Pressan - 10.12.1992, Qupperneq 35

Pressan - 10.12.1992, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. DESEMBER 1992 35 Athugasemd frá Wilhelm Wessman Wilhelm Wessman, fyrrum fram- kvæmdastjóri Gildis hf., hefur sent blað- inu eftirfarandi athugasemd vegna þess sem fram kom um gjaldþrot Gildis í frétt blaðsins í síðustu viku um gjaldþrot í veit- ingabransanum. „í fyrsta lagi er ekki rétt farið með tölu- legar upplýsingar. Heildarkröfufjárhæð er ekki framreiknuð með sama hætti og það sem greiddist upp í kröfur. Forgangskröf- ur í þrotabú Gildis voru 23,8 m.kr. sem greiddust að mestu eða 23,3 m.kr. Þar sem ljóst var að ekkert greiddist upp í lýstar almennar kröfur að fjárhæð 77,6 m.kr. var ekki tekin afstaða til þeirra. Krafa frá einum lífeyrissjóði var þó tvítal- in og krafa frá Hótel Sögu upp á hátt á þriðja tug milljóna var ekki á rökum reist. Eiginlegt gjaldþrot var því nær 45 m.kr., vissulega há fjárhæð en þó tæplega mán- aðarvelta Gildis á þeim tíma svo hlutum sé lýst í samhengi. Sárgrætijegast þó er að ef lífdagar Gildis hefðu orðið þremur til fjórum mánuðum lengri hefði væntanlega enginn þurft að bera fjárhagslegan skaða af - - en það er önnur saga. Aivarlegra er þó að í greininni er rangt farið með þar sem segir: „Á meðan inn- heimtumaður ríkissjóðs beið á ganginum skaut stjórn Gildis á skyndifúndi og stofn- aði nýtt hlutafélag." Við stofnuðum ekkert nýtt félag. Það sem gerðist var að síðla föstudagsins 17. mars 1989 átti að loka allri starfsemi Hót- els Sögu vegna vangoldins söluskatts Gildis af rekstri veitingasala. (Var um að ræða þriggja vikna gamla skuld og í fýrsta sinn í sögu Gildis sem söluskattur var ekki greiddur á gjalddaga.) Tók framkvæmda- stjóri og lögmaður Bændahallarinnar þá þann kost að rifta samningi við Gildi og yfirtaka þá þegar veitingastarfsemina. Höfðu þeir fulla heimild til þess skv. ákvæðum leigusamnings við Gildi hf. Ég átti síðan engan þátt í áframhaldandi veit- ingarekstri á Hótel Sögu og lauk starfsferli mínum þar að kvöldi þessa sama dags. Wilhelm Wessman, fyrrverandi framkvæmdastjóri Gildis hf.“ Athugasemd ritstj. Varðandi kröfur í þrotabú Gildis kom skýrt fram á sérstökum lista með grein- inni að 23 prósent hefðu greiðst upp í heildarkröfur. Það er ekki lök útkoma í samanburði við flest hinna þrotabúanna. Ekki verður útkoman lakari ef krafa Hót- els Sögu var ekki á rökum reist, en það er ekki í verkahring blaðsins að úrskurða þar um. Varðandi fullyrðinguna um inn- heimtumann rfkissjóðs og stofnun nýs hlutafélags virðist ljóst, að þar var ekki farið rétt með. Er Wilhelm beðinn vel- virðingaráþví. ritstj. Leiðrétting I síðasta blaði birti PRESSAN fréttak- Iausu þar sem fram kom að Lára V. Júlí- usdóttir hefði ráðið Birnu Hreiðarsdóttur sem framkvæmdastjóra Nordisk Forum af íslands hálfu. Verkefnisstjóm Nordisk Forum hefur aðstöðu í húsnæði Jafnrétt- isráðs, þar sem Lára er formaður og Bima framkvæmdastjóri í afleysingum, auk þess sem verkefnisstjórnin hefur aðgang að starfsmanni ráðsins og gögnum. Engin formleg tengsl eru þarna á milli, þótt hús- næðið sé hið sama og Birna komi bráð- lega til með að fara í annað herbergi þar innan. Það er verkefnisstjórnin undir for- ystu Valgerðar Gunnarsdóttur varaþing- manns, en ekki Jafnréttisráð, sem ákveðið hefur að ráða Birnu, án auglýsingar, í stöðu ritara/starfsmanns verkefnisstjóm- arinnar. Em hlutaðeigandi beðnir velvirð- ingar á þessum misskilningi. ritstj. POTTÞETT HELGflRTILBOÐ Súpa, salatbar og desertbar fylgja öllum réttum. Barnaréttir kr. 99.- í fylgd með fullorðnum Lambalæri Bernaise kr.1390.- POTTURINNj OG — PRNtí POTTURINN & PANNAN BRAUTARHOLTI 22 SÍM111690 V^JTINGASTAÐUR FJOLSKYLDUNNAR Gfæsiíegur 3ja rétta kvöldverður Verð kr. 1.890- Einnig bjóðum við uppá nýjan og glæsilegan matseðil á verði sem öllum líkar. L Hádeýiswrðarttfíioð alla virka daga Súpa og brauð fylgir. Hamborgari, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Samloka, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Tex-Mex réttur kr. 485,- Salatdiskur kr. 485,- Réttur dagsins kr. 585,- Kaffi kr. 50,- Atfv'öru. gtesi/lafct(f6oð Alla daga vikunnar Nauta-, lamba, og grísarsteikur 180 gr. með grænu káli og 1000-eyjasósa, kryddsmjöri, bökuðum og frönskum kartöflum. Verð kr. 790,- Tryggvagötu 20 s: 623456 J „m PIZZAHÚSID takt' ana heim! FRlAR HEIMSENDINQAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÓNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan aólarhringinn HAFNARSTRÆTI15 REYKJAVÍKSÍMI13340 35 réttajólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin Veitingastaðurþar sem hjartað slzr SkólabrÚ VÍð Austurvöll sími 62 4455

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.