Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 18
I
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14, JANÚAR 1993
Keith Nelson er
fjórði leikmaðurinn
sem KR-ingarfá á
yfirstandandi
keppnistímabili.
UMHELGINA
FIMMTUDAGUR
Körfubolti úrvalsdeild
Skallagrímur - Snæfell kl.
20.00. Hörkuleikur í Borgar-
nesi þar sem tvö jöfn lið
mætast. Búast má við fullu
húsi í Borgarnesi og mikilli
stemmningu.
Haukar - UBK kl. 20.00.
Haukar, með John Rhodes f
fararbroddi, eru mun sigur-
stranglegri í þessum leik,
enda næstefstir í A-riðli.
Blikar eru hins vegar lang-
neðstir með aðeins tvö stig
og engan Pétur Guð-
mundsson.
ÍBK - Tindastóll kl. 20.00.
Keflvíkingar hafa staðið sig
frábærlega í vetur. Ætla má
að Keflvíkingar vinni hér
auðveldan sigur.
Körfubolti
1. deild kvenna
Grindavík - KR kl. 20.00.
ÍBK - Njarðvík kl. 18.00.
Keflavíkurstúlkurnar, sem
urðu meistarar í fyrra, hafa
leikið mjög vel fvetur.
Körfubolti
1. deild kvenna
ÍS - Tindastóll kl. 20.00
Stórmót KGB kl. 20. Keilufé-
lag Garðabæjar stendur fyrir
stórmóti í Keilulandi sem
síðan er fram haldið á laug-
ardeginum.
LAUGARDAGUR
Valur - TuSen Essen kl.
16.30. Allar líkur benda til að
Valsmenn detti út úr Evr-
ópukeppninni eftir að hafa
tapað með níu marka mun
úti í Þýskalandi. Essem er þó
frægt fyrir að eiga lélega
leiki á útivelli og ef heilladís-
irnar verða með Valsmönn-
um í Laugardalshöllinni
getur allt gerst.
íslandsmótið í innanhúss-
knattspyrnu kl. 13. Önnur
deild karla. (þróttahúsið
Austurbergi.
Unglingameistaramót
TBR f badminton kl. 14.
Handknattleikur fyrsta
deild kvenna
Valur- Fylkir kl. 16.30.
SUNNUDAGUR
FH - Wallau kl. 20.30. FH-
ingar eiga góða möguleika
gegn Þýskalandsmeisturun-
um þar sem liðið tapaði ein-
ungis með sex marka mun í
Þýskalandi. Ef FH sigrar eru
þeir komnir í undanúrslit f
Evrópukeppninni.
íslandsmótið í innanhúss-
knattspyrnu kl. 9.00
Helsti viðburður í fslenskri
knattspyrnu yfir vetrarmán-
uðina er keppnin í fyrstu
deild karla sem fram fer í
Laugardalshöll. Skagamenn
hafa titil að verja, en þeir
unnu Frammara á ævintýra-
legan hátt í úrslitaleik í fýrra.
Úrslitakeppnin hefst kl. 18
og úrslitaleikurinn fer fram
rétt fyrir 21.
Flugleiðamót unglinga í
keilu kl. 12.30. Mótið fer
fram ÍKeiluhöllinni.
Arangur FH í
Evrópukeppn-
inni frá 1 965
IHBJAFNTEFLI
FH-ingar geta státað af ágætum
árangri i Evrópukeppninni i hand-
knattleik. Félagið hefur leikið sam-
tals 63 leiki, unnið 28, gert 3 jafnt-
efli en tapað 32. Markatalan er
óhagstæð um 13 mörk en alls hef-
ur félagið skorað 1.382 mörk og
fengið á sig 1.395. Árangur FH er
því 46,8 prósent, sem er ágætt, að
minnsta kosti efþað er borið sam-
an við árangur islenskra félagsliða
i Evrópukeppninni í knattspyrnu.
Þau hafa aðeins náð 15 prósent ár-
angri, þ.e.a.s. sigrað einn leik og
gert e'rtt jafntefíi í hverjum tiu leikj-
um. Þessi töHræði segir okkur hins vegar að FH sigri að jafnaði annan hvem leik i Evrópukeppninni ogþví
megum við búast við sigri gegn þýsku meisturunum næstkomandi sunnudag.
BHtapaðir leikir
Árangur FH í Evrópukeppninni frá 1965
Vésteinri í litlum metum
Kjör Sigurðar Einarssonar sem fþrótta-
manns ársins hefur að vonum mælst vel
fyrir meðal ffjálsíþróttamanna. Hins vegar
vekur furðu hversu lágt blaðamenn meta
árangur Vésteins Hafsteinssonar kringlu-
kastara, en hann hafnaði í 16. sæti í kjör-
inu. Árið 1992 var sérlega gott hjá Vé-
steini. Hann komst meðal annars í úrslit á
Ólympíuleikunum og átti sjöunda lengsta
kringlukast ársins. Það síðarnefnda er
mun betri árangur en hjá Sigurði Einars-
syni, þar sem hann skipar aðeins 16. sætið
á heimsafrekalistanum í spjótkasti. Þá
þykir mörgum undarlegt að Vésteinn skuli Vésteini Hafsteinssyni
aðeins hafa orðið í þriðja sæti í kjöri um 9ekk vel í kringlukasti á
fþróttamann ársins á Selfossi. síðasta ári.
ísmaðurinn, Toby Tanser, sigrar
Miðbæjarhlaup KR þriðja árið í röð
„Bara kalt
fyrstu hundrað
metrana“
Hið árlega Miðbæjarhlaup KR fór fram í síðasta
mánuði og líkt og tvö undanfarin ár kom ungur Eng-
lendingur, Toby Tanser, langfyrstur í mark. Árangur
Tobys í langhlaupum hér á landi hefur vakið tals-
verða athygli og sömu sögu er að segja um klæðnað
kappans. Hann æfir og keppir ávallt í stuttbuxum og
hlýrabol — sama hvort það er vetur eða sumar, snjó-
koma eða rigning. Toby tók fyrst þátt í langhlaupi hér
á landi fyrir um þremur árum og síðan hefur hann
haft býsna mikla yfirburði. Meðal annars sigraði
hann bæði í 1.500 m og 5.000 m hlaupi í bikarkeppni
Frjálsíþróttasambands fslands árið 1992.
Toby, hvaðfœr þig til að hlaupa léttklœddur í
nístingskulda um bœinn þveran og endilangan?
,Ætli það sé ekki víkingablóðið í mér þar sem ég er
íslendingur að einum fjórða."
Verður þér aldrei kalt?
„Kuldinn er ekkert vandamál. Það er bara kalt
fyrstu 100 metrana, svo hitnar manni.“
Hvaðfinnstþér um íslensku hlauparana sem geta
ekki hlaupið nema kappklceddir?
Toby Tanser hlaupari lœtur ekki
Vetur konung aftra sérfrá því að
hlaupa léttklceddur um bceinn.
„Þeir hafa bara ekki þorað að prófa að hlaupa á
stuttbuxum og hlýrabol. Þetta er ekkert mál. Annars
held ég að vandamál fslendinga sé að þeir hafi fengið
heita vatnið of ódýrt í gegnum tíðina og kyndi híbýli
sín allt of mikið. Á Englandi er mun minna kynt yfir
vetrarmánuðina, enda dýrt. Því verða Englendingar
allafað vera á hreyfingu til að halda á sér hita. fslend-
ingar gætu auðveldlega vanið sig á þetta ef þeir
vildu.“
GERVIHNATTASPORT
FIMMTUDAGUR
16.25 Listdans á skautum
Eurosport Svipmyndir frá
Evrópumeistarakeppninni
sem haldin er í Finnlandi.
20.30 Paris-Dakar-rallið Scre-
ensport Brátt lýkur þessari
erfiðu rallkeppni. Hér sjá-
um við það helsta sem
gerðist á fjórtánda degi
keppninnar.
21.00 Spænska knattspyrnan
Screensport
22.00 Franska knattspyrnan
Screensport
00.00 Hnefaleikar Screensport
WM
12.00 Heimsbikarkeppnin á
skíðum Eurosport Bein út-
sending frá Garmisch Part-
enkirchen í Þýskalandi þar
sem færustu skíðakonur
heims renna sér niður
brekkurnar.
18.00 Fótboltahelgin Sky
Sports Hugleiðingar um
leiki komandi helgar í
ensku knattspyrnunni.
18.30 NBA-fjör. Screensport
20.30 Paris-Dakar-rallið Euro-
sport
LAUGARDAGU R
13.00 Laugardags-sportpakk-
inn SkySports
15.00 Tennis Eurosport Þrátt fýr-
ir að nú riki Vetur konung-
ur i Evrópu er hásumar hjá
andfætlingum okkar í Ástr-
alíu. Þessa dagana fer þar
fram Sydney Open og
koma margir frægir tenni-
skapparvið sögu.
19.00 Fjölbragðaglíma
Sky Sports
23.00 Evrópuúrslit Eurosport
Úrslit helstu leikja dagsins
og fréttir af gangi mála (
íþróttaheiminum.
SUNNUDAGUR
11.30 Gillett-sportpakkinn
Sky Sports
12.30 Listdans á skautum
Eurosport Bein útsending
frá Evrópumeistaramótinu
í Helsinki.
13.00 Ballskák Screensport
Stephens Hendry og
Jimmys Whit í Evrópu-
deildinni.
16.00 Hnefaleikar Screensport
18.00 Körfubolti Screensporl
Þýska deildarkeppnin.
21.00 Knattspyrnuveisla
Screensport Sýnt úr helstu
stórleikjum í spænsku,
frönsku og portúgölsku
deildarkeppninni.
ðurlnn"
Inn í KR
Fjórði erlendi leikmaðurinn í ár sem KR greiðir flugfar
yfir hafið. Hinir hafa allir verið sendir heim. Áætlaður
kostnaður KR af leikmannaskiptunum er ekki undir einni
milljón króna.
Það getur verið dýrt spaug fyrir
körfuknattleiksfélögin að vanda
ekki valið á erlendu leikmönnun-
um strax í upphafi. Það hafa KR-
ingar fengið að reyna. Á yfirstand-
andi keppnistímabili hafa þeir nú
þegar sent þrjá útlendinga til síns
heima og sá fjórði er byrjaður að
leika með félaginu. Að meðaltali
hefur félagið því fengið einn er-
lendan leikmann á mánuði og
gengur sá nýjasti, Keith Nelson,
undir nafninu „janúarmaðurinn"
meðal gárunganna.
KR-ingar eru þó ekki eina fé-
lagið sem orðið hefur að fá sér
nýja erlenda leikmenn. Tinda-
stólsmenn eru búnir að reyna þrjá
og Grindvíkingar, Snæfellingar,
Valsmenn og Breiðabliksmenn
hafa allir látið
einn erlendan
leikmann fjúka
og fengið annan
íhansstað.
Mikill kostn-
aður er samfara
komu þessara
leikmanna til
landsins. Greiða
þarf undir þá
flugfar, útvega
þeim húsnæði og í sumum tilvik-
um bifreið. Þá eru laun erlendu
leikmannanna, samkvæmt við-
mælendum PRESSUNNAR, á
bilinu 130-200 þúsund krónur á
mánuði (2.000-3.000 dollarar).
Ekki er því óvarlegt að ætla að
grunnkostnaður við hvern údend-
ing sem félögin fá hingað til lands
sé yfir 300 þúsund krónur. Kostn-
aður KR vegna erlendra leik-
manna er því orðinn vel yfir eina
milljón króna, sem er dágott fyrir
eina körfuknattleiksdeild. Nú er
bara að vona að nýi leikmaðurinn
þeirra, Keith Nelson, eigi ekki við
úthalds- og æfmgaleysi að stríða
og standi sig betur en fyrirrennar-