Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 14.01.1993, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. JANÚAR 1993 E R L E N T ]\/[aður vikunnar Uffe Ellemann- Jensen í Danmörku er því þannig far- ið með utanríkisráðherrann Uffe EUemann-Jensen að ann- aðhvort dá menn hann eða hata, það er ekkert þar á mUli. Hinn nýi forseti Evrópubanda- lagsins er metorðagjarn maður og sumir fylgismenn hans eru þeirrar skoðunar að hann sé kjörið efni í forsætisráðherra Danmerkur. Aðeins ár er síðan hann lýsti því yfir að hann gæti vel hugsað sér að verða eftir- maður Jacques Delors, fram- kvæmdastjóra Evrópubanda- lagsins. EUemann-Jensen hóf feril sinn sem fréttamaður hjá danska sjónvarpinu. Sem fyrr- um blaðamaður kann EUe- mann-Jensen sérstaklega vel þá kúnst að fást við fjölmiðla, en víst er að það er ekki ölum gefið. Að loknum fundum utanríkisráðherranna eru hinir ráðherramir vanir að hraða sér sem skjótast aftur út í lúxusbif- reiðir sínar. Allir nema sá danski, sem vanalega staldrar við í nokkrar mínútur tU að láta í ljós skoðanir sínar við blaðamennina, sem aUir bíða í ofvæni eftir viðbrögðum hinna háu herra. Danski utanríkis- ráðherrann, sem oft er kallaður Herra Evrópa í heimalandi sínu, heíúr búið sig vel undir nýja embættið sem forseti Evr- ópubandalagsins. Eina áhyggjuefni utanríkisráðherr- ans, sem hann hefúr fúslega viðurkennt opinberlega, er þjakandi flughræðsla hans. Eft- ir rúmlega tíu ára erilsamt starf sem utanríkisráðherra hefúr hann ekki enn læknast af hræðslunni. Því er tæpast von tU þess að breyting verði þar á, enda þótt ferðunum eigi effir að fjölga með nýja embættinu. Kreppaner _ komin til Japans Þeir sem héldu að hagvöxturinn í Japan tæki aldrei enda eru nú að upplifa það ótrúlega: kreppan er komin yfir Kyrra- hafið. Á fimm árum, frá 1986-1991, þandist japanska hagkerfið út sem nam 956 milljörðum Bandaríkja- dala. Það jafngildir nokkurn veg- inn árlegri þjóðarframleiðslu Frakka. Nú er þessi bóla sprungin og kreppan komin til Japans. Stórfyrirtæki, allt frá Sony til Toy- ota, sjá fram á tap eða minni hagnað þriðja árið í röð, nokkuð sem hefur ekki gerst síðan í lok seinni heimsstyrjaldar. Stórbank- ar á borð við Sumitomo og Sanwa eru að kikna undan afskriftum út- lána sem gætu þýtt upphafið að alvarlegri fjármálakreppu. Meðal- gengið á japönskum hlutabréfum nær nú ekki helmingi þess sem það var þegar best lét fyrir þremur árum. Og fasteignaverð er þrjátíu prósentum lægra en þegar það var hæst um miðjan síðasta áratug. Það gæti lækkað um önnur þrjátíu prósent á skömmum tíma. Japanir eru nú að jafna sig á þenslustefnu japanskra stjórn- valda sem hófst um miðjan síð- asta áratug. Þegar Bandaríkjadal- ur hrundi lækkaði japanska stjórnin vexti — allt niður í 2,5 prósent árið 1987 — til að jap- önsk fyrirtæki gætu endurnýjað framléiðslutæki sín á ódýran hátt. Um leið leyfði japanski seðla- bankinn peningamagni að aukast um meira en 10 prósent á ári á seinni hluta áratugarins. Lágir vextir auðvelduðu fýrirtækjunum sannarlega að fjárfesta ódýrt, en þenslan sprengdi upp verð á landi, fasteignum og hlutabréfúm. Seðlabankinn reyndi að ýta vöxt- um smám saman upp aftur, en lendingin úr himnafluginu ætlar að verða hörð. Gert er ráð fýrir að hagvöxtur í Japan verði um 1,5 prósent í ár og varla meiri en 3 prósent árlega næstu fimm árin. Hann var 6 prósent á ári frá 1987 til 1990. LÍTIL NEYSLA MINNKAR ENN Japanskir neytendur vita þetta og finna fýrir því. Japanir tileink- uðu sér á fáum árum harða vest- ræna neysluhyggju og eyddu pen- ingum eins og þeir ættu lífið að leysa. Nú finna þeir að þrengist að, fresta fjárfestingum, draga úr neyslu og auka sparnað. Það hefur enda þrengst að í bókstaflegum skilningi. Fasteignir og hlutabréf hafa lækkað í verði á tveimur ár- um um 1.100 milljarða dala. Það eru rúmlega trilljón dalir í verð- mætum sem hafa „gufað upp“. Að auki hafa fýrirtæki sagt upp fólki í hiutastörfum og tímabundnum verkefnum, sem japanskar konur notuðu gjaman til að auka tekjur heimilisins. Aukin neysla verður því að óbreyttu varla til að bjarga Japön- um í þetta sinn. Og er hún þó lítil fyrir. Einkaneysla er aðeins 56 prósent af þjóðarframleiðslu, samanborið við 64 prósent að meðaltali í Evrópu og 68 prósent í Bandaríkjunum. Tekjuskattar ein- staklinga hafa hækkað þrefalt meira á síðustu þremur árum en sem nemur aukningu tekna. Tekj- ur ríkissjóðs hafa minnkað að undanfömu vegna kreppunnar og kemur því varla til lækkunar tekjuskatta til að auka eyðslu heimilanna. Japönsk fýrirtæki sitja hins veg- ar uppi með fjárfestingu í fram- leiðslukerfi sem gerði ráð fyrir áframhaldandi vexti. Og úr því japanskir neytendur ætla ekki að kaupa varninginn verða fýrirtæk- in að snúa sér í auknum mæli að útflutningi. Hann varþó líka næg- ur fýrir. Gert er ráð fýrir að vöm- skiptajöfnuður Japans verði aldrei hærri en á þessu ári, um 140 millj- arðar dala. Ef svo heldur áfram má búast við að verndarstefnu- hugmyndir í Bandaríkjunum og Evrópu fái byr undir báða vængi. Framleiðslugeta japanskra fýr- irtækja er svo mikil að á einhvem máta verður að losa um eftirspum innanlands. Þar er helst litið til Eftir gríðarlega þenslu íjap- anska hagkerfinu allt til 1991 er komin kreppa. Stórfyrirtæki á borð við Sony og Toyota sjá nú fram á tap þriðja árið í röð, hlutabréf lækka og bankar eru að kikna undan afskriftum. Japanskur almenningur, sem vanist hafði aukinni neyslu, er byrjaður að finna fyrir þessari kreppu. breyttrar stefnu í landbúnaðar- málum, en nauðsynjavörur á borð við matvæli em enn óhemjudýrar i Japan vegna þeirrar tilhneigingar japanskra ríkisstjórna að taka hagsmuni framleiðenda og smá- kaupmanna framyfir hagsmuni neytenda. KRAFTURINN ENN MIKILL Eins og á Islandi hefúr full at- vinna verið eitt aðalmarkmið jap- anskrar efnahagsstjómar og verð- ur það enn. Þó verður ekki hjá því komist að fýrirtæki fari á hausinn eða sameinist öðrum. Það þýðir að minnsta kosti tímabundið at- vinnuleysi, sem reiknað er með að nái þremur prósentum þegar kreppan verður alvarlegust — svipað og er hér nú. Olíkt Islendingum eru Japanir þó ágætlega undir það búnir að vinna sig út úr kreppunni. Vinnu- afl er vel menntað og leggur hart að sér. Samgöngur, fjarskipti og önnur innri uppbygging er enn meðal þess fullkomnasta sem þekkist. Og þrátt fýrir vanda fjár- málastofnana — en útlán þeirra era tryggð að sjötíu prósentum í eignum sem hafa hríðfallið í verði — hafa Japanir til ráðstöfunar mikinn þjóðarsparnað og ríkis- sjóður er enn reldnn réttum meg- in við strikið og það þótt ríkis- stjórnin hafi nýlega tilkynnt efna- hagsaðgerðir sem valda ríkinu 87 milljarða dala útgöldum. Það er krafturinn í þeim fjármunum sem mun tryggja forskot Japana á önn- ur iðnríki í efnahagskapphlaup- inu. Þau geta huggað sig við að risinn í Asíu hleypur ekki alveg jafnhratt og áður. 2íjc iRclu 2)orít 3:imcð Forseti umhverfismála Sem fýlkisstjóri Arkansas var Bill Clinton ekki atkvæðamikill í um- hverfismálum. í kosningabaráttunni lét hann A1 Gore það að mestu eftir að fjalla um málefni er lúta að umhverfisvernd. Engu að síður binda margir vonir við að Bill Clinton verði „forseti umhverfisvemdar“. Ge- orge Bush gaf slíkt loforð, en stóð ekki við orð sín. Clinton hefur tækifæri til að brúa hyldýpið með öruggri stjórnar- steftiu, klókri stjórnun og skynsamlegum stjómmálum. Gera þarf ríkis- stjórninni kleift að gegna sögufrægu hlutverki sínu sem verndari nátt- úruauðlinda bandarísku þjóðarinnar. Til þess þarf Bill Clinton að ákvarða forgangsverkefni sem endurspegla raunverulega áhættu, ekki ímyndaða. Urnffam allt er mikilvægt að forsetinn hvild ekki frá skýrt mótaðri stefnu sinni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.