Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 9 Átökin um undirritun forsetans á EES RÁBGJ Allt bendir til þess að Vigdís Finnbogadóttir hafi fyrir löngu gert upp við sig að undirrita lögin um EES. Þrýstingur frá nánum ráð- gjöfum og vinum um hið gagnstæða var hins vegar undirrót hins viðkvæma sjónarspils í kringum athöfnina. Atburðarásin í kringum undir- ritun Vigdísar Finnbogadóttur forseta Islands á lögum um evr- ópskt efnahagssvæði á sér ekki fordæmi í lýðveldissögunni. Allt bendir til þess að hún hafi verið að miklu leyti umbúðir sem forsetinn setti utan um ákvörðun sem legið hefur fyrir lengi - að forsetinn myndi undirrita lögin — en um- búðir sem Vigdís taldi nauðsyn- legar til að gera ákvörðun sína ásættanlega fyrir stóran hóp vina og ráðgjafa sem þrýstu á um aðra niðurstöðu. Umbúðimar bjó hún til með þrennum hætti: með því að fara fram á sérstakan ríkisráðs- fúnd, með því að samþykkja ekki tillögu ráðherra um tímasetningu á honum og með opinberri yfir- lýsingu eftir ríkisráðsfúnd. boðaði til kosninga. Við þær að- stæður hefðu athafnir forsetans og forsetaembættið hins vegar orðið umræðu- og deiluefni í pólitísk- um átökum á fordæmislausan hátt. Þegar svo væri komið ætti forsetinn, sem á að vera samein- ingartákn þjóðarinnar, ekki ann- arra kosta völ en að segja af sér. Þetta er vissulega lýsing sem byggir á fleiri en einu ef-i, en samt röksemdafærsla og atburðarás sem rædd var meðal ráðherra og stjómarliða í fúllri alvöm í tauga- SJÓNARSPIL VIGDÍSAR Samningurinn um EES var samþykktur á Alþingi um fimm- leytið á þriðjudag. Þá þegar vildu ráðherrar að forsetinn staðfesti lögin með undirritun sinni og sóttu alþýðuflokksmenn það sér- staklega fast. Þá spilaði forsetinn út fyrsta spilinu — að fara ffam á sérstakan ríkisráðsfund til að ganga frá málinu. Það samþykkti ríkisstjórnin vitanlega, en stakk upp á að hann yrði haldinn strax á þriðjuagskvöldið. Það vildi forset- inn ekki, heldur stakk upp á mið- vikudeginum, án þess að það væri tímasett frekar. Meðal ráðherra var rætt að halda fundinn á mið- vikudagsmorgun, en endanleg niðurstaða varð miðvikudagur klukkan þrjú. Á þessum tíma- punkti, fram á þriðjudagskvöld, hafði ríkisstjómin enga fullvissu fyrir því að forsetinn myndi und- irrita lögin og það út af fyrir sig olli miklum skjálfta meðal stjóm- arliða, þótt einhverjir þættust sallarólegir og aldrei í vafa um af- stöðu forsetans. Um hádegi á miðvikudag lá fyr- ir að forsetinn myndi undirrita, en á ríkisráðsfundinn mætti hún með þriðja táknræna gjörninginn í þessu viðkvæma sjónarspili. Það var yfirlýsing hennar og útskýring á því hvers vegna hún undirritaði lögin. TAUGAVEIKLUN í RIKIS- STJÓRN Á ríkisstjómarfúndi í ráðherra- bústaðnum á þriðjudagskvöld var meðal annars velt upp hugsanleg- um viðbrögum ríkisstjórnarinnar ef svo færi að forsetinn neitaði að undirrita lögin. í reynd hefði nið- urstaðan aðeins getað orðið ein: að Davíð Oddsson forsætisráð- herra segði af sér fyrir sína hönd og ráðuneytis síns, ryfi þing og Baldvin Tryggvason sparisjóðs- stjóri hefur lengi verið meðal nánustu ráðgjafa forsetans. titringi á þriðjudagskvöld. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur í kjölfarið sagt op- inberlega að þessi staða hefði get- að komið upp. FORSETINN LEITAR VÍÐA RÁÐA Af samræðum við stjórnmála- menn og ráðgjafa forsetans má ráða að nokkuð sé síðan Vigdís ákvað að undirrita lögin. Hún hafði þrautkynnt sér EES-samn- inginn og Evrópumálin, að sögn eins góðs vinar hennar, bæði hér- lendis og erlendis, og er líklega betur að sér í málinu en meðal- þingmaðurinn. Hún ráðfærir sig við mikinn fjölda fólks, vini og kunningja, en í þessu máli ekki síður við lögspekinga og reynda embættismenn. Þannig átti forset- inn nýlega fúnd með Torfa Hjart- arsyni, gamalreyndum og mikils- metnum embættismanni. Annar ráðgjafi í þessu tiltekna máli var ítrekað nefnd Guðrún Erlends- dóttir hæstaréttardómari, en Guð- rún og Öm Clausen, eiginmaður hennar, eru gamlir vinir forsetans. Síðast hittust þau í boði heima hjá þeim Guðrúnu og Erni á nýárs- kvöld. Forsetinn leitaði sér lög- fræðilegra ráða víða og var Sig- urður Líndal lagaprófessor ítrek- að nefndur í því sambandi, en Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld er einn af góðum kunningjum forsetans úr listamannakreðs- um. Halldórsdóttur, fyrrum kosninga- stjóra hennar, Halldór Reynisson, fyrrum forsetaritara, Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóra og fjölda fólks úr lista- og menning- arlífi. Miðað við hversu stóran vina- og kunningjahóp Vigdís á má telja merkilegt hversu vel henni hefur tekist vel að halda sambandi sínu við þá utan við op- inbera umræðu. Flestir vildu ekk- ert ræða um samskipti sín við for- setann. ÁRAMÓTARÆÐAN í NÝJU LJÓSI Með ffamkomu sinni gagnvart ríkisstjórninni og málinu öllu vildi forsetinn augljóslega reyna að „Iempa“ þá sem þrýstu á að hún setti málið í þjóðaratkvæði, að mati viðmælenda blaðsins. Sá þrýstingur jókst til mikilla muna síðustu daga, með áskorunum vel metins fólks og opinberri umræðu um þennan möguleika. Meðal ráðgjafa forsetans heyrðist þó ítrekað sú skoðun að forsetinn hafi fyrir nokkuð löngu verið búin að gera upp við sig að undirrita lögin. f því ljósi eru nú margir að endurlesa áramótaávarp hennar, þar sem hún lagði ríka áherslu á tvennt: annars vegar nauðsyn á umburðarlyndi milli andstæðinga í deilum og mikilvægi samhugar Séra Halldór Reynisson í Hruna var forsetaritari og er meðal þeirra sem forsetinn ráðfærir sig reglulega við. þjóðarinnar og hins vegar — sem ekki er síður mikilvægt varðandi deilurnar um EES — að fullveldi þjóðar sé ekki föst staða, heldur ferli sem tekur breytingum. Ef grannt er skoðað, segja þessir við- mælendur, má lesa út úr orðum hennar jafnvel beinan stuðning við evrópskt efnahagssvæði og þróunarferlið í Evrópu. Þannig sagði hún um áramótin í beinu framhaldi af deilunum um EES: „En um leið verðum við að vera minnug þess að fullveldi er ekki þess eðlis að því sé náð og síðan megi setjast um kyrrt. Fullveldi er þróunarferli, síbreytilegt eins og annað í mannheimum." Vigdís talar einnig um nauðsyn á „sam- stöðu um þann skilning að fuli- veldi okkar sé verkefni sem sífellt þarf að vinna og aldrei má leggja til hliðar." Og bætir við: „Sérhver framför í sögu okkar hefur verið knúin af afli hugsjóna. Oftsinnis hefur þó rekum verið kastað á framsæknar hugmyndir og hug- sjónir manna sem sáu ef til vill lengra fram í tímann en samferða- menn þeirra. [Slíkar hugsjónir] geta verið leiðarljós að bættum og betri heimi.“ Karl Th. Birgisson ásamt Bergljótu Friðriksdóttur, Friðriki Þór G uðmundssyni og Sigurði Má Jónssyni Það var síðast á nýárskvöld að Vigdís hitti góðvinkonu sína Guðrúnu Erlendsdóttur hæsta- réttardómara sem hefur verið einn ráðgjafa hennar. Svanhildur Halldórsdóttir var fyrsti kosningastjóri Vigdísar og er enn í hópi ráðgjafa. sjálfur aftók hann það í samtali við blaðið. Hann ritaði grein í síð- asta hefti Skírnis, þar sem hann færði rök að því að forsetinn hefði fúlla stjórnskipulega heimild til að vísa málum til þjóðaratkvæðis. Meðal stjórnarliða var sú skoðun uppi að tímasetning þeirrar grein- ar hefði ekki verið tilviljun og má af því merkja hversu óvissan tók þóátaugarþeirra. Forsetinn hefúr einnig oft leitað ráða hjá Gunnlaugi Claessen rík- islögmanni, en eldd er víst hvort svo var í þessu tiltekna máli. Af stjórnmálamönnum má nefna vini á borð við Svavar Gestsson, Svavar Gestsson er einn fárra stjórnmálamanna sem er meðal náinna vina forsetans. Torfi Hjartarson, fyrrum sátta- semjari, var einn þeirra sem ný- lega áttu fund með forsetanum. þingmann Alþýðubandalags, en einnig átti forsetinn fundi með fulltrúum stjómarandstöðunnar á milli jóla og nýárs, að sögn for- ystumanns í stjórnarliðinu. Nokkrir komu á fund Vigdísar um síðustu helgi, þeirra á meðal ögmundur Jónasson formaður BSRB, sem var einn forvígis- manna að söfnun undirskrifta sem forsetanum vom sendar. Aðra í stómm vinahópi Vigdís- ar má nefna hjónin Gylfa og Svölu Thorlacíus, en Gylfi hefur verið umboðsmaður Vigdísar við und- anfarin forsetakjör, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Svanhildi VIGDIS VAR Afl FRIÐA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.