Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 13
li FIMMTUDAGUR PRESSAN 14.JANÚAR 1993 13 STJÓRNMÁL Svik við landhelgissigrana? „Hið versta við brigsl leið- toga stjórnarandstöðunnar er þó, að nákvœmlega sama oghann ásakar nú ríkisstjórninafyrir — það bauð hann sjálfur Evrópubandalaginu að fyrra bragði í tíðfyrrver- andi ríkisstjórnar. “ Framsóknarflokkurinn er stundum sagður búa við þá födun frá náttúrunnar hendi að hafa tvær skoðanir á hverju máli; eina í ríkisstjórn og aðra utan stjórnar. Þessi stefna, sem stundum er köll- uð „já-já nei-nei“-pólitík, kom í ljós með giska dapurlegum hætti í umræðunni um tvíhliða samning fslands og Evrópubandalagsins um fískveiðar. Gegn þessum samningi snerist leiðtogi Fram- sóknarflokksins af mikilii hörku. Fortíðin elti hann þó uppi og kom eins og ástralskt búmerang í bakið á honum; á Alþingi upplýsti Þor- steinn Pálsson um fundargerðir, sem staðfesta að Steingrímur Her- mannsson sjálfur bauð Evrópu- bandalaginu upp á það, sem hann leggst af grimmd gegn núna. Meginþáttur tvíhliða samn- ingsins felst í skiptum á gagn- kvæmum veiðiheimildum; Evr- ópubandalagið fær að veiða 3.000 tonn af karfa en á móti fá íslend- ingar 30.000 tonn af ioðnu úr kvóta bandalagsins við Grænland. Karfinn sem skip bandalagsins fá að veiða er ígildi 1.230 tonna af þorski, sem er rétt röskur fjórð- ungur úr prósenti af heildarafla landsmanna árið 1991.1 því sam- hengi eru skiptín á veiði örsmá. Undir forystu formanns Fram- sóknarflokksins lagðist stjórnar- andstaðan í víking gegn samn- ingnum. Um það er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja; hlut- verk hennar er að veita gagnrýni og aðhald, og sáldra þannig áburði í gróðurmold lýðræðisins. Rökin, sem helst var beitt í andóf- inu, voru hins vegar þess eðlis að sagnfræðingar framtíðarinnar munu efalítíð nota þau sem texta- dæmi um pólitíska hentistefnu af þriðju gráðu. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði berum orðum, að með því að semja um gagnkvæmar veiðar við Evrópubandalagið væri ríkis- stjórnin að hleypa togurum þess á nýjan leik (eins og það var marg- sinnis orðað) inn í fiskveiðilög- söguna. Hvað eftir annað var því haldið fram af andstæðingum samningsins á þingi, að þetta væri aðeins upphafið; í framhaldinu myndi Evrópubandalagið knýja á um miklu meiri veiði. Þannig var gróflega ýjað að því, að samning- urinn væri svik við landhelgissigr- ana, sem þjóðin hafði unnið tæp- um tuttugu árum fyrr með fórn- um, svita og tárum. Þetta er auðvitað hreint rugl. Eitt af löndum Evrópubandalags- ins, Belgía, fékk á sínum tíma ókeypis veiðiheimildir innan lög- sögunnar í þakkarskyni við stuðn- ing í landhelgisbaráttu fslendinga. Upphaflega voru skipin tólf, eða meira en tvöfalt fleiri en skipin sem fá að nýta karfakvóta tvíhliða samningsins. Formlega hafa Belg- ar ennþá heimildir til að veiða næstum tvöfalt það magn (í þorskígildum) sem Evrópubanda- lagið kaupir nú fyrir loðnukvóta við Grænland, þótt þeir hafi nýtt aðeins hluta þess síðustu árin. Þrátt fyrir þessa táfestu innan landhelginnar síðustu tvo áratug- ina hefur það ekki leitt til innrásar hins óvíga flota Evrópubandalags- ins á íslensk fiskimið. Hví í ósköp- unum skyldi það gerast nú? Hið versta við brigsl leiðtoga stjórnarandstöðunnar er þó, að nákvæmlega sama og hann ásakar nú ríkisstjórnina fyrir — það bauð hann sjálfúr Evrópubanda- laginu að fyrra bragði í tíð fýrrver- andi ríkisstjórnar. Á fundi með formanni framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 18. apríl 1990 bauð Steingrímur Her- mannsson bandalaginu upp á gagnkvæmar veiðar. Eðli máls samkvæmt hlaut slíkt tilboð að fela í sér, að togurum Evrópu- bandalagsins yrði hleypt inn í ís- lensku fiskveiðilögsöguna til gagnkvæmra veiða. Þar með varð hann fyrstur íslenskra forsætis- ráðherra til að greiða fyrir veiði togara Evrópubandalagsins innan landhelginnar. Alþýðubandalagið lagðist ekki gegn viðræðunum, sem Stein- grímur ásamt Jóni Baldvini tók þátt í meðan síðasta ríkisstjórn sat. Fundargerð af viðræðunum, þar sem tilboð Steingríms kemur skýrt fram, var lögð fram í ríkis- stjórninni og Alþýðubandalagið vissi því hvað fór fram. Hefði flokkurinn í grundvallaratriðum verið á móti gagnkvæmum veið- um — og þar með för evrópskra togara inn í fiskveiðilögsöguna — hefðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins vitaskuld gengið úr ríkis- stjórninni. Þeir voru hins vegar grónirvið stólana. Stjórnarflokkarnir axla að sjálf- sögðu fulla ábyrgð á þessum samningi; í því samhengi sem hann var gerður var hagsmunum íslands þjónað. En það er ekki bara lítilmannlegt, heldur óskilj- anlegt þegar þeir, sem bera hina pólitísku ábyrgð á upphafi máls- ins, teljaþaðnúsvikviðfsland. Höfundur er formaður þingflokks Alþýðuflokks. STJÓRNMÁL „ Vanmatið“ er einhver ábyrgur? MÖRÐUR ÁRNASON „Aumingja Bolli! Friðrik sat í Flórída ogsigaði embættismönnunum sín- um, en að lokum sauðyfir hjá Davíð, sem neyddist til að valta yfir Friðrik og fjármálaráðuneytið. En Bolli Þór stendur ennþá hrakinn ogaleinn útí gaddinum. “ Þingið samþykkti loksins EES- samninginn núna á þriðjudaginn, og þótt enn sé margt óleyst er vonandi að bæði Jón Baldvin og æstustu þjóðvarnarmenn verði núna sendir í sturtu og næstu brýn mál tekin á dagskrá. Eitt af þeim er auðvitað það hvað við ætíum okkur inná Evr- ópska efnahagssvæðinu, hvernig við erum undir það búin, á hvaða hátt við ætlum að verja þar hags- muni okkar, — og hverju við þurfúm að breyta hjá okkur héma í Stigaganginum fslandi áður en EES geysist af stað í raun og vem. En um þetta var afskaplega lítið rætt á klukkutímunum þúsund niðrá alþingi, og lítið um þetta fjallað í blaðsíðunum tíuþúsund frá ráðuneytunum. Til dæmis er sérkennilegt að hugsa til þess að þegar EES- samningarnir voru að renna af stað fyrir sosum fjórum-fimm ár- um vógu þau rök býsna þungt að náið efnahagssamstarf við grann- þjóðir mundi á sinn hátt knýja okkur íslendinga til að láta af efnahagslegum geðþóttaákvörð- unum og margskonar heimatil- búnu klúðri í atvinnumálum. Að eftir EES-aðild mundu stjórn- málamenn okkar, viðskiptajöfrar og hagsmunaleiðtogar sjá sér þann kost vænstan að taka upp ný og betri vinnubrögð, bæði vegna þess að svigrúm þeirra sem valds- manna hefði hreinlega minnkað við hina almennu samninga um samskiptaramma, og af því líka að ábyrgð þeirra hefði aukist sem þátttakenda í bandalagi alvöru- ríkja um alvörumál. Þá mundi þrengja að landsfrægum smá- kóngum í sandkassanum. Og kannski er þessi kenning rétt til lengdar, — samstarfið innan Evr- ópu agi þjóðina og forystumenn hennar með tíð og tíma í efna- hagsmálum og atvinnulífi. En ósköp virðist það ætla að verða langur vegur. f sömu viku og EES-aðildin er samþykkt er boðað annað mál niðrá þingi frá ríkisstjóminni. Það er tillaga um að breyta skattalög- um sem stjórnarþingmenn sam- þykktu fyrir þremur vikum. Og ástæðan er sú að stjórnarfrum- varpið frá sjálfum fjármálaráð- herra fyrir jólin er núna á nýárinu uppvíst að því að snarhækka vexti, stórauka verðbólgu og færa milljarða frá þeim sem eiga ekki peninga til þeirra sem eiga pen- inga. Lög Friðriks fjármálaráð- herra um virðisaukaskatt af íbúðaviðgerðum hefðu orðið til þess að eyðileggja á einu bretti all- an hinn meinta hag atvinnufyrir- tækjanna af ráðstöfununum um áramótin, og þyngja þar að auki fjárklyfjarnar á þeim sem fyrir jól- in þóttu hafa hvað breiðust bök: íbúðabyggjendum og öðrum skuldurum. En skuldaranna allra mestur er einmitt sjálfur ríkissjóð- ur! Tæknimenn ASf og VSf lögðust undir feld og létu í sér heyra upp- úr áramótum. Þá var kerfið enn með stírur í augum, og í ráðuneyt- um, þingflokkum, efnahagsstofn- unum og hagstofum horfði hver forviða á annan, — hafði enginn reiknað þetta út? Hvar höfðu ráð- gjafarnir og aðstoðarmennirnir verið? Voru þingnefndimar á fyll- iríi? Hafði enginn sagt ráðhermn- um frá þessu? Eða höfðu þeir kannski aldrei spurt? Gamalkunn viðþrögð við óþægilegum fréttum eru að ,Jiafna“ og „vísa á bug“ í talna- og túlkunarstríði, og það var einmitt það sem Friðrik Sophusson gerði þegar hann uppgötvaði að hér stóð uppá fjármálaráðherra. Hann skorti reyndar hugrekki til að tala sjálfúr þannig að hann atti á fjöl- miðlaforaðið góðum dreng, hag- fræðingnum Bolla Þór Bollasyni embættismanni, sem fyrir hönd Friðriks og fjármálaráðuneytisins neitaði öllum hugsanlegum stað- reyndum málsins og efaðist í krafti ríkisvaldsins um saman- lagða útreikninga Vinnuveitenda- og Alþýðusambands. Aumingja Bolli! Friðrik sat í Flórída og sigaði embættismönn- unum sínum, en alltaf jókst þrýst- ingurinn, og að lokum sauð yfir í Stjórnarráðshúsinu. Davíð Odds- son lét undan og neyddist til að valta yfir Friðrik og fjármálaráðu- neytið. En Bolli Þór stendur ennþá hrakinn og aleinn útí gaddinum. Þetta er náttúrlega afar fýndinn brandari alltsaman þótt aðalper- sónurnar brosi kannski frekar þvingað. Enda er húmorinn óneit- anlega heldur svartur nú í upphafi hinna nýju vonglöðu EES-tíma. Davíð sagði á mánudaginn að lögin væru „mistök“ og hefðu byggst á „vanmati". Forsætisráð- herra ber skylda til að skýra þjóð- inni frá því hvaða ráðherra ber ábyrgð á því vanmati, og hvað sá kújón hyggst fyrir sér til afbötun- ar. Það er líka eðlileg kurteisi við þjóðina að forsætisráðherra og fjármálaráðherra upplýsi hvaða hagstofnanir eða hagráðgjafar lögðu faglegt mat á hagfræðilegan þátt þessa skattafrumvarps, og hvort þar var um „vanmat" að ræða. Formaður þeirrar þingnefndar sem fjallaði um málið hlýtur líka að lýsa vandlega vinnubrögðum sínum við hina þinglegu meðferð. Og svo þurfum við auðvitað innanum annað smotterí að fá að vita hvernig fjármálaráðherra og ríkisstjórn ætla að afla þeirra 400 milljóna sem mistakalögin áttu að færa á tekjuhlið glænýrra fjárlaga. Það verður að upplýsa um ábyrgðina á þessum brandara. Skaðinn er nefriilega á ýmsan hátt skeður. Við þetta klúður hefur efnahagsstjórn á Islandi beðið hnekki á sama tíma og við tökum örlagaríka ákvörðun um efna- hagssamstarf við grannþjóðimar. Stjórnmálakerfið hefur einnig orðið fyrir áfalli. Annaðhvort vinna faglegar hagstofnanir ekki vinnuna sína, og blekkja þar með pólitíska yfirmenn, eða þá að ráð- herrarnir eru ekki starfi sínu vaxnir. Og almenningur á íslandi þarf að borga fyrir þetta „vanmat" jafiivel þótt lögin verði snúin nið- ur. Bankarnir hafa þegar tekið ákvarðanir um verulega vaxta- hækkun — ekki síst á grundvelli þessara skattalaga, og sú ákvörð- un gildir að minnsta kosti eitt vaxtatímabil. „Vanmatið" kemur fram næst þegar þeir þurfa að borga af skuldabréfúnum sínum. Þannig gerist það enn einusinni — einmitt í sjálfri EES-vikunni — að hinir stjórnandi stjórnmála- menn senda öðrum gjörvallan reikninginn af mistökunum og vanmatinu. Og sumir sunnan frá Flórída. Hölundur er islenskutræðingur VIKAN SEM VAR 7/1 Steingrímur Hermannsson talaði einn af hálfú Framsóknarflokks í beinni útsendingu Ríkisútvarps og -sjónvarps frá umræðum á Al- þingi um EES. Steingrímur tók tví- vegis til máls. Þrátt fyrirklofning í flokknum var hann því einhuga í þessum umræðum. 8/1 Samanlögð verkalýðsforystan á Norðurlandi eystra ásamt fulltrú- um miðstýringarinnar fyrir sunn- an lýsti yfir vilja til verkfalla á fúndi á Akureyri. Einhugur var meðal fundarmanna um að sækja skyldi kjaraskerðinguna af aðgerð- um ríkisstjómarinnartil atvinnu- rekenda, en það er einmitt hópur- inn sem ríkisstjórnin var að reyna að bjarga með aðgerðum sínum. Ef ekki dygði annað til vom fund- armenn tilbúnir að vera í verkfalli þar til atvinnurekendur skiluðu kjaraskerðingunni til baka. 9/f Alþingi lauk umræðum um EES á því að Ingi Björn Albertsson lýsti yfir andstöðu við samninginn og harmaði að þjóðin fengi ekki að segja álit sitt á honum. Samtals töl- uðu 63 þingmenn í 100 klukku- stundir samfleytt um samninginn. Ef Inga Birni hefði orðið að ósk sinni og hvert mannsbarn notað álíka tíma og meðalþingmaður hefði umræðan staðið í 47 ár, 1 mánuð, 10 daga, 13 klukkustund- ir, 10 mínútur og 36 sekúndur. 10/1 Dýpsta lægð í sögu Norður-Atl- antshafsms fór milli Færeyja og ís- lands og fylgdi henni fárviðri og ófærð. Flestir sem vettíingi gátu valdið og höfðu til þess tæki og tól óðu út í veðrið og ýmist týndust eða leituðu hinna týndu. Aðrir komu sér milli byggðarlaga í von um að teppast og komast ekki heim fyrir vinnu á mánudaginn. Það var mikið Ijör á Hótel örk á sunnudagskvöldið og barinn fúll- ur af veðurtepptum Reykvíking- um. 1 1/1 Davíð Oddsson dró til baka þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja virðisaukaskatt á vinnu við húsbyggingar vegna þeirra áhrifa sem sá skattur hafði á byggingar- vísitöluna, sem hefúr áhrif á láns- kjaravísitöluna, sem aftur hækkar öll verðtryggð lán í landinu. Reiknimeisturum ríkisstjómar- innar hafði annaðhvort sést yfir þessi áhrif eða ráðherrunum sjálf- um sést yfir viðbrögðin við þeim. 12/1 Alþingi lslendinga samþykkti staðfestingarfrumvarp við EES- samninginn. 38 þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum. Sá hópur skiptist í þá sem aldrei fá nóg afþví að tala um EES, þá sem vilja ýmist minna á eða verja af- stöðu sína fyrir næsta prófkjör í dreifbýliskjördæmum vegna þéttr- ar andstöðu við samninginn þar og þá sem vilja einfaldlega minna á að þeir séu enn til og verði það einnig við næsta prófkjör. 13/1 Forsetinn óskaði eftfr ríkisráðs- fúndi daginn áður áður en hún skrifaði undir staðfestingarlögin um EES-samninginn. Áskoranir EES-andstæðinga höfðu auðsjáan- lega áhrif. Morgunblaðið brást við í dag með því að birta 25 ára gam- alt viðtal við Bjarna heitinn Bene- diktsson forsætisráðherra, þar sem hann fjallaði um það ákvæði stjórnarskrárinnar að forseti gæti skotið málum til þjóðarinnar. í viðtalinu sagði hann að þessu ákvæði hefði aldrei verið beitt og það ætti ekki að beita því þar sem þingræði væri viðhaft.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.