Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14, JANÚAR 1993 3 Athugasemd við skrif Hrafns Gunnlaugs- sonarí Moggann Hrafri Gunnlaugsson var að klaga mig fyrir lesendum Morgunblaðsins á laugar- daginn. Hann sagði að blaðamaður Press- unnar hefði haft rangt eftir svar sitt við því hver væru blaðaskrif síðasta árs og síðan hefði ég neitað að birta leiðréttingu þar um. Þar sem frásögn Hrafns kemur ekki heim og saman við afskipti mín af máhnu vil ég gera athugasemdir við hana. Fyrst vil ég þó geta þess að Hrafhi var ekki ædað að svara til um blaðaskrif árs- ins. Ég fól blaðamanni mínum að spyrja hann um sjónvarpsefni ársins, enda er hann bæði sá dagskrárstjóra innlends efn- is sem er í fríi og höfundur þess sjón- varpsefnis sem var mest umtalað á síðasta ári. Blaðamaðurinn sagði mér hins vegar að Hrafn hefði beðist undan að svara til um sjónvarpsefni ársins en þess í stað endilega viljað veita álit sitt á blaðaskrif- um ársins. Þótt ég telji hann ekki merkan álitsgjafa um blaðaskrif (og af svari hans hafi mátt sjá að vitund hans nær ekki langt út fyrir naflann) lét ég gott heita. f gegnum árin hefur mér alltaf fundist Hrafh ffekar skemmtilegur maður og þótt ég hafi ekki skilið húmorinn í þessu um- rædda svari vonaðist ég ti! að það væri frekar mín sök og aðrir gætu skemmt sér við það. Eins og Hrafn benti á í grein sinni á laugardaginn kom orðið pressan fyrir í svarinu. Pressan getur sem kunnugt er verið bæði blaðið Pressan og eins pressan almennt; fjölmiðlarnir eins og þeir leggja sig. Blaðamaður minn sagði að Hrafn hefði skýrt tekið fram í viðtalinu að hann ætti við pressuna aimennt og ætti það ekki að koma á óvart þar sem hann hefur átt í útistöðum við mun fleiri blöð en Pressuna og meðal annars stefnt fyrrum ritstjóra hins sáluga Helgarblaðs og krafist 5 milljóna króna skaðabóta vegna mann- orðsspjalla. Þegar blaðið með svari Hrafns var komið út hafði hann samband við blaða- manninn og vildi fá leiðréttingu. Hann hefði meint Pressuna með stórum staf en ekki litlum. f sjálfu sér hef ég ekkert við það að athuga þótt Hrafn telji blaðaskrif síðasta árs skrif Pressunnar um hann sjálfan og verk hans. Ég nenni hins vegar ekki að elta ólar við duttlunga hans. Ef hann tekur skýrt ffam í samtali við blaða- mann minn að hann eigi við pressuna al- mennt en ekki Pressuna með stórum staf þá verður hann bara að lifa við það. Ég leiðrétti það sem rangt er haff effir í Press- unni en ég sé enga ástæðu til að ljúga því að lesendum mínum að rangt hafi verið haff eftir viðmælendum þegar svo er ekki. Hér á árum áður var Hrafn bæði flink- ur kvikmyndaleikstjóri og oft skemmti- legur pexari í opinberri umræðu. Það er leiðinlegt að eitt feiiskot hans í kvikmynd- unum skuli hafa leikið hann svo illa að hann hefur bæði glatað kímnigáfunni og frumleikanum sem hann beitti í blaða- skrifum fyrr á árum. Og ef ég má vera jafnupptekinn af eigin nafla og Hrafn þá finnst mér enn leiðinlegra að ég skuli vera orðinn persóna í glímu Hrafns við það sem honum virðist finnast ósanngjörn umfjöllun um persónu sína og verk. I sjálfu sér er í lagi að standa í einhverjum kjánalegum ritdeilum við menn úti í bæ. Það er hins vegar óþolandi þegar viðkom- andi eru farnir að blanda óviðkomandi inn í samsæriskenningar sínar. Ég veiti honum hér með fullt leyfi til að rægja mig áfram; bæði opinberlega og prívat, en fer þess á leit að hann láti það fólk í friði sem tengist mér eða hefur tengst mér einhvern tímann. Að lokum óska ég þess að nýjasta mynd Hrafns fái góðar viðtökur ef það verður til þess að létta skap hans. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Pressunnar A 1 Rás 2 á þriðjudaginn mátti heyra spjall Kristjáns Þorvaldssonar í Dægur- málaútvarpinu við Atla Rúnar Hall- dórsson, þingfréttaritara Ríkisútvarps- ins, eftir atkvæðagreiðsluna um EES. aVeltu þeir vöngum yfir niðurstöðunni og sagði Atli Rúnar að fátt hefði farið á annan veg en við var að búast og ekki orðið vart mótmæla af þingpöllum. Sem kunnugt er voru sex ungmenni færð úr þinghúsinu, eftir að hafa veifað leikfangabyssum og reynt að strengja borða með mótmælum á þing- pöllunum. Þetta virðist algjörlega hafa farið framhjá Atla Rúnari, enda hefur hann sjálfsagt setið inn í stúdíói Rikisút- varpsins undir rjáfri þinghússins. Það er vel einangrað frá þingsalnum og getur því margt farið framhjá þeim sem þar dvelja. Ef ungmennin hefðu varpað sprengju í salinn hefði Atli Rúnar eflaust álitið það vera hljóðtruflanir í tækjum sínum... Y. mis vandkvæði hafa komið upp við rekstur minni útvarpsstöðvanna og hefur Sólin ekki farið varhluta af þeim. Á síð- asta ári hafa skuldir H hlaðist upp hjá fyrir- [ tækinu, mannabreyt- ingar verið tíðar og I óánægja gert vart við sig meðal starfsmanna. : Til að bjarga því sem 1 bjarga mátti voru gerð- ar ákveðnar breytingar á rekstri útvarps- stöðvarinnar fyrsta desember síðastliðinn og lagði þá fyrrum rekstraraðili, Sterkur miðill, niður starfsemi en við tók nýr að- ili, Fjölmiðlun hf.. Vænta mátti að Jó- hannes B. Skúlason stæði á bak við að- gerðirnar, en hann hefur margoft verið orðaður við starfsemina. Svo reyndist ekki vera og var það Höskuldur Pétur Jónsson, einn þriggja hluthafa, sem keypti út annan hluthafa, Gísla Gíslason lögfræðing, og stofnaði nýtt fyrirtæki um reksturinn. Með breytingunum hyggst Höskuldur koma rekstrinum á réttan kjöl, ráða til sín fagfólk og semja við helstu skuldunauta; STEF, SFH og Póst og síma. Fyrrum starfsmaður Sólarinnar hefur kært Höskuld Pétur til Rannsóknarlög- reglu ríkisins og sakar hann meðal annars um að ekki hafi því verið framfylgt að taka afrit af öllu töluðu máli sem útvarpað var og jafhffamt að Höskuldur Pétur haldi áffarn að innheimta útistandandi skuldir í nafni Sterks miðils án þess að greiða ógreiddar launakröfur... ap «0% staðgreiðsluafsUttw greiðslukortaþjonusta AIIKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.