Pressan - 10.12.1992, Page 23

Pressan - 10.12.1992, Page 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 23 VORU VÍKIN6ARNIR VÍúALEOU, ÞESSIR SEM HJUOGU MENN í HERÐ- AR NIÐUR, EFTIL VILL EKKI NEMA EITT FETÁ HÆÐ? KANN AÐ VERA AÐ 6RETTIR ÁSMUNDARSON HAFI EKKI EINU SINNI STAÐIÐ ÚT ÚR HNEFA? HOMO ISLANDICUS HEFURVERIÐ AÐ BREYTASTTÖLUVERT Á ÞESSARI ÖLD Oú REYNDAR T06NAD SVO MIKID ÚR HONUM AÐ FORNMENNIRNIR KYNNU AD HRÖKKVA í KÚT. I5LANDICUS flóru. í rúm sjötíu ár hafa ís- lenskir karlmenn leitað til Guðsteins eftir fatnaði og ef einhvers staðar hefur verið hægt að greina breytingar á vaxtarlagi Islendinga, þá einmitt þar. Eyjólfur Guð- steinsson verslunareigandi segir greinilega hafa tognað úr íslenskum karlmönnum frá stríðslokum, eftir að fólk fórað borða meiri og betri mat. „Karlmenn hafa án nokkurs vafa stækkað mikið síðustu áratugina, ekki síst á þverveginn. í samræmi við það höfum við þurft að panta inn æ stærri fatanúm- er; lengri þuxur, breiðari buxnastrengi, stærri jakka, peysur og skyrtur og síðast en ekki síst víðari hálsmál. Það er greinilegt að menn sem komnir eru yfir þrítugt eru mun meiri um sig á alla kanta en fyrir nokkrum ára- tugum. Þróunin hérá landi hefur verið á einn veg í góð- ærinu eftir stríð — íslend- ingar eru alltaf að stækka og breikka." MINNI HENDUR Eins og með fæturna hef- ur handstærð okkar íslend- inga breyst töluvert frá því sem áður var. Þær hafa ekki þó ekki stækkað eins og flestir aðrir líkamshlutar ís- lendingsins heldur þvert á móti hafa hendur minnkað tölvert að ummáli. Árni Höskuldar, sem starfað hef- ur sem gullsmiður í fjörutíu ár, segir nú mörg dæmi þess að konan þurfi jafnvel stærri giftingarhring en mannsefnið. Þessa þróun megi rekja til breyttra lífs- hátta íslendinga þarsem léttari störf hafi leyst erfiðis- vinnu af hólmi. Nú séu hendurnar ekki eins vöðva- stæltarog áður. Gamli tíminn er þó ekki með öllu liðinn, því enn er algengt að fólk úr sveitum landsins þurfi stærri hringa en hvítflibbarnir í þéttbýl- inu. Þrátt fyrir allt hafa fs- lendingar alla tíð haft þá sérstöðu að hafa almennt stærri hendur en til dæmis Frakkar, Þjóðverjar og ítalir. Mörg aukakíló hafa fylgt velmeguninni á íslandi en þó ekki stærri hringar, enda eru það beinastærðin og vöðvarnir sem skipta mestu máli um stærðina en ekki hinn mjúki mör. NÁTTÚRAN HRAÐAR SÉR Ekki nóg með að við höf- um hækkað, fætur okkar breikkað og hendurnar minnkað heldur verða ís- lenskarstúlkurnú kyn- þroska mun fyrr en áður. Að sögn Auðólfs Gunnarsson- ar, sérfræðings á kvenna- deild Landspítalans, hafa er- lendar rannsóknir leitt í Ijós að kynþroskaaldur stúlkna á Vesturlöndum hefur lækkað verulega síðustu þrjátíu til Qörutíu árin. Þannig hefur meðalaldur stúlkna við upp- haf tíðablæðinga færst frá fjórtán til fimmtán ára aldri niður í ellefu til tólf ára ald- ur, í kjölfar betri fæðu og breyttra lífshátta. Jón Hilmar Alfreðsson sérfræðingur, einnig á kvennadeild Land- spítala, segir frjósemisskeið kvenna á Vesturlöndum hafa verið að lengjast síð- ustu tvo til þrjá áratugina, en með því er átt við þann tíma sem líðurfrá upphafi tíðablæðinga til tíðahvarfa. Fyrir um þrjátíu árum var meðalaldur kvenna viðtíða- hvörf innan við fimmtíu ár, en er nú kominn upp í 51 ár. Hjá Krabbameinsfélaginu er um þessar mundir verið að vinna úr upplýsingum um kynþroskaaldur ís- lenskra kvenna, sem félagið hefur safnað að sér frá því leitarstöð félagsins var kom- ið á fót árið 1964. Þegar konur mæta í leitarstöðina til krabbameinsskoðunar gefa þær upplýsingar um heilsusögu sína, m.a. um það hvenærtíðablæðingar hófust, og liggja þannig fyrir ítarlegar upplýsingar um ís- lenskar konur fæddar um og eftir 1900. Laufey T ryggvadóttir faraldsfræð- ingur er ein þeirra sem nú vinna að úttekt málsins á vegum Kraþbameinsfélags- ins. Að hennar sögn hefur meðalaldur íslenskra kvenna við upphaf tíða lækkað um rúmlega eitt og hálft ár á þessari öld, eða úr 15,2 árum að meðaltali í 13,5 ár. Eins og með svo margt annað megi rekja þessa þróun til batnandi lífs- afkomu íslendinga. Úr því verið er að tala um kynþroska má til gamans rifja upp spaugileg ummæli Kristjáns Loftssonar, for- stjóra Hvals hf., í sjónvarps- viðtali fyrirallnokkrum ár- um, þar sem fjallað var af mikilli alvöru um það hvort hvalurinn væri að deyja út eða ekki. Umhverfisverndar- sinni nefndi sem aðalrökin í máli sínu að kyn- þroskaaldur kven- hvala (kúa) hefði lækkað verulega á síðustu áratug- um og væri það svar náttúrunnar við ofveiði. Kristjáni þótti þetta ekki merkileg rökfærsla og benti á að síðustu áratugi hefði kynþroskaaldur kvenna lækkað verulega, en þó væri engin hætta á því að íslenska konan væri að deyja út! ÍSLENSKI FRAMÚR- STEFNUSLÁNINN Ljóst erað lenging á æviskeiði fólks ræðst frekar af þreytingum á lífsstíl en framförum í læknisfræði, en hvort- tveggja þarf þó til. Með hóf- legri bjartsýni má ætla að meðalævin lengist um eitt ár hvern áratug. Rétt er að hafa í huga að á rúmri öld hefur meðalævi á íslandi lengst um fjörutíu ár í 85 ár og lifa konurað meðaltali sexárum lenguren karl- menn, eða lengst allra kvenna í heiminum. Aðeins skortir fimm til tíu ár til að líffræðilegum mörkum sé náð. Ef við sleppum nú ímynd- unaraflinu lausu, líkt og Ól- afur Gunnarsson hefur gert, verður íslenski sláninn þannig útlítandi eftirfimm- tíu ár: Tæplega tveir metrar á hæð, digurvaxinn, með ógnarstóra fætur og agnar- smáar hendur. Sláninn mun fá náttúruna sjö vetra og það sem meira er; þessi hryggðarmynd mun lifa að meðaltali í allt að heila öld. Bergljót Friðriksdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir smáa letrið Albert Guðmundsson er að verða sjötugur. Og þegar hann verður sjö- tugur kemur hann heim. Og þá fer hann í pólitík vegna þess að hann kann ekkert annað. (Fyrir utan fót- boltann en hann er líklega of gamall fyrir það sprikl.) En hver vill Albert aftur í pólitíkina? Var ekki nóg að hafa hann í borgar- stjórn og á þingi fyrir Sjálfstæðis-' flokkinn og Borgaraflokkinn? Og í fjármálaráðuneytinu á sínum tíma? Og Útvegsbankanum og Hafskip? Eru ekki allir búnir að fá nóg af Al- bert? Hver veit? Ef einhverjir bíða spenntir eftir að Albert snúi aftur eru það líkast til þeir sem studdu hann hvað dygg- ast á árum áður; bæði hulduherinn og eins þeir sem fóru ekki huldu höfðu. Miðað við stuðningsmannalista Al- berts fyrir forsetakosningarnar árið 1980 ættu einhverjir eftirtalinna að gleðjast: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, fyrrverandi formaður Sóknar, Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Fram- sóknar og forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna, Árni Helgason, símstöðvarstjóri og bindindisforkólf- ur í Stykkishólmi, Ásgeir Sigur- vinsson, njósnari í Stuttgart og þjálfari Fram, Björn Þórhallsson, endurskoðandi og formaður Lands- sambands verslunarmanna, Bergur Guðnason, lögfræðingur og einn aðstandenda Vatnsberans, Brynja Nordqvist, módel og flugfreyja, Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, Eggert Haukdal, þingmaður sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, Einar Gísla- son í Fíladelfíu, Gerður G. Bjark- lind útvarpsþula, Guðmundur Jaki Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, Gylfi Ægisson, al- þýðumálari og -tónlistarmaður, Guðmundur Rúnar Júlíusson, rokkari og kyntröll, Gunnar Þórð- arson lagasmiður, Geir R. Ander- sen, umsjónarmaður og höfundur lesendadálks DV, Haukur Clausen, íþróttastjarna og tannlæknir, Indr- iði G. Þorsteinsson, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Tímans, Jónas R. Jónsson, fyrrum poppsöngvari og núverandi Ijósvakamaður, Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra og varaformaður Alþýðu- flokksins, Jón G. Zoega lögfræð- ingur, Júlíus Hafstein, borgarfull- trúi og íþróttafrömuður, Jón Orm- ur Halldórsson, lektor í stjórnmála- fræði og sérfræðingur í þriðja heim- inum, Jón Magnússon, lögfræð- ingur og formaður Neytendafélags Reykjavíkur, Kristinn Hallsson, bassi og skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu, María Baldurs- dóttir, söngkona frá Keflavík, Magnús Kjartansson, poppari frá Keflavík, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Reykvíkinga, Ólafur Laufdal veitingahúsakóngur, Pét- ur Kristjánsson, fyrrverandi 5öngv- ari og plötuútgefandi, Pálmi Gunn- arsson söngvari og laxveiðimaður, Pétur Pétursson, þjálfari Tinda- stóls í knattspyrnu, Ríkarður Jóns- son, fótboltasnillingur af Skaganum, Sigrún „Diddú" Hjálmtýsdóttir söngkona og Þórir Baldursson, þessi sæti í Savannatríóinu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.