Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 18

Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 18
18 PRESSAN Ég hef verið nokkuð utan við mig undanfarið. Mér finnst eins og ég hafi verið að spóla í sama farinu. Hvorki komist fram né aftur, engin sýnileg framför orð- ið. Ekki vil ég skella skuldinni á geimverur eða ekki- hingaðkomu þeirra. Það væri þó freistandi að halda því bara fram að ég hefði verið brottnuminn í svo sem viku og myndi því ekkert eftir síðustu dögum. Það myndi lítt duga því ég hef prófað lygaleiðina einu sinni þegar ég gteymdi að borga af símanum og honum var lokað. Ekki var mér trúað niðrá símstöð þegar ég sagði þeim þetta þegar ég reyndi að fá hann opnaðan aftur án þess að borga. Því síður þegar ég sagði að þaö væri mjög nauðsynlegt að hafa símann opinn því ég ætti von á mjög nauðsynlegu símtali utan úr geimnum með upplýsingum um næstu peningagreiðslu mér tii handa. Þau eru víst vön öllu þarna niðrá síma. Samt velti ég því fyrir mér, ef einhver er virkilega i geimsímsambandi, hvaða taxti sé notaöur. í fljótu bragði finn ég engar verðupplýsingar í símaskránni, bara leiðbeiningar um hvernig nota eigi símtæki: „Halló, er einhver þarna?“ Já, ég er héma ennþá! Og held áfram að spóla. Vetur- inn er kominn. Um daginn sagði spáin að það myndi snjóa. Tilhlökk- un greip mig svo um munaði. Loksins yrði eitthvað tii að ræða í pásum og eitthvað til að hugsa um í vinn- unni. Jafnvel löggiltar afsakanir fyrir því að koma seint ef nokkuð til vinnu. Það dró þó nokkuð úr gleði minni að það haföi ekkert bólað á snjókomu þegar ég lagðist til hvílu. Ég sofnaöi nokkuð dapur. En ég tók gleöi mína aftur þegar ég vaknaði og skynjaði að birtan í herberginu gat einungis stafað af hvítri mjöllinni. Og það var rétt. Ljóðræna fyllti líkama minn. Ég sveif um íbúðina, hreint áttavilltur, vissi ekki einu sinni hvar vetrarfötin mín voru. Mig minnir aö ég hafi líka svifið út til að skafa af bílnum. Svif mitt lækkaði ögn þegar ég gerði mér grein fyrir að þetta yrði síðan daglegt brauð í allan vetur. Síðan náði ég niðrá jörðina þegar ég komst að því að lásinn var frosinn. Eftir smáöndunaræfingar komst ég inn í bíl- inn. Móður sat ég í bílnum og hughreysti sjálfan mig, — þetta væru bara smábyrjunarörðugleikar. Næst fór ég að hughreysta japanska smábílinn minn. Hann mætti nú ekki bugast svona við smásnjó því hann væri í raun sérútbúinn fjallajeppi. Þegar ég var orðinn sannfærður um að jeppinn minn héldi ekki lengur að hann væri japanskur smábíll hélt ég af stað. Og viti menn; ég komst klakklaust á leiðarenda. Þó sá ég marga bíla á leiðinni sem eigendum hafði augsjáanlega ekki tekist að sannfæra. Greinilegur persónuleikaskort- ur hjá eigendum þegar þessir yfirgefnu bílar sjást. Einhvern tíma hefur sjálfstraust mitt þó dofnað því ég var farinn að festa mig, byrjaður aö spóla. Ég hata bíla sem spóla í hálku! Kannski ekki eins mikið og þessi sem varð alveg spólvitlaus í Safamýrinni og kveikti í dekkjunum á bíln- um sínum. Svo spólvitlaus er ég ekki. Samt elska ég voða mikið voða vond veður. Það er eitthvað við þau sem lætur mig spóla áfram í huganum, svo mikið aö mér finnst það alger synd að sofa þau af sér. Það er jafnvel þess virði að missa af fegurðarblund- inum. Hann er þó nauðsynlegur fyrir mann á mínum aldri, annars byrja sögusagnir um einhvern óiifnað og ótímabær komment um ytra útlit. Skítt meö það! Suðaustanáttin með snjókomu ríkir enn í hausnum á mér.____________________________________________________ Einar Ben. LISTAKAFFI Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 Seldi fjöl§kyldubílinn og keypti kaffibrennsluofn AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR. Kaffimeistarinn með þá flóru sælkerakaffis sem hægt er að gerast áskrifandi að. í Njarðvíkunum er að finna smátt fyrirtæki sem lætur ekki mikið yfir sér, en er forvitni- legt engu að síður. Fyrirtækið nefnist Kaffitár og er í eigu hugsjónakonunnar Aðalheið- ar Héðinsdóttur sem lét drauminn um eigin kaffi- brenrislu á íslandi verða að veruleika eftir að hafa komist í kynni við svokallað gourmet- kaffi í Bandaríkjunum, þar sem hún var búsett ásamt eig- inmanni sínum í fimm ár. Gourmet-kaffi, eða sælkera- kaffi, er ólíkt stórmarkaðs- eða svokölluðu „iðnaðarkaffi" að því leyti að kaffibaunirnar eru handtíndar, ekki véltínd- ar, og gæðin því allt önnur og meiri. Aðalheiður selur sæl- kerakaffið í áskrift en það rná einnig nálgast í fáeinum minni verslunum víða um land, auk þess sem æ fleiri veitingahús láta verða af því að styrkja þennan litla íslenska iðnað, en þó ekki „bara“ af því hann er íslenskur heldur ein- faldlega vegna þess að Kaffi- társ-kaffið er gott. „Námskeið í kaffismökkun í Bandaríkjunum varð til þess að hugmyndin um að setja á stofri eigin kaffibúð kviknaði. Ég var ákveðin í að setja upp kaffibúð þegar ég kæmi til fs- !ands!“ Áður en langt um leið komst hún þó að því að það stoðaði lítt að opna kaffiversl- un án almennilegs kaffis. „Það varð til þess að ég fór á stúfana og samdi við mann nokkurn sem á stóra kaffibrennslu ytra í þessum gourmet-bransa og bað hann að kenna mér allt sem hann gæti troðið í mig um kaffibrennslu. f staðinn bauðst ég til að vinna fyrir hann kauplaust.“ Þegar upp var staðið var hún afar ánægð með þá lausn mál. „Þá fannst eigandanum hann skyldugur til að kenna mér, — annars hefði ég varla lært eins mikið. Áður en til íslands kom seld- um við bílinn og keyptum kaffibrennsluofn." Aðalmarkaður Kaffitárs er enn sem komið er mest á Suðurnesjunum, en hún segir söluna auk- ast jafnt og þétt. „Þegar maður gerir þetta eingöngu fyrir eigið fé fer maður ekkert inn á mark- aðinn með trukki. Sígandi lukka er enda best.“ Nú er svo kom- ið að Aðalheiður hefur tvær konur í vinnu, hvora um sig hálfan daginn. En hver er svo galdurinn við kaffibrennslu? „Fyrir utan að hafá gott hráefni skiptir brennslutím- inn miklu máli. Mismunandi brennsla snýst um að brenna nokkrum sekúndum lengur eða skemur svo ekki má skeika sekúndu. Ég leik mér þó að því að gera tilraunir með að brenna baunir í mis- langan tíma á meðan ofriinn er ekki fullnýttur. Til dæmis Kenya-kaffið sem er yndislegt kaffi — fyllt með vínbragði — það er gott með brenndum keim; kúbverskar baunir brenni ég fimm sekúndum lengur en á að gera; ef ég brenni baunirnar í aðrar • í tíu ár hefur Trausti I í Jónsson reynt að sann-1 I færa okkur um að veðrið ! j sé athyglisvert. Það tek- f | ur enginn mark á hon-1 um. Geir Gunn-1 laugsson hefur j jafnlengi reynt! að fá til landsins J stóriðju, ■ bara ein-1 hverja stór- I iöju. Það I hlustaöi| enginn á \ hann heldur. j Þaö gerir kart- j öflunefið, gler- augun, hárgreiösl- ______ I an og allt hitt sem gerir j I þá eins. I I I fimm sekúndur er ég komin með svokallaða Vínar- brennslu; aðrar fimm sekúnd- ur þar við þýðir frönsk brennsla; og enn aðrar fimm sekúndur ítölsk brennsla.“ Þess má geta að nokkur veitingahús eru farin að versla við Kaffitár, til að mynda Bú- mannsklukkan, Tíu dropar, Lækjarbrekka, Cafe au Lait, Kaffi Krús á Selfossi, Kaffi Hús á Eyrarbakka og svo mætti áfram telja. MYNDLIST Listakonum berst óvœnt hjálp! SAMSÝNING ÞRETT- ÁN LISTAKVENNA Á MOKKA I stuttu máli: Misheppnuð sýning byggð á röngum for- sendum. Ég hef sjaldan séð jafrimik- inn málatilbúnað í kringum jafnlitla sýningu. Yfirskrift sýningarinnar segir nú sitt: „Tvískinnungur kvenholds- ins: Hnátur, skjátur — döm- ur og fjallkonur." Þessu fylgir lesefrii sem gæti haldið manni yfir kaffibollunum bróður- partinn úr degi. Tilefnið er staða og ímynd íslenskra kvenna í þjóðfélaginu og hafa þrettán íslenskar listakonur verið fengnar til að taka þátt í samsýningu um þetta efrii. Þó er þáttur skipuleggjandans, Hannesar Sigurðssonar list- fræðings, langfyrirferðar- mestur, eins og sjá má af þykkum, svörtum möppum sem liggja frammi. Hann byrjar á því að tína úr íslensk- um dagblöðum myndir af léttklæddum konum og hæð- ist að þessu sem mest hann má og svíður sárt niðurlæg- ing íslenskra kvenna á síðum blaðanna. Þó gerir hann enga tilraun til að reyna að draga af þessu ályktanir um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. En hann blæs fýrst verulega GUNNAR ÁRNASON út af vandlætingu þegar hann beinir spjótum sínum að mér, höfundi þessa pistils, sem hann tekur sem dæmi um örgustu kvenfýrirlitningu og afturhaldssemi í myndlist- arskrifum. Glæpurinn er fólg- inn í grein sem ég skrifaði í sýningarskrá að sýningu Daða Guðbjörnssonar fýrr á árinu. Ég held það skilji varla nokkur maður hvað hann er að fara, því öll greinin saman- stendur af sundurlausum til- vitnunum, undirstrikunum og feitletrunum, þar sem stungið er inn í miðjan text- ann alls kyns velvöldum háðsgl^sum, eins og „Má ég æla! Þvítfk klisja!" og öðrum álíka djúpvitrum mótrökum. Öfúgsnúningurinn í þessu er svo makalaus að ég hlýt að upplýsa sýningargesti, sem eiga eftir að reka augun í þetta, um hvað umfjöllun mín á myndum Daða snýst, þótt ekki væri nema vegna listamannsins sem lendir í skotlínunni. Myndir Daða eru ekki um kvenfólk, og það er varla hægt að segja að þær séu af kvenfólki heldur. Viðfangs- efni hans er málaralistin og fagurfræðilegar deilur innan listarinnar, eins og Daði sjálf- ur upplifir þær. En Daði sér skoplegu hliðina á hlutunum og færir þá í kómískan bún- ing. Til þess notar hann skop- stældar stereótýpur, bæði kvenlegar og karlmannlegar (það mætti kalla þær alleg- órískar fígúrur). Hvað þetta hefur með stöðu íslenskra kvenna að gera er mér hulin ráðgáta. „Ég hefsjaldan séð jafnmikinn málatilbúnað í kringum jafn- litla sýningu. “ En ég held það sé nokkuð dæmigert fyrir Hannes að beina orðum sínum að því sem er sagt um myndlist ffek- ar en að myndlistinni sjálffi. Daði er hér í algjöru .auka- hlutverki og það sama má segja um þátttakendur þess- arar sýningar. Þrátt fýrir allan textann hefúr hann ekki orð að segja unr myndlist þátttak- endanna, eða um myndlist ís- lenskra kvenna yfirleitt, né um list sem varðar sjálfs- ímynd íslenskra kvenna. En er þetta ekki einmitt kaldhæðnislegt dæmi um stöðu ís- lenkra kvenna í þjóðfélaginu? Það fer ekkert á milli mála hver er í aðal- hlutverki. Hinn skilningsríki karl- maður, staðráðinn í að verja heiður kvenna, slær sig til riddara og leiðir þær áffam. Hvern- ig hefði verið að skoða verk kvenna sem fást við list og hlusta á það sem þær hafa að segja og gefa sér það sem for- sendu fýrir sýningu sem þess- ari? Þess í stað eru verk þeirra sett í samhengi sem Hannes einn ræður yfir. Þær sem koma best út úr sýningunni hafa haldið sínu striki og sýna verk sem eru í samræmi við það sem þær hafa áður gert, t.d. Guðrún Hrönn og Arngunnur Ýr. Aðrar, t.d. Ragna Hermanns- dóttir og Ólöf Nordal, falla í þá gryfju að reyna að mynd- skreyta málatilbúnaðinri. En ég veigra mér yfirleitt við að ræða einstök verk á sýning- unni. Á að skoða hvert og eitt þeirra sem einangrað verk og hunsa þær forsendur og ástæður sem liggja að baki þvi að þær eru staðsettar í þessu samhengi? Eða á að skoða þær með texta Hannesar í huga, jafnvel þótt hann sé kannski í engu samhengi við verkin? Hvorugur kosturinn er góður. Það besta sem má segja um þátttöku listakvennanna er að hún er list þeirra ekki til framdráttar. Því síður er sýn- ingin málefninu til ffamdrátt- ar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.