Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 14
S KOÐ A N I R 14 PRESSAN Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 PRESSAN Útgefandi Blaö hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulitrúi Sigurður Már Jónsson Markaðsst|óri Sieurður I. Ómarsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 -16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjóm 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, Áskriftargjald 798 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO en 855 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 260 krónur í lausasölu Rannsóknarnefnd á bankana Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggur til á Alþingi að óháð nefhd verði skipuð til að rannsaka viðskiptahætti og útlána- tap banka og fjárfestingalánasjóða síðustu árin. Þetta er góð hugmynd. Það er tímabært að það sé kortlagt í eitt skipti fyrir öll hvernig auðlindum landsins hefúr verið sóað með þeim afleiðingum að þjóðin er kreppt í spennitreyju skulda um langa ffamtíð. Við þekkjum þessa sorgarsögu þegar í grófum dráttum. Dæmi eftir dæmi eftir dæmi hafa verið rakin um lánveitingar sem eru í eðh sínu auðvitað hlægilegar, en um leið grafalvar- legar vegna þeirra fjármuna sem hefur verið sóað. Dæmin eru úr öllum geirum atvinnulífsins: sjávarútvegi, landbúnaði, fiskeldi, verzlun, þjónustu og byggingariðnaði. Þar hafa stjórnmálamenn rammskekkt heilbrigt atvinnulíf í nafni byggðastefnu og „nýsköpunar" sem átt hefúr þá ólánlegu uppsprettu, skrifborðin í stjómarráðinu. Svokallaðar „efnahagsaðgerðir", sem ríkisstjómir síðustu ára hafa gripið til reglulega á þriggja mánaða fresti, hafa und- antekningarlaust snúizt um viðbrögð við vandamálum sem „nýsköpunarstefnan" hefur búið til. Það er ekki fýrr en á allra síðustu missemm, og ekki sízt í tíð núverandi ríkisstjómar, sem glittir í stefnubreytingu. Þar gætir loks skilnings á því að heilbrigt atvinnulíf er bezt byggt á hörðum viðskiptaforsend- um, en nærist illa á örlæti stjómmálamanna með ótakmark- aðan aðgang að annarra manna peningum. Það segir sitt um stöðu Alþingis og nefnda þess að þing- manninum þyki nauðsynlegt að skipa nefnd utan þings til að rannsaka málið. Það er algengur misskilningur að Alþingi eigi að vera upptekið allt árið við að setja lög. Þvert á móti; því færri lög að öðm jöfiiu, því betra. Ef Alþingi tæki alvar- lega annað meginhlutverk sitt sem eftirhtsstofiiun með fram- kvæmdavaldinu væri rannsókn á fjárfestingarmistökunum einmitt úttekt af því tagi sem þingnefnd ætti að sinna. Til þess hafa þingnefndir allar forsendur og heimildir í þing- sköpum. Það vantar hins vegar ffumkvæði og manndóm til að skapa fordæmi fyrir sliku. í skýrslu nefndar á borð við þessa fæhst í reynd kjaminn í sögu hagstjómar og fjármálastjórnar á íslandi síðustu árin. Það er saga offjárfestinga, misheppnaðrar byggðastefnu og póhtískra afskipta af fjármagnsmarkaði, nú saga kreppu, at- vinnuleysis og fátæktar. Þeirri sögu verður ekki breytt og varla verður nokkur dreginn til ábyrgðar fyrir það bruðl ffernur en annað. En börnin okkar munu bera skaðann af mistökunum með slakari lífskjörum. Þau eiga skihð að vita hvernig eldri kynslóðin fór með auðævi landsins og eldri kynslóðin þarf að fá það ffaman í sig svart á hvítu, þó ekki væri nema ef einhverjir kynnu að skammast sín. BLAÐAMENN: Guðrún Kristjánsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigriður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrimur Eyfjörð útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Andrés Magnússon, Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir: Einar Örn Benediktsson, mannlíf, Guðmundur Ólafsson, kvikmyndir, Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Kristján Þór Árnason, Steingrimur Eyfjörð, Einar Ben. AUGLÝSINGAR: Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Rlmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI STIÓRNMÁL Óvirkjuð viðskiptaauðlind í Guðsgjafaþulu Halldórs Laxness segir frá því að Is- landsbersi keypti tvö gross, 288 pör af axlaböndum, vegna þess „að hámark endíngar ís- lenskra axlabanda væri tveir klukkutímar, en lágmark tvær mínútur...“ Vinir íslenskrar ffamleiðslu hafa alltaf verið jafnhissa á því hve heimsbyggðin hefúr verið áhugalítil um að „gánga í bux- umar einsog haft um öklana". Gúanófiskur og kláðalopi hef- ur þótt gott í kjaftinn á út- lendingum, þó að enginn ís- lendingur láti sér nægja minna en glænýja ýsu og há- tískuföt. Það er fyrst þegar fastakúnnar okkar erlendis hafa gert skýlausar kröfur um breytta framleiðsluhætti að við höfúm lagað okkur að þeim. Axlabandaverksmiðjan á Djúpuvík brást vonum þjóð- arinnar eins og glerverksmiðj- an og svo er einnig um físk- eldi, loðdýrarækt og „álrækt“ Jóns Sigurðssonar, nokkrum áratugum eftir tíma íslands- bersa. Vatnsútflutningur er svo dæmi um nýja tegund af útflutningssókn þar sem reynt er að sækja inn á markaði með hönnun og hugvit að vopni, en þar er íslenska geng- ið einnig valL Nýtt forrít Happdrættis- og síldar- draumahugarfar er ákaflega óheppilegt í framleiðslu- og sölustarfsemi, en það er fyrst og ffernst nú, eftir að búið er að háskólamennta þorra stjómenda, að það er að láta undan hér á landi. Það er svo hin hlið þeirrar þróunar að stjómmálaflokkur eins og Al- þýðubandalagið, sem stund- um hefur verið talinn hallur undir íslenskar axlabanda- verksmiðjur, er að forrita sig upp á nýtt í þessum efiium. I Alþýðubandalaginu er at- orkusamt fólk sem nennir ekki að fást eingöngu við nöldur í stjómarandstöðunni og hefúr tekið sér fyrir hendur að skrá á bók ýmislegt af nýti; legum hugmyndum í hag- stjóm og hugmyndaffæði sem á kreiki er víða hér heima og erleiidis. Úr þessu verður safii hugmynda undir samheitinu Útflutningsleiðin, sem er teflt gegn þenslu- eða samdráttar- lausnum síðustu áratuga, og verður í framhjáhlaupi öflugt vopn til þess að reka flótta fijálshyggjumanna. Þama er á ferðinni þanka- gangur sem verðskuldar um- ræðu og má því til sönnunar taka upp eftirfarandi þráð. Því er slegið föstu að heimurinn sé að verða sem eitt þorp: Fá- menn þjóð, sem er nútímaleg í hugsun, þekkir sjálfa sig og veit hvað hún vill, getur verið gjaldgeng hvar sem er í heims- þorpinu. En einungis með því að þekkja tungu sína og þjóð- menningu til hlítar geta Is- lendingar staðið uppréttir í samskiptum við aðrar þjóðir. Sjálfsþekkingin er einnig lykill að því að opna leyndardóma annarra tungumála og ólíkra menningarheima. Nútíma Is- lendingar þurfa sem flestir að vera mæltir á tvö til þrjú tungumál önnur en íslensku til að geta tekið fullan þátt í heimsmenningunni. Við þurfum líka að kunna glögg skil á menningu annarra þjóða til að geta átt ábatasöm viðskipti við umheiminn þar sem við erum bæði þiggjend- ur og veitendur. Innflytjendur hafa sambond Græna bókin með rauða kilinum lætur ekki við það sitja að hafa uppi þessi al- mennu viðhorf, heldur leggur á grundvelli þeirra til að ís- FJ0LMIÐLAR Um hagsmuni Þessa dagana er Stöð tvö að selja ffamtíð sína. I þeirri söluherferð sem nú stendur yfir hefur Páll Magnússon lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að skipta út öllum mynd- lyklum og færa þá í eigu Stöðvar 2 sjálffar. Sem meg- inástæðu nefiiir hann að þjóf- ar bijóti sér leið að efni stöðv- arinnar án þess að greiða áskriffargjöld. Með því viður- kennir hann að það séu pen- ingalegir hagsmunir Stöðvar tvö sem geri myndlyklaskipt- in nauðsynleg, frekar en að hagsmunir áskrifenda krefjist þess. En það má færa rök fyrir að það sé önnur ástæða fyrir myndlyklabreytingunni nú, sem er sennilega raunveru- legri og veigameiri í hugum Stöðvar tvö-manna en hræðslan við þjófa. Hún er sú að það er lífs- spursmál fyrir Stöðina að halda í áskrifendur sína. Það gerist meðal annars með því að ná undir sig sem flestum rásum sem hugsanlega er hægt að sækja um og útiloka þar með fyrirfram sam- keppni. Stöð tvö hefur á stuttum tíma sótt um og fengið átta rásum úthlutað hjá útvarpsréttamefhd. Til að fá leyfin þurftu þeir að sýna fram á að þeir hefðu samn- inga við erlendar stöðvar í höndunum. Þeir samningar voru aftur háðir því að Stöð tvö kæmi efninu í loftið inn- an ákveðinna tímamarka. Til að halda rásunum ffá út- varpsréttamefnd þarf svo að nota þær innan átta mánaða ffá úthlutun og því liggur svo mikið á að koma gervihnatta- sjónvarpinu í loftið —- núna! I annan stað þarf að tryggja að núverandi áskrifendur gangi ekki úr skaftinu. Vandamálið blasir við: Ef ég sem áhugamaður um Fjar- varp þarf að punga út 25-30 þúsund krónum í loftnet fæm að renna á mig að minnsta kosti tvær grímur ef ég þyrfti á sama tíma að kaupa nýjan myndlykil fyrir u.þ.b. 20 þúsund. Að maður tah nú ekki um þegar áskrift- argjaldið er komið upp í tæp fjörutíu og átta þúsund yfir árið. Og tveggja ára gamli myndlykillinn minn, sem kostaði sextán þúsund þá, orðinn verðlaus! Það er lenskir innflytjendur hjálpi út- flytjendum við markaðssókn. Rökin em þau að íslenskum innflutningsfyrirtækjum sé mörgum vel stjórnað af menntuðu, ungu hæfileika- fólki sem hafi tileinkað sér það besta úr alþjóðlegum rekstri og stjórnun. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa margir hverjir aflað sér tengsla við forráðamenn sterkustu inn- og útflutningsfyrirtækja heims í Japan, Suður-Kóreu og fleiri hagvaxtarríkjum í Asíu. Inn- flytjendur á bílum ffá Asíu- löndum eru t.a.m. helstu tengslamenn íslenskir við við- skiptasvæði þar sem eiga sér stað meiri innbyrðis viðskipti en meðal hinna svokölluðu iðnríkja á Vesturlöndum. Öðruvísi oss áður brá Það þarf að virkja þá við- skiptaauðlind sem felst í sam- böndum, tengslum og trausti sem íslenskir innflytjendur hafa byggt upp í samskiptum við útiendinga. Það er ekki hægt að hafa vatnsþétt skil á milli útflutnings og innflutn- ings eihs og tíðkast hefur hér á landi. Innflytjendur þekkja þarfir og vilja íslensks al- mennings, vita sínu viti um þjóðarsálina, og hafa betri þekkingu á erlendum mönn- um og mörkuðum en flestir aðrir. Alýðubandalagið leggur til að stofnað verði samvinnuráð innflumings- og útflutnings- fyrirtækja til að afla nýrra markaða fyrir íslenskan út- flutning og að sérhæfðar sam- starfsnefndir þessara aðila ein- beiti sér að ákveðnum mark- aðssvæðum. íslenskir innflytj- endur geta áreiðanlega gefið útflytjendum og framleiðend- um góð ráð um það hvemig þeir eiga að hafa „axlaböndin“ til að þau séu seljanleg á fjar- lægum mörkuðum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti taka um þann skilning á hugtakinu auðlind sem ffam kemur í Út- flutningsleiðinni. Það er óneitanlega nýjabrum að því hjá Alþýðubandalaginu, sem lengi hafði hom í síðu heild- sala, að það skuli telja sam- bönd og þekkingu innflytj- enda meðal auðlinda íslend- inga.___________________________ Höfundur er framkvæmdasijóri Alþýðubandalagsins. „Það er óneitanlega nýjabrum að því hjá Alþýðubandalaginu, sem lengi hafði horn í síðu heildsala, að það skuli telja sambönd ogþekkingu innflytjenda meðal auðlinda íslendinga. “ „Það máfæra rökfyrir að það sé önnur ástœða fyrir myndlyklabreytingunni nú, sem ersenni- lega raunverulegri og veigameiri í hugum Stöðvar tvö-manna en hrœðslan viðþjófa.“ nokkuð ljóst af hveiju Stöð tvö vaidi þann kostinn að kaupa 50 þúsund myndlykla sjálf. Ég vona bara að her- kostnaðurinn af öllu saman leiði ekki til hærri afnota- gjalda. Svo vikið sé að öðm. I leið- ara Alþýðublaðsins er fjallað um ráðningu Jóns Sigurðs- sonar í stöðu bankastjóra Norræna fjárfestingabankans á þann hátt að ekki er víst að hann kunni leiðarahöfundi miklar þakkir fyrir. Þar stend- ur m.a.: „Aldrei hefur íslensk- um embættismanni verið boðin slík virðingarstaða... Betri einkunn er vart hægt að gefa J.S. sem ábyrgum emb- ættismanni og faglegum yfir- burðamanni... það þarf ekki að koma okkur íslendingum á óvart... Þeir sem fylgst hafa með... vita hvers konar hæfi- leikamaður J.S. er. Hæfileikar J.S. sem Seðlabankastjóra hafa hins vegar komið í ljós... Hógværð og æðruleysi J.S... er öðmm til eftirbreytni ...á Islandi ræður off ríkjum óbil- gimi og dómharka sem verð- ur þess valdandi að ekki hillir í verðmæta eiginleika bestu sona þjóðarinnar vegna moldviðris fordóma og róg- burðar... J.S. er vel að stöðu aðalbankastjóra NIB kominn. Eftir sem áður mun hann gegna lykilhlutverki í mótun nánustu framtíðar Islands.“ Leiðarahöfundi Alþýðublaðs- ins er bent á að oft er stutt á milli (ofjlofs og hæðni. Ekki er ljóst hvorum megin hryggjar þessi skrif lenda. Páll H. Hannesson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.