Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 5
S K I L A BOÐ Fimmtudagurínn 18. nóvember 1993 PRESSAN ins og PRESSAN greindi frá í síðustu viku kastaðist hressilega í kekki milli umboðsskrifstofunn- ar Wild, sem þau Linda Pétursdóttir og Les Ro- bertson standa að, og Vik- unnar, sem Samútgáfan gefur út. Úrslita- k v ö 1 d i vegna For- síðukeppni Vikunnar og Wild, sem fara átti fram um helgina, var aflýst og sökuðu aðilar hvor annan um samnings- svik og fleira í þeim dúr. Nú er komin upp sú sér- kennilega staða að bæði Vikan og Wild ætla að klára keppnina, en hvort í sínu lagi. Wild ætlar að halda sitt úrslitakvöld án afskipta Þórarins Jóns Magnússonar og Péturs Steins Guðmundssonar hjá Vikunni og hefur af- ráðið að slá upp stórveislu á Ömmu Lú föstudaginn 25. nóvember til að kjósa sigurvegara. Á sama tíma ætlar Vikan að velja sína forsíðustúlku, sem mun væntanlega prýða forsíðu blaðsins 2. desember. Á milli sitja stelpurnar átta sem hafa ákveðið að taka þátt í Wild-keppninni og jafnframt sent Vikunni bréf þar sem þær banna blaðinu að birta myndir vegna keppninnar nema samþykki þeirra komi til... N. ýjasta aðferð ís- lendinga til þess að hafa fé af fólki eru Víkingalottós- keðjubréf sem streyma nú inn um bréfalúgur hjá fólki. „Þetta er löglegur lottóklúbbur sem getur gert þig að milljónamær- ingi eftir 2-3 mánuði," segir í bréfinu og síðar seg- ir: „Þú færð 15.360 raðir án þess að hafa eytt einni einustu krónu." Það íylgir hins vegar ekki sögunni að til að þú fáir þínar 15.360 raðir þarf keðjan að ganga til 1.023 einstaklinga. Þeir sem eru neðstir á listanum þurfa hins vegar að bíða ansi lengi eftir að verða milljónamæringar, því keðjan þarf að ganga í gegnum 1.048.575 ein- staklinga, sem allir þurfa að taka þátt í leiknum. Verður að teljast ólíklegt að hvert einasta manns- barn á íslandi taki þátt í lottókeðjunni fjórum sinnum áður en hagnað- urinn er tryggður... Vatnsrum hf Ótrúleg útsala! 20 - 40% af rúmum Rúm með allt að 100.00 kr afslætti 50% af fataskápum H m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.