa hefur verið strekkt yfir striga. Þessar „myndir“ eru að sjálfsögðu ekki „portrett", nema hugmyndin sé sú að flíkumar feli í sér ímynd einhverrar persónu í þeim skilningi að „fötin skapa manninn". Þessi innskot hafa svipuð áhrif á sýninguna í heild sinni og gæsalappir geta haft í rit- uðu máli, þ.e. að það eigi að taka það sem er innan gæsalappanna í annarri merkingu en þeirri hvers- dagslegu. Vegna þess að peysu- verkin eru ekki portrett, í venju- legum skilningi, hvarflar að manni að það sé verið að gefa í skyn að andlitsmyndirnar séu heldur ekki portrett í venjulegum skilningi. Það er ekki aðeins verið að afhjúpa skoplegu hliðina á fólkinu í myndunum, listin sjálf er skopleg. Hallgrímur vill vera tek- inn alvarlega sem myndlistarmað- ur sem tekur myndlist ekki alltof hátíðlega. Kímnigáfa og galsafengið hug- myndaflug hafa einkennt mynd- list Hallgríms, en fá ekki að njóta sín til fullnustu á þessari sýningu. í samanburði við fyrri sýningar Hallgríms veldur hún vonbrigð- um. Ekki rötuðu allar myndimar upp á vegg, sumum hefur verið staflað kæruleysislega upp við vegg á gólfinu. Það er eins og Hall- grímur hafi ekki verið alltof viss í sinni sök sjálfur. Loftur Átli deilir salarkynnum Nýlistasafnsins með Hallgrími. Loftur útskrifaðist með Masters- gráðu í ljósmyndun og myndlist frá California Institute of Arts í fyrra og verkin á sýningunni eru unnin á meðan á skólagöngu hans stóð. Það er greinilegt að hann hefur notað tímann vel til að láta reyna almennilega á hvað í hon- um býr. Verkin em stór og marg- brotin að gerð, en nokkuð sund- urlaus, sem er ekki óeðlilegt þegar unnið er innan veggja skólans. En þau eiga það öll sameiginlegt að hann hefur beitt ljósmyndatækn- inni í einni eða annarri mynd. Elstu verkin eru nokkuð þvinguð og yfirdrifm, en þau yngri áreynslulausari og einfaldari I sniðum. Þegar upp er staðið er „Minnisvarði anonymusar“ áleitnasta verkið á sýningunni, þótt það standi í skugganum af fyrirferðarmiklum leikrænum til- burðum annarra verka í salnum. Sýningin ber ekki með sér að hann hafi afmarkað sér svið, en hann hefur boðað komu sína og verður vonandi reglulegur gestur í sýningarsölum borgarinnar. Gunnar J. Ámason. „Kósí“ veitingahús með „grúví“ réttum VIÐTJÖRNINA ★★★ HELSTU KOSTIR JAFNGÓÐUR MATUR, STERKUR HEILDARSVIPUR OG HLÝLEGUR ANDI. HELSTU GALLAR EILlTIÐ GEST-FJANDSAMLEG ÞJÓNUSTAINAFNIVANDVIRKNI STARFSFÓLKSINS. OVið Tjörnina er líklega það veitingahús í Reykja- vík, sem kemst næst því að standa undir nafni sem fjöl- skylduveitingahús. Ekki í þeirri merkingu að það henti fjölskyld- um, sem vilja losna við að þvo upp á sunnudögum, heldur er það rekið af hjónum, sem bæði setja sterkan svip á staðinn; Rúnar í eldhúsinu og Sigríður frammi í sal. Það eru að sjálfsögðu fleiri veitingahús í Reykjavík, sem eru þannig rekin, en eigendur þeirra þora annaðhvort ekki að setja svip sinn á þau eða hafa einfaldlega svo lítið að'gefa að það nægir ekki til að gestirnir finni fyrir að veitinga- húsið sé þeirra en ekki einhverra allt annarra. Þau Rúnar og Sigríður eru auð- sjáanlega af hippakynslóðinni. Við Tjörnina er því „kósí“ veit- ingahús; fullt af gömlum hús- gögnum og pilleríi. Ef einhver uppi er enn til á íslandi finnur hann sig ekki á Við Tjörnina. Fyrir honum er staðurinn annaðhvort helvíti eða aðhlátursefni. En vegna þess að upparnir eru að deyja út og þeir sem reyna að halda í drauminn eru á góðri leið í gjald- þrot er Við Tjörnina í réttum takti við tímann. Matargerð Rúnars Marvins- sonar er svo lofuð að við það er engu að bæta. f raun væri nær að segja að hún væri oflofuð. Helsta einkenni Rúnars er fiskur í góðum skammti af sósu, sem stundum bragðast eins og kokkurinn hafi verið of lengi að ákveða hvernig hún ætti að vera á bragðið. Að hann hafi verið of Iengi að smakka hana til, bæta hana og laga, svo að á endanum er erfitt fyrir gestinn að átta sig á hvaða bragð er af henni eða hvað kokkurinn var að meina. Vel getur verið að þetta sé frekar einkenni hjálparkokka Rúnars en hans sjálfs — en það breytir litlu fyrir gestinn. En þeir sem eru ekki hrifhir af mikilli sósu með fiskinum geta fundið rétti á seðlinum. Andi Rúnars er ekki svo einsleitur að matseðillinn sé ekki fjölbreyttur; bæði af hráefnum og útfærslum. Aðdáendur kynjafiska og þeir, sem þreytast aldrei á að segja hungursögu fslendinga þegar þeir fúlsuðu við öllu öðru en ýsu og álíka snoppufríðum fiskum, geta gengið að ýmsu góðgæti vísu á seðlinum. Og þótt Við Tjörnina sé fiskrestaurant þá er þar einnig boðið upp á villibráð, lamb og grænmetisrétti. Vínseðillinn á Við Tjörnina er stuttur en til fyrirmyndar. Og eft- irréttirnir eru margir sérlega góð- ir. Á matseðli Við Tjörnina stend- ur að gestir verði að sýna mat- reiðslumönnunum biðlund ef mikið er að gera þar sem þeir vilji vanda sig. Gott og vel. Það er hins vegar verra ef þetta sjónarmið smitar alla starfsmenn og þjón- arnir sem tilreiða fordrykkinn slaka á — jafhvel þegar ekkert er að gera. 17.50 Jólaföndur 18.00 Stundin okkar. E 18.30 Babar 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Úr ríki náttúrunnar. Gila-eðlan, sú eina eitraða í víðri veröld. 19.20 ★ Auðlegð og ástríður 19.25 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir 20.35 fþróttasyrpan. ísknattleiksmenn í Reykjavík og Kári Marísson körfuboltamaður. 21.10 ★★ Eldhuginn 22.05 Til færri fiska metnar Umfjöllunarefnið er launa- munur karla og kvenna á (slandi sem Sjónvarpið ger- ir í samvinnu við Norræna jafnlaunaverkefnið. Um- sjón hefur Hildur Jónsdóttir, nýráðinn ritstjóri Viku- blaðsins. 23.10 Fréttir 23.20 Þingsjá 17.15 Þingsjá E 17.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. 17.50 Jólaföndur 17.55 HvarerValli? 18.25 Barnadeildin 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Magnimús 19.20 Skemmtiþáttur Eds Sullivan Kannski finna þeir bráðum upp lipsjónvarpið? 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir 20.35 Kastljós. 21.05 ★★ Svelnn skytta. Gunguhöfðinginn í toppformi. 21.40 ★★ Derrick 22.40 ★★ Mæðgur, seinni hluti. ítölskfrá 1989 Sophia Loren leikur þar aðalhlutverk. —fiiniMiT— 14.20 Kastljós. E 14.55 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Sheffi- eld Wednesday og Aston Villa. 17.45 íþróttaþátturinn. Beint sýnt frá leik ÍBK og Hauka í körfu. A; 17.50 Jólaföndur. 17.55 Ævintýri úr konungsgarði. 18.20 Bangsi besta skinn. 18.45 Táknmálsfréttir 18.50 ★ Strandverðir 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir 20.35 Lottó 20.40 ★ Fyrirmyndarfaðir. 21.10 Þessi þungu högg. Ný lög með Sálinni sem einnig mun tjá sig um innihaldsríka texta sína, lagasmíðina og hið Ijúfsára samstarf. 21.40 Eplið og eikin. Falling Over Backwards. Kanadísk frá 1990. 23.20 ★★★ Á mannaveiðum. Manhunter. Amerísk frá 1986. Melódrama í anda Miami Vice. Hannibal Leaer kemur við sögu í þessari mynd, sá hinn sami og var síðar gerður að goðsögn í Lömbin þagna. William L. Peterson leikur afdankaðan FBI-mann sem er aftur kallaður til starfa til að koma upp um fjöldamorð- ingja og notar þá aðferð að setja sig inn í hugsunar- hátt morðingjans. 14.40 Siglingakeppni á Ólympíuleikum. Frá Barcelona í sumar. 15.40 Tónstofan. E 16.05 Tré og list. Mauno Hartman, finnskur listamaður. 16.35 Öldin okkar. Franskur myndaflokkur um helstu við- burði aldarinnar. Engir gera sögulega fróðleiksþætti betur en Frakkar. 17.35 Sunnudagshugvekja. María Ágústsdóttir guð- fræðingurflytur. 18.00 Stundinokkar 18.30 Brúðurnar í speglinum. Sænskur myndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Bölvun haugbúans. Kanadísk ungmenni finna vík- ingahaug sem álög hvíla á. Ekkert í líkingu við Hvíta víkinginn. 19.25 ★ Auðlegð og ástríður. 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins. E 20.00 Fréttir. 20.35 ★ Vínarblóð. Það er eitthvað farið að gerast. 21.30 Dagskráin 21.40 Aldamótamenn I. Um Þorvald Thoroddsen jarð- fræðing, sem var af aldamótakynslóðinni og bjó lengi í Danmörku. Hann telst til merkari vísinda- manna íslensku þjóðarinnar. 22.25 Ástin er hvikul. When Will I Be Loved? Amerísk frá 1990 Þrjár konur eiga það sameiginlegt að skilja við eiginmenn sína, þær; Katherine Helmond, Stephanie Powers og Crystal Bernard. Heldur þunnur þrettándi. 23.25 Sögumenn. Many Voices, One World. Sögumaður kvöldsins er Eamon Kelly frá írlandi. 17.00 Hverfandi heimur. Þjóðflokkar sem stafar ógn af kröfum nútímans. í þessum þætti verður fjallað mannfræðilega um Azunde-þjóðfiokkinn í Afríku. 18.00 Borgarastyrjöldin á Spáni. Þáttaröð um ógnvæn- lega atburði sem voru eins konar æfing fyrir heims- styrjöldina síðari og leiddu til einræðisformyrkvunar á Spáni. S U N N U D A G U R 16.45 Nágrannar 17.30 Meðafa E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur. 20.35 ★★ Eliott-systur 21.35 Aðeinsein jörð 21.50 Laganna verðir 22.40 Myndir morðingjans. Fatal Exposure. Amerísk frá 1990. Kona nokkur fær vitlausa filmu úr framköllum og reynast það myndir af morðingja nokkrum sem marga langar að ná. Spennandi en ekki gott. 00.05 ★★ Á bakvakt E Offbeat. Amerísk frá 1986 Meg Tilly leikur í þessari áður en hún verður voða fræg. 16.45 Nágrannar 17.30 Áskotskónum 17.50 Litla hryllingsbúðin 18.10 Eruð þið myrkfælin? 18.30 NBA-deildin E 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.35 Sá stóri. Breskur myndaflokkur. 21.10 ★ Stökkstræti 21 22.05 ★★ Gleðilegt nýtt ár. Happy New Year. Amerísk frá 1973. Peter Falk óskar öllum gleðilegs árs þótt snemmt sé. Amerískur gimsteinaþjófnaður. 23.30 © Gegn vilja hennar. Without Her Consent. Amer- ísk frá 1990. Ungri konu er nauðgað og kærastinn tekur lögin í sínar hendur. Hún Melissa Gilbert, úr Húsinu á sléttunni, fær hér nýtt andlit. 01.05 © Ishtar. EAmerískfrá 1987 Einhver mislukkaðasta stórmynd allra tíma. — ■■!■■■■ M — 09.00 Meðafa 10.30 Lísa í Undralandi 10.55 Súper Maríó-bræður. 11.20 Nýjar barnabækur. 11.35 Ráðagóðir krakkar 12.00 Dýravinurinn Jack Hanna. Villt dýr í dýragörðum heimsótt. 12.55 RúnarÞór. E 13.25 © Xanadu. E Olivia Newton-John syngur og dansar og ELO spilar undir. Ágæt tónlist en léleg mynd. 15.00 Þrjúbíó. Sagan af Gulla grís. 16.00 David Frost ræðir við Elton John. 17.00 Leyndarmál. E Secrets. Amerísk endursýnd sápa byggð á „meistaralegum" skrifum Judith Krantz. 18.00 Poppogkók 18.55 Laugardagssyrpan. Teiknimyndir. 19.19 19.19 20.00 ★ Falin myndavél 20.30 Imbakassinn 20.50 ★★ Morðgáta 21.55 ★★ StórmyndinT/ie Big Picture. Amerísk frá 1989. Jennifer Jason Leigh, sem leikur í stórmyndinni Single White Female, og Kevin Bacon fara með stór hlutverk í þessari mynd sem minnir um margt á The Player, að minnsta kosti Hollywood-brandararnir. 23.35 © Flugránið, saga flugfreyju. The Taking of Flight 847. Amerisk. Flugslysamynd þar sem allir bjargast nema einn. Þrátt fyrir klisjuna fékk hún nokkur Emmy- verðlaun. 01.05 í kapphlaupi við tímann. ERunning Against Time. Amerísk frá 1990. Flakk aftur til tíma Johns F. Kenne- dy og Víetnamstríðsins. Ekki það fyrsta og ekki það síðasta. S UNNUDAGUR 09.00 Regnboga-Birta. 09.20 ÖssiogYlfa 09.45 Myrkfælnu draugarnir. 10.10 Prins Valíant. 10.35 Maríanna fyrsta 11.00 Brakúla greifi 11.30 Blaðasnáparnir 12.00 Sköpun. Bílar. 13.00 NBA-deildin Sýnt frá leik. 13.25 Stöðvar 2-deildin. íslandsmótið í handknattleik. 15.45 NBA-körfuboltinn. 17.00 Listamannaskálinn. Arthur Miller, sem hlaut Pulitz- er-verðlauninn fyrir „Sölumaður deyr" og var kvænt- ur Marilyn Monroe um tíma. 18.00 60 mínútur. Bandarískur fréttaþáttur. 18.50 Aðeinsein jörð. E 19.19 19.19 20.00 ★ Klassapíur 20.30 íslandsmeistarakeppnin í samkvæmisdönsum. 20.20 Elísabet Englandsdrottning. Þáttur um drottn- inguna fýrir bruna Windsor-kastala og áður en hún ákvað að fara að borga.skatta. Fyrir utan það eru fjörutíu ár síðan hún tók við krúnunni, en drottning gerir meira en að brosa og veifa. í þessum þætti verður einmitt sagt frá því. 23.10 Tom Jones og félagar. Heitur og sveittur þáttur. 23.40 ★★ Stórviðskipti. E Big Business. Amerísk frá 1988. Lili Tomlin og Bette Midler leika tvíbura sem eru þó ekki tvíburar. 17.00 Hafnfirsk sjónvarpssyrpa. Lífið í Hafnarfirðinum í fortíð, nútíð og framtíð. Forvitnilegt fyrir alla Hafn- firðinga og maka þeirra sem flust hafa í Hafnarfjörð- inn. Utvarp Hafnarfjörður stendur fyrir gerð þáttarins sem og Guðmundur Árni Stefánsson og félagar úr bæjarstjórn Hafnarfjarðar. 18.00 Dýralíf. Fiji-eyjar heimsóttar. Spurt er af hverju eins metra löng eðla frá Suður-Ameríku settist að á eyj- unum. ★★★★Pottþétt ★★★Ágætt ★★Lala ★Leiðinlegt ® Ömurlegt E Endursýnt efni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.