Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 B í Ó POPP VEITINGAHÚS BARIR POPP FIMMTUDAGUR • Reggae on lce sem er splunkuný.og fyrsta reggae-hljóm- sveitin á Islandi. Hún leikur í fyrsta sinn opinberlega á Púlsin- um. • Orgill er nokkuð athyglis- verð hljómsveit með söngkon- unni Hönnu Steinu úr söngelsku Hjálmtýsfjölskyldunni, Biff Bur- ger, Kolla, Ingólfi og Hermanni. Einar Jónsson, básúnuleikari úr Júpíters, verður gestaleikari kvöldsins ásamt James Olsen, sem leikur á slagverk. Orgill leik- ur á Púlsinum ásamt... • Rut + hefur ekki umboðs- mann af verri endanum, engan annan en Þór Eldon i Sykurmol- unum. Bróðir Þórs, Ari Eldon, er aðalnúmer hljómsveitarinnar. Þeir leika tónlist í anda gftarist- anna Skugganna (Shadows) á Gauknum. • Vincent Laurents skapar skemmtilega stemmningu á Ca- fé Romance. • Guðmundur Rúnar mætir glóðvolgur á Fógetann eftir mikið menningarkvöld sem haldið verður á efri hæðinni. Þar munu stórvirkir þýðendur lesa úr verkum sínum. Það eru þau Jórunn Sigurðardóttir, Krjstján Árnason, Oskar Árni Óskarsson og Sigurður A. Magnússon. Hann verður sem fýrr á Djass J Ármúlanum. • Vincent Laurents kannast meira að segja við Michael Jack- son, enda spilaði hann lítillega með Jackson 5 í gamla daga. Nú er hann á Café Romance. • Haraldur Reynisson trúba- dor heldur uppi stanslausu fjöri á Fógetanum. LAUGARDAGU R • Síðan skein sól tekur við af indversku prinsessunni á Púlsin- um á laugardaginn. Þótt sú ind- verska sé skrautleg kemst hún ekki með tærnar þar sem Helgi Björns hefur hælana í sviðsfram- komu. • Vinir Dóra hafa breytt um stíl og eru orðnir rokkaðri en nokkru sinni fyrr. Þeir eru einnig með nýtt prógramm og leika ásamt gestum á Tveimur vinum. • Undir tunglinu syngur ör- ugglega um Austfjarðaþokuna og Suðurnesjabylinn á Gauki á Stöng í kvöld. • Tveir Logar halda áfram að skapa Eyjastemmningu á Rauða Ijóninu. • Þórarinn Gíslason, hinn lag- vissi kráarpíanisti, leikur á Jazz í Ármúla. • Vincent Laurents spilar enn og aftur á Romance og mun gera fram í febrúarlok. • Haraldur Reynisson heldur enn uppi stanslausu fjöri á Fóg- etanum. SUNNUDAGUR • Síðan skein sól verður aðal- númerið á Gauki á Stöng í kvöld þar sem þeir félagarnir syngja áróðurssöng sinn; Það er topp- urinn að vera í teinóttu. • Vincent Laurents er sá besti sem hefur verið á Café Ro- mance að undanförnu. FÖSTUDAGUR , • Gildran leikur á Púlsinum, en sú hljómsveit hefur verið í fríi vegna þess að Sigurgeir gítar- leikari var að Ijúka prófum í við- skiptafræði. Hljómsveitin er vel úthvíld og mætir tvíefld til leiks ásamt.... • Leoncie, indversku prinsess- unni sem ku ganga mun betur að selja sig í útlöndum en á ís- landi. Hún mun sjálfsagt kyrja lögin Madonna is dead og Sa- ving my body for you. • Síðan skein sól hefur hina miklu spilahelgi sína á Tveimur vinum en flakkar svo eins og hver annar tækifærissinni milli skemmtistaða miðbæjarins. • Guðmundur Rúnar mætir móður og másandi úr Hafnar- firðinum á Fógetann. SVEITABÖLL FÖSTUDAGUR • Sjallinn, Akur- eyri. Rokksveit Fúsa Óttars, sem er þar- lend hljómsveit, leikur fyrir dansi. • Hótel Selfoss. Hljómsveitin Tvífarar er austan úr Rangár- þingi og skemmtir á rangæska vísu. • Edinborg, Keflavík. Vinir Dóra mæta ferskir til leiks með nýtt prógramm. LAUGARDAGUR • Undir tunglinu er ekki sem verst, en hún er samansett af Suðurnesjamönnum og Aust- firðingum. Spilar á Gauki á Stöng. • Sjallinn á Akureyri fær Ný danska, sem er næstum þvi þar- lend rokkhljómsveit, til að popþa Sjallann upp. • Geirmundur Valtýsson er alltaf jafnferskur, ef marka má áhuga Norðlendinga á sínum manni. Hann bregður sér til Reykjavikur, alla leið í Armúlann á Hótel (sland, ef veður leyfir. • Tveir Logar frá Vestmanna- eyjum skapa kráarstemmningu á Rauða Ijóninu. • Þórarinn Gíslason kann ótrúlega mörg lög á píanóið sitt, .enda með afar gott tóneyra. • Edinborg, Keflavík Hljóm- sveitin Sjöund leikur fyrir alla þá sem ekki eru mjög uppreisnar- gjarnir. • Hótel Selfoss. Sálin hans Jóns míns bregður á leik. • Þotan í Keflavík heldur árs- hátíð fyrir kaupmenn og fleiri í kvöld, en eftir að klukkan slær tólf eru allir vélkomnir að hlústa á Svartan pipar.. N1 BAR ★★★ (• Mörgum þótti nóg um fjölda bara hér um árið og þegar opn- aður var enn einn barinn, nánar tiltekið á Klapparstígnum miðja vegu milli 22 og Bíóbarsins, fékk hann nafnið N1 bar. Lesi menn svo úr sem vilja. Reksturinn á barnum gekk reyndar brös- uglega með tíðum eigendaskiptum og tilbehör, en hann er nú samt opinn enn þótt aðeins sé um helgar. En það er svo sem alveg nóg, því framboðið er meira en nóg í miðri viku. Drykkjumaður PRESSUNNAR er reyndar ekki frá því að eftirspurnin á virkum dögum hafi líka aukist, því ekkert lát virðist vera á aðsókn að Bíóbarnum og 22, þrátt fyrir að Sólon Islandus hafi nú verið opinn um nokkurt skeið. Sólon er ávallt kjaftfullur og virðast gestirnir ekki taka það neitt sérstaklega naerri sér þótt þjónustan sé sú versta hérna megin Búkarestar. Drykkjumaður- inn fór af rælni inn á N1 þar sem honum leist engan veginn á röðina inn á Bíóbar- inn og 22 virtist svo órafjarri ífjúkinu. Staðurinn kom honum skemmtilega á óvart. Inni fyrir var fjöldi fólks án þess að beinlínis væru þrengsli. Orðið „fjöldi" er þó mjög teygjanlegt i þessu samhengi, því barinn er svo agnarsmár að þrjátíu manns er fjölmenni. Á barnum voru flest- ar þær tegundir sem hugurinn girnist og stúlkurnar, sem sáu um afgreiðsluna, röskar og samviskusamar. Það besta við N1 var samt óumdeilanlega tóniistin. Motown-sál og ryðmablús vék vart af fóninum og fyrir vikið ríkti hin sérkenni- legasta stemmning á staðnum. f raun skorti ekkert nema spaðadrottningar með túperað hár til að fullkomna verkið. Drykkjumaður PRESSUNNAR vill endilega að barflóra Reykjavíkur sé sem allra fjöl- breyttust, því umhverfið getur skipt öllu máli. Annars gæti maður eins verið á kojufylleríi og sparað sér ferðalög, bið- raðahroll og sand af seðlum. N1 bar stendur fyllilega fyrir sinu og gerir betur en margir stærri barir, sem aldrei geta þvegið sjoppustimpilinn af sér. Rllt+ sér um brimstuðið! Þótt nú sé ekki beint rétti tíminn til að skella sér á brim- bretti í Fossvoginum er þó vænlegt að skreppa á Gauk á Stöng í kvöld og kíkja á fyrsta brimbrettaband íslands, Rut +, veita sólskini um staðinn. Brimbrettarokk, eða „surf‘- tónlist, átti gííúrlegum vinsæld- um að fagna í kringum 1960 og flóði um flestar baðstrendur hins vestræna heims um það leyti. Tónlistin varð til í beinu ffamhaldi af því að eyjaklasinn Hawaii var tekinn inn í Banda- ríkin og brimbrettasportið, sem hafði verið stundað á eyjunum árum saman, öðlaðist vinsældir á meginlandinu. The Ventures, Shadows, Dick Dale og Beach Boys voru helstu surf-rokkhetj- urnar og Hollywood fylgdist með tískunni og kom strand- partímyndum á markaðinn; og Annette aðalkjötið í Sólin vinsælusr fqrir vesfan Greint var frá því í síðustu PRESSU hvaða hljómsveitir hefðu kjaftfyllt flesta skemmtistaðina á síðasta ári en vegna símasambands- leysis við ísafjörð gekk ekki að fá aðsóknartölur þaðan í tæka tíð. Þær fengust þó loks og í ljós kom að Síðan skein sól hefúr átt hvað mestum vinsældum að fagna fyrir vestan á síðasta ári, eða öllu heldur í Sjallan- um á ísafirði; en þangað leggja flestir Vestfirðingar leið sína til að sletta úr klaufúnum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, því líkt og Geirmundur er vinsælastur fyrir norðan vegna þess að hann er Skagfirðingur höfðar fsfirðingurinn Helgi Bjöms auðvitað til sveitunga sinna. Mestu stuðböllin ku hins vegar hafa verið haldin af Stjórninni og Sálin hans Jóns míns átti einnig miklum vinsældum að fagna þar eins og víðast hvar annars staðar. Frankie Avalon Funicello urðu þeim. Það ber mikið á kúl gítarspili í surfinu og oftar en ekki eru engir söngvarar með í spilinu. Það er því kannski rökrétt framhald að hljómsveitin Rut+ skuli nú hafa snúið sér að brimbrettarokkinu. Þeir hafa átt í erfiðleikum með söngvara; prufuðu Bjössa „Basta“ og Boga dauðarokkara, en pönkað graðhestarokkið sem bandið spilaði náði sér aldrei verulega á strik. í dag eru fjórir piltar í Haw- aii-skyrtum í Rut+; bassaleik- arinn Ari Eldon, gítarleikarinn og ljóðskáldið Atli Jósefsson, Magnús trommari Þorsteins- son og Árni Þórarinsson gítar- leikari, sem er í leyfi frá Silfúr- tónum. Bandið spilar aðallega heimsfræga surfslagara en lumar einnig á nokkrum ffurn- sömdum lögum. Drengirnir fmna sig vel í surfrokkinu, en hafa hins vegar aldrei stigið fæti á brimbretti. Munið; magnað brimbretta- stuð á Gauknum í kvöld! Enn meiri hippar! ÝMSIRHIPPAR BLÓM OG FRIÐUR STEINAR ★★★ MÁNAR MÁNAR STEINAR ★ ★ tínir Steinaútgáfan f^^Búr stóru safni sínu, og Wj^Pþað er gott mál. „Blóm og friður“ er safn sextán laga sem komu út á árunum 1968 til 1972. Sum eru víðfræg og fara bráðlega að verða þreytandi, önnur sjald- heyrð og nokkuð frísk þegar kóngulóarvefnum hefur verið svipt af þeim. Það er nokkuð augljóst hvaða lög fer að verða kominn tími til að setja í salt á ný; Flowers-lögin „Glugginn" og „Slappaðu af‘ eru að vísu meistaraverk en frá því Bítlavinafélagið gróf þau upp fyr- ir nokkrum árum hafa þau verið fullviðloðandi rokkvitund þjóð- arinnar. Hljómum/Trúbroti með Shady Owens hafa' einnig verið gerð fullkomin skil upp á síðkast- ið. Flest annað er kærkomið og að megninu til nokkuð gott. Jónas og Einar eru góðir í kassagítar- poppinu og flytja hér titillagið af plötunni „Gypsy Queen“. Einar Vilberg er aftur á ferð með Pétri Kristjáns í örstuttu en frábæru lagi, „Blómið sem dó“, sem kom út á smáskífu 1970 þegar ÓIi Laufdal var í útgáfubransanum með Lauf Records. Óðmenn var toppband og óhætt að mæla með tvöfalda albúminu þeirra sem kom út á geisla 1991. Hér eru þeir með lagið „Bróðir“ sem kom út nokkru fyrr á smáskífu; gott lag en enn betra var þó lagið „Spilltur heimur“ sem virðist vera týnt. Tatarar voru sannfærðir hippar sem gáfu út tvær fínar smáskífúr og er „Dimmar rósir“ ansi gott sýnishorn af þeim. Roof Tops voru alltaf meiri soul-pælarar en hippar, en eiga hér eitt ágætt lag og Ríó tríóið stökk á hippavagn- inn og gaf út eina hippaplötu sem hið saklausa lag „Við viljum frið“ er tekið af. Öllu meira sannfærandi í hippisma sínum voru Axel Ein- arsson og félagar í Tilveru. Sú sveit er sveipuð dularfullum dóp- ljóma, ekki síst vegna lagsins „Ferðin“ sem var fyrsti alvöru dópreynslutexti íslenskrar rokk- sögu. Frá Tilveru komu tvær magnaðar smáskífur og eru tvö lög af þeim hér. Eitthvað hlýtur Axel að hafa verið vankaður í lag- inu „Lífið“. Hann spyr margra áleitinna spurninga, t.d.: Ljóð = Ef sólin dæi út hvað yrði um okkurþá? Sannarlega brennandi spurn- ing enn í dag, sérstaldega á sveppatímanum. „Hell Road“ er hitt Tilveru-lagið. Frábært hippa- rokk og dæmi um það er varð síðar ofan á hjá Axel í hinu goð- umlíka graðhestabandi Icecross. Mánar frá Selfossi voru fulltrúar hipparokksins á Suðurlandi og eiga tvö lög á „Blómum og friði“ og að auki er búið að endurútgefa breiðskífu þeirra frá 1971. Mánar voru fi'nt band fannst mörgum og margir lögðu á sig ferð austur fyr- ir fjall til að berja það augum. En Mánar hafa ekki elst mjög vel. Þeir voru mikið fyrir löng djömm og stundum leysast lögin upp í einn allsherjar djammmökk. Plata þeirra á vissulega góða spretti en heildarsvipurinn er ansi móðukenndur. Sum lög eru þó beinskeytt; „Söngur Satans“ er hippalegt gaddavírsrokk í há- klassa, „Ég horfi á brimið“ er vel samið rokklag og „Villi verka- maður“ er fínt. Öll þessi lög eru eftir Ólaf Þórarinsson sem var aðal-Máninn. Auk átta laga frá „Öllu meira sannfœr- andi í hippisma sín- um voru Axel Einars- son ogfélagar í Til- veru. Sú sveit er sveipuð dularfullum dópljóma, ekki síst vegna lagsins „Ferð- in“sem varfyrsti al- vöru dópreynslutexti íslenskrar rokksögu. “ Ólafi á píanóieikarinn og söngv- arinn Guðmundur Benediktsson tvö ágæt lög og hinn lipri orgel- leikari Björn Þórarinsson eitt. Enn á ný verður að ljúka plötudómi með því að þakka Steinum hf. fyrir vel heppnaðar endurútgáfur. Bæklingar beggja platnanna eru vel útfærðir og sér- staklega er gaman að fróð- leiksmolum Jónatans Garðars- sonar á „Blómum og friði“. Ef Frú Vigdís væri af ’68-kynslóð- inni væri Jónatan eflaust búinn að fá fálkaorðu fyrir dugnaðinn. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.