Pressan - 10.12.1992, Qupperneq 25

Pressan - 10.12.1992, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 25 í Þ R Ó T T I R Verðlisti íslenskror knattspyrnu FRAM KOSTAR JAFNMIKH) OG TVEGGJA HERBERGJA ÍBÚD Nýverið gaf KSI út lista yfir þá leikmenn sem hafa gert samninga við félög sín. Eru leikmenn metnir í fimm flokka og verðmæti þeirra fundið út samkvæmt ákveðnum stuðlum. Þeir sem gefinn er stuð- ullinn 10 eru 500 þúsund króna virði, þ.e.a.s. ef þeir skipta um fé- lag verður nýja félagið að greiða því gamla þá upphæð. Ef litið er á félagsliðýi í heild sést að Fram hefur á að skipa dýrasta liðinu. Ef öllum leikmönnum dytti í hug að skipta um félag yrðu nýju félögin að greiða Fram 4,1 milljón króna, eða sem nemur andvirði lítillar tveggja herbergja íbúðar. Flest lið í annarri og þriðju deild eru ómet- in, sem þýðir að allir leikmenn liðsins geta skipt yfir í önnur félög án nokkurra útgjalda fyrir nýju fé- lögin. Athygli vekur að Grindavík hefur gert samninga við flesta leikmenn sína og er verðmæti Pétur Arnþórsson og Kristján Jónsson: Dýrustu leikmennirnir í dýr- asta liðinu. þeirra, samkvæmt útreikningum KSI, orðið 1,55 milljónir króna. LEIKREYNSLAN EINSKIS VIRÐI? Það vekur athygli að þeir leik- menn sem náð hafa 32 ára aldri eru einskis virði að mati KSI. Leikmennirnir Guðmundur Steinsson, Sveinbjörn Hákonar- son og Ómar Jóhannsson eru ein- ungis með stuðulinn einn og því Rúnar Kristinsson: Dýrasti leik- maður KR. Spilar hann hér næsta sumar eða verður hann atvinnumaður i Hollandi? 50 þúsund króna virði. Leikmenn eins og Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson og Pétur Ormslev eru svo ekki einu sinni á listanum og því fengju félagslið þeirra ekkert fýrir þá ef þeir kysu að skipta um félag. Þá eru útlendingarnir í deildinni ýmist einskis virði eða með stuð- ulinn einn. Luka Kostic, sem kos- inn var leikmaður ársins í fyrra, er til dæmis ekki með neinn stuðul. ArnarGrétarsson: Dýrasti ung- lingurinn. 4m Fram KR FH Þór ÍA Víkingur ÍBV UBK KA Valur Crindavík Stjarnan Leiftur Selfoss (•) Haukar f) Grótta f) Á meðfylgjandi línuriti sést verðmæti dýrustu liðanna í íslensku knattspyrnunni. Þess má geta að hvorki Fylkir né Keflavík, sem komu upp í fyrstu deild, eru þar á meðal. LEEDS l KREPPU ARNÚR TIL GRINDA- VÍKUR? Grindvíkingar eru nú að gæla við að fá knatt- spyrnumanninn Arnór Guðjohnsen til liðs við sig. Eftir því sem komist verður næst er rætt um að hann taki að sér þjálf- un jafnframt því að leika með liðinu. Þarna eru Grindvíkingar að hugsa til framtíðarinnar, því þeir hafa mestan hug á þriggja ára samningi. Á sama tíma er hætta á að þeir missi Þórð Birgi Bogason aftur til Vals, en Valsmenn hafa hug á að fá þennan sterka mið- vallarleikmann heim. Körfubolti Keflavíkurliðið hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrurn og unn- ið tólf fyrstu leikina í deildinni. Liðið varð Islandsmeistari í fyrra og allar líkur benda til þess að fé- lagið muni verja titilinn. Jón Kr. Gíslason landsliðsmaður er þjálf- ari Keflvíkinga auk þess sem hann leikur með liðinu. Hverju■ þakkar þú þennan : góða árangur liðsinsjón? „Þetta er fyrst og fremst samæf- ingu liðsins að þakka. Við erurn líka með sama hóp og í fý'rra og svo er mikill metnaður hjá okkur Gordon Strachan: Lykilmaður liðsins hefur ekki náð sér á strik á þessu keppnistímabili. og öllum aðstandendum félags- ins.“ Jón Kr. benti einnig á að vegna velgengninnar hefði leik- mönnunum aukist sjálfstraust og slíkt væri ekki veigalítið. Aðspurður hvort Jón gleymdi ekki sínum hiut — hvort hann væri eldd svona góður þjálfari — svaraði hann því til að allt ynni það saman; liðið væri reynt og hann væri ekki að kenna neinum grundvallaratriði 1 íþróttinni. Hans væri að stilla saman streng- ina og hingað til hefði það tekist vel. Yfirstandandi keppnistímabil hefur verið Leeds-áhangendum erfitt. Eftir átján umferðir er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar en á sama tíma í fyrra trónaði það á toppnum. Hvað veldur? Knatt- spymufræðingar hafa skýringar á reiðum höndum. Líkt og öðrum liðum, sem orð- ið hafa Englandsmeistarar, hefur Leeds reynst erfitt að standa undir því að vera meistarinn frá í fýrra. Miklar væntingar voru gerðar til Erics Cantona fyrir þetta keppn- istímabil og eftir góða byrjun skoraði hann ekki mark í þrjá mánuði áður en hann var seldur til Manchester United. Mikið hafði verið lagt upp úr því að stilla samar. strengi Cantona og Lees Chapman, en útkoman varð sú Jón Kr. Gíslason: „Mitt að stilla strengina." SIGURGANGA KEFLVÍKINGA Eric Cantona hætti að skora og var seldur. að varnarmenn annarra liða áttu auðvelt með að sjá út leik þeirra. John Lukic, markvörður Leeds, þurffi aðeins að hirða knöttinn úr netinu 37 sinnum á síðasta keppnistímabili (bikarleikir með- taldir), en nú, þegar tímabilið er ekki hálfnað, hefur liðið fengið á sig yfir 40 mörk. Á þessu sést að vöm Leeds er eins og gatasigti og er þar helst um að kenna ósann- færandi leik miðherjanna, þeirra Chris Whyte og Chris Fairclough. Sóknarmenn liðsins hafa hins vegar verið iðnir við kolann og skorað álíka mörg mörk nú og á sama tíma í fyrra. Þá hafa meiðsli hrjáð liðið. Mel Sterland hefur verið meiddur og John Lukic, sem lék 210 leiki í röð í fyrstu deildinni, hefur átt við innvortis blæðingar að stríða eftir að hann lenti í samstuði við annan leikmann. Gordott Strachan varð að leggjast undir hnífinn og hefur ekki náð sér sem skyldi, en Leeds hefur átt sína bestu leiki þegar Strachan hefur komið inn á sem varamaður. Liðið hefur nú verið slegið út úr öllurn bikarkeppnum. Víst er að stórleikirnir þrír við þýsku meistarana í Stuttgart í Evr- ópukeppninni reyndu mjög á krafta leikmanna og nú virðist sem allir möguleikar til stórra af- reka á keppnistímabilinu séu úr sögunni. Héðan af geta Leedsarar lítið annað gert en beðið eftir næsta tímabili og vonað að Eyjólf- ur hressist. Um helgina lll,'l»,'lHll.t:HI»:l HANDBOLTI1. DEILD KARLA ÍR-Fram. Frammarar eru á upp- leiðog Atli Hilmarsson er afturfar- inn að spila með þeim. iR-ingar eru hins vegar með sterkt lið og líklegri til að sigra. Þór Ak.-Víkingur. Þórsarar verða að taka sig saman í andlit- inu eftir tapið gegn Fram ef þeir aetla að sigra Víkinga. HK-Stjarnan. HK-menn þjálfara- lausir gegn sterku liði Sjörnunnar. Sclfoss-KA. Þetta verður hörku- leikur þar sem hvergi verður gefið eftir. Selfoss er með valinn mann í hverju rúmi, en KA á mikilli upp- leið. Allir leikirnir í þessari 13. umferð deildarinnar fara fram klukkan 20.00. KÖRFUBOLTI BIKARKEPPN- IN - ÁTTA LIÐA ÚRSLIT KVENNA Grindavík-Snœfell kl. /0.CC iw.m'jnr.iiMJL KÖRFUBOLTI 1. DEILD KVENNA Grindavík-Njarðvík Nágranna- slagur þar sem Grindavikurstúlk- urnar eru sigurstranglegri, enda hafa Njarðvíkurstúlkurnar ekki ennþá unnið leik. KÖRFUBOLTI BIKARKEPPN- IN - ÁTTA LIÐA ÚRSLIT KARLA Skallagrímur-KR. í deildinni eru þessi lið á svipuðum slóðum og því allt útlit fyrir jafnan slag. Snœfell-Valur. Tvö efstu liðin i sínum riðli eigast hér við í bikar- leik. Búast má við jafnri og fjörugri viðureign tveggja góðra liða. Breiðablik-Keflavík. Ekki lítur þessi leikur gæfulega út fyrir Blika. Keflvíkingar eiga tvímælalaust besta körfuboltalið landsins og þarf að koma til kraftaverk hjá Blik- um ætli þeir að sigra. Ekki má þó gleyma því að í íþróttum getur allt qerst og enginn leikur er unn- inn fyrirfram. Tindastóll-Njarðvík. Hér verður líklega enn einn hörkuleikurinn í þessum átta liða bikarúrslitum. Flestum er kunnugt um hina brjálæðislegu stemmningu sem myndast á deildarleikjum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Hvernig verður þá stemmningin í þessum bikarslag? KÖRFUBOLTI - ÁTTA LIÐA ÚRSLIT KVENNA Tindastóll-Keflavíkkl. 17.00

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.