Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 15

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 15 F Ó L K SAMKVÆMISLÍF Uppábrot eiga að vera að minnsta kosti sex sentímetra há—gallabuxur ekki undanskildar. Uppábrot á hraðri uppleið Uppábrotin verða tíska ársins 1993. Það eru skýr skilaboð tískukónga á borð við Comme des Gar^ons og Romeo Gigli sem boða sex sentí- metra há uppábrot á „betri“ buxurnar. Hinn djarfi Joe Castley Hayford gengur enn lengra og setur uppábrotin jafhvel á gallabuxurnar sín- ar. Hann segir buxurnar eiga að vera níðþröngar með breiðu broti. „Þessi hefðbundu uppábrot hafa verið í tísku undanfarin tvö ár og eru nú á hraðri útleið,“ segir Svava Johansen, eigandi verslunarinnar Sautj- án. „En jakkafötin þar sem buxurnar eru þröngar og brotin breið — Madonnu-línan — verða lína næsta árs.“ Þess má geta að uppábrot eiga rætur að rekja til Edwards VII, sem einfaldlega bretti upp á bux- urnar sínar til að á skálmarnar settist ekki skítur á göngu hans um moldarstíga. Það þurfti ekki meira til; þessi gjörningur hans náði mikilli út- breiðslu. Eitt ber þó að hafa í huga; uppábrot eiga aldrei við samkvæmisföt karlmanna. Þrenándagleði ásatpúarmanna Þrettándagleði ásatrúarmanna var mikil. Menn slettu cerlega úrklaufum utidir víkivaka- söngvum ogdönsum. Hljóm- sveitin Itifernó 5 reyndi eftir fremsta megni að spila undir fœreyskum hringdönsum, en illa gekk, og Hilmar Örn Hilm- arsson yfirgaldramaður lét ekki á sérstanda. Svonagleði hefur vart verið haldin á ís- landi stðan á öndverðri 18. öld þarsem lúterskum hreintrúar- mönnum fannst hún heldur ósiðleg, enda stóð hún þá oft í átta daga. Guðjón Rúdolf er af og til meðlim- ur hljómsveitar- innar Infernó 5 en spilaði ekki með í þetta sinn heldurskemmti sér manna best. Reykjavíkurgoðinn Jörmundur Ingi Hansen og frúin sem stóð fyrir hringdönsunum. Á milli þeirra stendur Haukur Halldórsson myndlistarmaður i hjartarbúningi, en í því gervi er ýmislegt leyfilegt, til dæmis að kikja undir pilsfald , kvenna. Berglind Jónsdóttir fyrirsæta er heima um þessar mundir í framlengdu jólaffíi, en hún hefur starfað í Japan undanfarin ár. Henni gengur vel þar ytra, hefur nóg að gera og kannski engin tilviljun, þar sem sérstakt útlit hennar virðist höfða til Japana meira en margra annarra. „Ég tel mig mjög heppna því það er kreppa í þessari grein eins og öðrum," segir Berg- lind. „Við finnum öll fyrir neikvæðninni sem liggur í loftinu og sumum fmnst hver dagur erfiður. Það er mikið grátið.“ Eftir þriggja ára starfsferil er Berglind búin að koma sér vel fyrir. Sömu fyrir- tækin hafa endurtekið leitað eftir því að fá hana til að vinna fyrir sig og segir hún það benda til þess að útlit hennar henti vel auk þess sem hún hljóti að vera þokkalega auðveld í samstarfi. Það segir hún vera gagnkvæmt og yndislegt sé að vinna með Japönum. „Þeir eru óskaplega kurteisir en nákvæmir og píska mann áfram. Þetta er þó ekki verra en að vinna í fiski heima á fslandi." Myndatökur fara að mestu fram í kringum Tókýó en öðru hvoru eru farn- ar lengri ferðir. Fyrir skömmu lék Berg- Berglind Jónsdóttir fyrirsæta hefur það hörkufínt í Japan og er síður en svo á leið heim. lind í auglýsingu á móti einum þekktasta leikara Japana, sem einnig er álitinn mikill sjarmör og var talinn heppilegasta mannsefnið af þarlendu tískublaði! Vinnudagarnir geta oft orðið æði langir en ekki er óvanalegt að sitja tvo tíma í lest til að komast á áfangastað. „Ég kem því stundum seint heim og víst get ég verið þreytt öðru hvoru. Ég var til dæmis mjög glöð að komast heim til fslands núna.“ Frítímanum ytra eyðir hún með vin- um sínum, sem eru aðallega Evrópubú- ar, Ameríkanar og Ástralir, en þau hittast mikið í hefðbundnum spjall- og kaffi- boðum og ferðast líka töluvert þegar tækifæri gefst. Berglind ætlar að leggja stund á japönskunám til að bæta kunn- áttu sína í málinu, sem nú getur einungis talist hrafl. Eins og er hefur hún það hörkufínt og er síður en svo á leiðinni heim. Sigrúu Eðvalds- dóttir og Björk Guðmundsdóitir eru tákngervingar barnslegrar einlœgni, sem er mjög í tískn um þessar mundir. Gengið í barndóm Nýjasta tískan vest- anhafs er að „ganga í barndóm", ekki ein- göngu í klæðaburði heldur og einnig í fram- komu og fasi. Nú skreppa menn á ball klæddir eins og Andrés önd, eða með snuð um h á 1 s i n n , barnahúfu og bangsa. Svo virðist sem æ fleiri komist í snertingu við barnið í sjálfum sér því „börn“ á öllum aldri eru farin að sjást á götum stórborg- anna. íslendingar hafa ekki farið varhluta afþessum tískustraumum því einn helsti söluvarningurinn að undanförnu til handa „stóru“ börnunum hefur verið snuð og ýmsir barnalegir smáhlutir sem bera á um hálsinn. Það er ekki síst vinsæl auglýsingaher- ferð í Bandaríkjunum sem ýtt hefur undir bamdómsæðið. Þar er höfðað til barnsins í þeim sem enn þrá að borða skemmtilegt morgunkorn í öll má! en gera ekki, þar sem venjan segir okkur að fullorðið fólk eigi að snúa sér að einhverju öðru og „fullorðinslegra“ eins og eggjum, tei og ristuðu brauði. f daglegum klæðaburði birtist þetta gjarnan í allt of stórum föt- um, barnalegum töskum o.fl. — jafnvel ungbarnanáttföt, heilir gallar með smell- um í klofinu, hafa slegið í gegn! Þekktastar fyrir barnslega framkomu hér á landi eru tónlistarkonurnar Sigrún Eðvaldsdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Sigrún hefur heillað marga með barns- legri og einlægri framkomu — jafnvel er talið að velgengni hennar við fiðlusöfn- unina tengist einmitt þessu fasi. Björk Guðmundsdóttir er ekki eingöngu barns- leg í fasi heldur hefur stundum mátt halda af klæðaburði hennar að hún væri ekki deginum eldri en tíu ára. Hverjir eru hvar? Aðdáendur Elvis Presley stofnuðu með sér klúbb í síð- ustu viku í beinum tengslum við aðalaðdáendaklúbbinn í Graceland. Auk stofnendanna, Jóhannesar Bachmann, Þor- steins Eggertssonar og Sveins Hjartar Guðfinnssonar, mættu á stofnfundinn á Hard Rock ff éttamaðurinn Ómar Ragnars- son, Bjami Ara var auðvitað ff amarlega í flokki, Sverrir Stormsker , stormaði inn á Hard S Rock svo og Sveinn | Guðjónsson, blaða- ______ f maður á Mogga. Þangað boðuðu einnig komu sína þær Linda Pétursdóttir og Sig- ríður Beinteinsdóttir, en kom- ust svo ekki vegna anna. Það hefur varla verið laust sæti á Sólon lslandus ffá því staðurinn var opnaður. Á laugardagskvöldið var að venju troðfullt og margt kunnra manna. Þar var meðal annarra að finna þau Katr- ínu Baldursdóttur og Ei- rík Jónsson, Bjama Breiðfjörð, Hallgrím Thorsteinsson ogvin- ina Baltasar Kormák og Áma Pétur Guðjónsson, Al- onzo og Eddu Guð- munds- dóttir eða Ettu Valesku og Dóm nokkra Won- der. ICafé Romance virðist enn eiga nokkrum vinsældum að fagna, enda einn besta barþjóninn í bænum þar að finna. Það er hann Jói, sem kenndur hefur verið við staðinn. Sem fyrr fór mikið fyrir Hrafiii Gunnlaugssyni þegar hann skveraðist inn á staðinn. Þar voru einnig Jón Ólafsson í Skífunni og «ns ektafrú, Helgi lagnússon, fyrr- rm ritstjóri Frjálsrar verslun- ar, söngvarinn Eyjólfur Krist ínsson og Ein- ar Sveinn, fyrr- um ballettfrömuður. Síðast en ekki síst var þarna Sigurberg- ur, bóksali hjá Lárusi Blöndal. Þá var fjöldi tignarlegs kvenpenings á Romance og flugfreyjur þar fremstar og í sérflokki. Tunglið var sneisafullt af alls konar fólki á föstudagskvöldið, enda margir sem vildu berja hina villtu fatasýningu Alonzos augum. Reyndar var það mál manna að sýningin hefði ekki verið eins til- komumikil og ætla mætti en hún var engu að síður ffumleg. Þar voru meðal annarra systumar úr skóversluninni Bossanova, Keli kaldi úr Langa Sela og skuggun- um, Helen úr Plexiglas, Bryndís Bjamadóttir, Dóra Takefusa og Guð- mundur Jónsson og Stefán Hilmarsson og Anna Björk Birgisdótt- ir, Linda Pétursdóttir og hennar kæri vinur Les. Á laugardagskvöldið 'höfðu viðkotnu á Ing- ólfscafé þau Solla og Höddi, Anna Margrét Jóns- dóttir og júdókappinn Bjami Friðriksson. I útgáfupartti 0-sins í Rósenbergkjallaranum voru, auk Lindu Pétursdóttur og Les, Jón Óskar Sólnes, Stebbi ljósmyndari og Gunní vinkona hans, Mörður Ámason, Hrafii Jökulsson, Kata dansari, Bjöm Jörundur, Þór Eldon og Sjón ritstjóri, að sjálfsögðu. „Helvítifannst mér þrettándinn lélegur á miðvikudaginn var. Það voru aðeins nokkrir ásatrúar- menn sem reyndu að hafagaman. Mérerspum: Eiga íslendingar svo mikla hefð oggera þeirsi svo oft dagamun að ekki si ástœða til að púkka upp á þennan daggefa til dœmisfrífram að hádegi daginn eftir. Hvemig vœri það?“ Við mælum með ... meira óveðri og ófærð þó að slík ótíð geri sumum lífið leitt um tíma stendur hún upp úr í minningunni. ... námskeiðum í kripalu-jóga, hlífðargassuðu eða jafnvel í kristinni trú. Hver veit nema það gæti breytt og jafnvel bætt líf einhvers. ... stuttum toppi og heiðufléttum þó ekki væri til annars en að fá ör- litla fjölbreytni meðal yngri kvenna, sem allar eru með sítt hár og síðan topp. ... kompudegi í Kolaportinu til að eiga fyrir eins og einni út- borgun í utanlandsferð. Að vera skipulagður. Skynsemis- hyggja í sinni hreinustu mynd. Að skoða öll mál út frá öllum mögu- leikum. Að velja alltaf besta kost- inn. Það kostar að vísu tíma og mikla fyrirhöfn og er af mörgum fræðimönnum talið ótækt. En hvað um það, maður getur alltént reynt. Að hugsa fram í tímann er þankagangur sem kreppan á að kenna fólki. Það kom til dæmis berlega í ljós um síðustu helgi þegar fyöldi manns lagði leið sfna út á land í óveðrinu. Það er fólk sem fylgist með. Að minnsta kosti veðurspánni. Þangað sem veðrið var verst hópuðust flestir. Með því að vera veðurtepptur var að minnsta kosti hægt að næla sér í örstutt almennilegt og afslappað vetrarfrí. Að ekki sé talað um þar sem rafmagnið fór af um tíma. uti Gróusögur. Þó að þær séu síður en svo úti fyrir fullt og allt. Reynd- ar var maður farinn að óttast það í skammdeginu að landinn væri ekki samur við sig. Hann væri þrátt fyrir allt í of góðu jafnvægi, því skammdegissögurnar sem gjarnan hafa verið kenndar við Gróu á Leiti voru ansi seint á ferð í ár. Að þessu sinni beindust þær aðallega að sjónvarpsstjörnunni Hemma Gunn og svo Gerði í Flónni. Reyndar er það gersam- lega úti að svara slíkum söguburði líkt og Gerður hefur gert. Það eyðileggur gildi sagnanna og gæti orðið öðrum til eftirbreytni. En nú, þegar birta tekur af degi og skap léttist, leggst Gróa í dvala en stingur von- andi aftur upp kollin- um þegar þunglynd- ið nær aftur tökum á almenningi í næstu skammdeg- isvertíð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.