Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 2
FYRST OG FREMST
Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993
2 PRESSAN
SVAVA JOHANSEN. Hjónin Bolli og Svava í Sautján hafa keypt Ashkenazy-húsið.
HERLUF CLAUSEN. Selur villuna sína, gerir eignakönnun og opnar spilavíti.
Ashkenazy-húsið
keypt
Hjónakornin Ásgeir Bolli
Kristinsson og Svava Johansen
hafa löngum látið að sér kveða
í viðskiptalífinu og nú hafa
þau keypt eitt glæsilegasta hús
bæjarins, Ashkenazy-húsið
svonefnda við Brekkugerði 8.
Þar bjuggu lengst af Vladimir
Ashkenazy og Þórunn Jó-
hannsdóttir Ashkenazy en nú
síðast Unnur Óskarsdóttir
bókaútgefandi. Bolli og Svava
eru bæði af efnuðu fólki kom-
in, Bolli er sonur Kristins heit-
ins Bergþórssonar sem rak
samnefnda heildverslun og
var einn auðugasti maður
landsins og Svava er dóttir
Rolfs Johansen. Bolli stofnaði
tískuverslunina Sautján árið
1976 en nú reka þau hana
bæði í Kringlunni og við
Laugaveg. Þá eiga þau um 8
prósenta hlut í íslenska út-
varpsfélaginu.
Herluf Clausen í
kröggum
Á sama tíma og Ásgeir Bolli
Kristinsson og Svava Johansen
eru að bæta við sig er Herluf
Clausen að draga saman segl-
in og hefur sett glæsihýsið á
Hofsvallagötu 1 á sölu. Það
hús byggði Vilhjálmur Þór,
forstjóri Sambandsins, en
Björgólfur Guðmundsson bjó
þar áður en Herluf keypti hús-
ið. Eins og PRESSAN greindi
frá í sumar hefur þrengt tals-
vert að Herluf í kjölfar hnign-
unar Laugavegarins og fata-
verslunar auk erfiðs efnahags-
ástands. Hann hefur ekki ver-
ið við á skrifstofú sinni síðasta
mánuðinn og er fullyrt að
hann sé að láta gera eigna-
könnun fyrir sig. Einnig hefúr
hann eytt talsverðum tíma
með Sigríði Ingvarsdóttur hjá
uppboðsfyrirtækinu Sothe-
by’s, en hún er ein fsbjarnar-
systkinanna svokölluðu.
Herluf ber sig þó mannalega
og telur sig vera að ná tökum
á fjárhagserfiðleikunum.
Hann hefur heldur ekki lagt
árar í bát, því á næstunni
verður opnað spilavíti í hús-
næðinu undir Café Romance.
Misheppnaöir út-
gúfutonleikar
Spor hf., útgáfufyrirtæki
Jóns Ólafssonar og Steinars
Berg ísleifssonar, hélt útgáfu-
kynningu í Þjóðleikhúskjallar-
anum á þriðjudagskvöld.
Mikill fjöldi tónlistarmanna
og fjölmiðlafólks mætti á
kynninguna, enda átti hún að
hefjast klukkan átta og boðið
var upp á fjórar hljómsveitir
auk auglýstra veitinga, bæði í
mat og drykk. Eitthvað virðist
skipulagið hafa farið fýrir ofan
garð og neðan, því flestir
fengu hvorki mat né drykk og
spilamennskan hófst ekki fýrr
en klukkan hálfellefu um
kvöldið. Skipuleggjendur
höfðu gleymt að kynna sér að
Þjóðleikhúsið var með æfingu
á Skilaboðaskjóðunni sem
ekki mátti trufla. Spormenn
reyndu að hefja leik á tíunda
tímanum eftir nokkrar afsak-
anir á langvinnum töfúm
Stefán Hilmarsson sté á svið
en náði einungis að klára eitt
lag. Þá kom Kristín Hauks-
dóttir, sviðsstjóri í Þjóðleik-
húsinu, sótrauð og hellti sér
yfir Steinar Berg á meðan Jón
Ólafsson stóð álengdar, enda
ekki vanur að sjá um skítverk-
in. Stefán fór heim við svo bú-
ið en hinar sveitirnar hófu
spilamennsku seint á ellefta
tímanum.
Einkavinavæð-
ing á Sjónvarp-
inu
Ekki er enn allur vindur úr
Hrafni Gunnlaugssyni, fram-
kvæmdastjóra Sjónvarps. Á
dögunum réð hann til starfa
við stofnunina nýjan starfs-
kraft, Elsu Stefánsdóttur, til að
gegna starfi sviðsstjóra Sjón-
varps. Starf sviðsstjóra þykir
feitur biti, sem sést best á því
að hvorki meira né minna en
eitt hundrað tuttugu og sjö
sóttu um stöðuna. Þeir sem
leggja sig fram um að fýlgjast
með þvíumlíku þykjast finna
einkavæðingarfnyk af þessari
ráðningu eins og fleirum í
Sjónvarpinu. Elsa Stefánsdótt-
ir er nefnilega eiginkona Birgis
Sigurðssonar rithöfundar —
góðvinar Hrafns.
Tapsórir unglið-
ar i Kópavogi
Prófkjör sjálfstæðismanna í
Kópavogi var haldið nú um
helgina. Eðli málsins sam-
kvæmt urðu menn mishrifnir
af niðurstöðunni en enginn
var jafnóhress með eigin út-
1 viðtali við Morgunblaðið
29. október gerði Hrafn
Gunnlaugsson því skóna að
Árni Þórarinsson ritstjóri
hefði átt stóran þátt í því
hversu lítinn stuðning Hin
helgu vé fengu frá Kvik-
myndasjóði, en þar situr Árni
í úthlutunarnefnd. Þennan
sama dag var ný úthlutunar-
nefnd skipuð með Árna inn-
anborðs, en daginn eftir gerði
Árni athugasemd við um-
mæli Hrafns í Mogganum
þar sem hann „lýsti eftir þeim
manni sem getur fært gild
rök fýrir því að Hrafh Gunn-
laugsson hafi borðið skarðan
hlut frá borði í viðskiptum
við opinbera sjóði“. Þetta var
nóg til þess að Ólafi Arnar-
syni, varamanni Hrafns í
stjórn sjóðsins, þótti ástæða
til að efast um hæfni Áma til
að starfa í úthlutunarnefnd
og skrifaði stjórn Kvik-
myndasjóðs bréf þar að lút-
andi. í bransanum var al-
mennt álitið að nú hefðu
Hrafnsmenn farið yfir strildð,
enda vandlifað ef menn
mættu ekki svara ásökunum
á hendur sér án frekari mála-
lenginga. Þegar stjórn sjóðs-
ins hafði skoðað álitsgerð um
málið frá Ragnari Aðalsteins-
syni lögmanni komst hún að
þeirri niðurstöðu síðasta
ÓLAFUR ARNARSON. Efaðist um hæfni Árna sem úthlutara.
föstudag að ekkert væri at-
hugavert við setu Árna í
nefndinni, en auk hans voru
skipuð þau Ingibjörg Briem
og Ragnheiður Steindórs-
dóttir. Ekki er vitað hvort
Hrafn Gunnlaugsson verður
meðal styrkumsækjenda á
næsta ári.
ÁRNIÞÓRARINSSON.
Svaraði ásökunum Hrafns.
komu og Jón Kristinn Snæhólm, sem
lenti í áttunda sæti. Stuðningsmenn
hans brugðust ókvæða við niðurstöð-
unni í Sjálfstæðishúsinu, glös og borð-
búnaður var brotinn og stólar eyði-
lagðir. Einnig fékk Gunnar I. Birgisson
það óþvegið frá stuðningsmönnum
Jóns Snæhólms og á endanum var lög-
regla kölluð til. Ungliðarnir fluttu sig
flestir yfir götuna í kosningaskrifstofú
Jóns og héldu „gleðskapnum“ áfram.
Jón Kristinn Snæhólm var í bandalagi
við Gunnar I. Birgisson, Arnór Pálsson
og Höllu Halldórsdóttur og átti að fá
þriðja sæti listans. Þegar Jón Kristinn
opnaði kosningaskrifstofu sína stóð
Gunnar Birgisson upp og lýsti því yfir
að hann ætti 100 prósent stuðning
sinn vísan í þriðja sætið og því töldu
menn sætið öruggt. Jón Kristinn lagði
í mikinn kostnað vegna prófkjörsins
og mikið af stuðningsfólld vann ötul-
lega fýrir hann en það dugði ekki til og
hann féll um eitt sæti frá síðasta lista.
Palllisti í Képavogi
Þótt Gunnar Ingi Birgisson hafi
hlotið glæsilega kosningu í fýrsta sæti
hjá sjálfstæðismönnum í Kópavogi er
ljóst að Bragi Mikaelsson er ótvíræður
sigurvegari prófkjörsins. Hann náði
öðru sæti listans og helsti stuðnings-
maður hans, Guðni Stefánsson, hlaut
fjórða sæti listans. Á þessu kjörtímabili
er flokkurinn með fimm bæjarfúlltrúa
en flestir reikna með að þeir verði íjór-
ir eftir næstu kosningar að teknu tilliti
til meirihlutaþátttöku í bæjarstjórn,
óvinsællar ríkisstjórnar og tiltölulega
veiks lista nú. Engin kona er í öruggu
sæti og fulltrúi ungu kynslóðarinnar
galt afhroð. Fylkingarnar verða því
væntanlega með tvo menn hvor í bæj-
arstjóm og ekki era nokkrar líkur á að
hreyft verði við listanum þótt Gunnar
sé sá eini þeirra sem hlaut bindandi
kosningu. Gunnar og Arnór Pálsson
munu ekki víkja fýrir konu og því síð-
ur Bragi eða Guðni. Klofningsóttinn er
of mildll til að breytingar verði knúðar
í gegn og má nefna að Guðni hefur áð-
ur boðið fram klofið. Sá sem átti ekki
hvað minnstan þátt í góðu gengi
Guðna og Braga er Ríkarður Björg-
vinsson, sem leiddi listann á árum áð-
ur.
Karl Steinar gegn
tryggingalæknum
Gangur skattamála gagnvart fjórum
læknum Tryggingastofnunar hefur
mörgum þótt með ólíkindum. Því er
haldið fram að ekki hafi komist hreyf-
ing á þetta innan stofnunarinnar fyrr
en Karl Steinar Guðnason tók við for-
stjórastöðunni, en hann hefur sagt í
einkasamtölum að hann telji málið allt
hafa skaðað stofnunina mikið.
STEINAR BERG ÍSLEIFSSON. Mundi ekki eftir æfingu í leikhúsinu og boðaði helling af fólki á útgáfutónleika. KRISTÍN HAUKSDÓTTIR. Sýningarstjórinn hellti sér yfir Steinar og stöðvaði útgáfutónleikana.
STEFÁN HILMARSSON. Var stoppaður eftir eitt lag ogfór heim. HRAFN GUNNLAUGSSON. Réð eiginkonu einkavinar síns sem sviðsstjóra. GUNNARI. BIRGISSON. Stuðningsmenn Jóns Kristins Snæhólm
sökuðu hann um svikið bandalag og gengu berserksgang. BRAGI MfKAELSSON. Konulaus og ungir tapa á einvígi gömlu mannanna. KARL STEINAR GUÐNASON. Flýtir málsmeðferð gegn tryggingalæknum.
iiMNI/ELI VIKUNNAR HeilJ
U lll !"■ U 1 „Ýtarleg rannsókn '
(ðLTHLS
verður að fara ffarn á því sem meist-
ari Jakob er með á milli eyrnanna til að fá skýringu á far-
sælum ferli hans.“
„Konur búa ekki aðeins yfir hæfileikanum að ala af
sér börn, kvenlíkaminn er einnig erótískur og sexual.
Ég veit ekki til þess að mikið hafi verið fjallað um
konur sem kynverar innan Kvennalistans.“
Inga Dóra Bjömsdóttir kynvera.
Björg Árnadóttir Verustýra.
Ytoðasvæðikarla
Hugsjón í orði en ekki Konur eru honum
á borði verstar
„Ég var konu minni ótrúr og eignaðist barn utan hjóna- „Auðvitað er full þörf á nýrri kvenna-
bands. Það var hins vegar ekki það sem ég ætlaði mér. Það hreyfingu en hin sterka staða Kvennalistans
er mín hugsjón að þegar maður giftir sig er maður að mundi gera slíkri hreyfingu mjög erfitt fýr-
bindast sínum maka til ffambúðar." ir.“
Jón Magnússon borgarstjóri. Inga Dóra Björnsdóttir kynbomba.
„Karlmenn verða að fá að hafa sín yfirráðasvæði.“
Siguröur Svavarsson karlremba.
„Þróttur verður aldrei neitt félag og ég treysti mér ekki til að breyta því.“
Jóhannes Eðvaldsson fótboltabulla.