Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 12

Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 12
E R L E N T 12 PRESSAN Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 Uppljóstrari FB hljóðritaði samtöl alríkislögreglu sem bendir ti þess að þeir hafi klúðrað mólinu Glötuðu tækifæri til að koma í veg fyrir hryðjuverkið EMAD SALEM. Fullyröir aö harin heföi getaö komiö í veg fyrir sprengingu hryðjuverkamanna á Manhattan ef FBI heföi virt hann viölits. 1 kjölfar sprengingar hryðjuverkamanna í World Trade Center á Manhattan fyrr á þessu ári vöktu hröð vinnubrögð bandarísku alrík- islögreglunnar FBI við rann- sókn málsins og handtöku hinna grunuðu mikla athygli. Nú virðist sem alríkislögregl- unni hafi yfirsést tækifæri til að koma í veg fyrir ódæðið ef marka má hljóðritanir af sam- tölum heimildamannsins Em- ads Salem og stjórnenda hans meðal FBI. Salem hljóðritaði öll samtöl sín við lögreglu- mennina, sem höfðu alls enga hugmynd um upptökutæki sem hann hafði komið fyrir. Af einu samtalinu má skilja að lögreglumaður samþykki full- yrðingar Salems um að hægt hefði verið að stöðva áform hryðjuverkamannanna ef FBI hefði notast við upplýsingar Salems og fengið hann til að koma óvirku efni fyrir í stað sprengiefnisins sem notað var. Alríkislögreglan, sem óttast að einhver innan stofnunar- innar hafi tekið þá ákvörðun að líta framhjá aðvörunum Salems vegna efasemda um trúverðugleik hans, er nú að rannsaka þessar aðdróttanir. Það þykir kaldhæðnislegt að Salem skuli, að sögn kunn- ugra, hafa hætt samstarfi við lögregluna hálfu ári fyrir sprenginguna vegna þess að hann neitaði að bera falinn upptökubúnað innanklæða. Hann var fenginn til samstarfs aftur eftir sprenginguna til þess að komast í raðir hinna meintu hryðjuverkamanna. Salem hljóðritaði alls sjötíu snældur af samtölum sínum við alríkislögregluna, sem án efa eiga eftir að koma sér illa fyrir FBI og gætu spillt fyrir máli saksóknara í réttarhöld- unum vegna sprengingarinn- ar og eins í skyldu dómsmáli, sem fjallar um meint samsæri um að sprengja fleiri staði í New York og ráða ýmsa stjórnmálamenn af dögum. Að sögn Williams Kuntsler, eins verjandans í seinna mál- inu, grunaði alríkislögregluna aldrei að Salem væri að hljóð- rita samtöl þeirra og talaði því afar ógætilega um verkefni Salems og tilraunir hans til að leiða meinta hryðjuverka- menn í gildru. „Þetta er líklega í fyrsta skipti sem lögregluyfir- völd hafa lent í því að vera beitt eigin brögðum,“ segir Kuntsler. í versta falli gæti farið svo að verjendum þeirra, sem nú eiga yfir höfði sér langan dóm vegna sprengingarinnar, tæk- ist að fá málinu vísað frá, á grundvelli þess að upptökur Salems innihaldi nauðsynleg sönnunargögn sem hefðu átt að koma fram fyrir mörgum mánuðum en ekki í síðustu viku, þegar hluta upptakanna var lekið í bandaríska fjöl- miðla. Ýmsir hafa þó bent á að fúllyrðingar Salems séu í besta falli óáreiðanlegar og upptök- urnar varpi ekki síst skugga á hann sjálfan. Salem, sem var áður foringi í egypska hern- um, hefúr orð á sér fyrir ýkjur og óstaðfestar frásagnir. Ekki hjálpar að FBI hafði svo litla trú á honum að hún hætti samstarfinu um skeið eða að Salem bar svo lítið traust til lögreglunnar að hann hljóð- ritaði öll samtöl sín við hana. Ennfremur snýst stór hluti upptakanna um samningavið- ræður milli Salems og lögregl- unnar um greiðslur fyrir störf hans. Salem, sem fór fram á eina milljón dollara fyrir greiðviknina, fékk ýmsar ráð- leggingar frá lögreglumönn- unum um hvernig hann ætti að snúa sér til að fá slíka upp- hæð greidda. Sýnist nú sitt hverjum um trúverðugleika og starfsaðferðir bæði Salems og alríkislögreglunnar í mál- inu._________________________ Byggt á Time. Ósýnilegt vímuefni BAÐKAR FYRIR 700 MILUÓNIR? Þetta baökar, sem smygla átti til Bandaríkjanna, er úr hreinu kókaíni. Fíkniefnalögreglan í Banda- ríkjunum stendur nú ráðþrota frammi fyrir nýstárlegri aðferð sem hefur skotið upp kollin- um í innflutningi á kókaíni. Með því að nota efnafræðilega tækni, sem bólivískir eitur- lyfjasalar þróuðu, er hægt að smygla kókaíni milli landa- mæra dulbúnu sem ólíkleg- ustu hlutir; allt frá ferðatösk- um til hundakofa eða bað- kara. Aðferðin felst í því að kóka- 'íni er blandað saman við plast og trefjagler þannig að úr verður lyktarlaust efni sem hægt er að móta í líki nánast hvaða hlutar sem er. Þegar sendingin kemst á áfangastað eru leysiefni notuð til að brenna í burtu plastið og trefjaglerið, þannig að aðeins hreint kókaín verður eftir. Þar sem ógjörningur er að komast að því hvort hlutur inniheldur kókaín nema með því að efna- greina hann á rannsóknar- stofú eru tollyfirvöld og fikni- efnalögregla í Bandaríkjunum í stökustu vandræðum í bar- áttunni gegn gífurlegu flæði efnisins frá Suður-Ameríku. Nýlega fréttist að eiturlyfja- smyglarar væru ennfremur búnir að þróa aðferð til að blanda kókaíni saman við vökva á borð við gosdrykki. Grunur leikur nú á að Coca Cola, sem upprunalega inni- hélt örlítið magn af kókaíni, standi í sumum tilfellum all- hressilega undir nafni. Ekkert kampavín fyrir Yves St. Laurent Dómstóll í París dæmdi kampavínsffamleið- endum í vil þegar hann bannaði í síðustu viku tískurisanum Yves Saint Laurent að nota nafn- ið „Champagne“ sem vöruheiti fyrir nýtt ilm- vatn sem fyrírtækið setti á markað í Frakklandi. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að nafnið mætti einungis nota yfir freyðivínið sjálft og skipaði YSL að greiða sekt og endur- kalla allt ilmvatn sem þegar væri komið í um- ferð. Elf-Sanofi, sem á tískufyrirtækið, ætlar engu að síður að markaðssetja ilmvatnið á heimsvísu. „1 byijun síðasta áratugar var Opi- um-ilmvatnið frá YSL umdeilt vegna nafnsins en nú er það eitt vinsælasta ilmvatn heims,“ fullyrðir talsmaður Yves Saint Laurent. Tískufýrirtækið mun áffýja dómnum á þeim forsendum að Louis Vuitton Moet Hennessey, sem var eitt þeirra fyrirtækja er lögðu fram ákæru, framleiði ekki einungis kampavín held- ur einnig ilmvötn frá Dior, Givenchy og Christian Lacroix. Ýmsir benda hinsvegar á að YSL hafi vitað fyrir tveimur árum að nafngiftin myndi valda háværum deilum en haldið fast í hana, jafnvel bara til að skapa umtal um ilm- vatnið. Það gekk upp.________________________ Byggt á Time. UMDEILTILMVATN. Tískurisanum YSL var bannaö aö nota Champagne-nafniö á ilmvatn sitt. Njósnari A-Þjóðverja býst við sýknu Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf, sem margir telja fyrirmynd njósnameistarans Karla úr bókum breska rithöfundarins Johns Le Carré, mun samkvæmt heimildum dagblaðsins The Europeati að öllum líkindum sleppa með vægan dóm fyrir lífstíðarstarf sitt í þágu austur- þýsku leyniþjónustunnar. Wolf, sem var ákærður fyrir landráð og ýmsa aðra glæpi, getur átt von á að fá fimm ára fang- elsisdóm þegar sakadómur í Þýskalandi kveður upp úrskurð sinn. Allt bendir hins vegar til að hann verði laus innan fárra mánaða eða þegar áffýjunardómstóll í Karlsruhe tekur afstöðu til málsins. Búist er við að þar verði Wolf endan- lega sýknaður. Ástæða þess að hann er talinn munu fá svo væga meðferð er sögð sú að þýsk stjómvöld vilji greiða fyrir endurskipulagningu leyniþjónustunnar og koma í veg fyiir að Wolf ljóstri upp óþægilegum upplýsingum sem gætu skaðað stjómvöld í Bonn. Wolf, sem stjórnaði erlendum njósnum Austur-Þjóðverja til 1986, hefúr neitað öllum ásökunum um landráð gegn þýska ríkinu. „Hvaða þjóð á ég að hafa svikið?“ spyr Wolf. Hann heldur því fram að hann hafi í raun stuðlað að friði með störfum sínum og ekki AUSTUR-ÞÝSKI NJÓSNAMEISTARINN. Markus Wolf er ákæröur fyrir landráö í Þýskalandi en spyr á móti hvaöa þjóö hann eigi aö hafa svikiö. getað svikið þjóð sem hann aldrei tilheyrði. Njósnarar beggja vegna járntjaldsins sáluga bíða nú dóms í málinu með eftirvæntingu, því ef áffýjunardómstóllinn dæmir gegn Wolf er ekkert því til fýrirstöðu að kollegar hans úr vestur-þýsku leyniþjónustunni verði einnig sóttir til saka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.