Pressan


Pressan - 21.01.1993, Qupperneq 2

Pressan - 21.01.1993, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 21. JANÚAR 1993 U N D I R Ö X I N N I Varstu bara að reka áróður fyr- ir Jón Baldvin, Ingimar? „Það er bara rugl." Afhverju? „Ég var að segja frá samningn- um eins og hann iiggur fyrir." Ragnar nefnir átta eða níu atriði sem þú slepptir. „Sumt af því sem hann tilgreinir erekki liður í samningnum. Sumt af því er vankantar á samningnum og sumt af þvi er atriði sem sérstaklega hans flokk- ur hefur bent á sem vankanta. I þessum þáttum var aldrei ætl- unin að ræða nákvæmlega kosti og galla samningsins, heldur segja frá meginatriðum í hon- um. (tíu mínútna þætti er ekki hægt að fara ofan í saumana á einstökum deilumálum. Hins vegar hef ég fjallað um öll atrið- in sem Ragnar nefnir, bæði í fréttum og í fýrri þáttum, og þá í óþökk þeirra sem þá sátu i ríkis- stjórn, þar á meðal Alþýðu- bandalagsins." Þú skoraðir á Ragnar að gera frekari grein fyrir gagnrýni sinni á sínum tfma. Já, hann talaði um að Sjónvarp- ið hefði („fjölmörgum þáttum" rekið áróður fýrir þessu efna- hagssvæði, sem er alveg út í hött. Ég skoraði á hann að fara yfir þessa þætti og nefna atriðin sem ekki kæmu þar fram. Það hefur hann ekki gert. Ríkisstyrkir EB til skipasmíðaiðnaðarins eru eina atriðið sem ég hefði átt að nefna. Það ræður hins vegar engum úrslitum fýrir þann iðnað hérlendis." Hann segir að þú nefnir stjórnar- skrármálið í einni stuttri setn- ingu. „Ég benti á hvað það væri varð- andi Eftirlitsstofnun EFTA sem ylli deilum hér. Fréttastofa Sjón- varps hefur hins vegar fjallað mjög ítarlega um stjórnarskrár- málið, bæði í Þingsjá og nánast daglega í fréttum." Þeir hafa gert athugasemdir áð- ur við störf þín, stjórnarandstæð- ingar. „Þingfiokkur Alþýðubandalags- ins fól Ragnari að ganga á fund útvarpsstjóra og óska eftir því að ég yrði rekinn. Páll Pétursson fór með, en ekki í umboði þing- flokksins, svo og Kristín Einars- dóttir, en hún flutti reyndar ekki sömu skilaboð. Það var ekki hlustað á það, enda ekki venja þegar fólk úti í bæ vill færa til fólk innan stofnunarinnar. Þau bentu heldur ekki á nein efnisleg atriði sem væru í ólagi, heldur var þetta eitthvað sem þeim fannst." En varla getur þetta verið tilvilj- un, ef þau eru öll svona sammála um hvað þú ert hlutdrægur fréttamaður. „Ég hef bent á að stjórnarand- staðan sem síðast sat vildi fá mig burt líka, svo ég hef engar áhyggjur af því. Það fer kannski í taugarnar á þeim að ég hef leg- ið meira yfir þessum samningi en flestir aðrir fjölmiðlamenn og veit þess vegna nokkuð mikið um hann. Ég hef ekkert hikað við að benda á rangfærslur þeg- ar þær koma fram, hvorki hjá andstæðingum né stuðnings- mönnum málsins." Er rétt að utanríkisráðuneytið hafi kostað þessa þætti að ein- hverju leyti? „Nei, það er rangt. Þeir voru kost- aðiraf skrifstofu framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins." Ragnar Arnalds, þingflokksfor- maður Alþýðubandalagsins, hefur gagnrýnt Ingimar Ingimarsson harðlega fyrir hlutdrægan frétta- flutning af EES-málinu. F Y R S T F R E M S T INGVI HRAFN. Færir bróður sinn yfir á Stöð 2. ÓLITYNES. Verður yfirmaður erlendra frétta í stað Þóris Guðmundssonar. BRÆÐRAKÆRLEIKUR Á STÖÐ2 Um mánaðamótin verða breyt- ingar á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar þar sem Ingvi Hrafn Jónsson ræður ríkjum. Hann hef- ur ákveðið að færa bróður sinn, Óla Tynes, af Bylgjunni yfir á er- lenda fréttadeild Stöðvar 2 og tek- ur hann við stöðu Herdísar Birnu Arnardóttur. Hún flyst hins vegar yfir á Bylgjufréttir. Ennfremur hefur Ingvi Hrafn í hyggju að gera bróður sinn að yfirmanni deildarinnar næsta haust þegar núverandi yfirmaður, Þórir Guðmundsson, heldur til útlanda í nám. Þessar breytingar bætast við tilflutning Hallgríms Thorsteinssonar yfir á Bylgju- fféttir, en nefnt hefur verið að við hlutverki hans í Reykjavík síðdeg- is taki Sigursteinn Másson, nú fréttamaður. TVEIR HÓPAR VILJA SAM- SKIP Tveir hópar athafnamanna eru nú að velta fyrir sér kaupum á hlut Landsbankans í Samskipum hf., hvor í sínu lagi. Þetta eru fslensk verslun undir forystu Birgis Rafns Jónssonar, Bjama Finns- sonar og Sigfusar Ingimundar- sonar í Heldu, en á hinn bóginn hópur smáfyrirtækja innan Versl- unarráðs. Þar eru í undirbúnings- hópi Loftur A1 Þorsteinsson, össur Stefánsson og Kristján Óli Hjaltason. Tilgangur hvorra tveggja er að tryggja samkeppni við Eimskip í flutningum og kem- ur það glöggt ffarn í bréfi sem síð- arnefndi hópurinn sendi frá sér. Ummælin um einokunartilhneig- ingar Eimskips voru reyndar svo sterk í upprunalegri útgáfu bréfs- ins að framkvæmdastjóri Versl- unarráðsins, Vilhjálmur Egils- son, lagði til að orðalagið yrði mildað áður en bréfið yrði sent út. Þetta er angi þeirrar undarlegu stöðu að smáfyrirtækin starfa inn- an Verslunarráðs, þar sem staða Eimskips og tengdra fyrirtækja er mjög sterk. Uppistaðan innan fs- lenskrar verslunar er hins vegar fyrirtæki sem klufu sig út úr Verslunarráðinu fyrir um ári, ekki síst vegna meintra áhrifa Kol- krabbans þar. VALDABARÁTTA HJÁ EIMSKIP Eftir fráfall Thors Ó. Thors verða óhjákvæmilega breytingar í stjómum fyrirtækjanna sem hann sat í. Ein þeirra er stjóm Eimskips. Búist er við að Sjóvá-Almennar muni nú reyna að fá inn annan stjórnarmann, en Benedikt Sveinsson, stjómarformaður Sjó- vár-Almennra, situr nú í stjórn Eimskips fyrir fyrirtækið. Helst er rætt um að Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvár og bróðir Benedikts, sé kandídat í stjómina. Auk þess að fá annan mann í stjórn munu Sjóvá-Almennar geta krafist þess að fá varaformannsstólinn, en Garðar Halldórsson, húsa- meistari ríkisins, gegnir því starfi nú. Varaformaður í Eimskip hefur feitt embætti, því hann situr jafn- framt í stjórn Burðaráss ásamt Herði Sigurgestssyni forstjóra og Indriða Pálssyni stjómarfor- manni. Þá sitja þessir þrír í stjórn Háskólasjóðsins, sem fer með hlutabréf sem Vestur-íslendingar gáfu Háskólanum á sínum tíma. Það er því til nokkurs að slægjast fyrir þá Sjóvármenn. REYKJAVÍKURKRATAR SLÁST UM FORMANN Senn líður að aðalfundi Al- þýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem haldinn verður 10. febrúar næstkomandi. Búast má við harðri baráttu um formannssætið þar sem Þorlákur Helgason, varaformaður félagsins, og Val- gerður Gunnarsdóttir sjúkraliði hafa kunngert áhuga sinn á emb- ættinu. Þorlákur hefur gegnt for- mannsembætti síðan í haust að Skúli Johnsen borgarlæknir lét af því, en Valgerður situr einnig í stjórn félagsins. Þau em þegar far- in að falast eftir stuðningi félaga sinna, en auk þess hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsan- legir frambjóðendur þeir Gunnar Ingi Gunnarsson, heilsugæslu- læknir í Árbæ, og Þröstur Ólafs- son, aðstoðarmaður utanríkisráð- herra. Segja heimildir úr innsta kjarna Alþýðuflokksins að fjöldi fólks geti hvorki sætt sig við Þor- lák né Valgerði og því hafi nöfn þeirra Þrastar og Gunnars komið upp. DAVÍÐ VILL EKK Hvorki Davíð né Þorsteinn vilja taka á móti Efraim Zuroff. íslensk stjórnvöld hafa nú svarað beiðni Sim- on Wiesenthal-stofnunarinnar um fund for- stjórans, Effaims Zuroff, með Davíð Odds- syni forsætisráðherra og/eða Þorsteini Páls- syni dómsmálaráðherra vegna nýrra og um- fangsmikilla gagna í máli Evalds Miksons. Svarið er í stuttu máli á þá leið að Zuroff gæti, ef hann ætti leið hjá, haft samband við Albert Jónsson í alþjóðadeild ráðuneytisins og myndi hann sjá til þess að einhverjir embættis- menn hittu Zuroff að máli. Þetta vekur athygli í ljósi þess að á nýlegri ferð Zuroffs um Eystra- saltsríkin átti hann meðal annars fundi með forsætis-, dómsmála- og innanríkisráðherrum Eistlands og nýkjömum forseta Litháens. Annars staðar í heiminum hafa pólitískir vald- hafar sinnt erindum Wiesenthal-stoftiunar- innar, svo sem Helmut Kold Þýskalands- kanslari og Hans Englehardt, þá dómsmála- ráðherra, Douglas Hurd, þá innanríkisráð- herra Bretlands, og Bill Hayden, utanríkis- ráðherra Ástrah'u, svo einhveijir séu nefridir. Hjá Wiesenthal-stofnuninni er mál Miksons litið svo alvarlegum augum að það verði að bera upp við þá sem pólitískar ákvarðanir taka, en ekki dugi til þess lágt settir embættis- menn. Forstjórinn mun þó enn hafa í hyggju að koma til landsins um mánaðamótin og vinnur nú að skipulagningu þeirrar ferðar. EINAR SVEINSSON. Kandidat Sjóvá-Almenna í stjórn Eimskips. GARÐAR HALLDÓRSSON. Sjóvámenn horfa til varaformannsstólsins sem hann situr í. ÞRÖSTUR ÓLAFSSON. Nefndur sem einn hugsanlegra frambjóðenda til formanns í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. VILHJÁLMUR EGILSSON. Bað smáfyrirtæk- in að milda gagnrýnina á Eimskip. Skóverksmiðjan Strikið. Það hlýtu> eitthvert vit að vera í framleiðsl- unni (þóttengum hafi tekist að finna það hingað til) úr því Skag- strendingur vill kaupa fyrirtækið. Sighvatur Björg- a vinsson. Hljópá sigþegarhann " vændi eiliheimilin um þjófnað. Friðrik Þór og Hilmar Oddsson. Einu kvik- myndagerðarmennirnir sem geta búið til bíó á þessu ári án þess að berj ast I bönkum og bensín- stöðvum. Einar S. Einarsson og VISA Island. Missti ferðaskrif- stofurnar og farkortin yfir til keppinautarins. Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra. Hann er orðinn svo örvæntingar- iL fullur í álmálinu að hann rýkur vesturum hafaf því að ÓlafurÓ. Johnson segirað vinursinn eigi slípiefnaverk- smiðju (og líklega án þess að vita hvað í ósköpun- um það er). Svanhildur Kaaber og kennarastéttin. Hún ereinhvern veginn meira með sjálfri sér þegar verkföll eru yfirvof- andi en inni ( kennslu- Um ...... stofun- Viðar Eggertsson og Eggleikhús- ið hans. Hann hefur sjálfsagt aldrei fengið jafnslæma dóma og nú fyrir Svínasteikina. Þórður Frið- jónsson. Hann stal senunni með þjóð- hagsspánni og á hana þar til þing kemur saman. Óli Laufdal. Örfáar hræður á Hótel (s- landi og öll „showin" hafa fallið undanfarna URfS mánuði. Jóhann Berg- þórsson. Stakk SH-verktökum undan Pétri H. Blöndal.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.