Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PHESSAN 14. JANÚAR 1993
5
Siðanefnd blaðamanna
Máli á hendur
PRESSUNNI
vísað frá
Siðanefnd Blaðamannafélags fslands
hefur vísað ffá kæru Egils Eyfjörð á hend-
ur Sigurði Má Jónssyni, ritstjómarfulltrúa
PRESSUNNAR, vegna fféttar undir fyrir-
sögninni: „Með 90 milljóna króna gjald-
þrot á bakinu og sveik hús af öldruðum
hjónum".
I’ úrskurði nefndarinnar segir að mál-
inu sé vísað ffá þar sem Egill hafi ekki leit-
að leiðréttingar hjá PRESSUNNI, en það
er grundvöllur þess að nefndin taki mál til
meðferðar, samkvæmt ákvæðum siða-
reglna.
I úrskurðinum segir. „Mál þetta er þess
eðlis, að kærandi rengir ffásögn PRESS-
UNNAR af staðreyndum málsins. Því á
þetta ákvæði fortakslaust við. Þá er þess
að geta, að blaðamaður PRESSUNNAR
hafði samband við kæranda um síma áð-
ur en greinin birtist. Hann kaus að ræða
ekki við blaðamann PRESSUNNAR um
málið.“
gerði kröfu um 13 milljónir króna, Lands-
bankinn vildi fá 6 milljónir og hlutafélagið
Áfangar, fyrra nafn Polaris, gerði kröfu
um rúmlega 2 milljónir. Sigurðamir voru
sjálfir meðal stærstu kröfuhafa, hlutafélag
þeirra Fjárskipti gerði kröfu um 6,5 millj-
ónir og Hagskipti vildi fá 2,7 milljónir.
Sigurðarnir í Hagskiptum hafa komið
við sögu stofnunar og sölu mikils fjölda
fyrirtækja. Má þar nefna Hagskipti, Verð-
bréfasjóð Hagskipta, matvöruverslunina
Valgarð, Seljakaup, Morastaði, Nýja-Garð
hf., S. Trausta hf., fslenska þjónustu,
Frjálst útvarp hf., Naustið, Tunglið, Kaffi
Hressó, Kjötmiðstöðina, Fjárskipti hf„
Fjárfesti hf„ Veitingahúsið Nonna hf„
Hagflöt-Vesturvang hf„ Parísartískuna,
Patvík og Kostakaup. Nokkur þessara fyr-
irtækja hafa lent í gjaldþrotaskiptum.
Friirik Þór GuOmundsson
Sigurður Garðarsson, annar Sigurðanna í Hagskiptum:
Hagnýting á 5 milljóna víxli I rannsókn
Bókhaldi Ferðaþjón-
ustunnar var fleygt
eins og hverju öðru
drasli, en nær 100
milljónir töpuðust í
þrotabúinu. 50 millj-
óna króna kröfur í
þrotabú Sigurðar
sjálfs.
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú
til rannsóknar meintan fjárdrátt Sigurðar
H. Garðarssonar, annars Sigurðanna í
Hagskiptum, í tengslum við uppgjör á
þrotabúi Ferðaþjónustunnar hf„ sem var í
eigu Hagskiptamanna. Þrotabú þetta var
nýverið gert upp þar sem greiddust 4
milljónir upp í kröfiir sem nema rúmum
100 milljónum að núvirði. Hinn meinti
fjárdráttur snýst um að Sigurður hafi hag-
nýtt sér um 5 milljóna króna tryggingar-
víxil frá Svavari Egilssyni, en Svavar
keypti ferðaskrifstofuna Veröld af Sigurð-
unum, þó þannig að hinir síðarnefndu
skildu skuldirnar eftir í hinu nýstofnaða
hlutafélagi Ferðaþjónustunni.
BÓKHALDINU FLEYGT
SEMDRASLI
PRESSAN hefur að undanfömu greint
ítarlega frá rannsókn mála vegna gjald-
þrots ferðaskrifstofunnar Veraldar hjá
Svavari Egilssyni, þar sem meðal annars
hefiir komið fram að bókhald reyndist í
molum. Það á ekki síður við um bókhald
Ferðaþjónustunnar. Samkvæmt heimild-
um PRESSUNNAR var Hróbjarti Jónat-
anssyni bústjóra tjáð að bókhald Ferða-
þjónustunnar væri að finna í leiguhús-
næði á Skúlagötu 30, en í ljós kom að þar
hafði „ýmsu drasli“ verið fleygt og reynd-
ist það þá vera umrætt bókhald. Bústjór-
inn komst að því að tryggingarvíxill ffá
Svavari, í tengslum við kaupin á ferða-
skrifstofunni, hafði verið hagnýttur; hafði
Sigurður Garðarsson fengið lögfræðing-
inn Grétar Haraldsson til að taka dóm út
vegna hans og lýsa fjámámi í einbýlishús
Svavars í Skildinganesi 62. Bústjórinn leit
svo á að víxillinn væri eign þrotabúsins og
Sigurður hefði hagnýtt sér hann í heimild-
arleysi.
Bústjórinn ákvað því að senda rann-
sóknarbeiðni til Ríkissaksóknara, þar sem
farið var fram á að bókhaldsmálið yrði
rannsakað og svo örlög tryggingarvíxils-
ins. Beiðni þessi barst ríkissaksóknara
fyrir rúmu ári og fór til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins. Um síðustu áramót sendi
Ríkissaksóknari síðan erindi til RLR með
fyrirspum um hvernig rannsókninni liði.
50 MDLLJÓNA KRÖFUR í ÞROTA-
BÚSIGURÐAR
Viðskipti Sigurðanna og Svavars voru
mjög flókin og hafa menn aldrei komist til
botns í þeim. Á meðan á þrotabúsmeð-
ferðinni stóð gengu klögumálin á milli að-
ila, þar sem hvorir um sig töldu hinn aðil-
ann skulda sér stórar upphæðir. Má geta
þess að Veröld Svavars setti ffam 34 millj-
óna króna kröfu í þrotabú Ferðaþjónust-
unnar og var það langstærsta einstaka
krafan í búið. Ýmis önnur viðskipti Sig-
urðanna og Svavars fléttuðust inn í málið,
en upprunalega hafði Svavar keypt Ver-
öld af Sigurðunum fyrir 107 milljónir
króna.
Þótt síðar muni koma í ljós að Sigurður
Garðarsson hafi hagnýtt sér 5 milljóna
króna víxilinn er talið vonlaust að sá pen-
ingur greiðist. Sigurður Garðarsson var
nefnilega úrskurðaður til gjaldþrotaskipta
í júní síðastliðnum. Lýstar kröfiir í þrota-
bú Sigurðar hljóða upp á 50,3 milljónir
króna. Að sögn Stefáns Þórissonar bú-
stjóra hefur ekki verið tekin afstaða til
krafiia. Eignakönnun er í gangi, en ekki
fyrirséð að nokkrar eignir finnist. Stærsta
krafan í bú Sigurðar er ffá íslandsbanka,
ásamt verðbréfamarkaði bankans, upp á
24,5 milljónir króna. Landsbankinn gerir
kröfu um 7,5 milljónir og Búnaðarbank-
inn 4,5 milljónir.
Ekki er að sjá að krafa hafi verið gerð
um gjaldþrotaskipti vegna Sigurðar Arn-
ars Sigurðssonar, en til skipta er fyrrum
viðskiptafélagi þeirra, Kristján V. Krist-
jánsson.
KRÖFUR í BÚ EIGIN FYRIRT7EKIS
f þrotabú Ferðaþjónustunnar bárust
alls 22 almennar kröfur. Krafa Veraldar
var hæst, en Gjaldheimtan í Reykjavík