Pressan - 10.12.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992
15
Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir frá 1965:
Peningarnir sem
hafa farið í að
greiða bændum
fyrir að gefa út-
lendingum land-
búnaðarafurðir í
28 ár samsvara
^ onn iKiir^ntvi
Fyrir milljarðinn 41 sem farið hefur i útflutningsuppbætur á tímabilinu 1965 til 1992 væri hægt að byggjaeina Flugstöð,
sex Perlur, þrjú Ráðhús, þrjár Seðlabankahallir og þrjú RÚV-hús, með öllum þeim umframkostnaði sem til féll.
41 MILLJARBUR TIL
RÆNDA FYRIR Afl
6EFA ÚTLENDIN6UM
■ ■
kosta 6 milljónir
hver. Ef upphæð-
inni væri dreift á
núlifandi lands-
menn kæmu 625
þúsund krónur á
hverja fjögurra
manna fjölskyldu.
Frá 1965, þegar uppbætur á út-
fluttar landbúnaðarafurðir voru
fyrst sérgreindar í fjárlögum og
ríkisreikningi, til og með 1992,
hefur tæplega 41 milljarði króna
Jón Helgason. Nokkrum dögum
eftirað ríkisstjórn Þorsteins
Pálssonar sprakk í september
1988, þegar Jón var landbúnað-
arráðherra, var skrifað upp á
heimildarlausa ríkisábyrgð til
handa Framleiðsluráði land-
búnaðarins vegna 555 milljóna
króna lántöku til uppgjörs á
uppsöfnuðum útflutningsupp-
bótum. Ríkissjóður, þ.e. skatt-
greiðendur, fékk lánið í haus-
inn.
að núvirði verið varið í útflutn-
ingsuppbætur. Þetta er sú upp-
hæð sem stjórnvöld hafa á 28 ár-
um látið skattgreiðendur inna af
hendi til að greiða landbúnaðin-
um fyrir að selja útlendingum kjöt
og mjólkurafurðir fyrir gjafaprís.
AÐ MEÐALTALI28 PRÓ-
SENT FRAMÚR FJÁRLÖG-
UM
Á þessu 28 ára tímabili hafa
fjárlög gert ráð fyrir að alls 31.945
milljónir króna, tæplega 32 millj-
arðar, rynnu til þessara hluta. Nær
undantekningarlaust hafa greiðsl-
urnar orðið snöggtum hærri og
alls 40.920 milljónir. Á meðaltals-
ári hafa útflutningsuppbætur um
leið verið 1.461 milljón oghækkað
Halldór E. Sigurðsson. Sem fjár-
mála- og landbúnaðarráðherra
varði hann manna minnstu til
útflutningsuppbóta 1972,928
milljónum. En hann varði einnig
manna mestu til sömu hluta
1978, sem landbúnaðarráð-
herra með Tómas Árnason sem
fjármálaráðherra.
um 28 prósent frá fjárlögum. Þess
skal getið að í þessum tölum er
framlag til Framleiðnisjóðs land-
búnaðarins ekki talið með.
Á tímabilinu hefur það aðeins
gerst þrisvar að útflutningsbæt-
urnar lækkuðu ffá því sem fjárlög
gerðu ráð fyrir, 1965, 1972 og
1986. Það var einmitt 1972 sem
bæturnar reyndust lægstar eða
928 milljónir að núvirði. Það árið
var Halldór E. Sigurðsson bæði
fjármála- og landbúnaðarráð-
herra, í vinstri stjórn Úlafs Jó-
hannessonar.
HEFÐIDUGAÐ FYRIR23
PERLUM MEÐ UMFRAM-
KOSTNAÐI
Dýrasta fimm ára tímabilið
telst 1977 til og með 1981, þegar
landbúnaðarráðherrar voru Hall-
dór E. Sigurðsson, Steingrímur
Hermannsson og Pálmi Jónsson.
Á þessum fimm árum fóru sam-
tals 9.539 milljónir í útflutnings-
uppbætur eða 1,9 milljarðar á ári
að meðaltali. Metið var slegið
1978, þegar Halldór var landbún-
aðarráðherra í níu mánuði en
Steingrímur síðustu þrjá mánuð-
ina. Það árið urðu bæturnar 2.258
milljónir að núvirði. Halldór er
því sá landbúnaðarráðherra sem
staðið hefur að bæði minnstu og
mestu eyðslunni í þennan um-
deilda fjárlagalið.
Til að átta sig á því um hversu
mikla fjármuni er að tefla má setja
upp einföld dæmi. Væri þessum
nær 41 miiljarði króna skipt upp á
milli núlifandi Islendinga, en þeir
eru nálægt 262 þúsundum, kæmu
um það bil 156 þúsund krónur á
mann eða um 625 þúsund krónur
á hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu.
Sami 41 milljarðurinn sam-
svarar um leið byggingarkostnaði
tuttugu og þriggja Perla, eða eftir-
farandi: Einnar Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar, sex Perla, þriggja
Ráðhúsa, þriggja Seðlabankahalla
og þriggja RÚV-húsa, með öllum
tilheyrandi ærnum umframkosrn-
aði.
Um leið sanisvarar milljarður-
inn 41 verði um það bil 6.800
íbúða, miðað við að meðaltali 6
milljónir á íbúð. Sama upphæð
dygði til að reka Alþingi og stofn-
anir þess í 46 ár eða til að reka öll
sendiráð og fastanefndir fslands
erlendis í 85 ár, miðað við tölur í
fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta
ár.
555 MILLJÓNIR TIL VIÐ-
BÓTAR MEÐ HEIMILDAR-
LAUSRIRÍKISÁBYRGÐ
Samkvæmt því sem fram kem-
ur í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta
ár á þá að hætta að greiða útflutn-
ingsuppbætur úr ríkissjóði og
einnig á að hætta niðurgreiðslum
á heildsölustigi. Við eiga að taka
beinar greiðslur til bænda. Áætlað
er að þessar beinu greiðslur verði
2.246 milljónir á næsta ári og
2.727 milljónir fari í greiðslur
vegna sauðfjárframleiðslu.
Fyrir utan milljarðinn 41 má
geta þess að árið 1988 fékk Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins ríkis-
ábyrgð vegna 555 milljóna króna
lántöku hjá þremur viðskipta-
bönkum til að greiða bændum
uppsafnaðar og gjaldfallnar út-
flutningsuppbætur og lánaði
Seðlabankinn þar af 370 milljónir.
Árið 1989 lánaði Seðlabankinn
Framleiðnisjóði 370 milljónir til
viðbótar, með ríkisábyrgð til að
sjóðurinn gæti staðið skil á fyrra
láninu. Árið 1990 tók ríkissjóður
555 milljónirnar á sig.
Ríkisendurskoðun gagnrýndi
véitingu þessara ábyrgða sem
heimildarlausra, þar sem ekki
hefði verið leitað samþykkis Al-
þingisfyrirþeim.
RÍKISÁBYRGÐASJÓÐUR
EKKIEINU SINNILÁTINN
VITA
„Hvorki í fjárlögum fyrir árið
1989, lánsfjárlögum þess árs eða
öðrum lögum er getið um heimild
fyrir ríkisábyrgðum þeim sem
Framleiðsluráði voru veittar
vegna þessara lána,“ sagði Ríkis-
endurskoðun og bætti við að
þeirri stofnun sem hefur umsjón
með ríkisábyrgðum, þ.e. Ríkis-
ábyrgðasjóði, hefðu ekki verið
veittar upplýsingar um ábyrgðirn-
ar.
Upprunalega ábyrgðin var veitt
22. september 1988, nokkrum
dögum eftir að ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar sprakk og stjórn-
armyndunarviðræður stóðu yfir.
Fjármála- og landbúnaðarráð-
herrar þá voru þeir Jón Baldvin
Hannibalsson og Jón Helgason.
Það kom hins vegar til kasta eftir-
manna þeirra, Úlafs Ragnars
Grímssonar og Steingríms J. Sig-
fússonar, að færa lánið það yfir á
ríkissjóð. Með þessum 555 millj-
ónum fer því heildartalan vegna
útflutningsuppbóta á tímabilinu
upp í 41,5 milljarða.
Sem dæmi um hvernig hlutirn-
ir hafa gengið fyrir sig má taka út-
gjaldaárið mikla 1978. Þegar út-
flutningsuppbætur eru greiddar er
sett upp sk. „viðmiðunarverð" og
eru bæturnar munurinn á því og
því sem fæst fyrir afurðirnar í út-
löndurn.
Árið 1978 tókst að selja ost,
smjör og kasein fyrir 292 milljónir
að núvirði. En „viðmiðunarverð-
ið“ var 1.074 milljónir og varð því
að bæta bændum mismuninn,
782 milljónir. Um leið tókst að
selja dilka- og ærkjöt fyrir 929
milljónir. „Viðmióunarverðið"
var hins vegar 2.207 milljónir og
máttu skattgreiðendur því bæta
landbúnaðinum 1.378 milljónir.
Alls tókst því að selja fyrir 1.221
milljón eða fyrir aðeins sem nem-
ur 37 prósentum af viðmiðunar-
verðinu.
Friðrik Þór Guðmundsson
(þessu húsnæði hafa hluta-
félög Ólafs S. Alexanders-
sonar verið rekin. Ólsal hf„
Ólsal-Hreint hf. og Ólafur
sjálfur hafa farið í gjaldþrot
og nú er Ólsander hf. hjá lög-
mönnum vegna vanskila líf-
eyrisgreiðslna.
Ólafur S. Alexand-
ersson og hreingern-
ingafyrirtæki hans:
Þrjú
gjaldþrot
og hið
fjórða
fram-
undan
Lögmönnum hefur verið
falið að innheimta um 370
þúsund króna vanskil hrein-
gerningafyrirtækisins Ólsand-
er hf. á lífeyrisgreiðslum vegna
Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og
Framsóknar. Fáist vanskilin
ekki greidd má búast við gjald-
þrotabeiðni og væri það þá í
fjórða sinn á fáeinum árum
sem til gjaldþrots kæmi í
tengslum við aðstandendur
fýrirtækisins.
Frá þessu er greint í nýjasta
fréttablaði Dagsbrúnar. í janú-
ar 1986 stofnuðu Úlafur S. Al-
exandersson, eiginkona hans,
Auður Sigurhansdóttir, og
fleiri hlutafélagið Ólsal hf. utan
um hreingerningar. í sama til-
gangi var fýrirtækið Ólsal-
Hreint hf. stofnað í apríl 1988,
að þessu sinni af dóttur Ólafs,
Sólveigu Úlafsdóttur, og fleir-
um. Allsherjarflótti brast þá í
liðinu; fjórir aðstandendur lýr-
irtækisins sögðu sig úr því
og/eða stjórn þess og á endan-
um var Sólveig ein eftir í stjórn.
í mars 1989 var Ólsal hf. úr-
skurðað gjaldþrota. í því
þrotabúi fékkst ekkert upp í
lýstar kröfur, um 11 milljónir
að núvirði. í október 1990 var
Ólsal-Hreint hf. úrskurðað
gjaldþrota og fékkst þar ekkert
upp í kröfur, sem að núvirði
hljóðuðu upp á 12,2 milljónir
króna. Þau skiptalok urðu í
júní sl„ en í júlí 1991 hafði fyr-
irtækið Ólsander hf. verið
stofnað í sama tilgangi; að
annast hreingerningar. Aðal-
maður í stjórn þess fýrirtækis
er Sólveig Ólafsdóttir, með
prókúru fer systir Ólafs, Sól-
veig Alexandersdóttir, og end-
urskoðandi félagsins er Auður
Sigurhansdóttir. Þetta fýrir-
tæki er sem fýrr segir komið í
alvarleg vanskil með lífeyris-
greiðslur.
Ólafur S. Alexandersson var
síðan úrskurðaður til persónu-
legra gjaldþrotaskipta að kröfu
Gjaldheimtunnar í Reykjavík
18. júní síðastliðinn. Kröfur í
þrotabú Ólafs nema um 7
milljónum króna.