Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 25
__________FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993_ LEIKHÚS MYNDLIST KLASSÍK 25 Kvikmyndasjóður fslands úthlutar á morgun 125 sækjast efitir 78 milljónum Á morgun, föstudag, verður úthlutað árlegum styrkjum úr Kvikmyndasjóði íslands. Um- sækjendur voru alls 125, sem er þriðjungi fleiri en í fyrra. Mest hefur aukningin orðið meðal þeirra sem sækja um styrk fyrir handrits- og undirbúningsvinnu, en einnig hefur hún verið sjáan- leg meðal þeirra sem sótt hafa um framleiðslustyrk fyrir gerð bíómyndar, 18 umsóknir í ár á móti 12 á síðasta ári. 14 sóttu um styrk fyrir gerð stuttmyndar, 44 fyrir handrits- og undirbúnings- vinnu fyrir bíómynd, 4 fyrir teiknimynd, 27 um ffamleiðslu- styrk fyrir gerð heimildamyndar, 9 um handrits- og undirbúnings- styrk fyrir gerð heimildamyndar og 9 um annað. Alls verður úthlutað 78 millj- ónum og ekki talið ósennilegt að um einn stóran framleiðslustyrk verði að ræða og tvo heldur minni. Tveir stórir styrkir voru veittir í fyrra og féllu í hlut Hrafhs Gunnlaugssonar og Guðnýjar Halldórsdóttur. Nöfn umsækj- enda eru sem endranær leynileg þar til úthlutun hefur farið fram, en nokkurra nafna er getið í „European Filmfile" og eftirtaldir þar sagðir hafa leitað eftir fjár- mögnun Kvikmyndasjóðs fs- lands: F.I.L.M., Hrafn Gunnlaugs- son, hefur leitað eftir styrkveit- ingu til að fullvinna Hin helgu vé. Gjóla, Ásdís Thoroddsen, fyrir Draumadís. Þjóðverjar hafa gefið henni vilyrði um fjárhagsstyrk og mun þarlent sjónvarp áskilja sér sýningarrétt. Anna Th. Rögn- valdsdóttir fékk rúma milljón króna í handritsstyrk frá Eurima- ges en ekki er áætiað að hefja kvikmyndatökur fýrr en árið 1994. Er því óvíst hvort hún sæk- ir um styrk á þessu ári. Kvik- mynd, Þorsteinn Jónsson, með Útlendinginn. Handrit er full- unnið og vonast er til að tökur hefjist snemma á næsta ári eða jafnvel fýrr. fslenska kvikmynda- samsteypan, Friðrik Þór Frið- riksson, með Bíódaga. Magma- film, með Ágúst Guðmunds- son sem leikstjóra, hyggst kvik- mynda Ævintýri á Norðurslóð- um II. Pegasus, Snorri Þórisson og Egill Eðvarðsson, ætla að kvikmynda sögu konunnar sem síðust var hálshöggvin á íslandi. Snorri fékk úthlutað rúmri millj- ón úr Eurimages-sjóðnum til handritsgerðar. Vonast þeir til að hefja kvikmyndatökur næsta sumar og haust. Þráinn Bertels- son, Skrítið líf, handrit er í vinnslu. Skífan, með Jón Ólafs- son í broddi fylkingar, fyrir myndina Móra. Leikstjóri verður Andrés Indriðason. Umbi, Guðný Halfdórsdóttir og Halldór Þorgeirsson, fyrir kvikmyndina Jörund hunda- dagakonung. Ragnar Arnalds skrifar handrit en það hefur verið í vinnslu í þó nokkum tíma. Lár- us Ýmir Öskarsson er nefndur sem leikstjóri. Ef rétt reynist að aðstandend- ur Umba hafi sótt um að þessu sinni er ekki talið líklegt að þau fái háan styrk þar sem kvik- myndin Karlakórinn Hekla, sem frumsýnd var á síðasta ári, hlaut verulegan stuðning. Óskar Jón- asson gæti mögulega átt inni Talið er víst að Friðrik Þór Friðriksson fái styrk að þessu sinni til að gera Bíódaga sína. umsókn um eftirástyrk vegna Sódómu og sama er að segja um Kristínu Jóhannesdóttur og Sigurð Pálsson vegna Svo á jörðu, þó ekki skuli fullyrt um það hér. Þá er ekki útilokað að Art film, Kristinn Þórðarson, Bjarni Þór Þórhallsson og Gísli Snær Erlingsson, leiti eftir stuðningi við Stuttan frakka, sem sýnd verður á næstunni. Nýja bíó, með Hilmar Oddsson inn- anborðs, leitast að öllum líkind- um við að fá styrk fýrir heimilda- mynd um Jón Leifs og ekki er ólíklegt að Jón Tryggvason fari á stúfana, en hann hefur áður hlotið handritsstyrk. Þá munu Júlíus Kemp og Jóhann Sig- marsson æda að leita eftir styrk til heimildamyndargerðar. Rósa Guðný Þórsdótir og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sínum. Rósa Guðný sem Nóra „Hlutverk Nóru er án nokkurs vafa með mest spennandi kven- hlutverkum leikbókmenntanna, svo auðvitað get ég ekki verið annað en ánægð með minn hlut,“ segir Rósa Guðný Þórsdóttir sem mun fara með hlutverk Nóru í uppfærslu Þíbylju á Brúðuheimili Ibsems sem frumsýnt verður undir lok mánaðarins í Tjarnabíói. „Nóra er ákaflega skemmtileg persóna. Hún gerir ýmsar upp- götvanir og breytist til góðs. Ákveðin þróun verður því í hlut- verkinu sem verulega gaman er að takastávið.“ Brúðuheimili Ibsens er vel Fatlaðir setja upp Aurasálina Halaleikhópurinn nefnist leik- hópur áhugafólks, fatlaðra sem annarra, sem stofhaður var síðast- liðið haust. Næstkomandi laugar- dag frumsýnir leikhópurinn fyrsta verk sitt, gamanleikinn Aurasálina eftir franska leikritaskáldið Moliére, og ræðst því ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. „Auðvitað er sviðsskrekkur í mörgum, en við erum samt ekkert hikandi þótt sýningin sé erfið,“ segir Sigurður Björnsson, einn þáttakenda í sýningunni. „Það var ákveðið strax í upphafi að reyna við „alvöru“ leikrit úr leikbók- menntunum í stað þess að setja upp verk sem samið hefði verið með fatíaða í huga. Sýningin tekur um tvær klukkustundir í flumingi og er örlítið stytt, en að öðru leyti er engu breytt.“ Aðalhlutverkið, hlutverk aura- sálarinnar Harpagons, er í hönd- um Ómars Braga Walderhaug en alls taka fimmtán manns þátt í sýningunni og eru flestir fatlaðir. Leikstjórar eru Guðmundur Magnússon, sem bundinn er hjólastól, og sonur hans Þorsteinn Guðmundsson, báðir útskrifaðir leikarar. Auk þess hafa þeir feðgar báðir reynslu af því að leikstýra áhugahópum. Eins og títt er með áhugaleik- hópa hafa peningar verið af skornum skammti hjá Halaleik- hópnum og hefði ekki verið unnt að koma Aurasálinni á laggirnar nema með hjálp góðra manna. „Við höfum notið styrkja frá ýms- um aðilum, samtökum og ein- staklingum, sem er auðvitað ómetanlegt. Þá vorum við dugleg að selja jólakort og höfðum af því nokkrar tekjur. Tilkostnaði hefur verið haldið í lágmarki, búning- arnir sem notaðir eru í sýning- unni eru fengnir að láni úr bún- ingasmiðju Þjóðleikhússins og leikmyndin er afar einföld. öðru- vísi hefði ekki verið hægt að koma sýningunni á fjalimar." Gamanleikurinn Aurasálin á 325 ára afmæli á þessu ári en hann var frumsýndur í París 1668, er Moliére var á hátindi frægðar sinnar. Hann stofnaði eigin leik- hóp í París 1658 og sló í gegn með gamanleikjum sínum skömmu síðar. Moliére varð fýrir áhrifum frá ítölskum leikurum sem ferð- uðust um Evrópu með leikformið „commedia delTarte“, en það byggðist á alþýðlegum hefðum og gamanleikjum. Sýning Halaleikhópsins fer fram í félagsmiðstöðinni Árseli í Breiðholti og verður frumsýnt sem áður sagði næstkomandi laugardag. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Sigurður Björnsson í hlutverkum sínum í Aurasálinni. Rósa Guðný Þórsdótir fer með hlutverk Nóru 1 sýningu Þíbilju. þekkt bókmenntaverk og ef til vill óþarfi að tíunda söguna hér, en í stórum dráttum fjallar verkið um hjónabandið, ástina, stöðu kon- unnar, karlmanninn, áhrifþjóðfé- lagsins á okkur sem manneskjur og það mynstur sem við erum sett í. í sýningunnni er stúlkan Nóra nær allan tímann á sviðinu og því ef til vill ekki óeðlilegt að ætía að hlutverkið sé erfitt, öðrum frem- ur. Rósa Guðný svarar því þó neit- andi. „Ég lít svo á að öll hlutverk séu erfið og að því leyti er þetta ekkert öðruvísi en önnur hlut- verk. Hins vegar er því þannig far- ið með hlutverk Nóru að mikið kjöt er á beinunum; með öðrum orðum er úr miklu að moða og því er hlutverkið mjög þakklátt.“ Rósa Guðný vakti verulega at- hygli í nýjustu sýningu Alþýðu- leikhússins, Hræðilegri hamingju, þylur fyrir notendur Sjónvarpsins og skemmtir af og til börnunum í Stundinni okkar. Auk Rósu Guð- nýjar taka fimm leikarar þátt í uppfærslu Þíbilju á Brúðuheimil- inu, þau Eggert Þorleifsson, Kjart- an Bjargmundsson, Ingrid Jóns- dóttir, Ari Matthíasson og Inga Hildur Haraldsdóttir. Leikstjórn er í höndum Ásu Hlínar Svavars- dóttur. Athugasemd vegna ummœla Friðriku Benónýsdóttur um ritdóm Þótt ég ætli að hafa það sem vinnureglu að skrifast ekki á um einstaka ritdóma mína sé ég mig nú tilneydda að gera athugasemd við ummæli sem höfð eru eftir Friðriku Benónýsdóttur í síðasta tölublaði PRESSUNNAR. Þar vænir hún mig um að hafa ekki lesið nema fjörutíu blaðsíður af bók Trausta Steinssonar, Fjall rís, áður en ég lagði bókina frá mér til að skrifa um hana ritdóm. Að segja gagnrýnanda ekki lesa þær bækur sem hann fjallar um er ærumeiðing. Friðrika Benónýs- dóttir gengur enn lengra þegar hún segir mig sjálfa lýsa því yfir í ritdóminum að ég hafi ekki lokið við bókina. Vegna þeirra sem ekki lásu ritdóminn en einungis um- mæli Friðriku Benónýsdóttur vil ég birta þá tilvitnun sem er svo gróflega mislesin: „... ég hef þá trú að honum (þ.e. lesandanum) muni fara lflct og mér eftir um það bil fjörutíu blaðsíðna lestur, fórna höndum og segja eins og Hallgrímur Pét- ursson í kvæði Steins Steinars: „Ekki meir, ekki meir!““ Las Friðrika ekki það sem á undan var komið? Þar voru tekin dæmi um uppbelgdan stfl höf- undar. „Ekki meir, ekki meir!“ vísar til þessara stílbragða sem enginn endir virðist á — ekki þess að ég hafi hætt lestrinum. Þetta er reyndar svo augljóst að ekki ætti að þurfa að hafa orð á því. Frið- rika má gjaman vita að ég hef áð- ur fómað höndum við lestur bók- mennta. Sú athöfn tekur ekki langan tíma. Hún táknar stundum hrifningu, stundum vanþóknun. Þetta kallast að gera hlé á lestrin- um. Og vonandi þarf nú ekki að útskýra mun á lestrarhléi og lestr- arlokum. Frumbyggjar Ástralíu fiindu upp hið skæða vopn búmerangið en það er þeirrar náttúm að fljúga aftur til þess sem þeytir því af stað. Nú mun það einatt henda óvar- kára byrjendur í þeirri eðlu íþrótt að fá búmerangið í hausinn; og á sama hátt virðist mér einsýnt að hið meinlega skeyti sem Friðrika Benónýsdóttir sendi mér hitti hana sjálfa fýrir. Með öðrum orð- um: Hún hefur alls ekki lesið allan ritdóminn sem hún vitnaði síðan til stútfull af vandlætingu. Friðrika Benónýsdóttir hefur fengist við fræðistörf sem krefjast heimildarvinnu. Ég get einungis vonað að hún leggi örlitíu meiri alúð og metnað í þá vinnu en hún gerði hér þegar hún kaus að for- dæma án þess að kynna sér það sem sagt var. Kolbrún Bergþórsdóttir MYNDLIST Skoskir grafík- listamenn 26 tals- |ins, sýna verk sín í Geysishúsinu og er sýningin hluti af menningar- hátíðinni Skottís, skosk-ís- lenskum menningardögum. Viðfangsefnið er sjálfsmynd listamannsins og hvernig ungir myndlistarmenn líta á sjálfsmyndagerð, mitt í hring- iðu þeirra fjölda listastefnaj sem hvarvetna gefur að líta. Opið daglega kl. 10-18. • Myndlistarrefillinn hefur verið hengdur aftur upp á Mokka vegna fjölda áskorana. Á hinum 18 metra langa dúk, sem spannar flestar stefnur og stila innan myndlistarinn- ar, gefur að líta verk eftir 35 af j mörgum af okkar þekktustu listamönnum. • Inga Svala & Olga Berg- mann sýna saman í Galleríi 11. Inga Svala sýnir annað verkið í röð verka þar sem þungamiðjan er duftið. Olga Bergmann kallar myndröð sína Ástand, en um er að ræða temperamálverk máluð á tré. • Erlingur Jónsson. mynd- höggvari og lektor í Osló, hef- ur opnað sýningu í húsnæði Bílakringlunnar ( Keflavík. Þar gefur að lita 107 verk unnin með margvíslegri tækni og í ýmis efni, s.s. málma, tré og stein. • lan Hamilton Finlay, listamaðurinn skoski sem hlotið hefur alþjóðlega frægð sem Ijóðskáld, myndlistar- maður og skrúðgarðahönn- uður, sýnir verk sin á Kjarvals- stöðum, á menningarhátíð- inni SKOTTlS, skosk-íslenskum menningardögum. Á sýning- unni gefur að líta myndverk Finlays, nokkra neonskúlptúra og litskyggnur af Stonypath- garðinum í Lanarkshire, einu af mikilvægustu samtímalista- verkum Evrópu. Bandarísk utangarðslist í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin, sem heitir öðru nafni .Outsider USA", er skipulögð af Thord Thordem- an og hefur verið sett upp viða um Norðurlönd. Héðan fer sýningin til meginlands Evrópu. Afmælissýning stendur í | Nýlistasafninu, sem á 15 ára afmæli um þessar mundir. Sex listamenn sýna verk sín i | boði safnsins; Aðalheiður Elva Jónsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ólöf | Nordal, Ragna Hermanns- dóttir og Ingileif Thorlacius. Opið daglega kl. 14-18. • Jóhann Jónsson frá Vest- mannaeyjum sýnir vatnslita- myndir sinar i Lóuhreiðri við Laugaveg. Opið virka daga kl. 9-18 oglaugardaga kl. 10-14. • Ásmundur Sveinsson. I Ásmundarsafni setndur yfir j ■ningin Bókmenntirnar í list smundar Sveinssonar. Opið alladagakl. 10-16. Ý Ás SYNINGAR • Paul Nederga- ard. Sýning á Ijós- myndum Pauls Ne- dergaard af gömlum íslensk- um húsum stendur yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Víkin og Viðey, sýning í J Nýhöfn á fornleifum frá land- námi til siðaskipta í Reykjavík, á vegum Árbæjarsafns. Sigurgeir Sigurjónsson sýnir landslagsljósmyndir í j Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann hefur nýverið gefið út bók I með Ijósmyndum sínum. Lækningaminjasafn Sýnd áhöld og tæki sem tengjast sögu læknisfræðinn- ar á Islandi í Nesstofusafni við Neströð á Seltjarnamesi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.