Pressan - 10.12.1992, Síða 9

Pressan - 10.12.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 9 Hæstiréttur DÆMIR ÞRJA LOGMENN TIL AB GREIBA HÁAN MÁLS- KOSTNAD VEGNA TILHÆFO- LAOSRA ÁFRVJANA Með skömmu milli- bili hefur Hæstirétt- ur dæmt þrjá hæsta- réttarlögmenn til að greiða háar upphæð- ir í málskostnað ásamt skjólstæðing- um sínum. Ástæða þessara hörðu við- bragða réttarins er að hann taldi áfrýj- anirnar tilhæfulaus- ar og til þess eins fallnar að tefja eðli- legar niðurstöður mála. Hæstiréttur hefur með skömmu millibili dæmt þrjá hæstaréttarlögmenn, þá Björgvin Þorsteinsson, Jón Oddsson og Kristján Stefdnsson, til að greiða refsimálskostnað með skjólstæð- ingum sínum vegna þess að lög- mennirnir stóðu fyrir tilhæfulaus- um áfrýjunum á uppboðsmálum. Slík málalok eiga sér engin for- dæmi. Síðasti dómurinn var kveðinn upp nú 2. desember í máli Sigur- bjargar Unnar Óskarsdóttur gegn íslandsbanka, Lífeyrsissjóði Dagsbrúnar og Framsóknar, Líf- eyrissjóði verslunarmanna, Al- mennu málflutningsskrifstofunni sf., Gjaldheimtunni í Reykjavík og Stellu Friðgeirsdóttur. Lögmaður Sigurbjargar var Björgvin Þor- steinsson hæstaréttarlögmaður. Krafðist hann þess að ómerkt yrði þriðja og síðasta nauðungarupp- boð, sem fram fór á hluta fast- eignarinnar Flúðasels 70 4. nóv- ember 1991. Hæstbjóðandi var Stella Friðgeirsdóttir með boð upp á 5,7 milljónir króna. Hæstiréttur, sem þarna var skipaður þeim Hrafni Bragasyni, Haraldi Henryssyni og Pétri Kr. Hafstein, sagði í niðurstöðu sinni: „Málsskot þetta er sýnilega til þess eins fallið að tefja ffamgang nauð- ungarsölunnar. Þetta verður að átelja harðlega og dæma sóknar- aðila og lögmann hennar óskipt til að greiða varnaraðilum kæru- málskostnað..Björgvin og skjólstæðingur hans voru því dæmd sameiginlega („in solid- um“) til að greiða 120.000 krónur Athyglisvert uppboð átti sér til daemis stað á eigninni Háholti 3 í Garðabæ árið 1988. Þinglýstur eigandi var Hreiðar Svavarsson fram- kvæmdastjóri. Veðskuldir voru um 60 milljónir að núvirði en brunabótamat helmingi lægra. Hæstbjóðandi var LúðvíkThorberg Hall- dórsson kaupsýslumaður en hann og Hreiðar höfðu átt í viðskiptum. Lögmaður Hreiðars, Grétar Haraldsson hæstaréttarlögmaður, áfrýjaði uppboðinu. Þegar síðan átti að taka málið fyrir í Hæstarétti 17. janúar 1992, eða nærri fjórum árum síðar, var fallið frá áfrýjun- inni og uppboðið stóð þá allt í einu. Þá fyrst reyndi á hvort Lúðvík gæti staðið við uppboð sitt. Ekki er kunnugt hver saga hússins er síðan, en nú er Brunabótafélag fslands þinglýstur eigandi eftir að hafa leyst eignlna til sín á nauð- ungaruppboði í ágúst. Hreiðar býr þó enn f húsinu. Kristján Stefánsson hæstarétt- arlögmaður: Dæmdur til að greiða 90.000 krónur í máls- kostnað ásamt skjólstæðingi sfnum. Jón Oddsson hæstaréttarlög- maður: Dæmdur til að greiða 225.000 krónur ásamt skjól- stæðingi. . í kærumálskostnað. Þess má geta að greiðslugeta skjólstæðinganna í þessum málum hlýtur að vera verulega löskuð, þannig að ætla má að málskostnaðurinn falli að miklu eða öllu leyti á lögmennina sjálfa. JÓN ODDSSON DÆMDUR TIL AÐ GREIÐA 225 ÞÚS- UND ÁSAMT SKJÓLSTÆÐ- INGI Annar dómur svipaðs eðlis féll nokkrum dögum áður eða 25. Fyrir Hæstarétti voru meginrök Jóns að uppboðsskilmálar hefðu ekki verið nægilega kynntir og of seint framlagðir. Það kom hins vegar ffam að engar athugasemdir um uppboðsskilmála komu ffam í uppboðsréttinum. Hafnaði því rétturinn viðbárum Jóns og benti þar að auki á að mótmælin varð- andi uppboðsskilmála væru allt of seint framkomin. Segir Hæstirétt- ur í niðurstöðu sinni: „Málsrök sóknaraðila eru sýnilega haldlaus og málsskotið til þess eins fallið að tefja framgang nauð- ungarsölunnar. Það er á hendur 13 aðilum og mátti sjá fyrir að það myndi auka á „erfiðan fjárhagsvanda" sókn- araðila, sem vikið er að í greinargerð lög- nóvember. Það var máli Elinar Gísladótt- ur gegn níu aðilum sem gert höfðu kröfu í húseign hennar. Þann dóm kváðu upp hæstaréttardómararn- ir Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Guðmundur Skafta- son. Lögmaður Elínar er Jón Oddsson og krafðist hann þess að þriðja og síðasta uppboð á fast- eigninni Neðstaleiti 18 í Reykja- vík, sem fram fór 27. september 1991, yrði fellt úrgildi. Flúðasel 70. manns hennar fyrir Hæstarétti." Jón og skjólstæðingur voru því dæmd til að greiða hverjum og einum varnaraðila, sem voru níu talsins, 25.000 krónur eða 225 þúsund samtals. Hjörtur Torfason skilaði séráliti þar sem hann taldi að Jón ætti ekki að greiða máls- kostnað. Um efnishlið málsins var hann hins vegar sammála hinum dómurunum. HAFÐIMARGOFT VERIÐ í SAMSKONAR MÁLUM VIÐ ÍSLANDSBANKA Dómur í fyrsta málinu af þess- um gekk 25. september og var það í máli Ólafs Harðar Sigtryggsson- ar gegn íslandsbanka. Lögmaður hans var Kristján Stefánsson. ís- landsbanki krafðist þess þá þegar að Kristján yrði látinn greiða málskostnað eins og rétturinn síð- ar féllst á. Málið snerist um uppboðsmeð- ferð á fasteigninni Hömluholti í Eyjahreppi, sem hófst 8. febrúar 1988. Það var Útvegsbanki fslands hf. sem óskaði eftir uppboðinu vegna veðskuldabréfs í eigu Út- vegsbanka Islands, útgefnu af Skipasmiðjunni Herði hf. 25. nóv- ember 1986. Bréfið var strax kom- ið í vanskil 1. maí 1987. Eftir mikið og langt þóf var svo komið að búið var að ákveða upp- boð á eigninni 29. febrúar 1992. Uppboðsþoli áfrýjaði þeim úr- skurði til Hæstaréttar og byggði mál sitt á því að íslandsbanki ætti ekki aðild að málinu. fslandsbanki benti á að Ólafur hefði rekið á annan tug dómsmála gegn bank- anum sem öll snerust um sams- konar skuldabréf án þess að nefha þessi lagarök áður. Sagði bankinn: „Ljóst sé að sóknaraðili sé að valda óþarfa drætti á málinu af ásetningi og hafi uppi vísvitandi rangar kröfur.“ Þess vegna var þess krafist að Kristjáni yrði um leið gert að greiða málskostnað. Hæstiréttur segir í niðurstöðu sinni: „Málsrök sóknaraðila eru sýnilega haldlaus og málsskotið til þess eins fallið að tefja framgang nauðungarsölunnar.“ Ólafur og Kristján voru því dæmdir til að greiða 90.000 krónur í kærumáls- kostnað. ALVARLEG MISNOTKUN „Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að taka á þessu fyrir löngu,“ sagði fulltrúi sýslumanns, sem oft hefur kynnst slíkum uppboðs- meðferðum, í samtali við blaðið og bætti við: „Þetta er auðvitað rosaleg misnotkun á grundvelli réttarfarsins. Við erum með tvö dómsstig til að tryggja að mál fái örugglega sanngjarna og réttláta meðferð. Að notfæra sér Hæsta- rétt, sem er æðsti dómstóllinn, á þann hátt að sporna gegn því að kröfuhafar nái fram óskilyrtum rétti sínum með tilgangslausu málsskoti, er að fótumtroða allt það sem mönnum, sem starfa í dómgæslunni, er heilagt.“ Þrátt fyrir að þessir lögmenn séu þeir einu sem hafa verið dæmdir til að bera kostnað af til- hæfulausum áfrýjunum sínum þá er í mörgum dómurn aðfinnslum beint til viðkomandi lögmanna. Einnig mun eitthvað vera um að slíkar áfrýjanir hafi verið dregnar til baka eftir að Hæstiréttur fór að taka á málum með ffamangreind- Björgvin Þorsteinsson hæsta- réttarlögmaður: Dæmdur til að greiða 120.000 krónur í kæru- málskostnað. um hætti. Og eftir dómstólabreyt- inguna 1. júlí var í raun tekið fyrir þessa lagaklæki því nú fá slík mál umsvifalaust kærumálsmeðferð. Reyndar eru til fjölmörg dæmi um að menn hafi nýtt sér áfrýjun- arleiðina til að tefja mál úr hömlu. Hefur því jafnvel verið haldið ffarn að menn hafi sammælst um slíka málsmeðferð fyrir uppboð. Þá hefur einhver tekið að sér að bjóða í húsið vitandi vits að hann þyrfti ekki að reiða peninga af hendi vegna þess að uppboðinu yrði áfrýjað. A meðan gat eigand- inn haldið áffam að búa í húsinu og síðan rýrnaði uppboðsfjárhæð- in, sem miðaðist við hamarshögg, í takt við verðlagsbreytingar. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.