Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 6
TEIKNING: INGÓLFUR MARGEIRSSON 6 PRESSAN M E N N Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 Lestiaatalre 4?,bd.St.Jacot 75014 Faris PRIORITAIRE PAR AVIOINI Afgreiðsla pósthúsa er ekki beinlínis líklegasti vettvangur listrænnar sköpunar, en þar fæðast oft listaverkin þegar Björk Sigurðardóttir glímir við afgreiðslufólkið hjá Pósti og síma og gerir það að hik- andi samverkamönnum í þágu listagyðjunnar. Björk, sem er að ljúka námi við fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskólans, fæst við eins- konar póstlist. Hún sendir eiginlega allt í pósti nema venjuleg bréf eða ferhyrnda böggla. Sérkennilegar sendingar Bjarkar eru líklega alræmdar meðal póstburðar- manna sem verða að spuming um að minnka bilið milli listarinnar og lífsins sjálfs. Ég er ekki svo mikið íyrir að sjá myndlist bara inni • á galleríum eða á söfnum. Mér finnst hún alveg mega koma meira út meðal al- mennings,“ segir hún sér til varnar. Og hún fæst ekki bara við póstlist heldur víd- eóverk, gjörninga og hljóð- verk sem hún fléttar stund- - o VILMOUTH ST- iACQUES. 7SC * A K K L A N D 21.MAI 93 10< láta sér lynda að burð- ast með frímerkt dömubindi, frimerktar ávísanir eða jafnvel heilu kústana. „Það kemur stundum mikill svipur á fólk þegar ég kem með þessa hluti og það halda eflaust sumir að ég sé stórskrítin,“ segir Björk og brosir út í annað. Hvort maður tekur undir það eður ei fer eftir því hvaða viðhorf maður hefur til lista. Björk sér sína listsköpun í um saman í eina heild. Björk, sem er 31 árs, var píanókenn- ari áður en hún sneri sér að myndlistarnámi. Fyrsta furðusending Bjark- ar var klósettrúUuhólkur sem hún sendi frá Frakklandi til vinar síns í Þýskalandi. Hólk- urinn slapp í gegn, en ekki gekk eins vel með stakt dömubindi sem hún ritaði heimilisfang á, frímerkti og T LÖiiUM MS.W / MAIíS t-''-: ABANKI 5LANDS víðara samhengi. „Ég er að fást við hluti sem eru í kring- um okkur daglega og athafnir sem við þekkjum öU. Þetta er hefti svo tíl beggja enda tíl að límröndin aftan á losnaði ekki af. „Ég fékk það til baka frá franska samgönguráðuneyt- BJÖRK SlGURÐARDÓTTIR. Tókst að senda frí- merki með mynd af sjálfri sér og fékk stimpil í virðingarskyni. inu ásamt bréfi þar sem þeir neituðu þessari sendingu og sögðu að heftin væru hættu- leg starfsfóUdnu,“ segir hún. Björk neyðir kerfisdýr póst- þjónustunnar til að taka af- stöðu til þess hvaða hlutir séu eðlilegt viðfangsefni fyrir stofnun sem byggir tílvist sína á stöðluðum starfsháttum. „Ég er að kanna mörkin, komast að því hvað má og má ekki gera og af hverju það er.“ Óvenjulegur póstur Bjarkar fær líka stundum viðbótarffí- merki sem hún hannaði sjálf og skartar mynd af henni. Hún límir það með alvöru ffímerkjunum og fær stimpU á. „Fyrst þegar ég fór að senda frímerkið mitt með fóru starfsmenn Pósts og síma að rýna í hin frímerkin á umslaginu tU að sjá hvort þau væru ekki örugglega ekta,“ segir Björk. „Svo þegar ég var búin að setja mig á frímerkið og póst- senda þá fannst mér að nú væri kominn tími til að setja frímerkið á mig,“ segir hún um hugmynd- ina að djörfustu aðför hennar að Pósti og síma hingað tU. Hún sendi Ól- afi Tómassyni Póst- og símamálastjóra kurteis- lega orðað bréf þar sem hún fór þess á leit að fá að póstleggja sjálfa sig sem bögglapóstsendingu inn- an höfuðborgarsvæðisins. Svarið barst um hæl þar sem Ólafur upplýsti „að í pósti er ekki leyfilegt að flytja aðrar lifandi verur en blóðsugur, silkiorma, býflugur og ánamaðka (innanlands). Önnur al- menn viðtökuskUyrði fýr- ir böggla eru þau, að þeir vegi mest 30 kg. Af fram- angreindum ástæðum virðist því ekki unnt að verða við beiðni yðar,“ svaraði Póst- og símamálastjóri, virðingarfyUst að sjálfsögðu. Björk lætur þetta ekki aftra sér og hyggur eflaust á per- sónulega landvinninga með aðstoð póstsins í ffamtíðinni þótt henni hafi ekki tekist það í þetta sinn. „Þetta er bara prakkaraskapur í mér,“ segir hún lúmsk á svip. „Ég er prakkari inn við beinið þótt ég sé mjög löghlýðin." Póst- burðarfólk landsins andar léttar í kór. Þorsteinn Högni Gunnarsson 3 Tíminn kom nýlega út í breyttri mynd. Það var auglýsingastofan Örkin sem annaðist útlitsbreyt- ingar. Hvernig leggst nýtt útlit dagblaðsins í fólk? legar, en þær eru það ekki í Tímanum. Til að blaðið sé betra aflestrar finnst mér vanta meira „loft“.“ Hilmar Sigurðsson, graf- ískur hönnuður: „Hann minnir mig einna helst á landsbyggðar- eða héraðsfréttablað. Mér hefði fundist betur mega takast til, fyrst það var verið að endurhanna útlitið á blað- inu. Ég var búinn að heyra að það stæði mikið til varð- andi breytingarnar og var búinn að byggja upp vænt- ingar, en varð óneitanlega fyrir vonbrigðum.“ Listakonan póstleggur ólögulegustu pakka í heimi og með eigin frímerki PRAKKARASTRIK í PÓSTI Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur: „Blöð hér eru gefin út í þessu litla síðuformi, önd- vert við það sem þau voru. Erlendis hefur þetta litla form verið notað til meiri útlitskeyrslu en í stórum blöðum, en á íslandi hafa þau verið brotin eins og stóru blöðin, sem er ákveðið stílbrot. Tíminn hefur valið þá leið, enda venjan hér. Ekkert nema gott um það að segja. Ég hefði talið að einhver hefði átt að brjóta þessa hérlendu hefð og fara út í brot sem hæfir litlu blaði í síðum. Við erum með blöð sem eru sitt hvor- um megin í þessum stefnu- brotum. Umbrotið á Tím- anum sætir engum tíðind- um. Mér finnst aftur á móti allt þetta mál með Tímann sæta miklurn tíðindum. Þar þarf bæði vaska og kjark- góða rnenn til.“ Steingrímur Hermanns- son alþingismaður: „Ég tel hann vera jákvæð- an, léttari og betur efnislega skipulagðan. Hins vegar held ég að þetta eigi eftir að þróast enn og batna. Ég sé möguleika á því innan þessa skipulags sem þarna hefur verið tekið. Gott að hafa upplýsingar á fyrstu síðu um helstu fréttir, hins vegar fannst mér í fyrsta blaðinu ekki rétt val á fréttum til að setja á fyrstu síðu. En slíka hluti má bæta með reynslu og yfirlegu." Ellert B. Schram ritstjóri: „Mér finnst að þeir hefðu getað gert betur. í fyrsta lagi þá er það litla sem eitthvert vit er í aðallega stælingar, lítið frumlegt við það. Fyrir- sagnir eru smáar og greinar allt of langar. Það er öfugt við það sem menn telja grundvallaratriði í blaða- mennsku nú til dags. Hins vegar er kannski ekki sann- gjarnt að dæma af fyrstu skrefunum. Við á DV von- umst til að þetta gangi hjá þeim, því það þurfa að vera fleiri blöð á markaðinum. Rétt spor hjá þeim að halda uppi frjálsri og óháðri stefnu, eins og ritstjórinn segir að sé markmiðið með blaðinu, hvernig svo sem til tekst." Ólafur Stephensen ráð- gjafi: „Mér líst mjög illa á þetta. Blaðið er ákaflega sviplaust, illa hefur tekist til með hausinn og heildarútlitið virðist hafa verið valið án þess að gefinn hafi verið gaumur því sem gæti staðið upp úr og gefið blaðinu ein- hvern karakter. Út af fyrir sig geta einnar línu fyrir- sagnir verið mjög skemmti- frfrfí Súsanna Svavarsdóttir gagnrvnandi Síðasti sadófemínistinn Það tekst ekki öllum að finna starf sem fellur eins og flís við rass að hæfileik- um þeirra og skapferli. Þó eru sumir svona heppnir, sumir karlmenn og sumar konur. Og sérstakiega ein kona. Hún Sússa. Ég er svona viss að því að ég hef smíðað kenningu um hana Sússu. Hún er nefnilega sú tegund af femínista sem nýtur þess að kvelja karlmenn sem eru vanmetakindur og minni máttar. Henni fellur ekkert betur en að sjá þá engjast og skjálfa af skelf- ingu. Þá hallar hún aftur höfðinu, horfir skáhallt niður eftir gleraugunum og setur oggolítinn stút á munninn. Og glottir. Sagan styður þessa kenningu mína. Það var ekki fyrr en hún var búin að snúa gúmmíöndina úr hálsliðnum að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru hjá henni. Og nú síðast mátti sjá henni bregða fyrir á síðum Eintaks leður- klædda og munúðarfulla á svip. Þar vantaði ekkert nema svipuna til að fá heildarmyndina. Þess vegna er Sússa gagnrýnanai. Hvergi ann- ars staðar en í leikhúsinu er að finna jafnmarga karl- menn, jafnuppfulla af minnimáttarkennd og jafnuppfulla af sjálfum sér. Þar getur Sússa vaðið um og hoggið á báða bóga þar til blæðir út litlum hjört- um og vanmetakenndin puðrast úr uppbelgdum skrokkunum. Og aldrei líður Sússu betur. Henni hefur nefnilega tekist að gera gagnrýni að öðru og meira en gagnrýni — hún hefur gert hana að lífsstíl. Sússa er fyrsti og líklega síðasti atvinnusadó- femínistinn okkar og gerir það svo vel að heilu Reykjavíkurbréfin í Mogg- „Henni hefur nefnilega tekist að gera gagnrýni að öðru og meira en gagnrýni — hún hefurgert hana að lífsstíl. Sússa er fyrsti og líklega síðasti atvinnusa- dófemínistinn okkar oggerir það svo vel að heilu Reykjavíkurbréfin í Mogganum eru lögð undir það að réttlœta tilveru hennar. Það hefur engum öðrum tek- anum eru lögð undir það að réttlæta tilveru hennar. Það hefur engum öðrum tekist. Sjálfur hef ég slíkt yndi af skepnuskap að ég hef óendanlega gaman af þess- um karlstaulum sem nenna endalaust að atast í henni og hvað hún skrifar um leikhús. Þarna ríða þeir fram á ritvöllinn einn af öðrum í þeim tilgangi að leysa niður um Sússu — en gera einmitt það sem undirmeðvitundin býður þeim — leysa niður um sjálfa sig. Þá hlæ ég upphátt. Og öfunda Sússu af vinnunni. AS Hvernig finnstþér nýi Tíminn? INDRIÐIG. ÞORSTEINSSON STEINGRÍMUR HERMANNSSON ELLERT B. SCHRAM ÓLAFUR STEPHENSEN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.